Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 45 Afmæliskveðja: Jón Egilsson for- stjóri Akureyri Jón Egilsson, Goðabyggð 3, Ak- ureyri, stofnandi Ferðaskrifstofu Akureyrar og framkvæmdastjóri hennar í áratugi, er sjötugur í dag. Er víst að allur hans stóri vina- skari sendir honum einlægar kveðjur í tilefni dagsins. Jón er af þeirri gerðinni sem laðar menn að sér og flestum fer að þykja vænt um, ég held ósjálfrátt, enda skortir Jón ekki alúðina og áhugann á því sem mannlegt er og vill hvers manns götu greiða, fái hann því við komið. Jón Egilsson fæddist á Stokk- hólma í Skagafirði 16. sept. 1917, en fluttist bamungur til Akureyrar og ólst þar upp og hefur átt þar heima alla ævi, starfað þar langan vinnudag og skilið eftir sig merki- legt ævistarf. Þótt vert væri að rekja ættir Jóns, því þær eru al- kunnar í Eyjafirði og Skagafírði, þá verður það ekki gert í þessari stuttu afmæliskveðju minni. For- eldrar hans vom Egill Tómasson verkamaður á Akureyri og kona hans, Sigríður Jónsdóttir frá Þor- leifsstöðum í Blönduhlíð, sem bæði em látin fyrir mörgum ámm. Þrír vom synir þeirra Sigríðar og Egils, auk Jóns, Hólmsteinn Egilsson, framkvæmdastjóri á Akureyri og Jóhann Tómas Egilsson, forstöðu- maður útibús Iðnaðarbanka fslands í Hafnarfírði. Ekki var auði fyrir að fara á bemsku- og æskuheimili Jóns Eg- ilssonar, enda krepputímar mörg ár af æsku hans, sem hlaut að snerta afkomu verkamannafjöl- skyldu. Þó er eins og Egill og Sigríður hafí bjargast vel og e.t.v. betur en sumir aðrir á þessum tíma, því að einmitt á kreppuámnum komu þau sér upp góðu húsnæði í Eiðsvallagötunni og héldu þar fal- legt heimili. Jón stundaði venjulegt bama- skólanám á Akureyri og síðar nám í nýstofnuðum Gagnfræðaskóla Akureyrarbæjar, en hann var fyrst í þröngum húsakynnum niður á Eyri, en varð smám saman að merkri skólastofnun undir handar- jaðri Sigfúsar Halldórs frá Höfnum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Steingrímur Viktorsson með silungsflök nýkomin úr reykofninum. Selfoss: Flaka og verka silung í reyk Selfossi. NÝTT fyrirtæki, Branda hf., hóf nýlega að reykja silungsflök og pakka f loftþéttar umbúðir. Sil- Barðaströnd: Berjaland- ið eins og blár himinn Barðaströnd. BERJASPRETTAN er svo mik- il hér að menn tína hundruð litra á dag af aðalblábeijum og má segja að beijalandið sé eins og blár himinn yfir að líta. Enda hefur veður verið hið ákjósanlegasta í sumar, sól og hiti. Nú haustar og hver að verða síðastur að tína ber. - SJÞ ungurinn er seldur f verslanir á Suðurlandi og f Reykjavík. Um er að ræða vatnasilung, regn- bogasilung frá Laxalóni og sjóbirting. Branda hf. kaupir silunginn af bændum og er hann flakaður, reyktur og honum pakkað í húsa- kynnum fyrirtækisins við Gagnheiði á Selfossi. Að sögn Steingríms Vikt- orssonar eins af eigendunum er þetta mest silungur frá bændum á Suðurlandi, en einnig hafa þeir fengið silung frá öðrum landshlut- um. Steingrímur segir markað góðan fyrir reyktan silung. Auk Steingríms eru eigendur að fyrir- tækinu Atli Lilliendahl og Sigmar Eiríksson. Auk þess að reykja silung hyggj- ast þeir hjá Bröndu hf. hefja svokallaða reyksuðu á smáum sil- ungi og ál. Silungurinn er þá reyksoðinn í heilu lagi og pakkað þannig. Af slíkum silungi er nóg einkum þar sem grisja þarf vötn til að fá stærri físk. Sig. Jóns. og Þorsteins M. Jónssoriar og eftir- manna þeirra í starfí skólastjóra, Jóhanns Frímanns og Sverris Páls- sonar. Jón var ekki gamall þegar hann fór að taka til hendinni við hvað sem var, en varð fljótlega upp úr fermingaraldri starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, búðarmaður í mörg ár, en fór síðan að stunda kaupmennsku og gerði það í nokkur ár. En árið 1946 verða umskipti á starfsferli Jóns, þegar hann gerðist umboðsmaður fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins og stofnaði skömmu síðar eigin ferðaskrifstofu. Má fullyrða að með þessu gerist Jón Egils einn aðalbrautryðjandi ferðaþjónustu á Norðurlandi og er nafn hans tengt þeim atvinnuvegi svo að sérstakt er og eftir verður munað. Frá því að Jón lagði grundvöll að skipu- lagðri