Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Konur voru fjölmennar á rækjuráðstefnunni á ísafirði. Talið frá vinstri: Katrín Gunnarsdóttir Bröste umboðið, Ágústa Gísladóttir matvælafræðingur og viðtakandi deildarstjóra Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins á ísafirði, Jónína Þ. Stefánsdóttir matvælafræðingur, eina konan á tæknideild Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins, Edda Magnúsdóttir matvælafræðingur á lagmetisdeild og Unnur Stefánsdóttir fiskifræðingur en sérgrein hennar er rækjurannsóknir. landi kemur frá Færeyingum og Dönum. Verðið er misjafnt eftir árstíma og fæst besta verðið fyrir jólarækjuna, sem samið er um í september. Andstætt almennum markaðslögmálum er heitsjávar- rækja í hærra verði þar og er almennt innflutningsverð á henni pillaðri 510 krónur kilóið á móti 400 krónum fyrir kílóið af kaldsjávar- rækjunni. í Japan var í gildi innflutnings- bann á rækju til ársins 1961. Mexíkanar voru fyrstir til að flytja þangað rækju, síðan hefur eftir- spum aukist hröðum skrefum og er nú ætlað að Japansmarkaður taki við um 230 þúsundum lesta á ári. Fjörutíu þjóðir flytja þangað árlega um 180 þúsund lestir af rækju. Þar sem nú þykir ljóst að núverandi rækjustofnar í heiminum fullnægi ekki framtíðareftirspum er nú lögð aukin áhersla á rækju- eldi og er álitið að það muni hafa veruleg áhrif á markaðinn í framtíð- inni. Um 70% af Japansmarkaði er óskelflett rækja án hauss. 10% er seld með haus líkt og sú rækja sem héðan kemur og fer hlutdeild henn- ar vaxandi. Því er spáð að neysla muni aukast og því muni Japanir leita nýrra miða til að fullnægja eftirspuminni. Hvað innflutta rækju varðar verður mesta áherslan lögð á sjófrysta rækju vegna þeirra gæða, sem slík rækja á að geta boðið upp á. í Bretlandi hefur vanþekking á markaðslögmálum leikið Islendinga grátt. Vegna of hás verðs á kald- sjávarrækju sneri markaðurinn sér að heitsjávarrækju, sem var helm- ingi ódýrari. 1985 nam innflutningur Breta á rækju 14.500 lestum og hafði þre- faldast frá árinu 1979. Milli áranna 1984 og 1985 jókst innflutningur- inn um 45%, þá var einungis 15% af markaðnum heitsjávarrækja. Árið eftir dróst innflutningurinn saman um 12%, þrátt fyrir mikla aukningu frá íslandi og Grænlandi, en mikil verðhækkun varð á rækj- unni. í október kom svo skellurinn, sala minnkaði um 54% frá árinu á undan og jólasalan varð 31% minni en árið áður. Um leið jókst mark- aðshlutdeild heitsjávarrækju í 50%. í könnun sem gerð var í Bretlandi kom í ljós að einungis 1 af hverjum 10 þekkti muninn á kaldsjávar og heitsjávar rækju og þess vegna skilur hinn almenni neytandi ekki hvers vegna svo mikill verðmunur er á þessum rækutegundum en hann hefur verið um 50%. Um fullvinnslu Heimir L. Fjeldsted fram- kvæmdastjóri Marska hf. á Skaga- strönd sagði að þótt fískur hefði verið veiddur og verkaður á íslandi frá landnámsöld væru menn ekki enn famir að fullvinna aflann hér á landi að neinu marki. Hann sagði það umhugsunarvert að fískvinnsl- an, þessi höfuðgrein islenskrar matvælaframleiðslu, væri ekki talin til matvælaiðnaðar af stjómvöldum. Hann sagði að uppbygging físk- vinnslufyrirtækja á landsbyggðinni einkenndist af þörfínni fyrir at- vinnurekstur sem krefðist sem minnstrar menntunar starfsfólks. En breyttir þjóðfélagshættir kalla á aukna framleiðslu tilbúinna rétta. Innflutningur er nú hafínn á tilbún- um fískréttum frá Svíþjóð og er það Findus-fyrirtækið sem þar er að verki. Lagði Heimir líkur að því að þama væri gámafískurinn kominn heim aftur eftir lystireisu til Evrópu og færi síðan til neyslu á sjúkrahús- um íslenska ríkisins. í Bandaríkjunum hefur fram- leiðsla tilbúinna rétta meira en þrefaldast frá árinu 1979 og er nú kominn í þijá milljarða dollara á ári. í Svíþjóð, þar sem búa um 8 milljónir manna, séu borðaðir 4 milljónir rétta daglega utan heimil- is. Ef tilbúningur fískrétta á að ná árangri á íslandi verður að koma til útflutningur. Það hefur verið þeim hjá Marska mikilvægt að eiga aðgang að ferðamannamarkaði hér á iandi og hafa við störf