Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 21 ekki fyrir borð borinn í þessu sam- bandi í norrænu samvinnunni. Norræna þróunar- samvinnan Fyrstu árin eftir að lög um „Að- stoð íslendinga við þróunarlöndin" voru samþykkt, voru fjárframlög til stofunarinnar mjög smá í sniðum og þvi var sá kostur valinn, að beina fénu til samnorrænna aðstoðar- verkefna, en íslendingar gerðust aðilar að samningi Norðurlanda um þau mál skömmu eftir að stofnun- inni var komið á fót. Meðal þeirra verkefna má nefna verkefni um stofnun samvinnufélaga í Kenýa og Tanzaníu og landbúnaðarverkefni í Mozambík og Tanzaníu og land- búnaðarverkefni í Mozambík og Tanzaníu. Fyrsta tvíhliða verkefni AÍÞ var á sviði fískveiða í Kenýa, en þar greiddi stofunin laun sér- fræðings og lagði til ýmis veiðar- færi. Um þessi samnorrænu verkefni sem Þróunarsamvinnu- stofnun að sumu leyti tók f arf, gilda ákveðnar reglur, sem við verð- um að fylgja. í maí 1973 gerðist ísland aðili að Oslóarsamningnum svokallaða um Þróunarmálasamstarf Norður- landa. í samningnum er ákveðið, að æðsta yfírstjóm samnorrænna verkefna á þessu sviði sé í höndum ráðherraneftidar. Sú nefnd gerir flárhagsáætlun fyrir hin samnor- rænu verkefni og fjallar um niður- stöður skýrslna um árangur starfseminnar og reikningsskil. Að öðm leyti er yfírstjóm verkefnanna í höndum stjómar, sem er sameigin- leg fyrir öll verkefnin og eiga öll Norðurlöndin þar fulltrúa. Einstök- um stofnunum, sem annast þróun- arlandaaðstoðina í hveiju landi, er falin umsjón með framkvæmd hinna einstöku verkefna, svo sem síðar verður vikið að. Skipting kostnaðar við einstök verkefni milli aðildarlandanna er byggð á hlutfallinu milli þeirra greiðslna er hvert land um sig inn- ir af hendi til Sameinuðu þjóðanna. Það hlutfall tekur svo aftur mið af fólksfjölda og hlutur íslands í þess- um samnorrænu verkefnum verður tæpt 1%. Því er ekki að neita, að hin norræna samvinna hefur þanist út, mest fyrir tilverknað ráðherra og stjómmálamanna. Nú er svo komið, að þetta kerfí er ekki aðeins orðið okkar litla utanríkisráðuneyti og Þróunarsamvinnustofnun ofviða, ef fylgjast á með og taka þátt í öllu sem ætlast er til, heldur er andinn hjá hinum ýmsu systurstofn- unum á Norðurlöndum, DANIDA, SIDA, FINNIDA og NORAD, orð- inn andsnúinn þessari uppbyggingu og flestar stofnanimar beita sér mjög fyrir tvíhliða verkefnum. Höfundur er forstöðumaður Þró- unarsam vinnustofnunar íslands. 1977, en þá var óvenju kalt þar um slóðir. Sækýrin er sögð vera komin af ferfættri landveru, sem fór í sjóinn fyrir 60 milljónum ára. Ffllinn er henni fjarskyldur, en nánari ætt- ingja á hún víða um heim, m.a. sækýmar, sem nefndar em dugong og búa í Kyrrahafinu. Ein sækúa- tegund lifði í köldum sjó, Stellers- sækýrin og var hún um 10 metrar á lengd. Hún var uppgötvuð í Ber- ingshafinu, drepin miskunnarlaust og endanlega útrýmt 1741. Fyrir nokkrum árum fæddist fyrsti sækálfurinn á sædýrasafni, og gerðist það hér f Miami. Þegar við skoðuðum sækýmar þar, sagði