Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 31 Sjónvarpsklerkur ísundlaug Bandaríski yósvakaklerkurinn Jerry Falwell sýpur hér hveljur eftir að hafa iátíð sig renna í þartílgerðri rennibraut niður í sundlaug $ Fort Mill í Suður-Karolínu. Falwell er fulltíngismaður sjónvarpssöfnuðar, sem heitir „Lofið drottinn", og hafði hann heitíð þvi að baða sig ef tækist að safna tuttugu milljónum doll- ara (um 800 milþ’ónir ísl.kr.). Þegar þvi takmarki var náð neyddist Falwell til að súpa seyðið af heití sínu. Svíþjóð: Sænskir öfga- mennmyrtu Olof Palme - segir sendihera Svía hjá SÞ Stokkhólmi, Reuter. HÓPUR sænskra öfga- manna stóð að baki morðinu á Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, að því er Anders Ferm, sendiherra Svía hjá Sameinuðu þjóðun- um, segir í blaðagrein sem birtist í gær. Hingað til hef- ur rannsókn málsins beinst að erlendum hryðjuverka- mönnum, einkum öfgafull- um kúrdum sem búsettir eru í Svíþjóð. Grein Ferms birtist í dagblaðinu Tiden, sem er málgagn sænska Jafnaðarmannaflokksins. Kveðst Ferm vera sannfærður um að rann- sókn málsins leiði í ljós að stjómar- stefna Palmes í innanríkismálum hafí leitt til þess að sænskir öfga- menn hafí lagt á hann hatur og afráðið að ráða hann af dögum. Segir hann þá hafa ákveðið að myrða Palme þegar niðurstöður þingkosninganna árið 1985 lágu fyrir. Dagblaðið Aftonbladet birti í gær viðtal við Ferm þar sem hann kveðst ekki vilja tilgreina hvaða sannanir hann hafí fyrir máli sínu. „Ég hefí sagt það sem ég þarf og meira hef ég ekki fram að færa,“ sagði hann. Við rannsókn morðmálsins hefur grunurinn einkum beinst að öfga- fullum kúrdum, sem búsettir eru í Svíþjóð. Hópur þeirra var hand- tekinn á síðasta ári en mönnunum var síðan sleppt sökum skorts á sönnunargögnum. Þá hafa hægri öfgamenn, íranskir og íraskir hryðjuverkamenn og leigumorðingj- ar frá Chile einnig verið grunaðir um ódæðið. Júgóslavía: Hreinsanir hafnar vegna fjársvikamáls Varaforsetinn segir af sér Belgrað, Reuter. HREINSANIR eru hafnar f kom- múnistaflokknum í héraðinu Bosnia-Herzegovina í Júgóslaviu í kjölfar mikils fjármálahneyksl- is, sem upp komst um fyrir mánuði. Hamdija Pozderac, varaforseti landsins, hefur neyðst tíl að segja af sér vegna hneykslisins. Pozderac sagði af sér síðastliðinn laugardag eftir að hafa verið bendl- aður við hneykslismálið. Talið er að um sé að ræða skjalafals innan ríkisfyrirtækis er snúist um jafn- virði 860 milljóna dollara eða 33,5 milljarða íslenzkra króna. Svindlið átti sér stað í heimahéraði Poz- derac. Hann er ekki sakaður um beina aðild að því eða fjárdrátt en Fikret Abdic, forstjóri fyrirtækisins, Agrokomerc, heldur því fram að Pozderac hafí lagt blessun sína yfír ákvarðanir stjómenda fyrirtækis- ins. Hneykslismálið hefiir haft víðtæk áhrif í Júgóslavíu og valdið usla í bankakerfi landsins. Abdic og átta yfirmenn Agrokomerc voru hand- teknir þegar upp komst um hneykslið. Leiðtogar og frammá- menn í kommúnistaflokki borgar- innar Velika Kladusa, þar