matreiðslu- meistara sem þekkir vel inn á markaðinn. Hann sagði að þeir hefðu þó gert mikið af mistökum og oft hefði legið við að þeir gæf- ust upp. En nú er árangur erfíðisins að koma í ljós. Samið hefur verið við sænskt fyrirtæki um sölu á 100 tonnum af ýsu- og rækjurúllum og vonast er eftir frekari sölusamning- um til Svíþjóðar og Finnlands. Hér á landi er fjöldi manna að þróa hugmyndir sem snerta fjölda- framleiðslu matvæla. Allt of margir eru þar að eyða allt of miklum fjár- munum án árangurs. Ekki vildi Heimir þó ásaka þá, heldur undrað- ist að ekki skuli vera búið betur að þessum málum en raun ber vitni. Hvað varðar fískiðnaðinn er ekki að vænta slíks frá honum meðan ríkjandi sölukerfi er við lýði. Hugsanlegt væri hinsvegar að hafa samvinnu með kjötvinnslufyr- irtæki um þróun, því þar fara hagsmunir og aðstaða oft vel sam- an. Hann taldi að landbúnaðurinn ætti frekar að veita fé til þróunar tilbúinna kjötrétta en að segja ís- lendingum að lömbin gangi sjálfala á íjöllum yfír sumartímann. Mikíl þekking' Eftir lok ráðstefnunnar á laugar- dag buðu eigendur rækjuverksmiðja við Djúp ráðstefnugestum til sam- kvæmis í veitingastaðnum Krús- inni. Þar náði fréttaritari tali af nokkrum ráðstefnugestum. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri á ísafírði og formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda sagðist vera mjög ánægður með ráðstefnuna. Það að safna saman mönnum úr greininni og miðla upp- lýsingum að því marki sem hér hefði verið gert væri mikilvægt. Þá væri ekki síður gott að kynnast lítil- lega lykilmönnum úr stjómsýslu og rannsóknarstofnunum, sem ávallt þyrfti að vera í sambandi við. Hann sagði að ráðstefnan hefði sýnt fram á að mjög mikil þekking væri samankomin hjá Rannsóknar- stoftiun fískiðnaðarins. Bjóst hann við að strax yrði farið út í að nýta betur þessa þekkingu og yrði ráðist sameiginlega í rannsóknir á rækju- skel, sem nú væri til mikilla vandræða. Gunnar sagðist þó ekki hafa trú á þeim fullyrðingum sem komu fram á ráðstefnunni að mest öll pillun færi fram í veiðiskipi. Mesta hagkvæmnin væri að vinna mikið á sama stað. Hinsvegar bjóst hann við að sjófrysting rækju myndi auk- ast og að betri aðferðir fyndust við að þíða rækjuna í landi. Hann sagði að miklir erfíðleikar væru nú hjá vinnslunni og mætti leiða að því líkur að í reksturinn vantaði þau 8% sem verðjöfnunar- sjóðurinn tekur. Gagnleg og fræðandi ráðstefna í stuttu ávarpi sem Óskar Vigfús- son forseti Sjómannasambands íslands flutti, lýsti hann ánægju sinni með ráðstefnuna og sagði hana hafa verið mjög gagnlega og fræðandi. Hann gerði að umræðu- efni þennan óvin sjómanna, sem til ráðstefnunnar hefði boðið, það er rækjuvinnsluna. Lagði hann áherslu á að þessi óvinabragur sem oft væri settur fram kæmi frekar frá öðrum en sjálfum aðilunum, enda væri það svo, þótt að oft væri deilt hart og hagsmunaárekstrar yrðu í kaup- og kjarasamningum, þá væru margir og mikilvægir þættir sem væru sameiginleg hagsmunamál sjómanna og vinnslunnar í landi. Þessi ráðstefna hefði um margt sýnt að sameiginlega gætu þessir aðilar haft mikil áhrif á endanlegt verð afurðanna. Hánn þakkaði rækjuverksmiðju- eigendum við Djúp rausnarlegt boð og sagði kankvís að svona rausn sýndi að mennimir væru að græða og ef til vill væri ástæða til að sjó- menn athuguðu þau mál nánar. Margar konur á ráðstefnunni Þó nokkuð margar konur tóku þátt í ráðstefnunni, bæði sem frum- mælendur og áheyrendur. FVéttarit- ara Morgunblaðsins tókst að króa nokkrar þeirra af úti í homi til að forvitnast nánar um störf kvenna við stjómun rannsókna og vinnslu rækju. Katrín Gunnarsdóttir sagðist vera sölumaður hjá Bröste-umboð- inu á íslandi. Hún selur mikið af salti til rækjuvinnslunnar og sagði að það væri mjög mikilvægt að fylgjast með helstu þróunarþáttum í atvinnugreininni, auk þess sem hún sagðist reyna að ná sambandi við þá sem nota saltið. Jónína Þ. Stefánsdóttir matvæla- fræðingur er eina konan sem starfar hjá tæknideild Rannsóknar- stofnunar fískiðnaðarins. Hún setti fram á ráðstefnunni þá kenningu að innan 