Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Kveðjuorð: Páll Hafstað fyrrver- andi skrifstofusljóri Páll Hafstað er látinn langt um aldur fram. Hann er harmdauði flöl- mennum hópi vina og vandamanna. Páll var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Fæddur að Vík í Staðar- hreppi. Faðir hans — Ámi Jónsson Hafstað — var frá Hafsteinsstöðum. Mikið glæsimenni, sem hvarvetna var tekið eftir. Hann var gáfaður hugsjónamaður og um margt á undan samtíð sinni. Kona Áma var Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geir- "mundarstöðum í Sæmundarhlíð. Hún andaðist á besta aldri frá stór- um bamahópi. Var það mikið áfall fyrir flölskylduna. Leiðir okkar Páls Hafstað hafa iegið saman með litlum frávikum í meir en 40 ár. Snemma árs 1946 gerðist hann skrifstofustjóri Sölu- deildar setuliðseigna, sem ég átti þá sæti í. Hann fer til Búnaðarfé- lags íslands á næsta ári en 1949 verður hann fulltrúi raforkumála- stjóra, sem síðar breyttist í orkumálastjóra. Þar vann hann til æviloka. Hin síðari ár var Páll skrif- stofustjóri Orkustofnunar, en lét af því starfi í árslok 1985, skv. eigin ósk, en hélt áfram störfum fyrir orkuráð, sem hann hafði annast á flórða tug ára. í framhaldi af setningu raforku- laganna 1946 var kjörið 5 manna raforkuráð. Það starfaði í tengslum við embætti raforkumálastjóra, sem var formlegur framkvæmdastjóri þess. Fljótlega eftir 1950 féllu störf þessi í hlut Páls Hafstað að mestu leyti, sem fulltrúa raforkumála- stjóra. Síðustu 12 árin hefur hann jafnframt verið ritari ráðsins. Hann átti óskorað traust orkumálastjór- 'anna, sem jafnan sátu fundi ráðsins, fyrst Jakobs Gíslasonar og siðar Jakobs Bjömssonar. Þama áttum við Páll Hafstað samstarf um 35 ára skeið sem var mér til mikillar áénægju og aldrei bar neinn skugga á. Því lengur, sem ég þekkti hann því betur kunni ég að meta trúmennsku hans og skyldurækni, ásamt einstakri snyrtimennsku í öllum störfum. Nefnd sem kemur saman til fundar mánaðarlega eða svo og verður á stuttum tíma að taka til meðferðar fjölda erinda og mála um hin ólík- ustu efni á mikið undir starfsmanni sínum komið. Algengt var að mál- um væri frestað og Páli falið að kynna sér ýmis atriði þeirra fyrir næsta fund, lægju þau ekki nógu ljóst fyrir. Hér var um mikið trúnað- arstarf að ræða, sem krafðist þekkingar á verkefninu, nákvæmni og heiðarleika, bæði gagnvart orku- ráði og ekki síður þeim fjölda manna víðsvegar um land, sem leit- uðu eftir stuðningi ráðsins við framkvæmdir sínar. Það skipti orkuráð miklu máli að allar upplýs- ingar væru réttar áður en ákvörðun var tekin, svo hún væri í samræmi við lög og reglugerðir, sem unnið var eftir. Páll var gjörkunnugur landsbyggðinni, þekkti allstaðar til staðhátta og var velviljaður málefn- um dreifbýlisins. Hinsvegar var hann næmur fyrir því, ef veitt var röngum upplýsingum til að ná fram málum, sem ekki voru í samræmi við settar reglur og gat þá brugðist hart við. Framan af árum voru er- indi þessi einkum í sambandi við lagningu samveitna og byggingu einkarafstöðva, en hin síðustu ár vegna lánveitinga úr orkusjóði til jarðhitaleitar. í apríl sl. var 41 ár liðið frá því orkuráð tók til starfa. Lengst þann tíma hefur Páll Hafstað verið full- trúi þess og trúnaðarmaður. Þar hafa frá upphafí setið 17 menn frá 7 pólitískum flokkum, kosnir á Al- þingi á 4 ára fresti. Eg fullyrði að allir þeir, sem þar hafa átt sæti — jafnt lffs sem liðnir — báru óskorað traust til Páls Hafstað og mátu störf hans mikils, enda verða slík þjón- ustustörf aldrei metin sem vert er. Upplýsingar hans og skýringar voru aldrei vefengdar og minnist ég þess ekki að þeim hafi skeikað. Páll var hvorttveggja í senn, vandur að virð- ingu sinni og vel gerður maður á alla lund. Hann var vel kunnugur þeim ramma, sem lögin settu or- kuráði og störfum þess. Ef einhver í ráðinu hafði hug á að ganga á snið við þau, var Páli fljótur að benda á mörkin með þeirri hæ- versku og kurteisi, sem honum var svo eðlileg. Réttlætiskenndin var honum í blóð borin. Áhrif hans í störfum ráðsins voru því mikil. Hafi reglumar einhvemtíma verið brotnar, var það ekki orkuráð, sem að því stóð, heldur einstakir