Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/Amór Frá úrslitakeppninni. Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson spila gegn Hauki Ingasyni og Runólfi Pálssyni. Sveit Flugleiða bik- armeistari í brids SVEIT Flugleiða sigraði i bikar- keppni Brídssambands íslands sem lauk um helgina. Sveitin spilaði 64-spila úrslitaleik við sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar og urðu lokatölur 135 stig gegn 83. Úrslitaleikurinn fór fram á sunnudag. Sigraði sveit Flugleiða fyrstu lotuna með 30 stigum gegn 22, aðra lotuna með 38 stigum gegn 13, tapaði þriðju lotu 20—28 en vann svo lokalotuna 47—20 og gulltryggði þar með sigur sinn í keppninni. í sveit Flugieiða spiluðu Jón Baldursson, Sigurður Sverris- son, Ragnar Magnússon, Ásgeir Ásbjömsson, Valur Sigurðsson og Aðalsteinn Jörgensen. Undanúrslitin voru spiluð á laug- ardag en þá vann sveit Flugleiða sveit Amar Amþórssonar með 109 stigum gegn 61 og sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar vann sveit Ásgríms Sigurbjömssonar með 109 stigum gegn 81. eftir Tómas Einarsson Frá þeim tíma sem skólaskylda var lögleidd hér á landi hefur það verið meginmarkmið stjómvalda að hver einstaklingur væri læs, skrif- andi og hefði vald á helstu undir- stöðuatriðum í reikningi. Auk þess að kunna skil á öðrum greinum eftir efnum og ástæðum s.s. sögu, náttúmfræði, landafræði og kristin- fræði. Flest fögin voru kennd með ein- földum hætti: sett fyrir, hlýtt yfír og eitthvað rætt um námsefnið ef tilefni gáfust. Verklegar æfíngar vom af skomum skammti. Ýmsar aðrar þýðingarmiklar og nauðsyn- legar námsgreinar sátu á hakanum og vom lítið sem ekkert kenndar á bama- og unglingastigi. Skal þar fyrst nefna eðlisfræði. Svipuð viðhorf vom ríkjandi í mörgum vestrænum löndum á þess- um tímum og námsgreinar valdar og kenndar í samræmi við þau. En þegar kom fram á 7. tug aldarinnar tóku viðhorf að breytast. Það sem því olli var m.a. kapphlaupið um himingeiminn sem þá var í algleym- ingi. Þá þurfti fólk til að vinna störf sem byggðust á mikilli þekkingu á lögmálum eðlis- og efnafræði, tæknimenntað fólk og það í stómm stfl. Er til átti að taka vom slíkir menn ekki á lausu. Þá kom fáfræði almennings í þessum fræðum ber- lega fram og ástæðan var augljós. Undirstöðuþekkingu vantaði. Þess- ar námsgreinar höfðu verið van- ræktar í skyldunámsskólunum. Og þá var hafist handa um úrbætur. Auknu Qármagni var veitt til þessa þáttar í skólastarfinu. Kennslubæk- ur vom samdar og áhersla lögð á menntun kennara. Að sjálfsögðu urðu íslenskir skólamenn varir við þessi nýju við- horf og tóku þau til umræðu. Málin reyndust ekki í lagi hjá okkur frek- ar en annars staðar. Og á þeim var tekið með iíkum hætti og erlendis. Kennslubækur vom ýmist þýddar Tómas Einarsson „Mönnum hefur orðiö æ ljósara hve þýðingar- mikið það er fyrir nemandann að temja sér fjölbreytt vinnu- brögð og öðlast þekk- ingu sem getur dugað honum í daglegu starfi fullorðinsáranna.“ eða frumsamdar, námskeið haldin í raungreinum fyrir kennara, eðlis- og efnafræðistofur vom útbúnar í mörgum gmnnskólum, tæki og efni keypt til kennslunnar og áhugasam- ir kennarar tóku til starfa. Eðlisfræðikennslan fór því vel af stað og næstu árin vom haldin mörg og fjölmenn sumamámskeið fyrir væntanlega kennara í faginu þar sem þeir reyndu að auka fæmi sína og þekkingu sem mest. Kennaraháskólinn fylgdist vel með og lagði aukna áherslu á kennslu í raungreinum, sem var stórt skref frá því sem áður var. Hér var tekið á málum með öðr- um hætti en fyrr. Kennslubækumar vom tvíþættar. þær veittu fræðslu, og vísuðu nefndum á leið til eigin athugana. Nemendum var ætlað að vinna í hópum eða einir, að skynja og skilja nokkur meginatriði í eðlis- og efnafræði, læra meðferð tækja sem notuð em við það nám og þeim var ætlað að gera tilraunir með efni og finna svör við spumingum sem kröfðust úrlausna. Á síðari ámm hefur skilningur margra á breytingum i skólastarfí farið vaxandi. Mönnum hefur orðið æ Ijósara hve þýðingarmikið það er fyrir nemandann að temja sér fjölbreytt vinnubrögð og öðlast þekkingu sem getur dugað honum í daglegu starfi fullorðinsáranna. í samræmi við það vom námsbæk- umar í eðlisfræði samdar. Að kenna eðlisfræði er ekki öllum auðvelt. Menn þurfa að hafa trausta undirstöðuþekkingu, hafa æfingu í meðferð tækja og efna og ekki síst mikinn og brennandi áhuga á fag- inu. En eftir því sem árin hafa liðið hefur ástandið í þessum málum tek- ið aðra stefnu. Áhugi kennara á námsgreininni hefur dofnað og svo virðist að viðhorf nemenda til henn- ar hafi