leiðsögumaðurinn okkur, að far- menn fyrri tíma hefðu séð sækýr og haldið, að þær væru hafmeyjar. Ekki veit ég, hvort Kaupmanna- hafnarbúar myndu samþykkja það, því þótt margt fallegt megi um þessi dýr segja, myndi ég ekki vilja segja, að þau væru falleg. En þetta getið þið nú sjálf dæmt um, þegar þið komið næst hingað á sólarströnd í Flórída. Höfundur erræðismaður íslands íSuður-Flórída og framkvæmda- stjóri lyá fisksölufyrirtæki á Miami. Skákþing Islands fyrir 14 ára og yngri: Ragnar og Hrund unnu RAGNAR Fjalar Sævarsson og Hrund Þórhallsdóttir urðu á sunnudaginn íslandsmeistarar drengja og stúlkna í skák, á skák- þingi Islands i aldursflokki 14 ára og yngri, sem haldið var um helg- ina í Reykjavík. Þrjátíu og sex keppendur tóku þátt í drengjaflokki og voru tefldar 9 umferðir eftir monradkerfi. Ragnar Fjalar, sem er 14 ára gamall og meðlimur í Taflfélagi Reykjavíkur, hafði forustuna mest allt mótið og gerði aðeins 3 jaftitefli, endaði með 7V2 vinning. í öðru sæti varð Héðinn Steingrímsson, TR, heimsmeistari drengja 12 ára og yngri, en Héðinn er 12 ára. Héðinn endaði með 7 vinn- inga, en hann gerði tvö jafntefli og tapaði einni skák. í 3.-4. sæti urðu Rúnar Sigurpálsson, 14 ára úr Skák- félagi Akureyrar, og Páll Ámason 13 ára úr Skákfélagi Kópavogs. Þeir enduðu með 6V2 vinning en Rúnar fékk 3. sætið á stigum. í 5.-7. sæti með 6 vinninga voru Jóhann Fjalldal, 13 ára, Hlíðar Þór Hreinsson og Ingi Fjalar Magnússon allir úr TR. í stúlknaflokki voru 9 þáttakendur og eftir aðalkeppnina voru Hrund Þórhallsdóttir, TR, 10 ára og Ólöf Eyþórsdóttir, TK, 11 ára, efstar og jaftiar með 7 vinninga af 8. í auka- keppni sigraði Hrund og hlaut því íslandsmeistaratitilinn. í 3. sæti varð Anna Steinunn Þórhallsdóttir 13 ára, systir Hrundar, en hún fékk 5 vinn- inga ásamt ínu Björg Ámadóttur og Erlu Hendriksdóttur en vann auka- keppni um sætið. Olafur H. ólafsson var skákstjóri í drengjaflokki og umsjónarmaður mótsins, en Guðlaug Þorsteinsdóttir og Svana Samúelsdóttir stjómuðu stúlknaflokknum. Morgunblaðið/KGA Til aö gista viö allsnægtir í Amsterdam og ...hríngið í okkur í Reykjavík. Stærsta hótelkeðja heims kemur nú til íslands. í gegnum Holidex, hið einstaka töivuvædda bókunarkerfi okkar, gefst yöur aðgangur að 1700 hótelum um allan heim, þar af rúmlega 60 í Evrópu. Hringlð í okkur í Reykjavík ef þér eruð á leið til Amsterdam eða Hamborgar. Við munum bóka handa yður herbergi í lúxus Holidav inn crowne Plaza hótelum í hjarta miðborganna. Holiday Inn Crowne Plaza hótelin hafa það sértil ágætis að veita persónulega þjónustu í fáguðum anda horfins tíma, en eru að auki búin allri nútima aðstöðu fyrir viðskiptamenn. Hótelin hafa mikla yfirburði: með frábærum gestaherber- gjum, innisundlaug, nuddpotti, gufubaðl og vel búnum æfingamiðstöðvum. Besti gististaðurinn í Amsterdam eða Hamborg er eins nálægur og Sigtún 38: Holiday Inn Reykjavík. Holíday Inn ReyKjavík, sigtún 58,105 Reykjavlk. Siml 91 - 689000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.