Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 64
SKOLAVELTA IBÐIN AÐ FARSCLU SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ISLANDSHF. | ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA S GuðjónÓ.hf. 1 / 91-27233 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. 20% lækkun ákartöflum STÆRSTU kartöfluheildsöl- urnar lækkuðu kartöfluverð- ið um 20% I gærmorgun. Ágæti Iækkaði heildsöluverð á þvegnum og pökkuðum kartöflum úr 46 krónum í 37 krónur og Þykkvabæjar- kartöflur fylgdu í kjölfarið. Kartöflur eru nú ódýrari en á sama tíma í fyrra, þegar heildsöluverðið var 43 krónur. Stærstu fyrirtækin hafa selt kartöflumar á 46 kr. þar til nú, en ýmis smærri fyrirtæki og einstaklingar hafa boðið vöruna á lægra verði til versl- ana og beint til neytenda. Vegna mikillar uppskeru í heimilisgörðum hefur salan verið lítil, eins og oft er á þess- um árstíma. Gestur Einarsson fram- kvæmdastjóri Ágætis segir að með þessari lækkun séu kart- öflubændur að láta neytendur njóta góðs af þeirri miklu kart- öfluuppskeru sem er um allt land í haust. Vonuðust þeir til að verðlækkunin yrði til að auka neyslu á kartöflum. Hvalveiðideilan: Samkomulag- milli íslenskra og bandarískra stjómvalda SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda í hvaladeilunni svokölluðu. Samkomulagið byggir á tillögu Bandaríkjamanna sem lögð var fram á fundi fulltrúa þessara þjóða í Ottawa í Kanada 9. september og sagt var frá í Morgunblaðinu daginn eftir. Samkvæmt þvi munu Bandaríkjamenn ekki gefa út stað- festingarkæru vegna veiða á þeim 20 sandreyðum sem íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir 27. ágúst að yrðu veiddar í ár. Tveir hvalveiði- bátar héldu þegar til veiða í gærkvöldi er samkomulagið lá fyrir. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði við Morgunblaðið í gær- kvöldi að þetta samkomulag væri viðunandi og í meginatriðum í samræmi við þær upplýsingar sem íslenska ríkisstjórnin hefði fengið áður en hún gaf út yfirlýsingu sína 27. ágúst. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagðist í gærkvöldi fagna þessu samkomulagi og með því væru Bandaríkjamenn að viðurkenna það sjónarmið íslend- inga að visindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins ætti að fjalla um vísinda- rannsóknir á hvölum en ekki ráðið sjálft. Samkomulagið er í þremur liðum I 1. Árið 1988 og þaðan í frá leggi og er svohljóðandi: | ríkisstjóm íslands rannsóknará- ætlun sína fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins til um- sagnar og framfylgi vísindaleg- um tilmælum nefndarinnar. 2. Bandaríkin leggi hvorki fram staðfestingarkæru gegn ríkis- stjóm íslands eða íslenskum ríkisborgurum vegna veiða á 80 langreyðum og 20 sandeyðum árið 1987, né vegna veiddra hvala árið 1988 og síðar í sam- ræmi við vísindaáætlun íslend- inga, svo fremi sem ríkisstjóm íslands fari eftir ákvæðum 1. greinar. 3. Bandaríkin munu vinna með ís- landi og öðrum aðalfulltrúum Fé Hrunamanna rennur af fjalli Morgunblaðið/RAX Veruleg hækkun vaxta af húsnæðislánum ráðgerð Hækkunin nái þó ekki til svokallaðra forgangshópa FYRIR dyrum stendur að hækka verulega vexti af húsnæðislánum hjá öðrum en þeim sem eru i forgangshópum. Kom þetta fram í erindi sem Friðrik Sophusson hélt á fundi hjá iðnrekendum í gær. Vaxtahækkun þessi yrði afturvirk og næði einnig til þeirra sem þegar hafa fengið lánsloforð. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að þessar hugmyndir hafi ekki verið ræddar innan stofnunarinnar. sambandi og þetta hefur ekki verið rætt innan stofrunarinnar, hvorki formlega né óformlega. Það er enda eðlilegra að bíða þar til samningar við lífeyrissjóðina em í höfn," sagði Sigurður E. Guðmundsson. Alþjóðahvalveiðiráðsins við end- urskoðun á og tillögugerð um tilhögun og framkvæmd á rann- sóknarleyfum vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins vegna umsagnar þess á þeim, í því skyni að auka traust á fram- kvæmd og vísindalegu gildi rannsóknanna. Halldór Ásgrímsson sagði á fréttamannafundi í gær að með þessu samkomulagi hefðu Banda- ríkjamenn breytt um stefnu og viðurkennt sjónarmið íslendinga um nauðsyn vísindalegrar starfsemi innan hvalveiðiráðsins. íslendingar hefðu óttast að vísindaleg starfsemi þar myndi leggjast niður vegna þess að þær þjóðir sem haft hafa forystu um vísindastarfsemina væru þjóðirr.ar sem stunda hval- veiðar. En með samkomulaginu hefði skapast grundvöllur til að halda áfram starfinu innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins og freista þess að byggja það upp af skynsemi. Halldór sagði að strax á næsta vori mætti búast við öðrum vinnu- brögðum í vísindanefndinni en þar hefðu tíðkast þótt ekki lægi fyrir á þessu stigi hvemig ætti að breyta vinnuaðferðum ráðsins þannig að það gæti lagt fram ákveðið álit á einstökum vísindaáætlunum. Sjá ennfremur forystugrein um hvalveiðideiluna á miðopnu. Ölvaður öku- maður sló lögregluþjón ÖLVAÐUR ökumaður brást ókvæða við þegar lögreglan stöðvaði för hans aðfaranótt mánudagsins og sló lögreglu- þjón í andlit svo hann kinn- beinsbrotnaði. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt mánudagsins sem lögreglunni var tilkynnt að grunur léki á að ölvaður maður væri undir stýri í Breiðholti. Þegar lögreglan kom á staðinn brást ökumaðurinn hinn versti við og sló lögregluþjón fyrir- varalaust í andlitið. Meiðsli lögreglumannsins munu ekki vera fullkönnuð, en þó er ljóst að hann er kinnbeins- brotinn. VSÍ óskar eftir við Friðrik Sophusson sagði að þess- ar breytingar kæmu væntanlega til framkvæmda í tengslum við breyt- ingar á lögum um Húsnæðisstofn- un. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur gert til- 'lögur um slíkar breytingar og voru þær til umræðu á ríkisstjómarfundi í gær. í tillögunum felst að for- gangshópar verði látnir ganga fyrir við úthlutun lánsloforða. Ekki er ljóst hveijir munu verða í forgangs- hópum þessum, enda tillögur þar um ekki fullmótaðar. -•■l Ákveðið var á ríkisstjómarfund- inum í gær að fresta afgreiðslu málsins þangað til síðar í vikunni þar sem ekki lægju fyrir endanlegir samningar við Iífeyrissjóðina og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði ekki fjallað um málið til hlítar. Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði að lögum samkvæmt ættu tillögur um breytingar á út- lánavöxtum að koma frá stofnun- inni til félagsmálaráðuneytisins. „Þessar hugmyndir koma mér á óvart, enda höfum við hjá Hús- næðisstofnun ekki látið gera neina útreikninga eða athuganir í þessu ræðum við ASÍ í dag Vinnuveitendasamband íslands óskaði í gær eftir viðræðum við Alþýðusamband íslands. Þess var og farið á leit að af fundi samband- anna gæti orðið í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun VSÍ ætla sér að leggja fram tilboð á fundinum, sem snertir verðbætur á laun um næstu mánaðamót og kjarasamninga aðila á næsta ári. Ekki hafði borist svar frá ASÍ í gærkveldi og því ekki Ijóst hvort af fundinum verður í dag. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að óskað hefði verið eftir fundi með ASÍ í dag. Hann sagði ástæð- una fyrir þessari málaleitan vera áhyggjur af þeirri þróun sem væri framundan, þar sem ágreiningur ríkti milli ÁSÍ og VSÍ um hvemig bregðast ætti við hækkun fram- færsluvísitölunnar umfram það sem ráð var fyrir gert í kjarasamningum aðila í desember. Hann vildi ekki staðfesta það að VSÍ myndi leggja fram tilboð á fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.