Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Ást er... ... að úða á sigrakspíra. TM Reg. U.S. Pat Off.—aH right» rwerved ° 1987 Los Angeies Times Syndicats Með morgxmkaffíim Við förum ekki upp strax. Það hellirignir ennþá! HÖGNIHREKKVÍSI „EF þÉR FIMNST PAP LE-|E>lNLESi; HÆTTO Þ'a ae> ðjóþa HONDAVEIEMRAMUM l'MAT/ " Hvað er athugavert við „sértrúar- söfnuði“ að dómi kirkjunnar? Kæri Velvakandi Undanfarið hefir talsverð um- ræða farið fram í blöðunum um trúmál og er það vel. Það er rætt um „sértrúarsöfnuði", og virðast sumir kirkjunnar menn uggandi um velgengni þeirra. Hveijir eru svo þessir söfnuðir? Mér skilst að það séu söfnuðir eins og Hvítasunnu- hreyfíngin, Aðventistar Krossinn, Elim, Vegurinn, jafíivel KFUM svo eitthvað sé neftit. Ég hefí um ára- skeið fylgst með þessum hreyfíng- um og kynnst þeim og er þakklátur fyrir störf þessara hópa, þar er lif- andi boðskapur. Hvað er svo athugavert við þetta að dómi kirkj- unnar. Ég veit ekki annað en að þama sé orð guðs flutt hreint og ómengað eins og þjónandi prestar eru vígðir til og ættu að vera þakk- látir fyrir að vera minntir á. Kirkjan eða ýmsir hennar þjónar leggja mest upp úr kærleiksboðorði Krists. Auðvitað tekur Kristur þar skýrt til orða. En — hann minnist líka á syndina og hveiju hún veldur. Hann minnist á ábyrgð mannanna á lífí sínu og annarra, hann talar um dóm, og hann talar einnig um grát og gnístran tanna. Þetta er nú kannske ekki alveg eins hávært í kirkjunum, vegna þess að kærleikur Krists er svo mikill að ekkert þarf að óttast. Það er lítið minnst á það að frelsast. En aftur á móti taka „Ég bið þig Guð að gæta mín“ Grimur Grímsson spurðist fyrir um ljóðið „Ég bið þig Guð að gæta mín“ sl. sunnudag. Elísabet Helgadóttir hafði sam- band við Velvakanda og upplýsti að ljóðið er eftir Ingi- björgu R. Magnúsdóttur. Ljóð- ið, sem er fjögur erindi, fer hér á eftir: Ég bið þig Guð að gæta mín og gefa mér þitt brauð, svo elska megi ég orðin þín og aldrei líða nauð. Ég bið þig Guð að gæta min og gefa mér þinn frið, svo öðlast megi ég ást til þín og öðrum veita lið. Ég bið.þig Guð að gæta mín og gefa mér þitt ljós, svo l’ysa megi ég leið til þín lífsins smæstu rós. Guðað gæta mín“ — hverorti? Agæti Velvakandi. Þú leysir margra vanda og hlust ar á margra kvabb. Ef til vill getu þú orðið við minni bón. í lok kvennaáratugar var ég vi( messu t Hallgrímskirkju. Það vá hugijúf stund og þar var sungi fallegt ljóð, sem hófst á þessun orðum: ,Ég bið Guð að gæta mln. Ég veit þú Guð mín gætir hér í gleði sorg og þraut, og glaður mun ég gefast þér þá gengin er mín braut. þessir „sértrúarflokkar“ það mjög alvarlega, vara við breiða veginum og benda á hinn mjóa. Og er nú nema von að sumir kirkjunnar menn séu skelfdir, þegar svona háværar raddir taka Krist alvarlega. Jú Kristur boðaði náð og fyrirgefning og hann sagði líka hvemig hana ætti að öðlast. Ég hefí orðið vitni að því að þessir „sértrúarsöfnuðir" hafa í krafti guðs orðs leitt fólk frá myrkri til ljóss. Þeir hafa beinlínis orðið ný sköpun í Kristi og í stað þess að vera byrði og vandræða- valdir í þjóðfélaginu, hafa þeir risið upp til nýs lífs og bent á mjóa veg- inn og þakkaði guði fyrir að hafa leitt þá til lifandi trúar. Væri nú ekki hollt fyrir íslensku prestana að læra af þessum söfnuðum og taka Krist alvarlega hvort sem hann talar um kærleika eða synd? Ég hefí um árin notið þess að vera meðal margra þeirra sem fóma sér fyrir meðbróður sinn og er þakk- látur fyrir að hafa fengið það, met þetta mikils og hvet aðra til að kynna sér og vita hvort þetta starf er ekki fremur upp á við en niður. Það er engin gleði trúuðum manni að koma sunnudag eftir sunnudag í hálftómar kirkjumar, svo ekki sé meira sagt. Og hvers vegna em kirkjumar svona illa sóttar? Þær sem best eru sóttar hafa leiðtoga sem nota hveija stund til að koma orði drottins ómenguðu til safnaða. Það fer ekki milli mála að áfengi og eiturlyf era þau efni sem mest hafa sýkt og eyðilagt heilbrigt mannlíf. Það