Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 33 anir lópa Ef gripið væri til viðamikilla mót- efnaprófana kynni hins vegar sú hætta að skapast að ekki væri alls staðar beitt sömu tækni og grein- ingaraðferðum. Smærri rannsókn- arstofur gætu ekki beitt sömu rannsóknaraðferðum og þær stærri nota oft til að sannreyna jákvæðar niðurstöður úr staðfestingarprófum þegar um er að ræða einstaklinga sem eru utan áhættuhópa. Kunn- átta og hæfni manna kynni og að vera mismunandi og starfsmenn stærri stofnana gætu freistast til að láta hjá líða að grandskoða öll jákvæð sýni. Frávik í framkvæmd prófana geta einnig aukist þegar að fleiri aðferðir koma fram. (Nú þegar vinna rúmlega 25 fyrirtæki að því að þróa nýjar aðferðir). Kom- ið hafa fram aðferðir þar sem aðeins er beitt einu einstöku prófi þannig að því öryggi sem staðfestingrapróf veita er kastað á glæ. Lítil sýkingarhætta ut- an áhættuhópa Reynslan sýnir að þeir sem standa utan skilgreindra áhættu- hópa eru í lítilli hættu. 0,16 prósent karla og 0,06 prósent kvenna, sem sótt hafa um inngöngu í Banda- ríkjaher hafa reynst jákvæð í skimprófi. Þegar mótefnamælingar á blóðskömmtum hófust árið 1985 reyndist einn af hveijum 2.500 skömmtum innihalda mótefni við alnæmisveirunni. Miðað við þá tíðni eru um 0,08 prósent líkindi fyrir því að blóðþegi hafí sýkst eftir að hafa fengið tvo blóðskammta sem ekki höfðu verið mótefnamældir. 0,01 prósent þeirra kvenna sem gefíð hafa blóð hafa sýnt merki sýkingar. Einhveijir blóðgjafanna kunna að hafa átt mök við fólk í áhættuhópunum. Sýkingatíðnin meðal kvenna sem ekki hafa átt kynmök við menn í áhættuhópum kann því að vera minni en 0,01 prósent. Gefum okkur að bæði skimpróf og staðfestingarpróf geti greint alla þá einstaklinga sem tekið hafa al- næmisveiruna. Gildi niðurstaðn- anna mun þá fara eftir því hversu há frávikatíðnin er þ.e.a.s hver sam- anlögð frávikatíðni allra þeirra prófana, sem tiltekinn einstaklingur gengst undir, er. Þar sem ekki er til nógu skýrt markaður staðall vit- um við ekki hver frávikatíðnin er nú. Við getum því síður vitað hver tíðnin verður í umfangsmiklum •skimprófunum á tilteknum þjóð- félagshópum. Á hinn bóginn er öruggt að frávikatíðnin mun aukast ef ekki er fylgst gaumgæfilega með framkvæmd slíkra prófa. Bayestölfræði gerir okkur á hinn bóginn kleift að reikna út líkindi Skyldubundnum alnæmisprófunum mótmælt í Bandarikjunum. þess að maður sem reynist ,jákvæð- ur“ sé í raun sýktur. Gefum okkur að 100.000 manns gangist undir alnæmispróf og að sýkingatíðnin sé 0,01 prósent. Þá eru tíu af þess- um 100.000 sýktir og 99.990 ekki. 100 prósent nákvæm próf munu þá gera okkur kleift að greina þessa tíu einstaklinga. Ef samanlögð tíðni frávika er 0,005 prósent munu fímm af þessum 99.990 reynast ,jákvæðir“ þó að í raun séu þeir ósýktir. Niðurstöðumar munu því verða þær að 15 af þessum 100.000 séu sýktir en fimm þeirra munu í raun vera ósýktir. Líkindin fyrir því að einstaklingur sem reynist ,já- kvæður" sé í raun sýktur verða því 67 prósent. Ófyrirsjáanlegar af- leiðingar Hversu mörg tilfelli alnæmis verður unnt að koma í veg fyrir með prófunum utan áhættuhópa? Það er engan veginn unnt að vita hversu margir þeirra fáu sem reyn- ast sýktir hafa sýkt maka sína og böm né heldur liggur fyrir að próf- anir geti dregið úr útbreiðsluhraða sjúkdómsins. Með því að fram- kvæma mótefnamælingar á blóð- gjöfum er unnt að koma í veg fyrir útbreiðslu einfaldlega vegna þess að sjúklingum er ekki gefið sýkt blóð. En hvaða áhrif hafa prófanir á hegðun og atferli manna? Reynsl- an sýnir að ekki er hægt að treysta því að þeir sem sýna merki sýking- ar taki upp „öruggara kynlíf". Svo virðist sem aðeins minnihlutinn af- ráði að eignast ekki böm. Hvað gerist ef tekið er að rannsaka aðra hópa þjóðfélagsins? Við getum eng- an veginn gert okkur hveijar afleið- ingamar kunna að verða. Þrátt fyrir að öllu hafi verið til kostað til að fræða almenning um alnæmi hefur fólk takmarkaðan skilning á eðli sjúkdómsins. Þeir sem vinna að því að semja reglu- gerðir og tilmæli ættu að hafa í huga að flestir þeir sem reynast ,jákvæðir“ við alnæmisprófun líta á það sem afdráttarlausan dauða- dóm. Vinnuveitendur og trygging- arfélög veita þessu fólki enga huggun frekar en Bayestölfræði. Á meðan ekki em til staðlar um framkvæmd prófana er óráðlegt að skylda fólk utan áhættuhópa til að gangast undir alnæmispróf. Það kostar bæði fé og óendanlega fyrir- höfn að fullvinna slíka staðla. En vandinn er ekki eingöngu tæknilegs eðlis því upp í hugann koma vísinda- leg, lagaleg og heimspekileg vandamál. Ef niðurstöður