Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 51 Minning: Steinunn Sturludóttir frá Fljótshólum Árin hverfa hvert af öðru í tímans djúp. Á þessum haustdögum eru liðin sextíu ár frá því að við komum saman í bamaskólanum okkar, sem var farskóli til húsa í betri stofunni hjá þeim hjónum Sturlu Jónssyni og Sigríði Einarsdóttur, sem þá höfðu búið í ellefu ár á Fljótshólum í Flóa. Það var glaður hópur og samstæður, sem þar kom saman og drakk í sig þá þekkingarmola sem kennarinn miðlaði okkur. í þessum hópi var Steinunn Sturlu- dóttir. Hún er sú fyrsta af okkur sem kveður þennan heim. Steinunn Sturludóttir var fædd 22. nóvember 1920 á Fljótshólum í Flóa og ólst þar upp í foreldrahús- um ásamt sjö systkinum sínum. Hún var af sterkum stofnum komin í báðar ættir. Faðir hennar, Sturla Jónsson frá Jarlstöðum í Bárðar- dal, var sonur Jóns Þorkelssonar en Jón var bróðir sr. Jóhanns dóm- kirkjuprests í Reykjavík. Móðir Sturlu, amma Steinunnar, var Jó- hanna Sigursturludóttir, en móðir hennar eða langamma Steinunnar var Anna hálfsystir Jóns alþingis- manns á Gautlöndum í Mývatns- sveit. Móðir Steinunnar var Sigríður Einarsdóttir Gestssonar á Hæli í Gnúpveijahreppi og systir Eiríks Einarssonar alþingismanns. Móðir Sigríðar og amma Steinunnar í móðurætt var Steinunn Vigfús- dóttir Thorarensen. Að Steinunni Sturludóttur stóð því fjölhæft gáfu- fólk í báðar ættir. Ekki auðnaðist Steinunni að ganga menntaveginn enda buðu kjör bammargra fjölskyldna ekki upp á slíkan munað á kreppuárun- um eftir 1930. Þess í stað vann hún, eins og við hin, hin algengu sveitastörf, en naut góðs af vel upplýstu heimili foreldra sinna. Á því heimili voru til fleiri bækur en almennt gerðist og nutum við systk- inin á næsta bæ góðs þar af því að stutt var á milli bæja og sam- skipti mikil. Steinunn var sérlega bókelsk og gleymdi sér stundum yfir bókinni og varð þá annað að bíða á meðan. Sumarið 1944 réðst kaupamaður til Sturlu bónda. Hét hann Stefán Júlíusson frá Hítamesi í Kolbeins- staðahreppi. Veturinn þar á eftir var hann kyrr og vann á búinu. Er ekki að orðlengja það að þau Steinunn felldu hugi saman og leiddi það til hjónabands haustið 1945. Þau settu saman bú á Sel- fossi en bjuggu þar skamma hríð eða um það bil tvö ár. Þá tóku þau hjón jörðina Ólafsvelli á Skeiðum og bjuggu þar allstóru búi í ellefu ár. Síðan flytja þau til Reykjavíkur og stundaði Stefán þar ýmsa vinnu, þó lengst af í Stálsmiðjunni hf. Mann sinn missti Steinunn fyrir mörgum áram. Böm þeirra Steinunnar og Stef- áns era átta, fjórar stúikur og íjórir piltar. Nöfn þeirra era þessi eftir aldri: Sigríður, Kristín, Sturla Jó- hann, Ástríður Elsa, Helga, Júlíus, Bjöm og Aðalsteinn. Öll era þessi böm gott og myndarlegt fólk og era öll gift. Era bamaböm Stein- unnar orðin mörg og fleiri en ég veit um. Júlíus missti hún í sjóinn. Hann drakknaði í fiskiróðri frá Eyrarbakka fyrir nokkram áram. Steinunn Sturludóttir hefur kvatt þetta líf. Hún lézt á Landspítalanum 11. ágúst nú í sumar og var jarð- sett 21. sama mánaðar frá Foss- vogskapellu. Ævi hennar var eins og fjölda annarra bammargra mæðra erilsöm með fáum og stopul- um hvíldarstundum, oft við erfiðar aðstæður. En hún kom upp sínum stóra bamahópi og skilaði þar með margfalt sínu hlutverki til íslensku þjóðarinnar og framtíðar hennar. Steinunn var vel gefín kona, söng- elsk með næma tilfínningu fyrir tónbrigðum í tónlist og lífinu sjálfu. Hún var björt yfirlitum og brosti alltaf eins og sólin þegar maður hitti hana á fömum vegi. Það var ánægjulegt að mega verða henni samferða í gegnum lífíð í nær sjö tugi ára. Og lífið heldur áfram. Við þökkum henni fyrir góða samfylgd og biðjum henni blessunar á nýjum SVAR MITT eftir Billy Graham Þunglyndi Fyrir nokkrum