Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Stjómvöld í Singapore: Ahyggjiir vegxia mannfækkunar Singapore, Reuter. FYRIR tuttugn árum hljómuðu slagorð stjórnarinnar í Singa- pore „tvö börn eru nóg“ í eyrum fólks, en nú kveður við annan tón þar sem stjómvöld óttast að vegna fækkunar fæðinga horfi til stórvandræða á næstu árum. Á síðasta ári fækkaði bams- fæðingum í Singapore enn frekar en árið á undan þegar meðalfjöldi skilgetinna afkvæma hverra hjóna var aðeins 1,44 bam. „Með sama áframhaldi mun okkur fara fækk- andi með næstu kynslóð" segir Lee Hgien Loong, iðnaðar- og verslun- armálaráðherra, „og afleiðingamar eru geigvænlegar í efnahags- og vamarmálum" heldur hann áfram. Fleiri og fleiri konur í Singapore kjósa að vera einhleypar og bömum fækkar á hveija flölskyldu. Að sögn Lee hyggjast stjómvöld eyða 500.000 Bandaríkjadölum til að auglýsa hamingju hjónabands og bameigna. Til þess að gera bameignir eftir- sóknarverðar hyggst stjómin bjóða skattafsiátt og styrki til verðandi foreldra. Markmiðið stjómarinnar er að í hverri fjölskyldu verði ekki færri en þtjú böm. Bretland: V erkamannaflokk- urinn hyggst endur- skoða stefnumál sín Fyrrum keisari á hvolfi Reuter Yfirmaður fyrirtækisins Coach Investment bros- ir breitt er hann sýnir fréttamönnum fjögur frímerki með mynd af fyrrum íranskeisara á hvolfi. Frímerkin sem eru hundrað talsins fund- ust nýverið í Washington. Þau voru seld hæstbjóðanda á 200.000 dali. Á annarri mynd- inní má sjá að illa hefur tekist til við prentun merkjanna og snýr fyrrum keisari öfugt miðað við letrið. Slík mistök gera frímerki iðulega afar dýr. ur á móti var haft eftir vestræn- um stjórnarerindrekum að ráðamenn í Teheran virtust ekki vilja binda enda á átökin. Framkvæmdastjórinn vildi ekk- ert segja um niðurstöðu viðræðna St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Reuter NOKKUR órói hefur verið í Verkamannaflokknum að undan- förnu. Hóparnir yzt til vinstri hafa verið að reyna að skipu- leggja sókn sína gegn núverandi forystu flokksins. Ýmsar stofnan- ir hans hana hafa verið að reyna að komast að raun um orsakir þess að flokkurinn tapaði þriðju þingkosningunum í röð í júní sl. Eindregnar raddir eru uppi um að flokkurinn verði að breyta ýmsum stefnumálum sínum, vilji hann eiga möguleika á völdum á ný. Tony Benn, þingmaður Verka- mannaflokknum, gagnrýndi forystu flokksins opinberlega nýlega og sak- Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gaf út stutta yfirlýsingu á flugvellinum í Bagdað í gær, skömmu áður en hann hélt brott frá Persaflóa. Til hægri við de Cuellar á myndinni situr Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks. ------------- Friðarför de Cuellars lokið: FiTmikvæmdastj órimi vildi fátt segja um niðurstöður Bagdað, Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði i gær að hann hefði rætt áætlanir um að koma á vopnahléi í Persaflóastriðinu í ferð sinni til írans og íraks. Aft- sinna í Bagdað og Teheran: „Ég get þó greint frá því að ég kom ekki tómhentur. Ég hafði með mér drög að áætlun um að hrinda álykt- un [Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé] í framkvæmd og ræddi Skæruliðar skjóta niður flutning’avél í Afganistan Moskvu, Reuter. 150 manns hafa týnt lífi á þessu ári í árásum frelsissveita Afgana á sovéskar og afganskar flugvél- ar, að því er skýrt var frá í Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokksins í gær. Sov- éskir embættismenn viðurkenna að fjöldi flugvéla hafi verið skot- inn niður á undanförnum vikum og segja bandarísk flugskeyti, sem frelsissveitimar ráða nú yfir, valda þar mestu um. Á sunnudag skutu afganskir skæruliðar niður sovéska flutninga- vél í eigu afganska stjómarhersins nærri bænum Kunduz í norðurhluta landsins. Um borð í vélinni voru 15 manns og fómst allir. Pravda skýrði frá þessu í gær og var í frétt blaðsins sagt frá því er skæruliðar beittu fyrst bandarísku Stinger- flugskeyti gegn afganskri farþega- flugvél árið 1985 en þá fómst 52. „Þá virtist sem þessi btjálæðislegi