prófana eiga að ráða örlögum manna hlýtur það að vera skýlaus krafa að niður- stöðumar séu öldungis áreiðanlegar og að þeim verði haldið leyndum. Á að skylda alla til að gangast undir sams konar próf eða á að aðlaga þau að aðstæðum á hveijum stað og á hvetjum tíma? Reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að þaul- kanna ,jákvæð“ sýni úr einstakling- um sem ekki hafa tilheyrt skil- greindum áhættuhópum. Víðtækari mótefnamælingar munu óhjá- kvæmilega leiða til þess að fleiri slík tilfelli komi fram. Vera kann að fjöldinn verði það mikill að vísindamenn anni því ekki að rann- saka þau til fullnustu. Hvemig á þá að ákveða hvaða sýni verða tek- in til rækilegri meðferðar? Verða niðurstöður mótefnamælinga í öðr- um löndum teknar gildar? Hversu oft verða mælingar endurteknar vegna þess að fram hafa komið nýjar aðferðir? Ef framkvæma á prófanir á al- menningi verða að liggja fyrir fyrirfram skilgreind líkindamörk á því að viðkomandi gangi með sjúk- dóminn. Einhvers konar röksmíðar er þörf sem ákvarðar hvort viðkom- andi tilheyri ákveðnum þjóðfélags- hóp eða sé í sýkingarhættu. Hversu mörgum trúlofunum þarf að slíta til að koma í veg fyrir eitt alnæmis- tilfelli? Hversu mörgum störfum á að fóma? Hversu mörgum fóstmm þarf að eyða og hversu mörg hjón þurfa að eyða ævinni bamlaus til að koma í veg fyrir fæðingu eins bams sem haldið er alnæmi? Á.Sv. tók saman. Morgunblaðið/Bjami Á myndinni eru talið frá vinstri: Hilmar Oddson, kvikmyndaleik- stjóri, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, Jón Þórarinsson, formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar, Sig- urður Sverrir Pálsson, kvikmyndagerðarmaður, Kristin Jóhann- esdóttir, kvikmyndaleikstjóri, Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi og Rut Magnússon, framkvæmdastjóri Listahátíðar. Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Laugarásbíói Fimm erlendir gestir koma á hátíðina NÍUNDA kvikmyndahátíð Listahátíðar verður í Laugar- ásbíói dagana 19. til 27. september. Sýndar verða um þrjátíu myndir frá sautján löndum. Sýningar verða á hverjum degi frá klukkan 15 til 23 þá níu daga sem hátíðin stendur. Gestir á kvikmyndahátíðinni verða pólski leikstjórinn Krzys- ztof Zanussi, fínnsku leikstjór- amir Aki og Mika Kaurismáki, franski rithöfundurinn og leik- stjórinn Alan Robbe-Grillet og ítalski leikstjórinn Ettore Seola, sem verður viðstaddur opnun hátíðarinnar, laugardaginn 19. þessa mánaðar. Þá verður sýnd mynd Scola, “Makkaróní", en hann er höfundur kvikmyndar- innar Le Bal, sem fékk mjög góðar viðtökur á kvikmynda- hátíð Listahátíðar í fyrra. í undirbúningsnefnd hátíðar- innar eru Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndagerðarmað- ur, Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndaleikstjóri, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðar- maður, Sæbjöm Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi og Hilmar Oddsson, kvikmynda- leikstjóri. Þær myndir, sem undirbún- ingsnefndin telur athyglisverð- astar eru “Komið og sjáið“, sem er stríðsádeila gerð af rússneska leikstjóranum Elem Klimov, “Ár hinnar kyrru sólar“ en höfundur hennar er Pólveijinn Krzysztof Zanussi og “Fangin fegurð", sem gerð er af Frakkanum Ala- in Robbe-Grillet. Tveir þeir síðastnefndu eru gestir kvik- myndahátíðarinnar, eins og áður sagði. Nefndin vill einnig benda sér- staklega á myndimar “Ran“, sem Japaninn Akira Kurosawa leikstýrði, Fellinimyndina “ Gin- ger og Fred“, “Hryðjuverka- menn“, sem fékk önnur verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Locamo í ágúst síðast liðnum en hún er gerð af Taiwanbúanum Edward Yang, svo og kínversku myndina “Stúlka af góðu fólki“, egypsku myndina “Hinn sjötti dagur" og japönsku myndina “Hasar- mynd“. í tengslum við kvikmyndahá- tíðina var síðast liðið vor efnt til samkeppni um handrit að stuttum myndum. Skilafrestur er nú útrunninn og bárust alls 27 handrit. Þijú þeirra verða valin af dómnefnd, sem er skipuð þeim Sigurði Sverri Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar kvikmyndahátíðarinnar, Svein- bimi I. Baldvinssyni, rithöfundi og Thor Vilhjálmssyni, rithöf- undi. Úrslitin verða kynnt við opnun kvikmyndahátíðarinnar á laugardaginn. Listahátíð kostar síðan gerð kvikmynda eftir þess- um handritum með 850 þúsund króna framlagi til hverrar mynd- ar fyrir sig. Ætlunin er að myndimar verði sýndar næsta vor f tengslum við tíundu Lista- hátíð í Reykjavík. Úr kvikmyndinni “Fangin fegurð" (La Belle Captive), sem Frakk- inn Alain Robbe-Grillet leikstýrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.