Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Eru tveggja hreyfla þotur nógu öruggar? TVO nýleg flugóhöpp hafa hrundið af stað umræðum um öryggi tvíhreyfla þotna. í Detroit fórst DC 9 vél eftir flugtak og 157 menn létu lífið. í Frankfurt varð Boeing 767 þota American Airlines að nauðlenda skömmu eftir flug- tak með logandi hreyfil. Alls þijátíu flugfélög í heimin- um nota tveggja hreyfla þotur á lengri flugleiðum yfir eyðimerkur og úthöf. 23 félög nota Boeing 767 og 7 nota Airbus A 310-300. Öll stóru bandarísku flugfélögin eins og American Airlines, Delta, PanAm og TWA nota tvíhreyfla vélamar í Atlantshafsflugi sínu, einkum af spamaðarástæðum. I hveiju flugi sparast 10.000-25. 000 dalir ef notuð er tvíhreyfla vél í stað þriggja eða fjögurra hreyfla vélar. Karl Dorfmeister flugmaður Lufthansa á Airbus þotu sagði eftirfarandi í viðtali við Welt am Sonntag er hann var spurður hversu algengar vélarbilanir séu í tveggja hreyfla þotunum: „Hreyfílbilanir eru tiltölulega sjaldgæfar vegna tækniframfara. reynir á þá sem er í flugtaki. Komi slíkt fyrir þá verða far- - Ekki eru til neinar opinberar tölur þegamir sjaldnast nokkurs varir. um hversu oft hreyflar tvíhreyfla Hreyflar bila oftast þegar mest þotna bila vegna þess að ekki er skylt að tilkynna slíkt. Þó er talið hafí. Ekki er vert að byggja um að á árinu 1985 hafí hreyflar of á þessum tölum vegna þess hve Boeing 767 véla bilað 35 sinnum, lítill hluti alls farþegaflugs yfír þar af 25 sinnum yfír Atlants- Atlantshafíð er þreyttur af tvíhreyfla þotum. Sérfræðingar hafa samt reiknað út að sam- kvæmt þessu verður í viku hverri, að meðaltali ein flugvél, með um það bil 200 farþega, í Atlantshafs- flugi að lenda á varaflugvelli vegna vélarbilunar." En getur tveggja hreyfla flug- fél á leið yfír Atlantshaf haldið áfram för sinni þrátt fyrir vélarbil- un? Horst Gehlen, flugstjóri Boeing 727 flugvélar hjá Luft- hansa, verður fyrir svömm: Bili annar hreyfíllinn getur flugvélin haldið áfram en með helmingi minni afköstum sem leiðir til minni flughæðar. Neðar í loftinu er veðrið verra auk þess sem taka verður tillit til flugum- ferðar í þeirri hæð. Allur tækja- kostur vélarinnar sækir í þessu tilviki orku sína til eins hreyfíls og því verður áhöfnin að senda neyðarkall og halda til næsta flug- vallar. Á meðan þessi eini hreyfíll gengur ætti allt að vera í lagi því hver flugvél í Atlantshafsflugi má ekki vera ij'ær næsta flugvelli en sem nemur 120 mínútum í flugi. A leiðinni yfír Norður-Atl- antshaf til New York em a.m.k. sjö nægilega stórir flugvellir: Á Suðureyjum, íslandi, Grænlandi og austurströnd Kanada. Jafnvel þegar báðir hreyflamir bila getur tvíhreyfla vél svifíð í um það bil 10 mínútur, sem samsvarar 120-200 km vegalengd. A þennan hátt tókst áhöfn Boeing 767 flug- vélar Air Canada að lenda á gömlum herflugvelli í Gimli þar sem kappakstur var í gangi. Þetta var í júlí 1983 og vélin var á leið frá Montreal til Edmonton. I neyð verður að nauðlenda flugvél með báða hreyflana bilaða, í sjónum og slíkt hefur heppnast. En þá er mikil hætta á að vélin brotni." Jón R. Steindórsson yfirflugstjóri Flugleiða: • • Orygg’iö ávallt í fyrirrúmi „ÖRYGGIÐ er ávallt í fyrirr- únii í sambandi við val á þotum,“ sagði Jón R. Steindórs- son yfirflugstjóri Flugleiða þegar Morgunblaðið spurði hann álits á öryggi tveggja hreyfla þotna. Flugleiðir munu árið 1989 að hluta til skipta yfir í tveggja hreyfla Boeing- 737 þotur í Evrópuflugi sínu og sagði Jón slíkar þotur vera það fullkomnar tæknUega að engin hætta stafaði af þvi að nota þær á lengri flugleiðum. „Þegar flugfélag fer út í flug- vélakaup er fyrst og fremst iitið á markaðinn og í hverskonar flug vélamar eiga að fara,“ sagði Jón R. Steindórsson. „Undanfarið hafa tveggja hreyfla þotur verið nær einráða þegar Evrópuflug er annarsvegar og em algengustu vélamar Boeing 737, DC-9 og innan skamms Airbus 320A. Þegar árið 1950 var farið að setja reglur um loftferðir 2-3 hreyfla flugvéla. Annarsvegar til- mæli (recommendations) frá ICAO, Alþjóða flugmálastofnun- inni, sem gmndvallast á fjölda og gangöryggi hreyfla þeirra tíma. Miðuðust þau tilmæli við 90 mínútna fjarlægð frá næsta vara- flugfvelli með báða hreyfla gang- færa. Hinsvegar vom settar reglur af FAA, bandarísku flug- málastjóminni. Gmnnreglan sem þá var sett var að ekki skyldi vera lengra í næsta varaflugvöll en 60 mínútna