Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 37 Tónlistar- hátíð ungs fólks á Norðurlöndum í DAG miðvikudag 16. september verða tvennir tónleikar á Tónlist- arhátíð ungs fólks á Norðurlönd- um (UNM). Á fyrri tónleikunum, sem eru kl. 16.30 í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Laugavegi 178, leikur Hildigunnur Halldórsdóttir einleiks- verk fyrir fiðlu eftir Helga Péturs- son. Einnig verða flutt verk eftir Christinu Wagner Smitt frá Dan- mörku og Rolf Wallin frá Noregi, en Wallin er meðal þekktustu tón- skálda af yngri kynslóðinni í Noregi. Seinni tónleikarnir verða að Hót- el Borg og hefjast kl. 20.30. Þar verða meðal annars flutt elektr- ónísk verk eftir Þorgrím Pál Þorgrímsson, Þórólf Eiríksson og Kjartan Ólafsson, en þessi tónskáld hafa öll stundað nám hjá Ton Bru- ynél við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Einnig má nefna flutning Kristins H. Amasonar, Páls Eyjólfssonar og Þórarins Sig- urbergssonar á gítartríói eftir Danann Svend Hedegaard. Skemmtiferðaskipið Royal Viking Sea i Sundahöfn Morgunbiaðið/EinarFaiur Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins Skemmtiferðaskipið Royal fundnalands í gærkvöld. Nýfundnalands, Halifax, Boston Geysir, Grindavík, Krísuvík, Vest- Viking Sea kom til Reykjavíkur Skipið fór frá Southampton 30. og endað í New York. Flestir far- mannaeyjar og Reykjavík. á þriðjudag með 700 farþega ágúst síðastliðinn. Siglt var til þeganna eru eldri Bandaríkja- Ferðin tekur samtals 26 daga innanborðs. Skipið kom hingað írlands, Manar, Hjaltlands, Skot- menn. og kostar hún 520.000 krónur á tíl lands frá Færeyjum og hélt lands, Noregs, Færeyja og ís- Meðan farþegamir dvöldust hér manninn, eða 20.000 krónur á aftur héðan áleiðis til Ný- lands. Héðan verður siglt til á landi skoðuðu þeir Gullfoss, dag. Þrídrangur; Námskeið í hugtækni ÞRÍDRANGUR heldur fund fimmtudaginn 17. september til að kynna tvö námskeið sem hald- in verða nk. laugardag og sunnudag. Kynningarfundurinn hefst kl. 19.30. í frétt frá Þrídrangi segir m.a.: Á námskeiðinu á laugardeginum verður fjallað um áhrifamátt stýrðra hugsýna, það er ný tækni til að nýta hugann betur og eykur m.a. sköpunarhæfni, minnisgetu og hæfíleikann til að finna úrlausn vandamála. Á sunnudeginum verð- ur kennt hvemig hægt er að upplifa fyrri og komandi æviskeið. Þá verð- ur einnig fjallað um hvemig ákveðnir einstaklingar fylgjast að líf eftir líf og hvemig hægt er að þekkja þá. Leiðbeinandi á námskeiðunum verður Andrew Nevai og hefur hann 24 ára reynslu í ástundun fmm- speki, „metaphysics", og andlegrar iðkunar. Hundahald: Ekki aukist að hundar glefsi í fólk Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Verið er að leggja nýja götu sem hlaut nafnið Amarheiði. Er hún 220 metrar að lengd og við hana munu standa 26 íbúðir. Gatnaframkvæmdir í Hveragerðisbæ; Bullandi hver í miðri srötu Hveragerði. '—* UNNIÐ er að gatnaframkvæmdum hér í bæ um þessar mundir. Verið er að leggja nýja götu sem hlaut nafnið Arnarheiði. Er hún 220 metr- ar að lengd og við hana munu standa 26 íbúðir. Einnig er verið að undirbúa Laufskóga fyrir bundið slitlag. Verktakafyrirtækið Dalverk sf. Laufskóga. Þegar verið var að grafa og Sólmundur Sigurðsson sjá um gröft og lagnir, en Miðfell hf. leggur slitlagið. Áætlaður kostnaður við Amarheiði er um 3 milljónir en við Laufskóga mun hann verða um 12 milljónir á árinu. Laufskógar em ein af eldri götum bæjarins, um 630 metrar að lengd. Jarðspmnga er talin liggja um Hveragerði frá norðri til suðurs og fer hún einmitt þvert í gegn um fyrir frárennslislögnum kom upp hver í miðri götunni og frá honum rann töluvert mikið af sjóðandi heitu vatni. Var gripið til þess ráðs að steypa 30 metra jámbenta stétt yfir hverinn og leggja frá henni ræsi sem flytur burt vatnið, og einnig rör til að hleypa gufunni upp. Telja menn hér að þetta muni vera einsdæmi í gatnagerð á íslandi. — Sigrún ÞRÁTT fyrir að hundum hafi fjölgað í Reykjavík hefur það ekki færst í aukana að hundar bíti fólk samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hundaeftirlitinu og Slysa- varðstofunni. Vegna fréttar Morgunblaðsins í síðustu viku þess efnis að hvolpur hafi glefsað í böm var haft sam- band við fyrmefnda aðila. Gunnar Þór Jónsson yfírlæknir á