Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Herinn er klofinn og mesta hættan kemur innan frá - segir yfirmaður vaniarmála á Filippseyjum Manila, Reuter. EMBÆTTISMENN á Filippseyjum voru í gær harðorðir i garð and- stæðinga Corazons Aquino forseta, en bættu við að endurskipulagn- ing stjórnar eyjanna gæti dregist. Noel Soriano, yfirmaður öryggisráðs Filippseyja, sagði að leiðtogi þeirra, sem gerðu bylting- artilraunina 28. ágúst, væri lygari. Lét hann að því liggja að fimmta tilraun hersins til valdaráns frá því að Aquino komst til valda hefði notið öflugs stuðnings stjórnmálamanna. verði tekið á uppreisnarmönnum en Soriano nefndi engin nöfn, en sagði að Gregorio Honasan ofursti, sem varð þjóðarhetja er Aquino komst til valda árið 1986 og Ferdinand Marcos fór í útlegð, hefði aldrei leitt uppreisn- armennina „ef ekki hefðu verið samsærismenn, sem voru reiðubúnir að gerast nýir einvaldar í landinu, bak við tjöldin". Ummæli Sorianos eru talin bera því vitni að harðar Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins, fagnar kosningasigrinum ásamt Eli, konu sinni. Reuter Boða mótmælaflokkarnir nýja tíma í norrænum stjórnmálum? Ósló, Reuter. NÝ tegund pólitískra öfga er nú farin að vega að ofur- valdi gömlu stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum en þeir hafa löngum lagt megináhersluna á málamiðlanir og reynt að komast hjá erfiðum ágreiningsmálum. Að loknum sveitarstjómarkosn- ingunum á mánudag er norski Framfaraflokkurinn, sem vill lækka skatta og minnka fló ttamannastrauminn til landsins, þriðji stærsti stjómmálaflokkurinn í landinu. Er fylgisaukning hans staðfesting á pólitískum tilhneig- ingum, sem komu vel í ljós í nýafstöðnum þingkosningum í Dan- mörku. „Það er augljóst, að við van- mátum Framfaraflokkinn. Hann er afl, sem taka verður tillit til,“ sagði Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra og leiðtogi Verkamanna- flokksins eftir kosningamar í Noregi og helsti andstæðingur hennar, Rolf Presthus, leiðtogi Hægriflokksins, sagði í gær, að hann ætlaði ekki að leita eftir end- urkjöri í það embætti. Þessir flokkar tveir og systurflokkar þeirra í Dan- Sovétríkin: Pasternak hlýtur upp- reisn æru Moskvu, Reuter. MAXÍM Gorkí-leikhúsið í Leníngrad ætlar að setja upp leikgerð skáldsögnnnar Dr. Zivago eftir Boris Pastemak, en verkið var bannað í Sovétríkjun- um árið 1950. Sagan, sem er ástarsaga, sem gerist í byltingunni 1917, hefur nýverið hlotið náð fyrir augum sov- éskra yfirvalda eftir að hafa verið bönnuð í 37 ár. Pastemak hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir verkið árið 1958, en var neyddur til að afþakka verðlaunin. Hann lést í útlegð árið 1960. Pastemak er þekktastur í Sovét- ríkjunum fyrir ljóð sín, en nú fá Sovétmenn að kynnast skáldsög- unni, sem hann er frægur fyrir á Vesturlöndum. Leikverkið verður sýnt í Leníngrad, en ráðgert er að bókin komi út á næsta ári. Einnig er í ráði að gera heimili Pastemaks að safni svo sem títt er um heimili látinna skálda. mörku voru þeir, sem mestu töpuðu í kosningunum. Gömlu, stóru flokkamir á Norð- urlöndum hafa löngum talið það sér til tekna að geta samið um ýmis meginmál eins og vamarmál og utanríkismál en margir hafa þó orðið til að gagnrýna þessa mála- miðlunarstefnu og segja, að hún útiloki í raun pólitíska umræðu. Svo er að sjá sem ný kynslóð kjósenda, sem