15 árayrði öll rækjupillun- in komin um borð í skipin. Hún sagði að búið væri að fínna upp vélar, sem í meginatriðum leystu vandamálin við sjóvinnsluna. Þó væri eftir að leysa fjölda vanda- mála, en hún sagðist ekki sjá að þar væri neitt óviðráðanlegt. Framtíðarsýnin væri svo sú að vinna þetta með ensímum. Byijað væri að reyna þau við losun efna í lifur og ýmsar frekari rannsóknir em í deiglunni. Ágústa Gísladóttir matvælafræð- ingur er að flytja til ísafjarðar, þar sem hún tekur við starfí deildar- stjóra Rannsóknardeildar fískiðnað- arins. Jafnframt því vinnur hún að masters-ritgerð í faginu. Hún hefur séð um lagmetisdeildina í tvö og hálft ár. Helstu störf hennar á ísafírði verða þjónusta við rækju- vinnsluna auk þess sem hún mun fylgjast með gæðum loðnu- og físki- mjöls. Hún lagði áherslu á að meginhluti starfsemi á ísafírði væri þjónusta sem fyrirtækin sjálf leit- uðu eftir en ekki væri um að ræða lögbundið eftirlit. Hún vonaðist samt til að geta eitthvað unnið að rannsóknum umfram það og sagð- ist hlakka til að takast á við þessi nýju verkefni. Edda Magnúsóttir er einnig mat- vælafræðingur hjá sömu stofnun og tók reyndar við lagmetisdeildinni af Ágústu. Eftirlit með lagmeti er eina lögbundna eftirlitið sem stofn- unin framkvæmir, en mikill vandi er að sjóða niður matvæli þannig að ekki geti stafað hætta af, auk þess sem mönnum hættir til að nota of mikið af aukaefnum til að bæta útlit eða lykt hráefnisins. Edda sagði að helmingur allra matvælafræðinga í landinu væri konur og því ekki óeðlilegt að nokkrar sæust á slíkri ráðstefnu. Unnur Stefánsdóttir fískifræð- ingur er sérfræðingur í rækjurann- sóknum. Hún hefur fylgst með rækjustofnunum við ísland síðan 1963 og er því orðin mjög kunnug þessari dyntóttu skepnu. Unnur sagðist búast við lélegri vertíð hjá rækjubátum í ísafjarðar- djúpi á næstu vertíð en taldi að næstu árin þar á eftir færu batn- andi. Nú stendur yfír umfangs- mesta rannsókn sem gerð hefur verið á hafínu umhverfis ísland. Hefur hún staðið síðan í júní og er rannsóknarskipið Dröfn væntanlegt úr síðasta hluta rannsóknanna 28. ágúst. Ingvar Hallgrímsson stjómar þessum rannsóknum og sagði Unn- ur að fískifræðingar biðu spenntir eftir niðurstöðum rannsóknanna. Hún sagði að það væri lofsvert hvað rælqusjómenn skiluðu góðum skýrslum um veiðamar. Nú fá allir rækjuveiðibátar send sérstök eyðu- blöð frá Hafrannsóknarstofnun og senda 80% vel unnar skýrslur til baka. Sumir að vísu nokkuð seint og væri það til baga, en langflestir skila skilvíslega. Unnur hefur gert ítrekaðar til- raunir til að komast í samband við Grænlendinga til að vinna að sam- eiginlegum rannsóknum við miðlín- una og skiptast á upplýsingum af báðum yfirráðasvæðunum, en án árangurs. Lítið er vitað um rækjuna á meðan hún er á svifastiginu, en fískifræðingar telja að eftir að hún er komin f sitt endanlega form sé hún staðbundin og fari til að mynda aldrei út úr þeim fírði sem hún var upphaflega í. - Úlfar Rannsóknartæki gefin Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræðum Lionsklúbbarnir þrir í Kópa- vogi, Lionsklúbbur Kópavogs, Lionsklúbburinn Muninn og Lionessuklúbburinn Ýr, hafa gefið Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræðum rann- sóknartæki sem kosta um þrjár milljónir króna. BYKÓ (Byggingavömverslun Kópavogs) fjármagnaði að hluta til kaup á tækjunum, sem ætluð em til sýnarannsókna, en megin- verkefni þeirra, sem á rannsókna- stofunni vinna, er greining og flokkun krabbameinssýna. Sér- fræðingahópur skoðar sýnin vikulega en fjögur til fímm hundr- uð krabbameinstilfelli em greind hér á landi árlega. Lionsklúbbamir í Kópavogi vilja færa BYKÓ bestu þakkir fyrir að hafa hjálpað til við að gera ofan- greind tækjakaup möguleg. Maria Ingibergsdóttir, formaður Lionessuklúbbsins Ýr, tekur við framlagi BYKÓ úr hendi Guðmundar Jónssonar, forsjóra fyrirtækisins. Við hlið hans standa frá vinstri: Tyrfingur Sigurðsson, formaður Lionsklúbbs Kópavogs og Gísli B. Lárusson, formaður Lionsklúbbsins Munins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.