skilja þessir „sértrúar- söfnuðir" og era þar ekki myrkir í máli. Vinur minn gaf mér þessa vísu: Mig langar stundum ósköp til að yrlga um undurfagurt líf og sumarblóm en verð þá eins og góð og gömul kirkja sem grætur yfir því að vera tóm. Megi Þjóðkirkjan okkar safna saman fólki til frelsis í Kristi. Arni Helgason Víkverji skrifar Glöggur lesandi Morgunblaðsins vakti máls á því á dögunum, að sér þætti lítt við hæfí að orðs- kripið „þingkona" væri notað á síðum blaðsins einkum þegar þing- ménn Kvennalistans ættu í hlut. Víkveiji er sammála þessum le- sanda um þetta mál, það er fráleitt að nota orðið þingkona, þótt þing- menn Kvennalistans æski sérstak- lega eftir því. Raunar er það til marks um ógöngur, sem baráttan í jafnréttismálum getur valdið, að farið er að tala um þingkonur. Fyrr- greindur lesandi Morgunblaðsins áréttaði gagnrýni sína á notkun orðsðins „þingkona" með því að senda ljósrit af stuttri ræðu, sem Bjami Benediktsson, forsætisráð- herra, fluttir á alþingi fyrir tæpum aldaifyórðungi. Þá var rætt um, heiti á lífeyrissjóði hjúkrana- rkvenna og lagt til að það yrði lffeyrissjóður hjúkranarkvenna og hjúkrunarmanna. Af þessu tilefni kvaddi Bjami Benediktsson sér hljóðs og sagði: „Herra forseti. Þetta þykir kannske of lítið mál til að deila um, en ég vil alls ekki fallast á það, að konur séu ekki menn. Þetta er hrein málvilla, sem á að fara að láta okk- ur samþykkja hér. Það er latmæli, tekið upp á síðustu áratugum, að kalla konur ekki menn. Samkvæipt gamalli íslenskri málvenju og al- gerri hefð era konur auðvitað menn. Þess vegna er ekki hægt að sam- þykkja þessa vitleysu, réttast væri að vísa henni frá.“ XXX A Oþarfí er að fara mörgum orðum um þá bylgju, er gengur yfír heiminn og miðar að því að stuðla að hreinlæti og umhyggju fyrir umhverfínu. Það sem snertir okkur sérstaklega í því efni er vemdun hvala. En fleira getur komið til. í frétt um afkomu Alusuisse, er birt- ist hér í blaðinu á dögunum, segir meðal annars: „Á1 hefur óorð á sér meðal um- hverfíssinna fyrir að vera orkufrek- ur málmur sem eyðist ekki og er sjaldnast endumýttur. Dr. Tschopp [framkvæmdastjóri álsviðs hjá Alusuisse] þekkir dæmi um að kennarar ráðleggi skólabömum að pakka nestinu ekki í álpappír af umhverfísástæðum. Alusuisse hef- ur nú ákveðið að hefja áróðurs- herferð í Sviss til að kynna ágæti málmsins og leiðrétta misskilning neytenda um galia vörannar." Víkveiji var á ferðinni í Mið- Evrópu og meðal annars Sviss í sumar og rakst þar á mörg og skýr dæmi um stóran hlut umhverfissina við mótun almenningsálitsins. Að vísu hvarflaði það ekki að honum þá, að Alusuisse ætti í erfiðleikum af þessum sökum. Hér höfum við það hvorki á móti starfsemi fyrir- tækisins, að það þurfi mikla orku né framleiði vöra, sem ekki er unnt að endumýta. Á hinn bóginn hefur verið varað við mengun í vinnslusöl- um þess og næsta nágrenni. Ef álframleiðendur þurfa að hefja her- ferð til að réttlæta framleiðslu sína, hvað þá um þjóðríkin, sem vilja geta veitt hvali áfram? XXX Kunningi Víkveija, sem er um- svifamikill í athafnalífínu og hefur sýnt, að hann kann að halda vel á sínum málum í auglýsingum og áróðri, var nýlega á ferð í Þyska- landi. Af tilviljun sá hann í sjónvarpi þar mynd, sem gerð var með stuðn- ingi World Wildelife Fund og fjallaði um vemdun hvala. Hann sagðist sannfærður um það eftir að hafa séð myndina, að talsmenn hvalveiða væra búnir að tapa áróðursstríðinu. Þá væri það hinn mesti misskilning- ur, að deila okkar væri við embættismenn eða stjómmálamenn austan hafs eða vestan. Þeir, sem vildu veiða hvali áfram, ættu í höggi við allan almenning. Kennarar í Sviss vara böm við að nota ál. í Bandaríkjunum snertir eitthvert besta kennsluefnið um umhverfísvemd og náttúrfræði umhyggjuna fyrir velferð hvala. Alusuisse ætlar að snúast til vamar gagnvart almenningi; hvað gera talsmenn hvalveiða? Ætla þeir að halda áfram að deila við eða um dr. Calio?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.