sem fyrirtækið hefur aðsetur, voru leyst- ir frá starfi. Á sunnudag sagði Tanjug, hin opinbera fréttastofa landsins, að 28 menn til viðbótar hefðu verið bendlaðir við hneykslið og yrðu ákærðir fyrir fjárdrátt; 42 hefðu þegar verið reknir úr flokknum 130 flokksmenn til viðbótar ættu yfír höfði sér brottvikningu og lögsókn. Fjölmiðlar í Júgóslavíu flölluðu á mánudag flestir um hneykslismálið og sögðu að víkja þyrfti öllum þeim stjómmálaleiðtogum og embættis- mönnum úr starfí, sem átt hefðu að vita og hugsanlega hefðu vitað um misferlið innan Agrokomerc. Hneykslismálið hefur skekið bankakerfi landsins, en Júgóslavar stríða sem kunnugt er við 116% verðbólgu, erlendar skuldir þeirra nema 20 milljörðum dollara og lífskjör fara síversnandi. „Helgarferðir“ vestur fyrir Járnljald MUnchen, Reuter. TUTTUGU og fjórir Pól- verjar og tveir Tékkar yfirgáfu ferðamannahópa í Vestur-Þýskalandi um helg- ina. Þeir dvelja nú í Vestur- Þýskalandi, að sögn landamæralögreglu í Bæ- jaralandi. Að sögn landamæravarða fór langferðabifreið til baka yfír landamæri Þýskalands og Tékkó- slóvakíu á leið til Póllands eftir helgina með sjö farþega. Eftir í Vestur-Þýskalandi urðu Pólver- jamir 24. Tékkamir, kona og maður, yfírgáfu ferðamannahóp sem var í helgarferð í borginni Koblenz. Austur-Evrópubúar eru famir að gera þetta æ oftar að fara í helgarferðir til Vestur-Þýskalands þar sem þeir sækja svo um pólitískt hæli. INNRITUN TIL 25. SEPT. 51 Ml: 621066 ORÐSNILLD 28.9. HÆTTA Á STAFSETNINGARVILLUM OG RITVILLUM HVERFUR NÁNAST EF PÚ BEITIR ORÐSNILLD. Orðsnilld inniheldur m.a. orðabók með 106.000 íslenskum orðum sem auka má við eftir þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanir eru á íslensku. EFNI: • Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Orðsnilldar • Möguleikar orðasafns • Helstu stýrikerfisskipanir LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 28. sept. - 1. okt. kl. 8:30 - 12:30 að Ánanaustum 15. ALVÍS BÓKHALD 28.9. INNRiTUN TIL ALVÍS BÓKHALD 25.5tPT Með þekkingu og valdi á notkun Alvís bókhaldskerfis- ins er hægt að nýta hina miklu möguleika þess til hlítar. EFNI: • Aðalbókhald • Viðskiptamannabókhald • Skuldabókhald • Afstemmingar • Áætlanakerfi • Uppgjörskerfi • Gjaldkerakerfi SÍMI. LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir. 621066 TÍMI OG STAÐUR: 28. sept. - 1. okt. kl. 13:30 - 17:30 að Ánanaustum 15. MULTIPLAN INNRITUN TIL DtZ CITOT Æm mmJfm JLw M m ÁÆTLANAGERÐ, TÖLULEG ÚRVINNSLA OG SAMANBURÐUR ÓLÍKRA VALKOSTA ERU DÆMIGERÐ VERKEFNI MULTIPLAN Multiplan er mest notaði töflureiknir á Islandi og þótt víðar væri leitað. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. TlMI OG STAÐUR: 28. sept. - 30. sept. kl. 13:30 - 17:30 að Ánanaustun mÍÍ t Í m 621066 7 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: dBASE 111+ 21.-23. SEPT., WORD RIIVINNSLU 21.-24. SEPT. Stjórnunarfélag íslands TÖLVUSKÓLI i Ánanaustum 15 • S í mi: 6210 66 IIWIAO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.