verknaður, sem þorri afgönsku þjóðarinnar fordæmdi, yrði ekki endurtekinn og að siðmenntaða þjóðin handan hafsins, sem kveðst beijast fyrir mannréttindum, myndi ekki áræða að afhenda leigumorð- ingjum öflugan vopnabúnað," sagði í fréttinni. Flugvélin sem meðlimir frelsis- sveitanna skutu niður á sunnudag var af gerðinni Antonov-26. Flug- vélin var að koma inn til lendingar er eldflaugar skæmliða hæfðu hana. Fyrr í þessum mánuði skýrði soveska dagblaðið Krasnaya Zvez- da, sem er málgagn hersins, frá því að skæmliðar hefðu skotið niður ótilgreindan §ölda flugvéla þessar- ar gerðar á þessu ári og hefðu 143 menn farist með þeim. Frelsisveitir Afgana, sem beijast gegn afganska stjómarhemum og sovéska innrás- arliðinu, ráða yfir bandarískum Stinger-flugskeytum auk þess sem þeir hafa bresk flugskeyti af gerð- inni Blowpipe í vopnabúrum sínum. ég hana í þaula við írana og ír- aka,“ sagði de Cuellar. De Cuellar flaug frá Bagdað til Parísar í gær og er þess vænst að hann greini öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá for sinni er hann kem- ur til New York í dag. Stjómarerindrekar sögðu að ekk- ert benti til þess að honum hefði tekist að fá írana til að láta af helstu kröfu_ sinni í fyrsta hluta ferðarinnar. íranar kreijast þess að írakar verði brennimerktir sem ár- ásaraðili í styijöldinni, sem staðið hefur í sjö ár. Þegar framkvæmdastjórinn gekk um borð í vél sína á flugvellinum í Bagdað sagði Tariq Aziz, utanríkis- ráðherra Iraks, við blaðamenn: „íranar em árasaraðilinn í þessum átökum ... íranar hófu styrjöld- ina ... það er fyrir tilverknað írana að styijöld þessi hefur staðið í sjö ár,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ef refsa ætti einhveijum fyrir það, þá á að refsa írönsku stjóminni." aði hana um að hafa ekki boðið upp á nógu róttæka stefnuskrá í síðustu kosningum og þess vegna hefði flokkurinn tapað. Hann lýsti sig ein- dregið mótfallinn breytingum á stefnumálum flokksins í þá átt að draga úr áherzlum á sósíalisma. Ken Livingstone, einn af nýjum þing- mönnum flokksins sem standa yzt til vinstri og fyrrverandi borgarstjóri Lundúnaborgar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til framkvæmda- nefndar flokksins á ársþinginu í næsta mánuði. Hann er einn aðal- höfundur þeirrar stefnu Verka- mannaflokksins í London að höfða fyrst og fremst til minnihlutahópa, sem talið er að hafi skaðað flokkinn um allt land í síðustu kosningum og leiddi til þess að hann tapaði fylgi í London, einu stórborginni þar sem hann tapaði fylgi. Hann hefur einnig boðið til þings ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, þar sem á að móta rótttæka stefnuskrá í andstöðu við yfirlýstan vilja Neil Kinnock. I frétt í Observer á sunnudag er rakið eftii í tveimur trúnaðarskýrsl- um flokksins, sem skrifaðar eru af háttsettum starfsmönnum hans. í þeim er sagt að ósigur flokksins í júní kalli á gagngera endurskoðun á stefnumálum hans. Það sé ekki al- gjörlega hægt að leggja fyrir róða þau stefnumál, sem barist var fyrir, en ekki heldur sé hægt að halda þeim óbreyttum. Lagt er til að settar verði á stofn nefndir, sem fari yfir stefnumál og skili flokksforystunni skýrslum. Eitt markmið nýrrar stefnu væri að ná stuðningi iðnaðar- manna með nýrri afstöðu til verð- mætasköpunar og framkvæmda. Viðurkennt er að flokknum hafi mis- tekizt að sannfæra þennan hóp um að stefna flokksins gengi upp. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði stefnan í vamarmálum í ljósi nýrra aðstæðna í alþjóðamálum á tíunda áratugnum. Endurskoðun á þessum málaflokki verður að líkind- um umdeildust. Lagt er til að þessari endurskoðun verði lokið fyrir flokksþingið 1989 og ný stefna samþykkt þá til að tími vinnist til að kynna hana kjósendum fyrir næstu kosningar. Einnig er lagt til að flokkurinn komi á fót rannsóknarstofnun á stefnumálum í stjórnmálum sam- bærilegri við þá, sem íhaldsflokkur- inn hefur, en þangað hefur Margaret Thatcher sótt margar af hugmyndum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.