Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Borgarráð: Formleg tillaga um byggingu ráðhúss Áætlaður heildarkostnaður um 750 milljónir DAVÍÐ Oddsson borgarsljóri hefur lagt fram formlega tillögu til samþykktar í borgarráði um byggingu ráðhúss fyrir Reykjavík. Að lokinni umfjöllun í borgarráði verður tillögunni vísað til borgarstjórnar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við ráð- húsbygginguna verði um 500 milljónir króna og vegna bif- reiðageymslu á þremur hæðum um 250 milljónir króna. í greinargerð með tillögunni kemur fram að dómnefnd telji að tillögur að ráðhúsi sem fram komu í samkeppni um hönnun hússins hafí almennt verið í háum gæða- flokki. „Höfundar hafi lagt sig fram við verk sitt og framsetning þeirra er almennt sérlega góð og skýr. Dómnefnd álítur enn fremur, að megintakmark samkeppninnar sýni, svo ekki verði um villst, að nálægð Tjamarinnar og sérstök lega lóðarinnar hafí kallað fram margar frumlegar og þroskavæn- legar hugmyndir hjá keppendum, sem geti auðgað íslenska húsagerð- arlist." Um þá tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun segir í dómsorðum: „Aðal- inngangur og aðkoma að bíla- geymslu er frá Vonarstræti og er hætt við, að bílaumferð að bflakjall- ara trufli umferð gangandi úr austri að aðalinngangi. Tillagan er sérstök að því leyti, að höfundur léttir mjög hom Tjamargötu og Vonarstrætis. Þegar komið er að aðalinngangi seytlar vatn til beggja handa og má efast um útfærslu þessarar hugmyndar við íslenskar aðstæður. Aðalinngangur leiðir fólk á mjög sérstæðan hátt inn í húsið. Þegar komið er inn í forsal skrifstofubygg- ingar blasir Tjamarmyndin við. Forsalur og ferðamannaþjónusta tengjast vel saman og er samnýting þessara rýma með ágætum. Grunn- mynd efri hæðar skrifstofubygging- ar er almennt vel leyst. Aðkoma að borgarstjómarhúsi er nokkuð þröng og flókin. Salurinn er vel leystur, en þau rými, sem mest tengjast starfsemi borgarstjómar- salar, em ekki í nógu góðum tengslum við hann. Höfundi tekst á tiltölulega einfaldan máta að skapa mjög sérstaka byggingu og undirstrika sjálfstæði hennar í efni- svali og formum." Arkitektar hússins hafa þegar lagt fram tillögu að breyttri að- keyrslu að bflakjallara í samræmi við niðurstöður dómnefndar. VEÐURHORFUR í DAG, 16.09.87 YFIRLIT á hódegi í gær. Fyrir austan landið er lægö sem þokast austur en hæð er yfir Grænlandi. SPÁ: (dag verður A og NA-átt á landinu, kaldi eða stinningskuldi á S og V-landi en gola á N og A-landi. Skýjað verður um allt land og víða rigning, þó síst í innsveitum fyrir norðan. Hiti 2—8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR: NA-átt, vfða nokkuð hvöss. Rigning eða slydda um noröanvert landiö og 2ja—4ra stiga hiti en úrkomulítið og 4ra—8 stiga hiti sunnanlands. FOSTUDAGUR: Heldur mun kólna. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: 10 Hitastig: Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir Léttskýjað / / / / / / / Rigning V Él Þoka -(jgh Hálfskýjað / / / * / * 5 5 Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma # # # K Þrumuveður rSM \ I VBBUR VI'BA UM HBIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhi veóur Akureyri 1 slydduél Reykjavfk 4 rlgnlng Bergen 10 léttskýjað Helslnki 12 akúr Jan Mayen +1 úrkoma Kaupmannah. 15 skýjað Nareeareeuaq 2 akýjað Nuuk 5 léttakýjað Oaló 16 Mttakýjað Stokkhólmur 14 akýjað Þórshöfn 8 akýjað Algarve 28 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Aþena 36 haiðakfrt Barcelona 26 þokumóða Berlln 18 akýjað Chlcago 18 skýjað Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 18 akýjað Glasgow 14 hálfskýjað Hamborg 17 skýjað LasPalmaa 32 rykmlttur London 18 akýjað LoaAngeles 18 haiðakfrt Lúxemborg 16 akýjað Madrfd 32 heiðakírt Malaga 28 heiðakfrt Mallorca 30 helðakfrt Montreal 13 akýjað NewYork 18 helðakfrt Parfs 18 akýjað Róm 28 helðakfrt Vfn 23 akýjað Washington 20 þokumóöa