Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 46
-.46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Ráðstefna um rælqu: Vanda þorskveiðkvótans velt yfir á rækjumiðin ísafirði. RÆKJUVEIÐAR hófust í ísa- fjarðardjúpi árið 1936 og í Amarfirði árið eftir og voru fyrstu áratugina ekki stundaðar annarstaðar á landinu. Fyrir um það bil tíu árum hófust rækju- veiðar á úthafinu, aðallega fyrir Norðurlandi, og á síðasta ári var þróunin orðin sú að einungis 15% rækjuaflans veiddist á grunn- slóð. Útflutningstekjur af rækjuafurðum eru nú í þriðja sæti í útflutningi sjávarafurða á eftir frystum og söltuðum bol- fiskafurðum og nam fob-verð- mætið 3.600 milljónum króna. Er það um 10,5% af útflutnings- verðmæti sjávarafla. TU saman- burðar má geta að heildarverð- mæti fiskimjöls og lýsis nam 10,7% af útflutningi sjávaraf- urða i fyrra. 250 bátar stunda veiðamar um lengri eða skemmri _ tíma á þessu ári og landa hjá 40 vinnslustöðum. Að sögn fulltrúa hjá Þjóðhags- stofnun geta þessar verksmiðjur unnið aflann á 3—4 mánuðum. Þrátt fyrir það hafa yfírvöld gefið út vinnsluleyfi til 10 stöðva í við- bót. A síðasta ári voru fluttar út 8.044 lestir af skelflettri rækju fyr- ir 2.915 milljónir og 4.388 lestir af rækju í skel fyrir 733 milljónir. Rækjuveiðar og vinnsla skiluðu _^1,7% af vergum þáttatekjum í þjóð- arbúið á síðasta ári. Rækju var landað í 35 sveitarfé- lögum á síðasta ári og var ísafjörð- ur langstærsta löndunarhöfnin með 7.842 tonn. Næst kom Siglufjörður með 2.244 tonn. Nú eru aðeins 25—30% af hráefn- inu nýtt, en á ráðstefnunni fóru fram ítarlegar umræður um aukna nýtingu, bæði á sjálfum bolnum og vinnslu eftia úr úrganginum. Á ráðstefnu um rækjuveiðar, vinnslu og markaðsmál, sem haldin var á Isafirði fyrir skömmu voru 13 erindi flutt af frammámönnum á sviði vísinda, stjómsýslu, vinnslu og veiða. Um 100 manns sóttu ráð- stefnuna, sem er sú fyrsta sinnar tegundar sem haldin er um þessi málefni á rúmlega 50 ára þróunar- ferli þessarar atvinnugreinar á íslandi. Jón Jóhannesson deildarstjóri Rannsóknarstofnunar fískiðnaðar- ins á ísafirði skipulagði ráðstefnuna og stjómaði henni, en Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda stóð fyrir ráðstefnunni með rannsóknarstof- unni. Rækjuveiðar hófust 1936 Halldór Hermannsson fyrrver- andi rælquskipstjóri á ísafírði flutti ukerindi um þróun veiðanna, sem hóf- ust 1936, og voni það tveir Norðmenn búsettir á ísafirði, Simon Olsen og Georg Syre, sem fyrstir náðu tökum á veiðunum. Áður hafði Sveinn Sveinsson skipstjóri gert til- raunir til rækjuveiða í Ísaljarðar- djúpi, en þær mistókust. Leiddar hafa verið líkur að því að hann hafi notað rækjutroll sem skilið var eftir af skipi, sem Simon Olsen kom á til ísafjarðar milli 1920 og 1930. Bæjarsjóður Ísaíjarðar stofnaði til rækjuvinnslu í Nesta kaupstað. Var Gunnar Andrew framkvæmda- stjóri, Þórhallur Leós verkstjóri en verkunarleiðbeinendur Þorvaldur Guðmundsson (í Síld og físk) og Tryggvi Jónsson (Ora). Hálfu ári eftir að verksmiðjan tók til starfa hóf Böðvar Sveinbjamarson störf þar. Hann varð verkstjóri ári síðar, þegar þeir Þorvaldur og Tryggvi j hættu störfum. 