óánægðir eru með gömlu flokk- ana, standi að mestu á bak við þær breytingar, sem nú eru að verða á norrænum stjómmálum. Mótmælaflokkamir, sem reyna að höfða til nýrra kjósenda, em af allt öðm sauðahúsi. Þeir em m.a. Framfaraflokkurinn í Noregi og Danmörku, sem em mjög hægri- sinnaðir, og Fælles Kurs í Dan- mörku en stofnandi hans er Preben Möller, fyrmm félagi í Kommún- istaflokknum og nokkurs konar sjálfskipaður Hrói höttur í dönskum stjómmálum. „Þeir hafa komið sér upp eins konar þjóðemisstefnu, sem beinist gegn útlendingum. Báðir þessara dönsku flokka virðast dálítið hallir undir alræðishyggju — hér er um að ræða lýðskrumaraflokka," sagði Ole Borre, prófessor í félagsvísind- um við háskólann í Árósum. Allir flokkamir þrír vilja tak- marka fólksflutninga til landanna en það mál er mjög viðkvæmt á Norðurlöndum, sem hafa skotið slq'ólshúsi yfir þúsundir flótta- manna og lengi stært sig af umburðarlyndi í kynþáttamálum. Framfaraflokkurinn í Noregi undir forystu hins litríka Carls I. Hagen fékk 12,2% atkvæða í kosn- ingunum á mánudag og vann mest á í bæjum og borgum og meðal nýrra kjósenda. „Fólk er orðið leitt á gömlu flokkunum og Hagen talar til þess á máli, sem það skilur," sagði Reiduun Söraas, 19 ára göm- ul og skrifstofustjóri Framfara- flokksins í Ósló. í Svíþjóð er enginn mótmæla- flokkur á borð við þá, sem hér hafa verið nefndir, en frammámenn jafn- aðarmanna þar í landi hafa farið hörðum orðum um efnishyggjuna, sem þeim finnst einkenna afstöðu unga fólksins. Norski Framfara- flokkurinn, sem á aðeins tvo menn á þingi, er samt sem áður í oddaað- Flokkur % Munurfylgis Munurfylgis miðað við miðað við sveitastjóm- þingkosning- arkosn. ’83 ar ’85 Verkamannaflokkurinn 36,2 -2,8 -4,7 Hægri flokkurinn 23,6 -2,8 -6,9 Kristilegi þjóðarflokkurinn 8,0 -0,7 -0,2 Miðflokkurinn 6,9 -0,3 +0,3 Framfaraflokkurinn 12,2 +5,8 +8,5 Sósíalíski vinstriflokkurinn 5,7 +0,3 -0,2 Venstre 3,2 +0,1 +1,1 Rauða kosningabandalagið 1,3 +0,1 +0,7 Fijálslyndi þjóðarflokkurinn 0,4 -0,1 +0,1 Kommúnistaflokkurinn 0,3 -0,1 +0,1 Sameiginlegir framboðslistar Venstre0,9 +0,1 og Fijálslynda þjóðarflokksins +0,5 stöðu og olli því, að ríkisstjóm borgaraflokkanna varð að fara frá á siðasta ári. í Danmörku tvöfald- aði Framfaraflokkurinn fylgi sitt og er hann nú einnig í oddaaðstöðu á þingi. áður var talið. Ofurstinn er nú hund- eltur flóttamaður, en honum hefur tekist að skjóta þeim, sem eru á hælum hans, ref fyrir rass hvað eftir annað. „Ég hefði gaman af að vita hvaða völd hann hefði í herforingjastjóm, sem sett hefði verið á fót hefði honum tekist að steypta stjóminni," sagði Soriano. Honasan kveðst ekki ætla að gef- ast upp. Hann heldur því fram að uppreisnin hafi verið gerð til þess að vekja athygli á þvi að herinn ætti um sárt að binda. Vinstri sinnaðir skæruliðar hafa gert sýnu fleiri árásir á stjómarherinn eftir að byltingartilraunin var gerð í ágúst. Aftur á móti telur yfirmaður vamarmála á Filippseyjum, Rafael Ileto, að meiri hætta stafi af hemum. Ileto sagði á lokuðum fundi með yfir- stjóm hersins á mánudag að herinn þyrfti að standa sameinaður til þess að stjóm Filippseyja gæti hrundið sókn vinstri og hægri öfgamanna. „Um þessar mundir kemur mesta hættan innan frá,“ sagði Ileto og bætti við: „Ef við getum ekki bætt úr þessu ástandi er þjóðin í mikilli hættu." Skæruliðar, sem í átján