Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Minning: Friðrika S. Friðriks- dóttir, Hafnarfirði Fædd 12. september 1898 Dáin 8. september 1987 í dag, miðvikudaginn 16. septem- ber, kl. 15.00 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði Friðrika Sigurveig Friðriksdóttir, áður til heimilis á Hafnargötu 41 í Keflavík. Hún Friðrika amma fæddist í Kotvogi í Höfnum þann 12. septem- ber 1898. Foreldrar hennar voru þau Friðrik Gunnlaugsson útvegsbóndi (en svo voru bændur kallaðir sem jafnframt áttu fiskibát) og Sigurveig Ketilsdóttir. Friðrika var elst þriggja systra. Lára systir hennar lést ung að aldri en Gunnfríður sem býr á Hrafnistu í Hafnarfírði lifír systur sínar. Árið 1919 giftist Friðrika Janusi Guðmundssyni vélstjóra. Hófu þau strax búskap í litlu húsi á Hæðinni skammt frá Hæðarenda ( Keflavík, en þar byggði Janus lítið hús ásamt föður sínum. Síðar byggði Janus myndar steinhús á Hafnargötu 41 í Keflavík. Þar undu þau hag sínum lengst af og gerðu garðinn frægan í orðsins fyllstu merkingu. Þau voru rómuð fyrir snyrtimennsku auk þess sem garðræktin heillaði þau bæði. Þær voru ófáar stundimar á hveiju ári sem hlúð var að blómunum og garðurinn snyrtur. Enda var eftir honum tekið og hlutu þau viðurkenn- ingu fyrir frábært starf. En það voru ekki blómin ein sem hlutu góða umönnun. Við strákam- ir, bæði ég og Þórður og síðan Kristinn, fengum ekki síðri umönnun og hlýju en blómin, hvað þá Sjöfn Lára dóttir þeirra er hún var að vaxa úr grasi og allar götur síðan. Bamabamabömin fengu einnig að njóta ástúðar þeirra beggja. Já, það var gott að heimsækja hana ömmu í Keflavík og fengu enn fleiri að kynnast gestrisni hennar og hlýju meðan hún naut sín við. Það sem henni ömmu var þó kærast var maðurinn sem hún elskaði og unni alla sína ævi. Hún tók þátt í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var á sjónum, í æsku- lýðsheimilinu eða í íshúsinu. Ef hún gat ekki fylgt honum til vinnu eða rétt honum hjálparhönd, var hugur hennar hjá honum. Samrýnd voru þau í einu og öllu. Þeim hjónum varð ekki bama auðið, en árið 1927 tóku þau að sér 4ra mánaða stúlkubam frá Hafnar- firði sem kjörbam. Hún hlaut nafnið Sjöfn Lára. Lára býr nú í Hafnar- fírði ásamt manni sínum, Guðlaugi B. Þórðarsyni kaupmanni. Eftir að heilsu Janusar hrakaði, þá kominn á níræðisaldur, fluttust þau til Hafnarfjarðar í nálægð dótt- urinnar. Þau fengu inni á Hlíðar- braut lOb, hjá þeim sæmdarhjónum Rögnvaldi Jónssyni og Þuríði Sig- urðardóttur. Betri gestgjafa var tæpast hægt að hugsa sér að fínna. Síðustu ár dvaldist Friðrika amma í góðu yfírlæti á Hrafnistu ( Hafnar- firði. ÍÞar varð hún ekki aðeins aðnjótandi góðrar umönnunnar starfsfólks heldur og ríkulegrar hlýju systur sinnar, Gunnfríðar. Já, það mætti bera lífíð hennar ömmu saman við kertaljósið. Það kviknaði að hausti er rökkva tók og gaf lífinu í kringum sig birtu og yl. Eflaust er birtan á þessu hausti svip- uð og hún var fyrir tæpum níutíu árum. Birtan skín nú á öðrum stað, en ný kerti tendrast eftir að þau sem áður lýstu upp bæinn hafa brunnið á enda. En hvað tekur við þegar líf mannsins í þessum heimi flarar út? Kahlil Gibranr svala þorsta okkar um vitnesku dauðans í bók sinni Spámaðurinn. Við skulum sjá hvað hann segir, því gjaman viljum við staldra við á slíkum stundum og hugsa til þeirra sem kveðja okkar heim og forvitnast um för þeirra: „Þá mælti Almitra: Mál er að spyija um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvemig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Ugian, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. I djúpi vona þinna og iangana felst hin þögia þekking á hinu yfirskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smala- drengsins við konung, sem vill slá hann til riddara! Er smalinn ekki giaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að fielsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnar- innar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinam, þá