Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Skákþing íslands í landsliðsflokki hefst á morgun: Helgi og Margeir tefla fyrstu skák mótsins SKÁKÞING íslands í landsliðs- flokki hefst á Akureyri á morgnn, fimmtudaginn 17. sept- ember. Mótið verður sett i Alþýðuhúsinu klukkan 16.30 en klukkan 17 mun Sigfús Jónsson bæjarstjóri leika fyrsta leiknum í skák stigahæstu manna móts- ins, stórmeistaranna Heiga Ólafssonar og Margeirs Péturs- sonar. Skákþingið er haldið á Akureyri í tilefni af 125 ára afmæli bæjar- ins. Af því tilefni veitir Akureyrar- bær sigurvegurum mótsins verðlaun að fjárhæð 250 þúsund krónur. Dregið hefur verið um töfluröð keppenda og er hún þessi: 1. Dan Hansson, 2. Þröstur Þórhallsson, 3. Ólafur Kristjánsson, 4. Gylfi Þórhallsson, 5. Helgi Ólafsson, 6. Jón Garðar Viðarsson, 7. Þröstur Kindakj ötsfram- leiðslan 850 tonn Verður líklega öll innan fullvirðisréttar Kindakjötsframleiðslan á Eyjafjarðarsvæðinu verður um 850 tonn í haust, nákvæmlega jafn mikil og fullvirðsréttur svæðisins, samkvæmt lauslegri áætlun ráðunauta. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi EyjaQarðar segir að áætlunin sé miðuð við sama fallþunga og í fyrra, 14,6 kg., en útlit væri fyrir að hann yrði síst minni nú. Hann segir að vandi sé að áætla kjötmagnið nú út frá slát- urfjárloforðum vegna óvissu með hvað mikið af loforðum væru vegna fækkunarsamninga sem menn gerðu við Framleiðnisjóð. Amason, 8. Hannes Hlífar Stefáns- son, 9. Sævar Bjamason, 10. Margeir Pétursson, 11. Gunnar Freyr Rúnarsson, 12. Áskell Öm Kárason, 13. Davíð Ólafsson og 14. Karl Þorsteins. Útlit er fyrir að strax í fyrstu umferð verði spennandi skákir. Þá tefla saman Dan og KarJ, Þröstur Þórhallsson og Davíð, Ólafur og Áskell Öm, Gylfi og Gunnar Freyr, Helgi og Margeir, Jón Garðar og Sævar og Þröstur Ámason og Hannes Hlífar. Mótið verður haldið í Alþýðuhús- inu, Skipagötu 14, 4. hæð. Teflt verður á virkum dögum frá klukkan 17 til 23 og biðskákir frá kl. 11 til 13. Um helgar verður teflt frá kl. 14 til 20 en biðskákir frá kl. 22 til 24. Síðasta umferðin verður föstu- daginn 2. október og hefst klukkan 13. Mótinu verður slitið þá um kvöldið. Aðalskákstjóri verður Ólafur Ás- grímsson, en honum til aðstoðar verða Albert Sigurðsson, Ingimar Friðfinnsson og Páll Hlöðversson. Morgunblaðið/GSV Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdasljóri Fiskmarkaðar Norðurlands við uppboðstölvuna á skrifstofu fyrirtækisins. Fiskmarkaðurinn opnar 25. september Fyrsta uppboðið 29. september FISKMARKAÐUR Norður- lands verður opnaður föstudag- inn 25. september. Fyrsta uppboðið er síðan fyrirhugað þriðjudaginn 29. september, en þann dag hefst haustvertíð samkvæmt dagatalinu. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undirbúningur gengi vel. Tölvubúnaður fyrirtækisins væri kominn, en eins og kunnugt er fer uppboðið fram um tölvu. Tíu fiskkaupendur verða tengdir fiskmarkaðnum í upphafí. Fiskmarkaður Norðurlands er til húsa að Strandgötu 53. Eiríkur Sigfússon kartöflubóndi á Sílastöðum: Frá Ólafsfirði. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Fegrunarátak í Ólafsfirði BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar . hefur samþykkt að gera tveggja ára átak í fegrun bæjarins. Óskar Þór Sigurbjömsson for- maður bæjarráðs segir að umhverf- ismálin hafí orðið útundan í bæjarfélaginu á undanfömum árum, vegna atvinnumálanna sem átt hefðu hug manna allan. Nú væri ætlunin að bæta úr þessu og virkja íbúana og fyrirtækin með umhverfismálanefnd. Hann sagði að skipulagsvinnu ætti að ljúka í vetur, þannig að hægt yrði