1940 keypti hann svo verksmiðjuna, þá 23 ára gam- Halldór Hermannsson ísafirði: í fyrstu hnýttu rækjusjómenn trollin sjálfir og gátu borið þau í fanginu. Nú vega þau fleiri tonn og er togað niður í 800 metra dýpi. all og hefur rekið hana síðan. Öll rækjan var skelflett í höndum til ársins 1956. Það ár hóf fyrirtækið Guðmundur & Jóhann á Isafírði vélpillun með bandarískri Laitrans- vél. Simon Olsen, sem hafði forystu um veiðamar að mestu, þar til hann fórst ásamt syni sínum Kristjáni í rækjuróðri á bátnum Karmöy 1961. Setti hann upp flest trollin sem notuð voru við Djúp, en síðar fær- ist sú vinna í hendur Netagerðar Vestfjarða og sagði Halldór að þeir Guðmundur Sveinsson og Guð- mundur I. Guðmundsson netagerð- armeistarar hefðu átt rmkinn þátt í þróun rækjutrollanna. Árið 1960 fundust rækjumið í vestanverðum Húnaflóa, en ekki kom til veiða af hendi sjómanna við flóann fyrr en 1964. Síðan hefur veiðin verið að dreifast um landið. Rannsóknar- skipið Hafþór hóf rækjuleit á Djúpslóð 1966 með litlum árangri. Árið eftir gekk þó betur og 1969 fundust allgóð mið við Grímsey og Kolbeinsey. Árið 1971 fengu 10 bátar leyfi til úthafsveiða á rækju. Heildaraflinn varð 570 tonn og fékk Snorri Snorrason frá Dalvík, sem um margra ára skeið hafði leitað rækju, um helming aflans. Snorri fann svo miðin á Dohmbanka 1978, þar sem bestu rækjumiðin hafa verið til þessa, en nú veiðist mestur hluti aflans þar innan grænlenskrar lögsögu. Að sögn Halldórs vom fyrstu trollin ekki stærri en svo að halda mátti á þeim í fanginu og hleramir vom 45—50 kg. Nú em trollin orð- in um 5 tonn að þyngd og hver hleri 2,3 tonn og er veitt á yfir 700 metra dýpi. Halldór gat þess, að nú væra rækjuveiðar ekki bundnar kvóta og taldi hann að stjómvöld hefðu velt vanda þorskveiðikvótans yfir á rækjumiðin. Sagði hann að rækju- miðin á úthafinu hefðu verið notuð sem einskonar almennings bithagi fyrir þá sem hafa verið að spara þorskveiðikvóta sinn. Rækjuútvegnrinn og þjóðarbúskapurinn Benedikt Valsson hjá Þjóðhags- stofnun flutti erindi um afkomu rækjuiðnaðaríns og stoðu í þjóðar- búskapnum. Þar kom fram að hlutdeild rækju í sjávarvömfram- leiðslunni hefði vaxið úr 2% 1980 í rúm 11% á síðasta ári. Hann ger- ir ráð fyrir að aflaaukningin á þessu ári verði um 16%. Benedikt Valsson, Þjóðhags- stofnun: Alrangt að útflutningsat- vinnugreinar þurfi að vera eitthvað mikilvægari en aðrar greinar. Arð- semi rekstursins skiptir venjulegast mestu máli. Fjárfestingar í sjávar- útvegi em oft byggðar á happa og glappa aðgerðum. Hann sagði að sú staðhæfing heyrðist oft, að útflutningsgreinar séu ávallt mikilvægari en aðrar at- vinnugreinar. Þetta verður að draga í efa, einfaldlega vegna þess, að nýtist vinnuafl og fjármagn í fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað og sé það í heilbrigðri samkeppni við innfluttan vaming, er þýðing þess engu minni en útflutningsfram- leiðslunnar. Vinnuaflsnotkun i rækjuvinnslu hefur aukist úr 210 ársverkum 1970 í 700 til 800 ársverk í ár. Um fjárfestingu og nýtingu framleiðslugetu í rækjuvinnslu sagði Benedikt: „Aðilum, sem festa fé í sjávarútvegi jafnt sem öðmm greinum, hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að sýna meira kapp en forsjá í þessum efnum. Eðlilegar arðsemiskröfur hafa oft á tíðum verið fyrir borð bomar og afleiðing- amar blasa við. Umframgeta er ekki nýtt fyrirbæri í íslenskum sjáv- arútvegi. Nú em starfræktar um 40 rækjuverksmiðjur í landinu, en útgefin rækjuvinnsluleyfi em ná- lægt 50. Heildamýting framleiðslu- getu í rækjuvinnslu er talin slök, misjöfn eftir landshlutum en einna best við Djúp. Samkvæmt heimild- um Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda munu vera um 90 rækjupillunarvélar í landinu. Meðal- afköst em um 400 kg af hráefni á klukkustund. Það þýðir, að ef allar vélamar gengju 12 tíma á sólar- hring tæki tæplega