Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 63L KNATTSPYRNA/EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Hetjuleg barátta Skagamanna gegn ellefu Svíum og einum Norðmanni!' FRJÁLSAR Morgunblaðið/Bjarni Skagamenn fengu markabikarinn! Skagamenn skoruðu flest mörk í 1. deildinni í knattspymu í sum- ar, 36 talsins, og hlutu því markabikar Morgunblaðsins að þessu sinni. Fyrir leikinn í gærkvöldi afhenti Skapti Hallgrímsson, íþróttaf- réttamaður Morgunblaðsins, Sigurði Lárussjmi, fyrirliða Akumesinga, bikarinn og sjást þér á myndinni hér að ofan. Þetta er í annað skipti sem Morgunblaðið heiðrar það lið 1. deildarinnar sem skorar flest mörkin, í fyrra vom það Framarar sem hömpuðu þessum bikar. Þeir ásamt Þórsumm frá Akureyri urðu í öðm sæti í keppninni um marka- bikar blaðsins nú; hvort lið skoraði 33 mörk. Hvað sögðu þeir? Morgunblaðið/Bjarni Ekkert gefið eftir Haraldur Ingólfsson, yngsti leikmaður ÍA, á hér í höggi við Martin Holmberg í leik ÍA og Kalmar FF á Skipaskaga í gærkvöldi. Leikurinn endaði með marka- lausu jafntefli. miðjunni eftir það. En ég er bjart- sýnn á leikinn úti. Ef við náum að sýna okkar besta þá eigum við möguleika á að vinna þá — og ef'>* vömin hjá okkur leikur í Svíþjóð eins og hún gerði í dag þá skora þeir ekki!" Ólafur ÞórAarson: „Þetta er í þriðja sinn sem þessi dómari dæmir leik hjá mér í sumar og hann hefur alltaf verið jafn fer- legur." Öm Gunnarsson: Öm sagði að það hefði verið erfitt að hefja leikinn sem nýliði, „en ég hafði reynda menn við hliðina á mér og þetta var allt í lagi. Ef ég ætti að gefa dómaranum einkunn á skalanum einn til tíu þá hefði _ hann fengið mínús tvo!, hann lét^~ vælið í Svíunum algjörlega sem vind um eyrun þjóta." Aðalsteinn Víglundsson: „Dómarinn bað fyrirliða okkar aldr- ei um að hægja á leiknum. Ef hann hefði beðið um það hefðum við al- veg eins getað hætt þessu!" Hakon Arvidsson, fyriHUU Kalmar. „Fyrstu mínútumar var ekki leikin nokkur knattspyma. Það var aðeins barátta á vellinum, en \nð munum vinna þá á okkar heimavelli. Mér flnnst ekki rétt að skandinavískur dómari skuli dæma leik milli skandínavískra liða en samt fannst mér dómarinn í kvöld ekki ráða úrslitum. Hvað varðar rauða spjald- ið sem Akumesingurinn fékk þá er ég ekki viss um að það hafi verið rétt!! mm’ etta var ágætis leikur á köflum og miðað að við vomm tíu á móti ellefu mesta allan tímann þá em úrslitin ágæt. Það er náttúra- lega fáránlegt að hafa skandínav- ískan dómara á leik milli skandínav- ískra liða,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, eftir Evrópu- leik ÍA og Kalmar í gærkvöldi. „Þessi dómari var svipaður og þeg- ar við fengum lúxemborgískan dómara þegar við lékum gegn Bev- eren í hitteðfyrra. Það var síðasti leikur þess dómari og vonandi dæm- ir þessir dómari ekki meira í keppninni." Guðjón sagði að hann teldi að Skagamenn hefðu jafna möguleiki í útileiknum, „en vonandi hefur dómarinn kjark til að dæma eins og vera ber, og vonandi fáum við að leika með fullt lið úti. Við ætlum að vinna leikinn úti. Ég er með fljóta framherja og það ætlum við að nýta okkur, og vonandi gera okkar menn þeim lífið leitt. GuAbjöm Tryggvason „Það er auðvitað út í hött að skandínavískur dómari skuli dæma skandínavískra liða í Evrópukeppni. Við emm mjög litlir í augum frændaþjóða og því er ekki rétt að láta ncrskan dómara dæma svona leiki. Rauða spjaldið sem ég fékk var fáránlegt. Ég kom að vísu of seint í tæklinguna, en þar sem þetta var fyrsta brot mitt, hefði gult spjald ef til vill verið réttur dómur. En rautt spjald — alveg fáránlegt. Ég vorkenni aumingja karlinum sem dæmdi þennan leik. Ef ég hefði slegið manninn hefði þetta verið réttlætanlegt." Nú lékst þú í Noregp í fyrra. Morgunblaðið/Bjarni Thorodd Prsstberg dómari gengur hér niðurlútur af leikvelli. Hann kom mikið við sögu í þessum leik. Hvað finnst þér um ummæli Tony Knapp í norsku blaði um að íslensk lið gætu ekki spjarað sig í norsku 1. deildinni? „Þessi ummæli eiga auðvitað ekki við nein rök að styðjast. Eins og Valur og Fram hafa leikið í sumar hefðu þau spjarað sig mjög vel í norsku 1. deildinni." SigurAur Lárusson: „Ég er auðvitað óhress með að vinna ekki þennan leik. Við fengum þijú færi en þeir eitt. Það var mik- ið áfall þegar Guðbjöm var rekinn af velli — við áttum aldrei mögu- leika á að halda góðum tökum á Guðbimi Tryggvasyni vikið af velli seint ífyrri hálfleik AKURNESINGAR börðust hetjulega í sínum 900. leik, ein- um færri, rúmlega helming leiksins gegn sænska liðinu Kalmar FF, í Evrópukeppni bik- arhafa f gærkvöldi á Akranesi. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Sænska liðið olii mikl- um vonbrigðum og hefðu Skagamenn átt að geta unnið sigur í þessum fyrri leik lið- anna, þó svo þeir geti verið nokkuð ánægðir með úrslitin eftir að Guðbjörn T ryggvason var rekinn af velli í fyrri hálfleik. aður þessa leiks verður að teljast dómarinn norski, Thorodd Prestberg, sem vísaði Guð- bimi Tyrggvasyni af velli í fyrri hálfleiknum fyrir sakleysislegt brot. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var al- gjört hneyksli, sérstaklega þó auðvitað er hann rak Guðbjöm útaf, en í seinni hálfleik stóð hann sig betur, enda gerði eft- irlitsdómarinn breski sér leið inn í búningsklefa dómaratríósins í leik- hléi og má því gera ráð fyrir því að hann hafi ekki verið ýkja hrifinn Skapti Hallgrímsson skrífar IA-KalmarFF 0 : 0 Evrópukeppni bikarhafa, 1. umferð, Akranesvöllur miðvikudaginn 15. sept- ember 1987. Gult spjald: Ólafur Þórðarson (24.), Billy Landsdowne (28.), Heimir Guð- mundsson (40.) Rautt spjald: Guðbjörn Tryggvason (40.) Dómari: Thorodd Prestberg, Noregi. Línuverðir: Erling Haugen og Harald Hansen. Lið ÍA: Birkir Kristinsson, Öm Gunn- arsson, Heimir Guðmundsson, Sigurður Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Val- geir Barðason (Haraldur Hinriksson vm. á 79. mín.), Sveinbjöm Hákonar- son, Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Guðbjöm Tryggvason, Að- alsteinn Víglundsson. Lið Kalmar FF: Jörgen Tellquist, Tor- bjöm Arvidsson, Magnús Arvidsson, Hakon Jagerbrink, Niclas Ergon, Billy Landsdowne, Peter Nilsson, Jan Nans- son, Martin Holmberg, Hakon Arvids- son (Stefan Alexandersson, vm. á 73. mín.), Mikael Marko. af frammistöðu þeirra svartklæddu! Dómarinn kom mönnum í opna skjöldu þegar í byrjun leiksins. Hann sýndi þijú gul spjöld í fyrri hálfleik og eitt rautt — Guðbimi á 40. mín. — hreint ótrúleg ákvörðun Norðmannsins. Fyrri hálfleikurinn var annars mjög rólegur, hvomgt liðið þorði að taka mikla áhættu, bæði þreifuðu fyrir sér og leikurinn var rólegur. Lítið var um marktækifæri. Norðrr.enn- imir byijuðu betur en Skagamenn sóttu í sig veðrið og sóttu talsvert síðustu mínútumar. Akumesingar léku vel í síðari hálf- leik. Þeir sóttu nokkuð en náðu þó ekki að ógna sænska markinu vem- lega. Baráttan var gífurleg; Skagamenn höfðu í fullu tré við þá sænsku frá fyrstu mínútu og í raun var ekki að sjá að þeir sænsku væm einum fleiri rúmlegá hálfan leikinn. Eftir að hafa fylgst með þessari viðureign verður að segjast eins og er að Skagamenn eiga að geta unn- ið þetta lið á útivelli eftir hálfan mánuð. Svíamir börðust vel í gær en sýiidu ekki sérlega skemmtilega takta. Það gerðu Skagamenn að vísu ekki heldur, en eins og þeir leika best eiga þeir að geta lagt Kalmar FF að velli. Miðverðimir, Sigurður B. og Sigurður Lámsson léku báðir vel í gær, svo og Harald- ur Ingólfsson í framlínunni og Ólafur Þórðarson og Sveinbjörn Hákonarson á miðjunni. Ólafur var besti maður liðsins — hans ótrúlegi baráttukraftur kom að góðum not- um í gærkvöldi, þó ekki dygði það til sigurs. Þá er vert að minnast Amar Gunnarssonar, sem þama var í byijunarliði ÍA fyrsta sinni. Öm komst ágætlega frá leiknum. Fyrr er dómaratríóið nefnt. Ég vona að ekki sé von á annarri eins eins sendingu til landsins í bráð. Einar í öðru sæti „VIÐ fengum nokkra uppreisn æru í kvöld," sagAi Einar Vil- hjálmsson, spjótkastari í samtali við Morgunblaðiö í gærkvöldi. Hann varð í ööru sæti á miklu móti í Lausanne f Sviss með 80,18 metra og Sigurður Einarsson fjórði með 79,66 metra. Sigurður átti góða kastseríu og hafði forystu þar til í þriðju umferð. Þá kastaði Tom Petranoff, Bandaríkjunum 80,04 og síðan Ein- ar 80,18, hvort tveggja þeirra lengstu köst í keppninni. í fjórðu umferð kom svo sigurkast Vestur- Þjóðveijans Klaus Tafelmeyer, 81,04. Einar kvaðst vera orðinn sæmilegur af meiðslum, sem háðu honum á HM í Róm, en hann vann í gær- kvöldi verðlaunamenn þaðan og þijá úrslitamenn. Sigurður vann tvo úrslitamenn frá í Róm, Sovétmann- in Lev Shatilo og Fransarann Pascal Lefevre, sem köstuðu 78,90 og 76,74 í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.