mánuðum varð mér það á að taka of stóran skammt af lyfjatöflum af þvl hvað' ég var „langt niðri“. Eg er hressari núna en mig uggir að eg muni einhvem tíma seinna missa stjóra á mér og gera þetta aftur. Hvernig get eg sigrast á þessum ótta? Það er margt sem getur valdið þunglyndi eins og þér er áreiðan- lega kunnugt um. Læknir mundi hvetja þig eindregið til að leita hjálpar læknisfræðinnar og hitta sérfræðing að máli, strax og þú fínnur að sækja muni í sama horf og áður. Eg trúi því að þú getir líka öðlast hjálp frá Guði til að losna við það sem skelfír þig og styrkja þig á allan hátt Þess vegna get eg ekki sagt þér neitt mikilvægara en þetta að þú þarft að læra að treysta Guði í öllum aðstæðum og beina sjónum til hans. Einu sinni varð Elía spámaður svo kjarklítill að hann bað jafnvel Guð þess að mega deyja. (Þú getur lesið um baráttu hans í 19. kapítula 1. Konungabókar.) Það var margt sem gat valdið því að svo dimmt varð í hugarfylgsnum Elía: Líkamleg þreyta, hungur, innri uppgjöf af því að honum fannst hann ekki standa sig nógu vel, ótti við framtíðina og jafnvel kvíði fyrir því að óvinimir sætu um líf hans. En kjami málsins var sá að Elía einbeitti huganum að hinu ytra í stað þess að minnast Guðs. Guð leysti úr tímanlegum þörfum hans með því að veita honum hvíld og mat — og fyrst og fremst fékk hann að skynja að nýju dýrð Guðs, mátt hans og elsku. Elía hélt áfram að drýgja dáðir fyr- ir Guð. Guð elskar þig, og hann vill að þú vitir að hann er með þér hvem- ig sem allt veltur. Hefur þú reynt kærleika hans með því að opna hjarta þitt fyrir Jesú Kristi og biðja hann að koma þangað inn og verða frelsari þinn og drottinn? „Óttast þú eigi því að eg frelsa þig. Eg kalla á þig með nafni. Þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er eg með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig“ (Jes. 43,1—2). Þetta getur orðið þín reynsla ef þú lifír með Kristi á hveijum degi. vegum, á nýjum og betri brautum en við göngum hér í þessum volaða heimi. Innilegar samúðarkveðjur til bama hennar allra og ættingja. Þökk fyrir allt sem liðið er. Guð blessi minningu Steinunnar Sturludóttur. Stefán H. Halldórsson Allar uppfesmgar veita ráðgjafar ^kar í verðblsifaviðskiptum. KAUPtHNG HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 MANNLEGIPATTURINN -FÓLK í FYRIRRÚMI 30.9. INNRITUNTIL 29. SEPT. ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ FYRIR EINSTAKLINGA OG STARFSMANNAHÓPA. FYRIRTÆKINU VEGNAR BETUR, NÝTI STARFSMENN SAMSKIPTAHÆFNI SfNA TIL FULLS. Magnað námskeið afnýju tegundinni og því erætlað að skila árangri strax. Þetta er námskeiðið sem Flugleiðir sendu allt sitt starfsfólk á. NÁMSKEIÐIÐ Á: • Aö auka þatttoku og ahuga starfsfólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikilvægi þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins • Að kynna raunhæfar aðferðir til samskipta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum með jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við SÍMI: 621066 LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TlMI OG STAÐUR: 30. sept. - 1. okt. að Hótel Sögu A-sal kl. 8:30 til 17:30. SKJPULEG SKJALAVISTUN 303. INNRTTUNTIL 29. SEPT. SIMI: LÍTILL TÍMIFER í LEIT EF HVERT SKJAL ER Á SÍNUM STAÐ EFNI: • Skipulagning og uppsetning skjalasafna • Daglegt viðhald • Notkun tölvu. LEIÐBEINANDI: Vigdís Jónsdóttir, skjalavörður. 621066 TÍMI OG STAÐUR: 30. sept. - 1. okt. kl. 8:30 - 12:30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: STOFNUN NÝRRA FYRIRTÆKJA 21.-23. SEPT., SÍMANÁMSKEIÐ 21.-23. SEPT., SÖLUTÆKNI 17.-18. SEPT. Stjórnunarfélag íslands =^e= Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 -■ GYLMIR/Sl/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.