þijá mánuði að vinna allan ársaflann á síðasta ári. Afkomusveiflur rækjuvinnslu em mjög miklar en að sögn Benedikts hafa rækjuverksmiðjumar átt því láni að fagna að vemlegt rekstr- artap hefur ekki átt sér stað í greininni frá 1980 og verg hlut- deild fjármagns kemur ávallt út með jákvæðu formerki. Það verður varla sagt um aðrar sjávarvöm- framleiðslugreinar á þessu tímabili. Eiginfjárhlutfall rækjustöðvanna er þó slakara en í öðmm atvinnugrein- um eða 18% í árslok 1985 á móti 33% í öðmm atvinnugreinum. Nokkrar umræður hafa orðið um verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda samþykkti tillögu um að sjóðurinn yrði lagður niður. Benedikt sagði að tilgangur- inn með verðjöfnunarsjóði fiskiðn- aðarins væri að draga úr áhrifum verðsveiflna á erlendum mörkuðum á hag sjávarvömframleiðenda og tryggja þannig jafnari hag þjóðar- búsins. Nefnd sem stofnsett var af Óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambands íslands: Sjó- mönnum og viðsemjendum þeirra oft gerður upp meiri óvinátta en raunvemlega er. Hagsmunir þeirra fara oft saman og því nauðsynlegt að sjómenn fylgist með sem flestum þáttum. stjómvöldum skilaði í fyrra áliti sínu. Þar kemur fram að meirihluti nefndarmanna leggur ekki til breyt- ingar á gildandi lögum og taldi fulla ástæðu til að sjóðurinn starfaði áfram. Taldi meirihluti nefndarinn- ar, að sjóðurinn hefði yfirleitt þjónað því hlutverki, sem honum var ætlað og gæti eins framvegis dregið úr áhrifum verðsveiflna. Innflutningnr á rækju Guðmundur Stefán Maríasson framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda gerði grein fyrir innflutningi á óskel- flettri rækju, en í apríl 1982 hófst innflutningur á rækju frá Sovétríkj- unum til niðursuðu. Það ár vom flutt inn 1150 tonn. Árið eftir hefst svo innflutningur á frosinni rækju til vinnslu og endurfrystingar. Þama var um að ræða samning milli fyrirtækisins Marbakka hf. og ensks fyrirtækis um vinnslu og fór sú vinnsla fram hjá Niðursuðuverk- smiðjunni hf. á ísafirði. Þar sem rækjan var alla tíð í eigu hins enska fyrirtækis kemur þetta ekki fram í íslenskum útflutningsskýrslum, þó var þama um umtalsvert magn að ræða, að sögn Guðmundar Stefáns. Fleiri fyrirtæki komu svo á eftir og árið 1985 nær innflutningurinn hámarki, en það ár vom flutt inn 6.250 tonn. Síðla ársins urðu miklar sviptingar á rækjumörkuðunum vegna aflabrests, meðal annars hjá Norðmönnum. Við það varð mikill samdráttur í innflutningi og nam hann aðeins 600 tonnum á síðasta ári og í ár hefur nánast enginn inn- flutningur orðið. Ástæðumar fyrir innflutningnum sagði Guðmundur Stefán vera að rækjuverksmiðjum- ar hefðu verið að styrkjast og meðal annars eygður möguleiki á að hafa starfsemi allt árið í stað vertíð- artímabila áður. Með aukinni fjár- festingu þurfti stöðugri rekstur og með innflutningi mátti brúa tímabil sem engin veiði var á við íslands- strendur. Þá var einnig byijað að kaupa rækju úr færeyskum og dönskum veiðiskipum sem komu til hafs á íslandi. Þá hafa markaðir verið að styrkjast vegna aflabrests hjá öðmm þjóðum. Norðmenn veiddu 90.000 tonn af rækju 1985, en árið eftir féll aflinn í 60.000 tonn og fer líklega í ár niður fyrir 50.000 tonn. Veiðisvæði þeirra og Sovétmanna liggja að nokkm leyti saman og varð aflabrestur hjá Sov- étmönnum svipaður. Norðmenn keyptu 1877 tonn af óskelflettri og óflokkaðri rækju af íslendingum á síðasta ári og var meðalverð 112.05 krónur á kflóið. Það er ljóst að mikið tap varð hjá Norðmönnum af vinnslunni, en þeir