Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 „Ef Jackie Kennedy hefði lesið Angelique... “ Umræður um konur og bókmenntir á Bókmenntahátíð Isabel Allende: „Konur í rómönsku Ameríku geta ekkert skrifað um kynlíf án þess að allir haldi að þær eigi í æsilegu framhjáhaldi." Frá pallborðsumræðunum í Norræna húsinu. Húsfyllir og rúmlega það var í Norræna húsinu eftir hádegi í gær, þegar þar fóru fram pall- borðsumræður um konur og bókmenntir á vegum Bók- menntahátíðarinnar. Yfirgnæf- andi meirihluti gesta voru konur á öllum aldri enda voru frum- mælendur allir af kvenkyni og úr hópi þeirra rithöfunda sem gista Reykjavík vegna hátíðar- innar þessa vikuna. Fyrst talaði Fay Weldon frá Bretlandi. Hún hóf mál sitt á því að fara fáeinum orðum um alla þá sem hafa hagsmuni af ritstörf- um og bókaútgáfu fyrir utan rithöfunda sjálfa, það er að segja bókaútgefendur, umboðsmenn, gagnrýnendur, blaðamenn, prent- smiðjueigendur og svo framvegis. „Ég man í fljótu bragði ekki eftir nema einni stétt sem hefur jafn mikið af „afætum" utan á sér,“ hélt Weldon áfram, „og það eru glæpamenn! Þeim fýlgja jafnan heilir herskarar af löggæslumönn- um, dómurum, fangavörðum og þar fram eftir götunum. An þess að ég vilji að öðru leyti líkja þess- um tveimur stéttum saman tel ég raunar að rithöfundar mega vel stunda dálítið niðurrif, en það sem ég er að fara er að allar þessar „afætur" hafa hag af því að búa til nýjar bókmenntastefnur af litlu tilefni og efna síðan til rifrilda um þær. Ég tel að kvennabókmennt- imar, eins og þær hafa verið skilgreindar upp á síðkastið, séu af þessu tagi. Við rithöfundamir reynum bara að skrifa eins vei og við getum, burtséð frá straumum og stefnum, og ég kann því illa þegar ég er sökuð um herskáan femínisma í mínum bókum. Að mínum dómi er réttara að kalla meirihlutann af þessum svokölluðu kvennabókum „tjáskiptasögur" en raunverulegar bókmenntir. Þær em vel réttlætanlegar vegna þess að þegar konur tóku að vakna til vitundar um stöðu sína fyrir fáein- um áratugum var svo ótal margt sem þær vissu ekki um sjálfar sig, og þess vegna eðlilegt að þær reyndu að koma uppgötvunum sínum í söguform. Þessar bækur hafa verið kallaðar blanda af sjálfs- fróun og sálfræðimeðferð í nið- randi tón en þær voru og eru nauðsynlegar. Ég hef fengið bréf frá körlum sem fullyrða að konur þeirra hafí yfírgefíð þá eftir að hafa lesið bækur eftir mig. Þetta er auðvitað fírra því bækumar valda ekki uppreisn kvenna, þær lýsa henni í mesta lagi. Ef áhugi á kvennabókmenntum er eitthvað að minnka um þessar mundir er það sjálfsagt bara vegna þess að bækumar eru ekki nógu góðar bókmenntir; ég held að ennþá sé margt ósagt um konur. Svo her' ég tekið eftir því að sem betur fer eru karlar famir að taka mið af ýmsum þeim gildum sem fram hafa komið í kvennabókmenntun- um og ég tel að endurnýjun skáldsögunnar á næstu ámm muni einkum felast í því að í henni verði alls konar innbyrðis samskiptum kynjanna lýst á breiðum grund- velli; samskiptum kvenna við karla, karla við karla og kvenna við kon- ur.“ „Ef Paul Gauguin hefði verið kona ...“ Benoite Groult frá Frakklandi rakti í inngangserindi sínu stöðu kvenna í listalífínu gegnum aldim- ar, og því hvemig konum hefði markvisst verið haldið niðri. Karlar hefðu talið þeim, og sjálfum sér, trú um að hvers konar sköpun væri einkamál karla og væri bams- burður uppbót konunnar á þessu sviði. „Karlmenn áttuðu sig á því,“ sagði Groult, „að hæsta stig valds- ins er sköpunin og því gerðu þeir allt sem þeir gátu til að leggja stein í götu skapandi kvenna." Hún tók síðan dæmi af ýmsum konum sem hafa skarað fram úr í bók- menntum og/eða listum allt frá Saffó hinni grísku og komst að þeirri niðurstöðu að engin þeirra hefði þurft að sinna hefðbundnu kvenhlutverki jafnframt listsköpun sinni; þær hefðu orðið ekkjur á unga aldri, verið ógiftar, nunnur eða lesbíur. Þær konur sem voru giftar og áttu böm gátu hins veg- ar ekki með nokkru móti veitt sköpunarþrá sinni útrás, sagði Groult, og nefndi frægt dæmi úr bókinni Sérherbergi eftir Virginiu Woolf; ef William Shakespeare hefði átt systur sem hefði búið að sömu snilligáfu og hann hefði henni sjáifsagt annaðhvort verið drekkt í bameignum eða hún hreinlega lokuð inni á hæli og tal- in snarvitlaus. „Eða hvað halda menn að hefði gerst ef Paul Gauguin hefði verið kona og hefði hlaupið frá manni og ungum böm- um til að fara að mála á Suður- hafseyjum? Hún hefði verið handtekin af lögreglunni áður en hún hefði einu sinni komist út úr Frakklandi. Af því að Gauguin var hins vegar karlmaður er hann tal- inn maður að meiri fyrir að hafa látið undan listþrá sinni.