fyrst munt þú hefja flallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Blessuð sé minning um ástkæra ömmu. Janus Guðlaugsson Pétur Þór Magn- ússon — Kveðjuorð Við vorum harmi slegnar þegar við fengum upphringingu um að kær vinur okkar og skólabróðir, Pétur Þór Magnússon, hefði látist af slysförum föstudaginn 11. sept- ember, aðeins þrítugur að aldri. Staðreymd sem erfítt er að sætta sig við, þegar ungur maður í blóma lífsins er hrifínn burt frá foreldrum og ástvinum. Ósjálfrátt fer hugur- inn að reika um liðna tíð til þeirra tíma þegar við áttum góðar stundir í góðum vinahópi. Pétur var góður drengur, alltaf glaður og hress. Við kynntumst Pétri árið 1973 í Gagnfræðaskóla Garðabæjar. AJlt- af var jafn gaman að hitta hann. Hann átti stóran vinahóp og kynnt- ist mörgum. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum og hans er nú sárt saknað. Að leiðarlokum viljum við þakka honum fyrir góða vináttu og minn- ingar. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra hans, systkini og aðra að- standendur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hans. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Inga Gunndórsdóttir, (V. Br.) Helga Vattnes Sævarsdóttir. Minning: Einar Vernharðs- son frá Hvítanesi Kristinn Helgason, Hafnarfirði - Minning Það er 2, september, dagur liðinn að kvöldi er síminn hringir. I síman- um er Harpa, bróðurdóttir Einars Vemharðssonar, sem tjáir mér að Einar hafi orðið bráðkvaddur í garð- inum heima hjá sér þá síðdegis. Að vonum brá mér mikið. Ég gat ekki sætt mig við þá köldu stað- reynd, að Einar væri horfínn úr tölu lifenda og ég sæi hann ekki oftar. Einar var að vísu orðinn aldr- aður maður. En hann var óvenju vel á sig kominn miðað við aldur, ávallt kátur og hress og fullur starfsorku. Ég kynntist Einari árið 1947 þegar ég giftist góðvini hans, Skúla Ólafssyni. Auk góðrar vináttu, sem hélst ævilangt, áttu þeir báðir sam- eiginlegt að helga Sambandi íslenskra samvinnufélaga starfs- krafta sína. Eftir lát Skúla hélt Einar áfram að koma í heimsókn til mín og bama minna sem öllum var sérlega hlýtt til hans og virtu hann mikið. Einar var líka aufúsu- gestur. Honum fylgdi jafnan fersk- ur blær, enda glaðvær og ætíð tilbúinn að slá á létta strengi. Oft kom hann færandi hendi, gaí blóm eða grænmeti sem hann sjálfur hafði ræktað, og ljómaði af ánægju yfír þvf að gleðja aðra. Og alltaf var Einar boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Ég minnist sér- staklega hversu hjálpsamur hann var okkur hjónunum þegar við byggðum hús okkar í Garðabænum. Einar gerðist ungur að árum mikill áhugamaður um garðyrkju. Hann ver meðlimur í Garðyrkjufé- laginu, einnig í Dalíuklúbbnum þar sem hann var heiðursfélagi. Á báð- um stöðum var hann virkur og áhugasamur félagi, enda brennandi áhugi fyrir hendi. Einar byggði sér einbýlishús á Hlíðarvegi 12 í Kópavogi fyrir rúm- um þijátíu árum og ræktaði falleg- an garð kringum húsið. Fyrir nokkrum árum byggði hann þar líka gróðurhús. I garðinum var að finna fjölda tegunda af blómum, tijám og runnum auk alls grænmetisins sem hann ræktaði. Það voru marg- ir sem heimsóttu Einar í garðinn og sóttu sér þangað fróðleik. Jafn- vel kunnáttumenn í garðyrkjulist- inni komu aldeilis ekki að tómum kofanum hjá Einari, latnesk heiti hafði hann á öllu sem hann rækt- aði, víðlesinn um allt sem að garðyrkju laut og stálminnugur á allt sem hann las. Að huga líf sitt garðyrkju, sjá blóm og jurtir þroskast, blómstra og deyja hlýtur að gefa mikla lífsfyllingu. Og það er líka tákn- rænt fyrir líf Einars að enda ævi sína í garðinum sinum sem var honum svo kær, inn á milli blóma og runna sem voru að byija að folna og taka á sig svip haustsins. Ég bið guð að styrkja systur Einars og aðra ættingja um leið og ég, fyrir mína hönd og bama minna, minnist traustrar og góðrar vináttu og ánægjulegra samverustunda. Honum er óskað góðrar heimkomu til ljóssins byggða. Aðalbjörg Jónsdóttir í dag kveðjum