að hefj- ast handa í vor. Akureyrskar kvikmyndir á sænska kvikmyndahátíð AKUREYRARBÆR hefur fengið tilboð um að taka þátt í kvik- myndahátíð í vinabæ sinum, Vásteraas í Svíþjóð, dagana 4. til 8. nóvember næstkomandi. Akureyrarbær býður áhuga- mönnum um gerð 8 og 16 mm kvikmynda og myndbanda að senda myndir til þátttöku í keppninni. Keppnin verður þríþætt: Almennar myndir að hámarki 1 klst. langar, stuttar myndir, að hámarki 5 mín. að lengd og heimildarmyndir að hámarki 1 klukkustund að lengd. í frétt frá menningarfulltrúa Akureyrarbæjar kemur fram að vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndimar á kvikmyndahátíð- inni í Svíþjóð. Kartöflur myndu lækka í kjölfar innflutningsbanns Ræktun undir plasti að ryðja sér til rúms Morgunblaðið/GSV Eiríkur Sigfússon, fyrir miðju, við uppskerustörf ásamt heimilisfólki. ! VEGNA offramleiðslu á kartöfl- um hér innanlands er það ofar- lega í huga kartöflubænda hvernig þeir geti stækkað mark- aðinn. Beina þeir sjónum sinum einkum að þvi hvernig þeir geti náð þeim markaði sem innflytj- endur franskra kartaflna hafa og hafa oft lagt til að sett verði innflutningsbann á franskar kartöflur eins og flestar aðrar landbúnaðarvörur. „Við náum aldrei að þróa þessa atvinnugrein nema við höldum inn- anlandsmarkaðnum," sagði Eiríkur Sigfússon bóndi á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi og einn af for- ystumönnum kartöflubænda. „Ég hef lagt til að við fengjum fímm ár til að þróa okkur. Ég er viss um að við gætum keppt við innflutning- inn í verði og á öllum öðrum sviðum að þeim tíma loknum. Við gætum nýtt þá möguleika sem við höfum til ræktunar og með aukinni sölu gætum við lækkað verðið.“ Eiríkur sagði að ný tækni væri að ryðja sér til rúms í kartöflurækt- inni og ætti hún eftir að gjörbreyta þessari atvinnugrein. Veðurfars- sveiflur hefðu oft sett strik í reikninginn hjá bændum en með vélum sem breiddu plast á kartöflu- garðana á vorin og rúlluðu því aftur upp á sumrin yrði hægt að draga úr mestu hættunni á uppskeru- bresti. Eiríkur sagðist vera búinn að kaupa sér slíka vél og myndi rækta eitthvað undir plasti næsta sumar. Eiríkur sagði að kartöfluverk- smiðurnar hefðu verið byggðar upp af vanefnum á sínum tíma og væri vélakostur þeirra orðinn úreltur. Til að geta framleitt samkeppnis- hæfa vöru þyrftu þær nýja tækni og væri verksmiðjan í Þykkvabæ að byggja sig upp á ný. Til að verk- smiðjumar gætu gert þetta þyrftu þær að hafa markaðinn. Nauðsyn- legt væri að hafa verksmiðjumar til að nýta ákveðna flokka úr kart- öflunum, sem annars væri hent, og nota það svigrúm til að lækka verð- ið á almennum neyslukartöflum. „Ég sé virkilega eftir þeim pen- ingum sem þjóðin ver í innflutning á kartöflum, en hef aftur á móti aldrei skilið hvað menn hafa á móti samkeppni hér innanlands. Það eru þó peningar sem aldrei fara úr landinu. Eg teldi því að þeir sem nú hafa atvinnu af því að flytja inn útlendar kartöflur' ættu að sitja fyrir með sölu á kartöflum frá innlendu verksmiðjunum ef lok- að yrði fyrir innflutninginn," sagði Eiríkur. Hann sagði að það væri ákaflega sárt að kartöfluræktin væri svona aðþrengd eipmitt nú þegar sam- dráttur væri í nær öllum greinum hefðbundins búskapar. Eiríkur á Sílastöðum er einn af þeim kartöflubændum sem standa að Eyfirsku kartöflusölunni hf. í Reykjavík. Hann sagði að salan hjá þeim hefði gengið þokkalega. Hann sagðist vera um það bil hálfnaður að taka upp, og hefði gengið ágæt- lega. Uppskeran væri mjög góð, svipuð og árið 1984 þegar metupp- skera var í Eyjafírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.