ráð- herrar, sem fóru með orkumálin og vildu þannig þóknast áleitnum gæð- ingum sínum. Rafvæðing dreifbýlisins árin 1947—’82 eða á 35 árum er eitt af ævintýmm þjóðarinnar á þessari öld, auk hinna miklu virkjana á sama tíma. Þetta er einnig stærsta byggðamál aldarínnar. Menn hug- leiða lítið nú að 1946 voru engar samveitur í sveitum á íslandi, en upp úr 1980 em þær komnar um allar byggðir landsins. Mér finnst við hæfi að rifja þetta upp, þegar sá maður er kvaddur, sem hafði það að lífsstarfi sínu að skipuleggja framkvæmd rafvæðingarinnar lengst af þetta tímabil og vera tengiliður framkvæmdavaldsins og hinna dreifðu byggða. Ég hef hér að framan getið góðra starfa Páls og hversu samskiptin við hann hafa verið ánægjuleg í 40 ár. Hinu skal ekki gleymt, hvað hann var skemmtilegur og hlýr í viðmóti, hvemig sem á stóð. Ljóð og sögur léku honum á munni. Hann var fundvis á það broslega í tilvemnni og gladdi marga með frá- sagnarsnilld sinni. Sjálfur var hann yfirlætislaus og lét fara eins lítið fyrir sér og hægt var. Ræddi aldrei um sjálfan sig eða sína hagi, heldur um það sem hann heyrði, sá og las. í návist hans var því gott að vera. Mér er ákaflega minnisstæð ferð, sem Sölunefnd setuliðseigna fór um Norðurland og til Seyðisíjarðar sumarið 1946 vegna starfa sinna. Páll var að sjálfsögðu með sem skrifstofustjóri nefndarinnar. Þegar ekið var frá Seyðisfírði til Akur- eyrar var veður heldur þungbúið og fábreytt útsýnið eftir að komið var upp úr Jökuldalnum. Þá hóf Páll að fara með ljóð eftir góðskáld- in íslensku. Hann flutti þau svo vel og kunni svo mikið af þeim, að fyrr en varði var bíllinn kominn niður i Axarfjörð. Ég minnist fleiri sam- funda okkar, er Páll sýndi kunnáttu sína á islenskum ljóðum og bók- menntum, ásamt frábæmm hæfi- leikum til túlkunar á efninu öðmm til ánægju. Þá var Páll söngmaður góður og vel að sér í þeim fræðum. Þar naut hann sín vel á góðri stund. Páll Hafstað mætti síðast á fundi orkuráðs þann 15. maí sl. Þar var næsti fundur ákveðinn 19. júní — hinn síðasti á kjörtímabili ráðsins. Hann var þá kominn til læknismeð- ferðar og hafði fengið úrskurð um, hver sjúkdómurinn var. Þótti öllum það ill tíðindi og óvænt. í bréfi til mín þann 9. júlí sl. sagði hann m.a. um veikindi sín: „í raun kom mér þessi kaldi dóm- ur ekki svo mjög á óvart, en auðvitað er leiðinlegt að þurfa að hverfa svo skyndilega úr leiknum. „Eitt sinn skal hver deyja“, segir hið fomkveðna og við þá bjargföstu staðreynd lífsins verður sérhver að sætta sig. Ég ligg heima í ástríki og umhyggju og kvíði engu ...“ Svo mælir sá einn við dauðans dyr, sem býr yfír karlmennsku og andlegu atgerfi umfram það sem almennt gerist. Páll var stór í lífínu, en þó stærstur er hann stóð frammi fýrir örlögum sínum og gat rætt þau á jafn látlausan hátt. Orð hans mega því gjaman lifa og verða öðr- um til umhugsunar. „Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt" em huggunarorð sr. Hallgríms til þjóðarinnar. Þau eru enn í fullu gildi. Við Anna, þökkum Páli Hafstað öll hin góðu kynni í áratugi og vott- um Ragnheiði, bömunum þremur og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Andleg verðmæti voru Páli mik- ils virði. Hann var aðdáandi góðra skálda og lét sér annt um þau. Hinsvegar var hann ekki allra og t Kona mín, systir, móðir, tengdamóðir og amma, ALMA HELENE HJARTARSON, FÆDDKUMMER, Hólmgarði 33, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala að morgni laugardagsins 12. september. Oddgeir Hjartarson, Anne Kummer, Lilja Oddgeirsdóttir, Markúsfna Guðnadóttir, Paul Oddgeirsson, Kristjana Herbertsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, EVA JÚLÍUSDÓTTIR lést þann 13. september. Útförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG PALSDÓTTIR, Álfhólsvegi 24, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. september. Jarðarförin veröur auglýst síðar. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Páll Slgurjónsson, Guðmundur A. Sigurjónsson, Blrna Sigurjónsdóttir, Jón Páll Sigurjónsson, Siguröur Sigurjónsson, Sigurjón Björnsson, Gunnar Guðmundsson, Kristmundur Þorsteinsson, Haraldur Sumarliöason, Ágústa Hulda Pálsdóttir, Hildur Pedersen, Steinunn Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t FINNRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR, Bergþórugötu 41, Reykjavfk, lést 5. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fh. vandamanna, Magnús Snœbjörnsson. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GÍSLI STEFÁNSSON fyrrverandi vörubflstjóri, Faxastfg 21, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 7. sept. Hann verður jarðsunginn laugardaginn 19. sept. kl. 14.00. Stefán Gfslason, Sigrfður Gfsladóttir, Inglbergur Vestmann, Ásdfs Gfsladóttir, Ólafur Viðar Birgisson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EGGERTSSON kafarl, Álftamýri 48, verður jarðsunginn föstudaginn 18. sept. kl. 13.30 frá Fossvogs- kapellu. Sveinbjörg Árnadóttir, Helga Einarsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sigrfður Halla Einarsdóttir, Ingvar Jóhannsson, Hilmar Einarsson, Berglind Pálmadóttir, Margrét Einardóttir, Ásmundur Kornelfus, Guðmundur Einarsson, Kristjana Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. valdi úr hópnum eftir eigin smekk. Steinn Steinarr var einn þeirra. Kveðjuorðum mínum vil ég ljúka með erindi úr hinu frábæra ljóði hans um moldina: „Mold. Þú milda, trygglynda móðir. Þú, sem breiðir faðm þinn móti ferðlúnu bami þínu, þú, sem leggur hönd þína hlýja og mjúka á höfuð þreyttra og sjúkra og veitir þeim frið og hvíld í friðsælu skauti þínu.“ Daníel Ágústínusson Á árunum eftir 1950 byggðu nokkrir kunningjar raðhús við Snekkjuvog í Reykjavík. í þessum hópi voru foreldrar mínir og Páll og Ragnheiður Hafstað. Á þessum árum var dreifbýlt í Vogunum, ströndin við Elliðavog lítið menguð, þar var Keilir, tún í Skeifunni og búskapur stundaður í Álfheimun- um. Hálogalandsbærínn stóð enn. Það var ánægjulegt að alast upp í þessu umhverfi, óþrjótandi mögu- leikar fyrir ungmenni að fá útrás fyrir athafnaþörfina, sveit og sjáv- arsíða í miðri Reykjavík og mannlíf gott. Ánægjulegast af öllu var þó menningarheimilið að Snekkjuvogi 3. Þar hafa Páll og Ragnheiður átti heimili síðan. Mikill vinskapur og samgangur var milli fjölskyldu minnar og fjöl- skyldunnar í Snekkjuvogi 3 og hefur það verið óbreytt síðan. Ég varð heimagangur í nr. 3 þegar í upphafi, þá fjögurra ára gamall, jafiialdri Baldurs sonar Páls og Ragnheiðar. Nokkrum sinnum var ég heimilisfastur um skeið hjá Páli og Ragnheiði þegar foreldrar mínir voru erlendis og tóku þau hjón mér sem syni sínum. Páll Hafstað var ættaður frá Vík í_ Skagafirði, sonur Ingibjargar og Áma Hafstað, ábúenda þar. Páll fór ungur til náms í Noregi og lauk grófi í búfræði frá háskólanum að Ási. Á stríðsárunum flutti Páll til Svíþjóðar enda ekki vært lengur í Noregi hemumdum. Það hefði verið ólíkt Páli að hafa minni afskipti en meiri af þeirri ósvinnu sem þar átti sér stað. Eftir heimkomuna til ís- lands starfaði Páll lengst af hjá Raforkumálaskrifstofunni og síðar Orkustofnun, en þar var hann skrif- stofustjóri. Nú þegar Páll er látinn er margs að minnast. Páll var áhugamaður um Islenska menningu, einkum bók- menntir. Ljóðlistin skipaði öndvegi og var Páll betur heima en flestir á því sviði. Páll gjörþekkti landið, var kunnugur flestum ef ekki öllum býlum í landinu, bæði staðháttum og ábúendum. Þessi mikla þekking á landinu, þjóðinni og bókmenntun- um gerði Pál að einstökum manni sem vinir komu ávallt fróðari og lærðari af fundi við. Frásagnar- gáfan var einstök, áhuginn leiftr- andi og öll framkoma glæsileg og ákveðin. En það var ekki aðeins fslensk menning sem heillaði Pál, heldur einnig skandinavísk og evr- ópsk menning. Hjá Páli voru snill- ingar á borð við Bellmann og Wennerberg heimagangar og ljóðið varð að tónlist og tónlistin að ljóði. í Snekkjuvogi 3 var mikið sungið, það var í raun alltaf hátíð þegar gest bar að garði. Minnisstæð eru boðin um jól og áramót, laufa- brauðsgerðin um miðjan desember og morgunverðarboðin í garðinum á sólríkum sunnudögum. Heimili Páls og Ragnheiðar er hlýlegt og smekklegt þar sem bæk- ur og fögur málverk prýða veggi. Á menntaskólaárunum kom vina- hópurinn oft til Páls og Ragnheiðar Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.