ferðaþjónustu á Akureyri eru nú um 40 ár, enda hefur margt breyst sfðan og þróun ferðaþjón- ustunnar orðið ör, og nú tala menn um ferðaþjónustu sem vaxtarbrodd í atvinnulífínu og virðulega starfs- grein. í sambandi við ferðaþjónustuna hóf Jón einnig talsverða bílaútgerð, hélt uppi hópferðum og sérleyfís- ferðum og hafði ýmis konar umboð fyrir aðila í fólksflutningum. M.a. hóf hann rekstur strætisvagna á Akureyri með styrk úr bæjarsjóði og hélt því fram þar til bærinn tók þann rekstur upp á eigin arma fyr- ir allmörgum árum. Þótt Jón Egils væri titlaður fram- kvæmdastjóri eða forstjóri, sæti í fínum kaffiklúbbi, með sérborði á Hótel KEA og sækti frímúrarafundi kjólklæddur svo eitthvað sé nefnt af mannvirðingum hans, þá var hann ekki sá maður sem gengi allt- af um fínn og strokinn og léti aðra um að vinna fyrir sig verkin. Meðan heilsa entist skorti Jón síst líkams- burðina og auk þess svo duglegur og ákafur til vinnu að hann gekk í hvaða verk sem var. Þess vegna þekktu hann margir sem rútubíl- stjóra og strætisvagnastjóra, einkum á morgnana þegar þurfti að aka starfsfólkinu í frystihúsinu í vinnuna, og ótrúlegt var að Jón svæfi yfír sig, þótt stundum ætti hann það til og yrði að vaka fram á nætur. Þótt Jóni þyki frímúrarar góðir, átti hann ekki síður vini f flökunarsalnum í frystihúsinu og reyndar hvar sem var meðan hann lét mest að sér kveða og umgekkst sem flesta vegna starfs síns. Enda þekkti Jón alla á þeim árum og allir þekktu Jón Egils. Það bendir einnig til þess hversu Jón var vel á sig kominn á sínum yngri árum, að hann var góður íþróttamaður, stundaði knattspymu og skíðamennsku, en færastur var hann í golfí, enda á hann stærra safn af silfúrbikurum með útmál- andi áletrunum um afreksmennsku í kylfuslætti en yfírleitt er að fínna í húsum manna norðan og sunnan heiða. Veit ég að á goifvöllum eign- aðist Jón marga góða vini. En þrátt fyrir þrekið sem hann fékk í vöggu- gjöf, þá kom að því að líkams- hreystin lét undan því álagi sem á hana var lagt. Þess vegna varð Jón að hverfa frá störfum fyrr en ætla hefði mátt og hefur tekið upp kyrrl- átari lífshætti en áður. Jón Egilsson kvæntist árið 1944 Margréti Gísladóttur frá Norðfírði,*' dóttir Fannýjar Ingvarsdóttur og Gísla Kristjánssonar útgerðar- manns þar og síðar á Akureyri, en tengdaforeldrar Jóns búa nú á Hrafnistu í Hafnarfírði. Jón og Margrét hafa lengi haldið uppi víðfrægu gestrisnisheimili í Goða- byggð 3 og gera enn. Böm þeirra era fímm: Gísli forstjóri Ferðaskrif- stofu Akureyrar, kvæntur Þóranni Kolbeinsdóttur læknis Kristófers- sonar; Fanný uppeldisfræðingur og deildarstjóri hjá dagvistarstofnun í Reylqavflc, gift dr. Garðari Viborg- sálfræðingi; Egill tannlæknir á Akureyri, giftur Herdísi Maríu Júlí- usdóttur bankafulltrúa á Akureyri, Jónssonar, og Sigríður nemi í hjúkr- unarfræði, gift Stefáni Bliicher, sænskum guðfræðistúdent og era þau búsett í Svíþjóð. Mér verður tíðrætt um vinsældir Jóns, enda ekki ofsagt. Hann nýtur einnig almennrar viðurkenningar sem brautryðjandi á sínu starfs- sviði. Hann hlaut á síðasta ári riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín á sviði ferðaþjón- ustu og var vel að þeim heiðri kominn. Stundum er sagt að köld sé mága ást. Ekki þekki ég þau . Y sannindi af eigin reynd, enda á ég Jóni mikla og langa vináttu að þakka, þótt svo vilji til að hann sé mágur minn. Á okkar vinattu hefur aldrei fallið skuggi, þótt e.t.v. hafi eitthvað borið á milli í dægurþrasi sem varla er þess virði að muna eftir því. Með sama hætti hugsa margir til Jóns Egilssonar á þessum afmælisdegi. Ingvar Gíslason Brúðargjafu' Sérstök þjónusta Óskalisti - gjafaskrá Sé þess óskað, skráum við nöfn brúðhjóna, hvaða hlutum þau óska eftir og hvaða gjafir hafa verið keyptar. Þannig geta gefendur ávallt séð hvað búið er að kaupa og á þann hátt forðast að gefnir 'séu margir munir sömu gerðar. Gjafakort Munið vinsœlu gjafakortin. Þau henta vel ef fólk vill ekki velja gjafirnar sjálft, heldur láta viðtakanda um það. Bankastræti 10, sími 13122, Kringlan. sími 689122. íboda) ÍKOSTA) v______y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.