við góðan vin og granna Einar Vemharðsson frá Hvítanesi við ísafjarðardjúp. Kynni okkar Einars hófust vorð 1952. Tilviljun réði því að leiðimar lágu saman. Þannig var, að nokkrir starfsmenn SÍS höfðu tekið sig saman og fengið úthlutað lóðum í Kópavogi. Strax á byggingartíman- um varð mikil samvinna á milli okkar og Einars, er síðar þróaðist í vináttu þriggja ættliða. Einar var einhleypur og bam- laus. Hann vann hjá Sambandinu í um 30 ár og rækti starf sitt af gleði og áhuga. Hann var ræktunarmað- ur góður, ávallt glaður og hreinskil- inn. Hugðarefnin vom mörg m.a. bókband, en það er ekki ofsagt, að hans hjartans mál hafí verið garður- inn og allt sem honum viðkom. Þar áttum við systkinin og böm okkar margar góðar stundir við blóma- skoðun, og þar var okkur kennt að rækta og umgangast gróður með virðingu. Alltaf var það tilhlökkun- arefni, þegar Einar kom stoltur færandi hendi, að leyfa okkur að bragða á fyrstu uppskeru sumars- ins. Að leiðarlokum þökkum við Ein- ari fyrir samfylgdina og alla góðvild hans og tryggð. Og gamaltroðna gatan mín i_ geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. (Þorsteinn Valdimarsson). Guð blessi Einar Vemharðsson. Anna, börn og bamabörn á Hlíðarvegi 14. Fæddur 21. apríl 1907 Dáinn 7. september 1987 „Mér vaið oft um hjartað heitt, heldur meira en skyldi; þess vegna er ég ekki neitt af því, sem ég vildi.“ (Jón S. Bergmann) Jæja, þá er afí gamli farinn en hann andaðist 6. þessa mánaðar og verður jarðsettur í dag. Kristinn Helgason fæddist árið 1907 í Hafn- arfírði, sonur Helga Halldórssonar, en hann dmkknaði 1915 þegar Fram, bátur frá Vestmannaeyjum sökk og Kristínar Þorsteinsdóttur, d. 1969. Hann ólst upp hjá frómum móðurforeldrum sínum, Þorsteini og Margréti í Kletti við Reykjavík- urveg, og var gjama kenndur við þann stað. Lífíð var ekkert of þægilegt við Kristin Helgason. Hann lifði konu sína Sigríði Guðmundsdóttur, d. 1963, en þau giftust 1929. Hann mátti einnig sjá á eftir báðum son- um sínum, Grétari f. 1928, d. 1983 og Jakobi Bjamari f. 1930, d. 1935. Eftirlifandi er dóttir hans, Guðlaug Elísa f. 1941. Afí var lengst af matsveinn til sjós, hóf sjómennsku 13 ára gamall á vb. íslendingi. Hann lenti í ýmsum hrakningum, sjávarháska og hafði það eðlilega mótandi áhrif á lífssýn hans, sem einkenndist öðm fremur af æðm- leysi gagnvart eilífðarmálunum. Hann minntist oft á þekkt strand togarans Júní við Sauðanes á Vest- fjörðum 1948. Mátti þar engu muna að þar færist maður og mús í af- takaveðri en fyrir einhveija mildi bjargaðist skipshöfnin og afi var dreginn á hárinu upp á yfirborðið. Og lengi má á bæta. Þegar flogið var með skipbrotsmenn suður vildi svo til að flugvélinni hlekktist á og varð að nauðlenda. Þegar staðið er í marggang frammi fyrir dauðanum fer ekki hjá því að menn fái innsýn í önnur tilvemsvið, en afí trúði því staðfastlega að þetta líf væri aðeins hlekkur í stærri og stórfenglegri keðju. Afi var skarpgreindur en átti við vanheilsu að stríða, sérstaklega á sínum efrí ámm. Hann var óþolin- móður öðmm þræði og ósáttur við að vera þannig líkamlega fjötraður og ekki í aðstöðu tii að nýta hæfi- leika sína, sem vom margvíslegir. Þetta gerði hann foman í skapi, en hann var mikill húmoristi og þræl- skemmtilegur þegar sá gállinn var á honum. Hann var og mikill höfð- ingi og það fór í taugamar á honum að geta ekki sýnt það áþreifanlega vegna skorts á veraldlegum auði. En auðvitað er það óleysanlegt dæmi að vera gjafmildur út í það óendanlega, en jafnframt sterk- efnaður. Afí vissi að hveiju dró. Hann var ekki kvíðafullur vegna dauðans og studdist þar við sterka trú. Það er einhvem veginn þannig að maður uppgötvar ekki fyrr en um seinan að genginn er viskubmnnur, speki sem vissulega hefði verið hægt að nýta betur. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum vona ég og veit að gangan verður honum ekki eins brött á næsta áfangastað. Jakob Bjamar Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.