Slysavarðstofunni sagði að það væri mjög lítið um að fólk kæmi vegna þess að hundur hefði bitið það. Engin aukning hefði orðið þrátt fyrir fjölgun skráðra hunda, fólk virtist gæta þeirra mun betur nú. Hjá Eddu Sigurðardóttur hunda- eftirlitsmanni fengust þær upplýs- ingar að það hefði ekki færst í vöxt að hundar bitu fólk, hundaeftirlitinu hefðu borist sárafáar kvartanir í Hundaeftirlitið vill beina þeim tilmælum til hundaeigenda, að þeir þrífí upp eftir hunda sína, því tölu- vert hefur borist af kvörtunum yfír sóðaskap. Meira en helmingur utan- ríkisviðskipta er við lönd EB HÉR fer á eftir ávarp formanns utanríkismálanefndar Alþingis, Eyjólfs Konráðs Jónssonar, í kvöldverðarboði forseta Evr- ópuþingsins sl. mánudag: Hæstvirti lávarður Plumb, for- seti þings Evrópubandalagsins; þingmenn, sendiherrar, herrar og frúr. Ég vil í upphafi orða minna þakka þann vinarhug sem lýsir sér í boði því til utanríkismála- nefndar Alþingis íslendinga, sem við ferðalangamir nú þiggjum með heimsókn til þings Evrópu- bandalagsins og framkvæmda- stjómar EB. Ég get þess jafnframt að þetta er í fyrsta skipti sem utanríkismálanefnd íslenska þjóðþingsins fer út fyrir landsteinana. Margt ber til þess að fyrsta frávik utanríkismálanefndarinnar og Alþingis í heild frá þeirri föstu venju sinni að starfa einungis heima fyrir, og að því er nefndina snertir fyrir luktum dymm, er einmitt gert með heimsókn til Evrópubandalagsins. Við erum Evrópuþjóð og höfum sótt menningu okkar og einnig vistir til Evrópu í þær 11 aldir sem ísland hefur verð byggt. Sjálfsagt má segja að fyrst í stað höfum við gert það með helst til miklum fyrirgangi að víkingasið, en ég get fullvissað yður um að við höf- um ekki lengur axir okkar eða sverð með í hafurtaskinu, þegar við föram til útlanda. Við föram með friði. Við leitum á fund manna sem við ekki aðeins metum mikils að eiga að vinum, heldur hljótum og verðum að reiða okkur á sem vini. Málum er þannig hátt- að nðu að við eigum meira að reiða okkur á sem vini. Málum er þannig háttað nú að við eigum meira en helming utanríkisvið- skipta okkar við lönd Evrópu- bandalagsins og mun halda áfram sem horfír að því er best verður séð. Eyjólfur Konráð Jónsson Víkingamir forfeður okkar hafa ekki verið einu friðarspillam- ir hér um slóðir gegnum aldimar. Við fögnum því kraftaverki sem hér er að gerast þegar þjóðimar nema brott landamæri og tengjast órofa böndum. Ykkar velgengni er okkar velgengni, ykkar öryggi okkar öryggi. Við komum til að kynnast þessu kraftaverki, sem ég leyfði mér að nefna svo, en ekki til að ræða í einstökum atrið- um menningarsamskipti eða viðskiptamál. Eg leyfí mér þó að þakka fyrir samkomulag og samninga sem verið hafa okkur íslendingum afar mikilsverðir. Jafnframt minni ég á það að allt frá annarri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1960 hafa hinar sérstöku aðstæður íslend- inga verið ræddar og í hafréttar- sáttmálanum er ákvæði um sérstöðu íslands, sem ætíð er nefnd „íslenska ákvæðið". Við viljum að lokum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar láta í ljós þá einlægu ósk og von að yðar göf- uga áform verði fullnað árið 1992. Stæðasjálf- sali við Túngötu í notkun TEKINN verður í notkun stæða- sjálfsali í norðaustur-horni Landakotstúns við Túngötu i Reykjavík fimmtudaginn 17. september. Gjaldið í mælinn er 30 krónur á klukkustund og er hámarkstími tvær klukkustundir. Sömu reglur gilda um aukaleigugjald og á öðram stöðumælum. Leiðbeiningar um notkun era áletraðar á stæðasjálf- salann en stöðumælaverðir leið- beina fólki um notkun fyrst um sinn. í Reykjavík era fyrir þrír slíkir mælar, einn á Grettisgötu við Klapparstíg, annar við Laugaveg 77 og þriðji við Stjömubíó. Skátar reyna við heimsmet í boðskriði SKÁTAHREYFINGIN á Islandi er 75 ára á þessu ári og því finnst 40 íslenskum skátum við hæfi að skríða 75 km, einn fyrir hvert ár. Um leið ætla þeir að setja heimsmet í greininni. Boðskriðið fer fram helgina 18.-20. september og verður skriðið á fjóram fótum frá Borg í Grímsnesi til Reykjavíkur. Auk þess að minnast afmælisins er tilgangur skátanna sá að afla farareyris á alheimsskátamót í Astralíu. Það er von fjörtíumenninganna að sem flestir leggi hönd á plóginn. (Ur fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.