Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 5 Kaupmannahöfn: Þingrallamynd eft- ir Kjarval seld á 715 þúsund krónur Kaupmannahöfn. Frá fréttarítara Morgunblaðsins Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur. MÁLVERK frá Þingvöllum eftir Jóhannes Kjarval, málað árið 1935, seldist á 130.000 dkr. eða 715.000 íslenskar krónur á upp- boði hjá Arne Bruun Rasmussen í Breiðgötu i gær. Málverkið var metið á 75.000 til 100.000 dkr. í sýningarskrá, en það er 115x180 cm að stærð, í ramma með út- skornu höfðaletri eftir Ríkharð Jónsson. Fjögur önnur málverk eftir íslenska listamenn voru á uppboðinu og flest slegin kaup- anda yfir matsverði og öll á ísienskar hendur. Margir voru viðstaddir uppboðið þar á meðal nokkrir íslendingar sem buðu hressilega í íslensku málverk- in; Fagurt Asgrímsmálverk nefnt „Úr Ámessýslu" var metið á 30.000 til 40.000 dkr. en selt á 50.000 dkr. eða 275.000 íslenskar krónur. Konumynd eftir Gunnlaug Blöndal var seld í gegnum símatilboð á 40.000 dkr. eða 220.000 íslenskar krónur og hafði þá hækkað um 10.000 dkr. frá matsverði. Næst í röð íslensku málverkanna var glæsilegt Kjarvalsmálverk frá Þingvöllum í listrænum ramma, skomum af sjálfum Ríkharði Jóns- syni. Er úrskurðurinn höfðaletur og lágmynd í hveiju homi. Myndin er stór, 115x180 cm og ekki að undra að hún var loksins slegin á 130 dkr. eða 715.000 íslenskar krónur. Pétur Friðrik fylgdi á eftir, nýtt nafn á uppboðum hér, en málverk hans af gjá og fjalllendi í baksýn var málað 1983. Fór það fyrir 5.000 dkr. eða 27.500 íslenskar krónur. Svavar Guðnason rak lestina en Komposition hans frá árinu 1947 var slegin á 61.000 dkr. eða 335.550 íslenskar krónur og hafði hækkað um 11.000 dkr. frá verði í sýningarskrá. Áformað er uppboð að kvöldi dags hjá Kunsthallen í Köbmag- ergade þann 30. september næst- komandi. Þar er einungis eitt íslenskt málverk á skrá, að minnsta kosti enn sem komið er, en það er abstraktmálverk eftir Þorvald Skúlason. Það er metið á 50.000 dkr. eða 275.000 íslenskar krónur. Málverk Kjarvals í útskornum ramma Rikharðs Jónssonar, sem seldist á 715 þúsund islenskar krónur. Ef skattar eru reiknaðir með er kaupverðið nær milljón krónur. liiftiieigfe , • ■■ ■ - * ■ <ó?***m 4i, v. •**?£>* • •••*•• .... .. y-r&. >' ■ NÚNA er veríð að selja milljónustu SÓLDÓSINA! di öæitadrvkku'teó! SYKUBl/U'í y TummAun/ Magnús Guð- mundur Gunn- laugsson fv. hreppstjóri látinn MAGNÚS Guðmundur Gunn- laugsson fyrrum bóndi og hreppstjóri á Ytra Ósi í Hróf- bergshreppi, Strandasýslu, lést i Landsspitalanum að morgni 10. september, 79 ára að aldri. Magnús var fæddur 28.2 1908. Hann var síðast til heimilis að Blöndubakka 18 í Reykjavík. Eftir- lifandi kona hans er Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Á örfáum vikum hefur Sól sent frá sér 1.000.000 (eina milljón!) Sóldósir. Af því tilefni færum við öllum stuðnings- mönnum okkar þessi skilaboð: Bestu þakkir! Það er meira á leiðinni!!! Og ekki nóg með það. Við heitum fundarlaunum handa þeim sem finnur milljónustu Sóldósina!!! 100.000 kr. Peningarnir eru þínir ef þú finnur dósina og skilar henni á Sól- safnið. Svona ferð þú að því: Allar Sól- dósir eru merktar á botninum með tveim talnalínum. Ef í seinni línunni ert þú 100.000 kr. ríkari. Aðeins ef þú skilar okkur dósinni! Og mundu: Við vitum ekki hvort milljónasta dósin er með Sól - Cola, Grape eða Límó—með eða án NutraSweet. En við erum vissir um að þú kemst að því! tí HÖLDUM LANDINU HREINU SÓL Þverholti 17-21, Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.