Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 27 síðustu 300 árin þar á undan. „Goðsögnin um að konur séu ekki skapandi hefur nú verið afhjúpuð en mér finnst samt ennþá að karl- kyns gagnrýnendur séu full föðurlegir í garð bókmennta eftir konur. Það er eins og þeir líti á stöðu kvennabókmennta gagnvart öðrum bókmenntum líkt og stöðu hemaðarmarsa andspænis alvöm músík." Næst talaði Kaari Utrio frá Finnlandi og flutti útdrátt úr rit- gerð sem hún hefur sett saman um ástarsögur annars vegar og spennusögur hins vegar. Hún taldi að í þessum tveimur tegundum afþreyingarbókmennta kæmi enn fram næsta hefðbundin mynd af hlutverkum kynjanna. Ef eitthvað væri bæru konur enn skarðari hlut frá borði en áður því spennusagna- höfundum leyfðist nú að láta persónur sínar nauðga konum og pynta þær að vild en í ástarsögun- um væri enn að mestu notast við aldagamalt siðferðismat. Hún sagði athyglisvert að í ástarsögum fyrir konur væri hjónabandið og fjölskyldan jrfírleitt markmið í sjálfu sér; þar væri sem sé stefnt að samruna, en í spennusögum fyrir karla væri aðalpersónan hin einmana hetja sem gæti aðeins treyst á sjálfa sig. „Hetjan hefur í mesta lagi grunnhygginn liðþjálfa sér til aðstoðar en hann er oftast drepinn á síðustu blaðsíðunum. Og fjölskyldan hefur oftast þann eina tilgang í þessum bókum að láta vondu mennina ræna sér svo hetjan geti haldið af stað til hefnda." Loks minntist Utrio á það að spennusögur og reyfarar hefðu á síðustu árum öðlast nokkra viður- kenningu sem réttlætanleg og ágæt afþreying en ástarsögumar væru ennþá lítils metnar. „Á sínum tíma kom það í ljós að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti las sögur Ian Flemings af áfergju í Hvíta húsinu og hann þótti ekkert minni maður fyrir vikið. Þið getið hins vegar ímyndað ykkur hlátur- inn sem hefði kveðið við ef Jackie konan hans hefði viðurkennt að hún lægi í ástarsögunum um Ang- elique...“ „Konur mega ekki hafa áhuga á kynlíf i“ Isabel Allende frá Chile sagði i burtu. „Við afgreiðum aldrei alla á einu bretti," segir Weldon. Kannski hentar þetta sumum kon- um. En meðal yngra fólks hygg ég að sú þörf sé einlæg að leita út og fá að njóta sín á fleiri sviðum. En heimilið er öllum nauðsynlegt á ein- hvem hátt. Bezt af öllu er ef menn geta valið. Hvort sem í hlut eiga konur eða karlar." Hvað henni finnst um þá stað- hæfíngu að konur forðist að axla ábyrgð til jafns við karla.„Það finnst mér algert rugl. Konur eru gæddar langtum ríkari ábyrgðartil- finningu en karlar. Kona í stjórnun- arstöðu er oftast ábyrgari en karlmaður. Hún stjómar af rögg- semi og heldur sér og öðrum við efnið. Karlmaðurinn er oft óskipu- legur, reynir að slá úr og í, leika sér. Kannski af því hann fékk að gera meira af því í bemsku. Og af því að hann telur ekki að hann þurfí að sanna sig.“ Nýjasta bók Weldon„ The He- arts and Lives of Men“ er að koma út þessa dagana. Hún segist hafa birt hana framhaldssögu í tímarit- inu Woman og svo hafi verið ákveðið að gefa hana út. Hún snýst um bamið sem á ástföngnu foreldr- ana. „Eg held að þetta verði vinsæl bók. Hún er auðveld og ég er ekki að segja neitt mjög óþægilegt. Ann- ars er ég alveg ómöguleg í að tala gáfulega um efni bókanna minna... Eg er að segja sögu og ég nýt þess og ímynda mér að hún eigi erindi. En stundum finnst mér höfundar geta talað svo mikið um verk sitt, skilgreint það á upphafinn og gáfu- legan hátt, að það er hreinasti óþarfi - og oft vonbrigði að lesa það. Mér er lagnara að segja bara sögu. Vona ég.