Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 47 Tæknimenn hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins spá því að öll vinnsla á rækju fari fram um borð í veiðiskipum um næstu aldamót. Áhugasamnir ráðstefnugestir skoða stærsta rækjutogara á norður- hveli jarðar Tasiilaq frá Angmaqsaliik á Grænlandi. sem var of mikið fyrir markaðinn og jókst markaðshlutdeild heitsjáv- arrækjunnar í jólamánuðinum úr 25% i 50% miðað við árið á undan. Virt bresk fyrirtæki eins og Youngs hafa breytt söluáróðri sínum til hagsbóta fyrir framleiðendur heit- sjávarrækjunnar og virðist það ætla að skila árangri. Guðmundur vill að íslendingar, Norðmenn og Græn- lendingar auglýsi sameiginlega gæði kaldsjávarrækjunnar á breska markaðnum. Þróun rækjuvinnslu í erindi Guðmundar Þóroddsson- ar og Jónínu Þ. Stefánsdóttur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins kom fram að þau búast við byltingu á sviði rækjuvinnslu fram að næstu aldamótum. Þau leggja megin- áherslu á að rækjan verði unnin ferskari en nú er almennt gert. Þau segja að geymsluþol kældrar rækju sé einungis 5 dagar, en þegar kom- ið er fram yfir 3 daga sé hvorki einkennandi rækjubragð né eðlileg rækjulykt finnanleg. Telja þau mik- ilvægt að verksmiðjueigendur séu óhræddir við að henda lélegri rækju. í Noregi má rækja ekki vera eldri en tveggja daga þegar henni er landað en á íslandi eru dagamir Qórir. Afurð með sætu, fersku rækjubragði og eðlilegri rækjulykt er of sjaldséð á íslandi nema af sjófrystri rækju. Rækjuvinnslan hefur eingöngu farið fram í pillunarvélum sem framleiddar eru eftir einkaleyfi La- itram. Nú er komin á markað dönsk vél, Kronborg, sem byggir á forsuðu og lofttæmingu á heitri rækju. Vél- in lofar góðu þó hún hafi enn ekki náð þeim árangri að flytjendur er- indisins telji sig geta mælt með henni. En með þessar aðferð væri hægt að flytja pillunina út á sjó. Framtíðarsýnin er svo notkun ensíma til að ná skelinni frá fisk- vöðvanum. Nú eru að koma á markaðinn vélar sem greina bein í fískflökum og verið er að þróa vélar sem greina lit. Telja þau Guðmundur og Jónína að á næstu 10—15 árum hafí þróun- in orðið sú að rækjan verði einungis unnin um borð í veiðiskipum, þar sem rækjan verði skelflett glæný og sjálfvirkni verði beitt við hreins- un og pökkun þannig að einungis þurfi 4 menn til starfa við vinnslu- rásina. Áhrif vinnsluþátta ánýtingu Jón Jóhannesson deildarstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins á ísafirði sagði að það ætti að vera takmarkið í rækjuvinnslu að framleiða holla og góða vöru með góðri nýtingu, þannig að reksturinn skilaði arði. Hann sagði að hægt væri að pilla nýja soðna rækju þannig að fengist 36% nýting. Eðlisbreytingar verða mjög örar í rækjunni eftir að hún drepst og fellur nýtingarhlutfallið niður í 30% á örfáum tímum. En nýveidda rækju er ekki hægt að pilla í vélum þeim sem nú eru í notkun vegna þess að hún er föst í skelinni. Því er rækjan geymd ísuð í kæli þar til ensím frá henni sjálfri og örverum sem á henni vaxa eru búin að losa bandvefinn sem heldur skelinni við bolinn. Þegar til vinnslu kemur er algeng nýting um 25% og er þá búið að gera ýmislegt til að binda í henni bæði föst efni og vökva. Þá sagði hann að magn- ástríða íslendinga ylli því að oft væri reynt að komast yfir meira hráefni eða meiri veiði en mestu gæðakröfur ieyfðu. Hins vegar leynist sá ótti hjá mönnum að innan skamms komi að því að rækjustofn- inn gefi ekki meira af sér. Þá má reikna með að þeir sem bestri nýt- ingu hafa náð haldi velli en hinir hverfi. Rækjan er nú orðin næstverð- mætasti fískistofninn við ísland. Ástand er fyrst og fremst hátt af- urðaverð og því er nýtingin mikil- vægt atriði. Þannig gefur 1% nýtingarauki af 40.000 tonna árs- afla um 160 milljónir króna í auknar tekjur. Það er mikið fé, sagði Jón og prósentumar sem hægt er að bæta við sig em fleiri en þessi eina. Gerlarannsóknir árækju Grímur Valdimarsson hjá Rann- sóknarstofnun fískiðnaðarins flutti erindi sem hann hafði samið ásamt Hannesi Magnússyni um gerlarann- sóknir á rækju. Hann sagði að í nýveiddri