ár hafa reynt að ná völdum á Filipseyjum, telja að klofningurinn innan hersins muni leiða til þess að um næstu alda- fnót sitji kommúnistar við stjómvöl- inn. Eins og áður sagði hafa skæruliðar kommúnista færst í auk- ana og búast þeir við að stuðningur við þá aukist eftir því sem stjóm Aquinos verður fyrir fleiri áföllum. „Við erum þess fullvissir að margt muni breytast áður en öldin er á enda. Stjómmálaástandið er með þeim hætti að búast má við stóraukn- um stuðningi við Lýðræðislegu þjóðfylkinguna," sagði ónafngreindur leiðtogi fylkingarinnar (NDF). Hvalveiðimálið: Sem myllusteinn um háls Bandarílgastjórnar - segir aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ívar Guðmundsson, Washington, D.C. HVALVEIÐAR íslendinga og deilan um þær við Bandaríkjamenn komu til tals á blaðamannafundi hjá frú Rozanne L. Ridgeway, sem nýlega var skipuð aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ridgeway bauð völdum fámennum blaðamannahóp frá Evrópulönd- um tíl skrafs og ráðagerða á skrifstofu sinni sl. föstudag, en fruin annast aðallega málefni, sem skipta Evrópulönd og Kanada. Ridgeway ræddi aðallega um heimsókn utanrikisráðherra Sovét- Rússlands til Washington í þessari viku og líkindi fyrir leiðtogafundi þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachev, Sovétleiðtoga, hér i Bandaríkjunum á árinu. Einnig var rætt um afvopnunarmál og Persaflóastríðið. Hvalveiðar íslendinga bárust í tal spurningunni beint, en sagði: á blaðamannafundinum er blaða- menn notuðu tækifærið til að spyija frú Ridgeway spuminga, sem snerta málefni, sem á döfinni eru milli þjóða þeirra og Bandaríkjanna. Fréttaritari Morgunblaðsins spurði: „Er það raunverulega hugs- anlegt, að Bandaríkjastjóm grípi til viðskiptalegra eða efnahagslegra refsiráðstafana gagnvart Islandi, ef íslendingar halda áfram að stunda hvalveiðar í samræmi við samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðs- ins?“ Frú Ridgeway svaraði ekki „Sem stendur fara fram miklar viðræður um þetta alvarlega vanda- mál við íslensku ríkisstjómina. Ég mun því virða þá viðurkenndu reglu í sammningaumleitunum, að forð- ast getgátur í miðjum kiíðum um afdrif eða endalok. En ég vil nota spuminguna, sem tækifæri til að benda á, að það eru gildandi lög í Bandaríkjunum, sem byggjast á skoðunum almennings á hvalveið- um og hvölum. Það er þess vegna ekki um að ræða stefnu ríkisstjóm- arinnar í þessu máli heldur eru það ráðstafanir löggjafarvaldsins, sem hér um ræðir." „Það er nauðsyn fyrir okkur að ræða þetta mál við Islendinga og við eigum í viðræðum við þá eins og er um hagsmuni íslands og um hagsmuni Bandaríkjanna. Við verð- um að hafa augastað á hagsmunum beggja aðila. Við emm ákveðin að halda þeim umræðum áfram þar til yfir lýkur." „Sambandið við ísland er okkur þýðingarmikið. íslendingar em bandamenn okkar og ég vona, að Islendingar séu sama sinnis gagn- vart Bandaríkjunum." „Við ætlum ekki að rasa um ráð fram í þessu máli. Það er önnur ástæða fyrir því, að ég vil ekki spá í endalokin. Þetta er alveg ótrúlega flókið mál og erfítt viðureignar. Það hefir verið sem myllusteinn um háls okkar lengur en bara á þessu ári. Ég tel, að við verðum að vinna sleitulaust að viðunandi lausn máls- ins fyrir báða aðila og það er ætlun okkar að gera það,“ sagði frú Ridgeway að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.