einnig breyst. Þar ríkir ekki sama andrúmsloft og áður og kenn- arar hafa færst undan að kenna þetta fag, einkum í 11 og 12 ára bekkjum. Og nú er svo komið hér í Reykja- vík að hálfgert neyðarástand hefur skapast í yngri deildum nokkurra gmnnskóla varðandi þessa náms- grein , og tæplega er ástandið betra í öðmm fræðsluumdæmum. Allmargir skólar em það heppnir að þar starfa raungreinakennarar sem hafa kennt þessi fög áram saman og farist vel úr hendi, en aðrir skólar hafa lent í þeim erfið- leikum að fagkennarar hafa staðið stutt við og því þurft að fá nýtt fólk á hveiju hausti til þessara kennslu. Nú mætti ætla að þetta ástand leystist af sjálfu sér. Kennarahá- skólinn myndi útskrifa nægan ijölda kennara til að kenna eðlis- fræði í þessum bekkjum. En því miður hefur það ekki gerst. Það hefur sem sagt komið í ljós, að nemendur skólans sækja hlutfalls- lega lítið í raungreinanámið í skólanum og á það auðvitað sinn þátt í því ástandi som nú ríkir. En hvemig stendur á þessum dvínandi áhuga á eðlisfræðikennslu á síðari ámm? Skýringar liggja ekki á lausu, en ýmsar spumingar vakna. Er kennsluefnið ekki við hæfi? Em kennsluaðferðir rangar? Er húsnæði og tækjakosti ábóta- vant? Eða er viðhorfið til hinna hefðbundnu námsgreina, sem fyrr vom nefndar svo fastmótað, að nýjar námsgreinar eins og eðlis- fræði eigi erfitt með að hasla sér völl? Er beinni bóknámskennslu gert hærra undir höfði en verknáms- kennslu? Eins og ég gat um í upphafi hafði kennsla í raungreinum setið að mestu á hakanum í námi bama og unglinga fram undir 1970. Nú, nærri tveimur áratugum seinna virðist sækja í sama farið aftur. Margt bendir til að eðlisfræðin sé að verða þar homreka á nýjan leik. Það má ekki gerast. Nú skiptir ekki svo litlu máli að unga fólkið kunni sem best skil á þeirri tækni sem við blasir hvert sem litið er og skapar þau lífsþæg- indi sem við búum við. Skyldunáms- skólamir eiga að gera nemendum sínum kleift að kynnast þeim tækni- heimi. Ef það tekst ekki hafa þeir bragðist hlutverki sínu. Hér þarf að spyma við fótum. Því fyrr sem tekið verður á málinu, því betra. Höfuadur er kennalufulltrúi við Fræðsiuskrifatofu Reykjavíkur- umdæmis ogkennari við HJÍða- skóla. Helgi Hálfdanarson: Lopinn teygist í Morgunblaðinu 11. þ.m. ítrek- ar Víkveiji athugasemd sína frá 1. þ.m. við ummæli mín um orð- leysuna prósentustig. Tilefiii ítrekunar hans er klausa mín í blaðinu 9. þ.m., þar sem ég svar- aði þessari athugasemd og gerði enn einu sinni grein fyrir vantrú minni á þessu orði. í athugasemd Víkverja kemur að vísu ekki annað fram en það sem margoft er búið að ræða um í blöðum að undanfömu. Eigi að síður virðist mér hann ekki átta sig á því sem þar er mergurinn málsins. En hann er sá, að orðlið- urinn stig getur ekki merkt annað í þessari samsetningu en hundr- aðshluta; og þess vegna er prósentustig einungis klaufalegt staglyrði, sem felur ekki í sér þá merkinu, sem þar er reynt að koma á framfæri; bendir raunar fremur á allt annað. Og fyrst örlögin hafa svo til hagað, að það skuli vera mitt ævistarf og æðsta hugsjón að andskotast á þessu orðræksni, skal ég ekki telja eftir mér að formæla því einu sinni enn, og geri það hér með. En í lok þeirrar messu vildi ég mega spyija Víkveija um örfá atriði: 1) Hver telur hann að vera skuli orðabókarskýring orðsins prósentustig og skilgreining hugtaksins á bak við það? 2) Hvað er það sem hann finn- ur orðunum heildarprósent og eiginprósent eða stofnprósent og hlutarprósent til foráttu? (Ég endurtek, að ég mæli ekkert sér- staklega með neinu þeirra fremur en ýmsum öðram sem til greina kæmu og kynnu að hæfa betur.) 3) Á hvem hátt verður það ráðið af orðinu prósentustig, að það merki fremur prósent af höf- uðstóli en prósent af vöxtum, ef því er að skípta? 4) Ef prósent af höfuðstóii skulu kölluð prósentustig til greiningar frá prósentum af vöxt- um, hvað vill hann þá kalla prósent af vöxtum til greiningar frá hinum? (Ekki dugir að kenna þau við vexti, því orðið þarf einn- ig að vera nothæft um annað, t.d. fylgi stjómmálaflokks.) Fyrst Víkveiji vill fyrir hvem mun halda áfram þessu þrasi og fullyrðir að málið sé ekki útrætt, veit ég að hann mun svara þessum spumingum öllum skýrt og skil- merkilega alls hugar feginn til glöggvunar sínum góða málstað. Hvort hækkun vísitölu skal tal- in í stigum eða á annan hátt, kemur ekki þessu máli við, en gæti verið umræðuefni sér á parti. Að þar gegni sama máli og um notkun orðsins prósentustig er mikill misskilningur. Eðlisfræði- kennsla í grunnskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.