rækju væm gerlar ein- ungis á yfírborði hennar og í innyflum. Geymsluþolstilraunir á ísaðri ópillaðri rækju sýndu að gerlafjöldi var mjög hóflegur í upp- hafi eða 170.000 á grammi. Á fímmta degi jókst fjöldi gerla mjög og eftir átta daga geymslu vom meira en ein milljón gerla í grammi. Við vinnslu á rækju er notuð forsuða til að auðvelda pillun. Við það drepst nánast allur gerlagróð- ur. Mestur hluti illa þefjandi afurða gerlanna sitja hins vegar eftir í rækjunni. í júní 1985 komu starfs- menn Ríkismats sjávarafurða, Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins og helstu rækjuútflytjendur sér saman um að hefja reglubundnar sýnatökur á pillaðri rækju. Niðurstöður sýna að gerlafræði- legt ástand rækjunnar hér hefur batnað mikið. Sfðustu 12 mánuðina væm til dæmis aðeins fínnanlegir saurkóligerlar með yfír 1 (MPN/g) í 2 sýnum eða 0,1% sýnanna á móti 2,7% á áranum 1979—1983. Á sama tíma greindust aðeins tvö sýni eða jákvæða staphylokokka sem er 0,1% á móti 54% 1971. Á síðustu árum hafa um 90% pillaðrar rækju á íslandi náð viðunandi geril- ástandi samkvæmt TMA-mæling- um. Nýting- rækjuúrgangfs í erindi þeirra Siguijóns Arason- ar og Sveins Víkings Ámasonar kemur fram að 75% rækjunnar em nú úrgangsefni, sem vinna má úr ýmsar afurðir. Með því vinnast tvennt. Mikil mengun er nú af rækuskel í nágrenni rækjustöðv- anna, þar sem henda verður öilum úrgangnum í sjóinn og vinna má útflutningsafurðir úr efninu í stað- inn. Við nýtingu kemur helst þrennt ti! greina. Vinnsla chitins og chitos- ans, en chitinið er fjölsykmngur sem við væga hydrolysu eða deace- tyleringu verður leysanlegt og nefnist þá chitosan. Ýmsir notkun- armöguleikar em fyrir chitosan. Það er nú einungis framleitt í vem- legu magni í Japan og svo lftils- háttar í Bandaríkjunum. Þá má nota rauðu litareftiin astaxanthin og svo próteinin. í framtíðinni má svo ætla að hannaður verði búnaður til að ná hrognunum ferskum úr rækjunni, þá er einnig hugsanlegt að vinna rækjuúrganginn til mann- eldis og þarf að skoða þann möguleika til hlítar. Niðursuða á rækju Ágústa Gísladóttir er að taka við störfum útibússtjóra Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðaríns á ísafírði af Jóni Jóhannessyni, sem er að flytja til Akureyrar. Hún flutti er- indi sem hún hefur samið með Ásbimi Dagbjartssyni um niður- suðu á rækju. Niðursuðan hefur verið notuð í meira en öld til að geyma matvæli. Þrátt fyrir nútímalegri aðferðir ti! geymslu hefur orðið vemlegur vöxt- ur í niðursuðu rækju á síðustu ámm. Til niðursoðinnar rækju em gerðar meiri gæða- og öryggiskröf- ur en til annarra vinnsluaðferða, bæði vegna þess að markaðurinn er kröfuharður, auk þess ef eitthvað fer úrskeiðis getur það valdið stór- hættulegri matareitmn. Gerlar þola hita mjög misvel. Þær tegundir sem verst er að fást við em grómyndandi gerlar. Gróin em mjög hörð af sér og lífseig og þola sum hita langt yfir 100 gráður. Einn þessara gerla, sem þola hvað mestan hita er Clostridium botulin- un. Hann veldur hættulegustu matareitmn sem þekkist og er dán- artíðni þeirra sem sýldast af honum um 50%. . Til að tryggja að þessi gerill lifi ekki af suðuna er bundið í reglu- gerð hvemig standa skuli að suðunni. I reglugerðinni em ýmis ákvæði til að tryggja gæði vömnn- ar og era þetta einu sjávarafurðim- ar sem bundnar era af þessari ströngu er mikilvægu reglugerð. Markaðsmál Magnús Magnússon hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna ræddi um rækjumarkaðinn í Frakklandi, Jap- an og Bretlandi. í Frakklandi er áætlað að heildameysla rækju sé um 30 þúsund tonn á ári. Af því er um 90% innflutt. Neysla hefur vaxið ört á síðustu ámm, en Frakk- ar vilja helst óskelfletta soðna rækju og er Vz hluti neyslunnar ópilluð rækja. Af því sem eftir er em 20% niður- soðið. Annað einkenni franska markaðarins er að mest af rækj- unni fer til matsölustaða en ekki til smásöluverslana. Nær öll kald- sjávarrækjan sem seld er í Frakk- Pað náleast stórmál. . . þeear tvö ny SMÁMÁL koma upp samtímis. Súkkulaðifrauð og Dalafrauð. inr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.