mátu meira að geta staðið við áður gerða samn- inga um sölu. Vegna mikillar eftir- spumar eftir óunninni rækju erlendis er líklegt að útflutningur aukist þrátt fyrir vaxandi fjölda verksmiðja í landinu og auk þess má reikna með að til innflutnings komi aftur vegna þess og þó ekki síður að ekki er greitt í verðjöfnun- arsjóð af innfluttri rælq'u. Hráefni, afurðir og markaðir Guðmundur Ingason gæðaráð- gjafi sagði rækjuna vera sérlega viðkvæma og hefði því rækjuvinnsl- an mikla sérstöðu innan fiskiðnað- arins. Hann sagði að íslendingar, Grænlendingar og Norðmenn væm stærstu framleiðendur rækjuteg- undarínnar Pandalus Borealis. Mikil aukning átti sér stað hjá þessum þjóðum í veiðum á sama tíma og hran varð á útbreiðslusvæðum þess- arar rækju og annarrar náskyldrar við Alaska og Main í Bandaríkjun- um. Hann taldi að margt benti nú til að þróunin væri að snúast við. Útflutningur rækjuafurða frá ís- landi byggðist framanaf nær eingöngu á skelflettri rækju. Þetta hefur verið að taka ömm breyting- um á síðustu ámm með auknum útflutningi á frystri rækju í skel- inni. Árið 1984 nam slíkur útflutn- ingur 11% en var í fyrra orðinn 35% af útflutningi á rækju. Fór um helmingurinn til endurvinnslu í Noregi en hinn helmingurinn til Japans, þar sem rækja er borin fram í skelinni. Guðmundur telur að við núverandi aðstæður muni hlutfall skelrækju í útflutningi auk- ast á næstu ámm. Rækjan er að mörgu leyti ólík öðmm fisktegundum. Hún inniheld- ur verulega meira magn af sykri en bolfiskur og verður þetta sæta bragð best merkjanlegt í mjög ferskri rækju. Japanir kalla til dæmis rækjuna sem þeir kaupa héðan „rauðu sætu rækjuna". Kaupendur rækju gera yfirleitt miklar kröfur til gæða. Þeir vilja að sundvöðvinn sé heill og haldi efnisgerð sinni, mýkt og bragðgæð- um. Nokkuð er misjafnt hvemig tekst til og er íslenska rækjan mjög misjöfn eftir framleiðendum. Norð- menn era með ákveðinn staðal sem var settur 1985. Þar er meðal ann- ars kveðið á um að íshúð megi vera á bilinu 8—12%. Endurpökkunar- fyrirtæki erlendis bæta oft miklu við uppmnalegu húðunina og á breska markaðnum hefur verið seld rækja með 65% íshúðun. Enginn staðall er til á íslandi og velti Guðmundur fyrir sér hvort ekki væri æskilegt að taka upp stað- al um lágmarkskröfur sem væri um leið vömmerki og gæðamerki fyrir ísland. Hann sagði að góður markaður væri fyrir hráa skelrækju lausfrysta í Suður-Evrópu, á Ítalíu og Spáni fyrir stærðimar 90—150 stykki í kflói. Mjög stór markaður er einnig fyrir soðna skelrækju í Evrópu, sem íslendingar hafa ekki skipt sér af. Ef soðna rækjan í skel á að vera góð markaðsvara, þarf að sjóða hana lifandi. Sjávarútvegsráðu- neytið gaf úr reglugerð um meðferð rælquafla um borð í veiðiskipum 1984. Guðmundur taldi hana hafa komið á góðum tíma og vera skýra og hefði hún afstýrt mörgum mis- tökum þegar mesta aukningin átti sér stað í veiðunum. Hann sagði þó að innra eftirlit í verksmiðjunum yrði að efla og gat þess að nokkuð vantaði á að fram- leiðendur væm búnir að koma sér upp nauðsynlegri aðstöðu til ein- faldra mælinga. Þessa stundina er ekki sérlega gott markaðsástand fyrir pillaða rækju. Bretlandsmark- aður, sem hefur verið stærsti markaðurinn fyrir pillaða rækju, er ekki búinn að ná sér eftir mjög hátt markaðsverð seinnihluta síðasta árs, sem endaði með því að salan féll um 30% þá mánuði sem salan er að jafnaði best. Þá var orðinn helmings munur milli kald- sjávarrækju og heitsjávarrækju,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.