“ Þá sagði Groult að þróunin síðustu þijátíu ár hefði verið geysihörð og á við „Ég nýt að segja sögu og ímynda mér að hún eigi erindi.“ Spjallað við rithöfundinn Fay Weldon „ Sumar bóka minna hafa veríð settar á sama bekk og svokallaðar kvennabókmenntir. En ég skrífa ekki meðvitað og markvisst um stöðu konunnar og gengst ekki við því að vera stimpluð feministi. Skilsmunur milli mín og feminista er fyrst og fremst sá að þeim síðarnefndu er umhugað um að segja konunni, hvernig hún eigi að hugsa, bregðast við, finna til, lifa lífinu. Ég held ekki ég gerí það. Vonandi ekki. Því að hver verður að reyna að finna sinn eigin far- veg og horfast í augu við þann raunveruleika. Þetta sagði brezka skáldkonan Fay Weldon, sem er stödd hér á Bókmenntahátíð 1987, í samtali við Morgunblaðið. Fay Weldon er þekkt hérlendis, og tvær bóka hennar hafa verið þýddar á íslenzku, „Ástir og ævi kvendjöfuls" og„ Praxis", sem er kunnust bóka hennar. Praxis var þriðja bók hennar. Hún vakti at- hvgli og umtal víða, margir hneyksluðust á hispursleysi höfund- ar. Efnistök og persónusköpun þóttu sérstæð og bókin varð mjög umdeild. Hún segir:„ Skáldsaga hefst með hugmynd, skoðun, afstöðu. Svo getur allt tekið aðra stefnu, þegar farið er að vinna úr þessu. Praxis er skrifuð um eitt orð. Praxis er marxiskt hugtak þegar kenning verður raunveruleiki. Praxis er kvenmannsnafn frá Viktoríutíman- um, praxis er fullnæging, praxis er þáttaskil. Það var spennandi að láta þessi orð og það sem í þeim felst tengjast saman inni í sögunni og persónunum og atferli þeirra. Það var gaman að glíma við þetta, en ég var ekki vísvitandi að reyna að hneyksla einn né neinn. En mér var skemmt, ég ber ekki á móti því.“ „Víst er staða konunnar mér hugleikin," heldur hún áfram, „ég er ekki ein um að velta henni fyrir mér. Og íhuga, að hún er flóknari og margslungnari nú en áður. Kon- ur vilja frelsi til menntunar, at- hafna. Þær vilja komast áfram. Samtfmis er svo að gera vart við sig tregða hjá konum á Vesturlönd- um við að eiga böm. Þær virðast líta á böm sem sem hemil á þroska- eða framabrautinni. Þær óttast að togstreitan verði meiri en þær ráði við. Samt er frumþörf konunnar að ala af sér nýjan einstakling. Aftur á móti vex þörf karlmanna til að konan fæði þeim böm. Það er þeim ákveðið ytra tákn. Og tiygging fyr- Fay Weldon ir einhveiju skjóli. Held ég. En svo er þversögn í þessu líka. Feður em við fæðingu bams síns en samt varpa þeir ábyrgðinni frá sér, að fæðingunni afstaðinni." „Staða bamsins í þjóðféiaginu eða í fjölskyldunni er ekki síður forvitnileg. Og mætti ræða meira. Ég á einkum við sektarkennd bams- ins gagnvart foreldmm sínum og umhverfí. Böm vilja geðjast foreld- mm sínum, en til þess verða þau helzt að haga sér vel. Ekki hafa hátt né láta illa. Þar með veldur það vonbrigðum og bregst foreldr- unum = sektarkenndin á fullu. Kannski er miklu fleira bömum að kenna en við viðurkennum. En svo sárt að játa það. Við emm að ham- ast að koma okkur áfram, eignast alla skapaða hluti, búa í haginn fyrir litlu gleðigjafana. Komum svo þreytt heim og það er tekið á móti okkur með gali og öskri. Það segir sig náttúrlega sjálft; Við æpum á þau og skömmumst. Þau fá sektar- kennd og við líka...Og er ekki sökin eiginlega þeirra. Ef þau væm ekki svona óþolandi.." „Eiginlega væri þetta stórmerki- legt söguefni. En ætli ég gæti ráðið við það. Bamið/sektarkenndin. Það er svo sársaukafullt. Eins og að gera á sér kviðristu. Því að maður verður að vera heiðarlegur gagn- vart viðfangsefninu. Umfram allt ef böm ættu í hlut. Almennt em böm ekki ofsæl af hlutskipti sínu, það em alltaf þau sem verða fyrir hnjaski. Setjum upp þessa mögu- leika: foreldramir em ástfangnir og hamingjusamir= bömin verða eins og hálfgerðir munaðarleysingj- ar. Foreldramir eru svo uppteknir af sínum tilfínningum, að það sem í hlut bamanna kemur verður rýrt. Ef hjónaband er vont verða bömin oft ofvemduð. Því að þau mega ekki gjalda fyrir að samband foreld- ranna er klént. Því er alltaf verið að bæta þeim eitthvað upp. Ef for- eldramir em grimmir og strangir, fyllist bamið ótta og öryggisleysi. Ef foreldramir skilja fyllist bamið oft af njósnaratilfmningu. Nei, bömin em ekki ofsæl. Við getum í bezta falli reynt að horfa á málin með augum bams. Reyna að skilja og ef það tekst ekki, þá að minnsta kosti um'oera. Bami er fyrir öllu, að foreldramir standi með því. Þá er það ömggt í óskiljanlegri veröld sinni. Ég spyr Weldon álits á inntaki Öskubuskukompleksins, sem geng- ur út á að konur hafí dulda þörf fyrir að vera heima og þær þrái vemd eiginmanns og heimilis. En þjóðfélagið hafí þrýst þeim þaðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.