Wlnnipeg 10 Mttakýjað Hjálparstofnun sendir föt til f lóttamanna í Suður-Afríku FÖT sem Hjálparstofnun kirkj- nnnar safnaði handa flóttamönn- um frá Mósambík fara utan með Sambandsskipi í dag. Þeim verður umskipað í Rotterdam í Hollandi. Þaðan verður siglt með fötin til Durban i Suður-Afríku. Um 250.000 Mósambfskir flóttamenn dvelja þar i þrennum búðum. Syst- urstofnun hjálparstofnunarinnar tekur við fötunum og sér um að úthluta þeim. Fatasöfnunin var kynnt í ágústlok og voru viðbrögð landsmanna fá- dæma góð að sögn Sigríðar Guð- mundsdóttur framkvæmdastjóra. Um 60-70 lestir af fötum söfnuðust á fáum dögum. Klæðnaðurinn var nær undantekningalaust heill og hreinn. Vonast er til að tugir þús- unda flóttamanna geti notið góðs af sendingunni. „Það hefur verið kalt í Durban undanfarið og því hafa sjúkdómar eins og lungnabólga geysað í flótta- mannabúðunum. Vöruskortur í Mosambík veldur því að flóttamenn- imir koma flestir allslausir," sagði Sigríður. Kostnaður við að senda fötin nem- ur um 1,3-1,4 milljónum króna ef með er talinn afsláttur sem Skipa- deild Sambandsins hefur veitt. Jafnframt fötunum safnaðist nokk- urt fé sem mun að öllum líkindum nægja þessum útgjöldum. Sjálfboða- liðar úr söfnuðum hafa unnið við fatasöfnunina og skiptinemasamtök- in ASSE, AFS og AUS lögðu til mannskap við flokkun og frágang sendingarínnar. Verðum með í fyrsta Eureka-verkefninu í gær var haldinn í Madríd fimmti ráðherrafundur Eurek- Björn Friðfinnsson. Dómsmála- ráðherra fær aðstoðarmann BJÖRN Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjóm- sýsludeildar Reykj avikurborgar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar dóms- og við- skiptaráðherra. Bjöm lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1965. Hann var fulltrúi yfírborgardómara í Reykjavík til árs- ins 1966 og bæjarstjóri á Húsavík frá árinu 1966 til 1972. Fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. við Mývatn frá 1972 til 1976 og íjár- málastjóri Rafínagnsveitu Reykjavfkur frá árinu 1976 til 1978. Bjöm varð framkvæmdastjóri íjár- máladeildar Reylq' avfkurborgar árið 1978. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver taki við af Bimi en borgar- ráð hefur samþykkt að veita honum leyfi frá störfum til eins árs. Hann mun eingöngu starfa í dómsmála- ráðuneytinu. a-áætlunarinnar. Alls sátu fundinn 35 ráðherrar frá aðUd- arríkjunum 19 . Fyrir íslands hönd sátu fundinn Birgir ísleif- ur Gunnarsson menntamálaráð- herra, Ami Gunnarsson skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneytinu og Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Á fundinum var samþykkt aðild íslendinga að Halíos-skipinu, skipi níunda áratugarins. Frakkar og Spánveijar áttu fyrir aðild að rann- sóknarverkefninu sem einkum snýst um rafeindabúnað í skipum. Þetta er fyrsta undirverkefni Eu- reka-áætlunarinnar sem íslending- ar taka þátt í en þeir hafa átt aðild að Eureka-samstarfinu í rúmt ár. Fulltrúar Frakka ojg Spánveija sýndu áhuga á að fá Islendinga til samstarfs er þeir voru hér á ferð fyrr á þessu ári. Einkum vakti at- hygli þeirra kassabúnaður í íslenskum skipum og flokkun físk- tegunda í kassana um borð í skipunum sem og samhæfíng allra þátta útgerðarinnar í einu tölvu- kerfí. íslendingar byggja vonir við að í kjölfar samningsins opnist nýir markaðir fyrir íslenskan raf- eindabúnað og að samningurinn verði hvatning til íslenskra fyrir- tækja um rannsóknarstörf á þessu sviði. Á ráðherrafundinum voru sam- þykkt 58 ný verkefni með kostnað- aráætlun upp á 820 milljónir Bandaríkjadala. Með þessari aukn- ingu eru verkefnin orðin 165 með kostnaðaráætlun upp á 4.6 millj- arða Bandarflgadala. Að lokum var tekin ákvörðun um að Danmörk tæki að sér formennsku áætlunar- innar fyrir næstu 9 mánuði og ákveðið að sjötti ráðherrafundur- inn yrði haldinn í Kaupmannahöfn í júní á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.