“ Sagði Fay Weldon. að umræður um kvennabókmennt- ir á Vesturlöndum hljómuðu oft í hennar eyram eins og vísinda- skáldskapur; svo skammt væm bókmenntir kvenna á veg komnar í rómönsku Ameríku. „í fyrsta lagi er stéttaskipting ótrúleg miðað við það sem hér gerist," sagði hún, „og alvarlegust er sú stéttaskipting sem stafar af menntun. Ennþá er það svo að fæstar konur ganga lengur í skóla en sem svarar skyld- unámi; þá snúa þær sér að heimilis- störfum. Á hinn bóginn eru bókmenntir yfírleitt sú listgrein sem flestar konur, sem á annað borð helga sig listum, stunda í rómönsku Ameríku, einfaldlega af því að þær eru neðst í þjóðfélags- stiganum og hafa ekki efni á öðru en pappír og penna. Og jafnvel þó þeim takist að skrifa bækur á eft- ir að gefa þær út og útgefendur eru tregir til að prenta bækur eft- ir konur. Þegar þeir fást til þess er bókunum illa dreift, þær eru lítið kynntar og gagnrýnendur skrifa ekki um þær nema tilneyddar. Bók minni, Húsi andanna, hafði verið hafnað af öllum forlögum í róm- önsku Ameríku og hún fékkst ekki gefín út fyrr en ég sendi handritið til útgefanda á Spáni.“ Það þarf mörgu að breyta áður en konur sitja við sama borð og karlar í rómönsku Ameríku, sagði Isabel Allende ennfremur og nefndi að fjölmörg svið væru algerlega lokuð konum, svo sem sljómmál, saga „og kynlíf", bætti hún við. „Konur mega helst ekki sýna áhuga á kynlífi. Ég bý núna í Caracas í Venezúela og við hittumst þar reglulega nokkrar konur sem emm að fást við bókmenntir. Einu sinni ræddum við um það hvemig við meðhöndluðum erótík í verkum okkar og þá kom í ljós að fæstar kvennanna þorðu yfírleitt að snerta á slíkum málum, að minnsta kosti ekki þær giftu, því þá hefðu allir undir eins dregið þá ályktun að þær stæðu í æsilegu framhjáhaldi. Ein greip til þess ráðs að dulbúa erótíkina sem þjóðsögur og mýtur, því það var nokkuð auðvelt að ganga úr skugga um að hún hélt ekki við einhvem Indíánahöfðingja ofan úr fjöllunum. Önnur orti erótísk ljóð því það les enginn hvort sem er! Sjálf hef ég áhuga á að lýsa erótík í mínum verkum en ég hef bara ekki þorað það. Nú á ég ekki lengur neinn mann svo ég get kannski farið að huga að því.“ Loks talaði svo Luise Rinser frá Vestur-Þýskalandi. Hún ræddi um reynslu sína í síðari heimsstyijöld- inni og hvemig sú þunga raun varð henni að yrkisefni $ fyrstu skáldsögu sinni. „Ég skrifaði þá bók til að frelsa mig undan hefð- bundnum viðhorfum borgarastétt- arinnar til kvenna og hún er enn í fullu gildi og lesin af ungu fólki enn þann dag í dag. Hvers vegna? Vegna þess að vandamálin sem hún lýsir eru enn fyrir hendi. Við konur reynum að fást við vanda- mál heimsins í bókum okkar og þann heim hafa karlar skapað. Þeir geta sagt að þau vandamál sem við emm að fást við séu leiðin- leg, gott og vel, en það vom þeir sem bjuggu þau til.“ Að loknum framsöguerindunum fóm svo fram fjömgar umræður og skáldkonumar svöraðu fyrir- spumum. - U. FRYSTI-ÖG KÆUKLEFAR tilbúrir á mettíma Nú getum við einnig boðið léttari og ódýrari einingar sem henta mjög vel í minni kæliklefa. Þær einingar eru úr 55 mm þykkum einingum og með k-gildi 0,37 Úr Barkar einingum færð þú frysti- og kæli- klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega að þrífa, auðvelda í uppsetningu og einangr- aða með úreþan, -besta einangrunarefni sem völ er á. Hentug grunnstærð á einingum margfaldar notagildi klefanna þannig að þeir reynast frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur, kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel, heimahús og alls staðar þar sem þörf er á vandaðri geymslu til kælingarogfrystingar. Krókalæsingar, einfaldar en sterkar tryggja skjóta og trausta uppsetningu. Níðsterk klæðning meðplasthúðauðveldar fullkomið hreinlæti. Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum Barkar frysti-og kæliklefar leysa vandann víðar en þig grunar hf. HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 239 • 220 HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.