flug eða 400 sjómflur með annan hreyfílinn ógangfæran. Svo liðu tímar og um 1960, þegar byijað var að framleiða fullkomnari þriggja hreyfla þotur, vom þær undan- þegnar þessari reglu og settar í hóp með fjögurra hreyfla vélum. I kringum 1980 var svo aftur farið að tala um frávik frá gmnn- reglunni nú fyrir tveggja hreyfla þotur. Þetta var gert með hliðsjón af því að öll tækni, bæði í flugvél- unum sjálfum og á flugvöllum, hafði tekið gífurlegum framför- um. Þessu lyktaði þannig að settar vom nýjar reglur fyrir ákveðnar tegundir véla, sk. EROPS-reglur. Samkvæmt þeim er leyfílegt að fljúga í allt að 120 mínútna fjarlægð frá næsta vara- flugvelli eða sem samsvarar 800 sjómflum. Bresk, frönsk og bandarísk flugmálayfírvöld hafa tileinkað sér þessar reglur en önn- ur eins og t.d. kanadísk ganga enn lengra og hafa sett sér 138 mínútna reglu sem samsvarar 920 sjómflum frá varaflugvelli. Hjá Flugleiðum hefur verið byggt á gmnnreglunni fyrir Evr- ópuflugið en þegar nýju Boeing- 737 vélamar koma til landsins væri hægt að skipta yfír í „ARNARFLUG hefur í sex ár flogið á milli íslands og ann- arra Evrópulanda á tveggja hreyfla Boeing 737-þotum, samtals um 26.000 hreyfils- stundir, án þess að hafi komið til hreyfilsbilunar," sagði Ómar Ólafsson, yfirflugstjóri Arnar- flugs, þegar Morgunblaðið bað um álit hans á öryggi tveggja hreyfla þotna á lengri flugleið- um. Taldi Ómar að innan fárra ára yrðu þessar þotur alls- ráðandi á öllum nema þeim lengstu. EROPS-reglumar með samþykki íslenskra flugmálayfirvalda. Enda standast þessar þotur þær kröfur sem gerðar em. Skilyrði fyrir því að þessar regl- ur verði notaðar er auðvitað að góðir varaflugvellir séu til staðar og emm við nú þegar með góðan varaflugvöll á Ákureyri. Einnig er hægt að nota Reykjavíkurflug- völl en hann er ekki eins hentugur þar sem hann er á sama veður- svæði og Keflavíkurflugvöllur. Ástandið verður síðan enn betra þegar flugvellimir á Egilsstöðum og Sauðárkróki bætast við. Á næstunni verður Keflavíkurflug- völlur líka samþykktur til lending- ar við lægri veðurmörk en verið hefur, eða við 350 metra brautar- skyggni. Öryggið er alltaf í fyrsta, öðm og þriðja sæti. Það er hlutur sem „Við teljum ekki óeðlilegt að nota tveggja hreyfla vélar á lengri flugleiðum. Ef annar hreyfíllinn bilar getur flugvélin alltaf lokið fluginu á einum hreyfli. Það er aldrei meira en klukkutími til næsta varaflugvallar í flugi milli íslands og Evrópu. Allar tveggja hreyfla vélar em einnig útbúnar með vararafstöð sem fer í gang ef hreyfíll bilar og kemur þá í stað rafals hans. Raforkuþörf siglinga- og fjarskiptatækja vélar- innar er þvl ávallt fullnægt. Flugleiðsögu- og fjarskipta- flugmenn leggja mjög ríka áherslu á. Því vom valdir sterk- ustu hreyflar sem völ var á þegar Flugleiðir ákváðu að skipta yfír í tveggja hreyfla þotur í Evrópu- fluginu. Fyrr á þessu ári var gerð úttekt á þessum hreyflum og varð niðurstaðan sú að bilanatíðnin mældist 0,017% á hveijar þúsund flugstundir miðað við 1,5 milljón flugstunda uppsöfnun. Þetta er sá mótór sem er með lægstu bilan- atíðni af þeim sem notaðir em á nýjum tveggja hreyfla þotum. Við hljótum því að meta það svo, ekki síst með hliðsjón af fyrri reynslu okkar af Boeing-vélum, að öllum hugsanlegum öryggiskröfum sé fullnægt í þessum þotum. Flugmenn hafa alltaf viljað hafa vaðið fyrir neðan sig í þess- um málum sem öðmm og fara sér hægt. Sem dæmi má nefna að tækni hefur fleygt fram á síðustu ámm og gerir það allt flug mun ömggara. Menn vita nákvæma staðsetningu sína og hvemig ferð miðar. Nú er líka hægt að fljúga milli íslands og Evrópu og vera í stöðugu VHF-fjarskiptasambandi við flugumferðarstjómina. En sú tegund fjarskipta er mun traust- ari en þær sem áður vom notaðar. Þetta tvennt eykur öryggi til muna frá því sem var. Starfræksla tveggja hreyfla flugvéla hefur aukist til muna á síðustu ámm og innan fárra ára Jón R. Steindórsson, yfirflug- stjóri Flugleiða. ennþá er starfandi á vegum Al- þjóða flugmannasamtakanna neftid sem kannar þessi mál. Formaður nefndarinnar er flug- maður hjá Air Canada sem flýgur tveggja hreyfla Boeing-767 þotu yfír Atlantshafíð." Ómar Ólafsson yfirflugstjóri Arnarflugs verða þær allsráðandi nema á mjög löngum flugleiðum." Ómar Ólafsson yfirflugstjóri Arnarflugs: Tveggja hreyfla þotur verða allsráðandi innan fárra ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.