Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 53 Minning: Jóhann Jóhannsson hárskurðarmeistari þegar eitthvað stóð til. Þar var okkur félögunum tekið sem jafn- ingjum og Páll hrókur alls fagnaðar. Frjálslyndi, kredduleysi og traust gerðu þann feluleik sem oft ein- kenndi ungmenni á þessum aldri ónauðsynlegan. Á síðari árum, eftir að ég kvænt- ist og eignaðist böm, tóku þau Páll og Ragnheiður fjölskyldu minni jafnvel og mér forðum. Um skeið bjuggum við í Snekkjuvogi og var þá alvanalegt viðkvæði hjá bömun- um að þau ætluðu að heimsækja Pál og Ragnheiði. Stundum týndist strákurinn sem þá var fjögurra ára. Ekki voru þó áhyggjumar miklar því næsta víst var að hann hafði skroppið yfír í nr. 3 og var þar í góðu yfírlæti og ræddi málin við húsráðendur. í júní síðastiiðnum komu þau Páll og Ragnheiður ásamt Völu dóttur þeirra í heimsókn til okkar hjóna í Neðstaberg. Þetta var einn sólríkan sunnudagsmorgun. Páll var þá orðinn nokkuð máttfarinn en andlega hress og sagði skemmti- sögur af sjúkrahúsinu eins og honum einum var lagið. Við skoðuð- um garðframkvæmdir og aspir og viðjur sem við höfðum fengið úr garði þeirra hjóna. Trén höfðu fest rætur og döfnuðu vel. Þau eru víða áhrifin frá Páli í minni tilvist. Páls Hafstað verður sárt saknað. Hann er horfínn langt um aldur fram. Snekkjuvogurinn verður aldr- ei samur. Eg og fjölskylda mín vottum Ragnheiði og bömunum, Steinunni, Baldri og Völu okkar dýpstu samúð. Eiríkur Briem Fæddur 13. janúar 1905 Dáinn 23. ágúst 1987 Er fregnin um andlát vinar míns Jóhanns Jóhannssonar, hárskurðar- meistara, barst mér leituðu minning- ar sterkt á hugann. Ég átti því láni að fagna að leiðir okkar Jóhanns lágu saman um langt árabil og met ég mikils kynni mín af honum og hans fólki. Háttvísi, hlédrægni og sáttíysi einkenndu framkomu Jóhanns. Hæfileikar hans komu fram í mörgu þótt honum væri ekki í mun að flíka einu né öðru. í starfí var hann far- sæll enda vinmargur. Líklega hefur mest borið á snilli hans við spila- og skákborðið þar sem hann var meðal allra fremstu íslendinga á brids- og skáksviðinu um margra ára skeið. Ekki gekk Jóhann ætíð heill til skógar. En hann var ein af hetjum hversdagsins sem ekki eru í sviðs- ljósi. Jóhann var tvíkvæntur. Fýrri kona hans var Anna Bergmann Sig- urðardóttir, þau slitu samvistir. Þeim varð tveggja bama auðið. Fýrra bamið dó ungt. Síðar eignuðust þau hjónin mjög efnilega dóttur, Esther, er nú starfar í heilbrigðisráðuneytinu. Seinni eiginkona Jóhanns er Anna María Ólafsdóttir, er reyndist manni sínum afar vel, og áttu þau hjónin nýverið gullbrúðkaupsafmæli. Á heimili þeirra ríkti hlýja, friðsæld og góður hugblær og þar naut ég mikillar velvildar og gestrisni sem ég þakka af heilum huga. Megi guðs friður hvíla yfir minn- ingunni um Jóhann Jóhannsson. Votta ég öllum aðstandendum innilega samúð. Anton Kristjánsson Framsóknarmenn í Ottawa: Gengið á vit fijálslyndra Frá Jóni Ásgeiri Sigrirðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandarílqunum. „Ég hef nokkrum sinnum komið til íslands, meðal annars Morgunblaðið/JÁS Þeir léku við hvern sinn fingur á miðvikudagskvöldið, John Tow- er fyrrum forsætisráðherra og núverandi leiðtogi Fijálslynda flokksins i Kanada, og Steingrimur Hermannsson utanríkisráð- herra. Þeir voru staddir í kvöldboði á ársfundi alþjóðasambands frjálslyndra í Ottawa. Á fimmtudaginn vann Fijálslyndi flokkur- inn i Kanada stórsigur í fylkiskosningunum í Ontario. verið boðið í laxveiði af forstjór- um Pepsieo. Kanadamenn og ísiendingar eiga margt sameig- inlegt og ég hef miklar mætur á íslandi og íslendingum,“ sagði John Tumer leiðtogi Fijáls- lynda flokksins við fréttaritara Morgunblaðsins í Ottawa síðast- liðið miðvikudagskvöld. Höfuðborg Kanada, Ottawa, er í Ontario fylki og ennfremur stór- borgin Toronto, í fylkinu, sem liggur að landamærunum við Bandaríkin meðfram stöðuvötnun- um miklu, búa rúmlega níu milljón- ir af 25 milljónum íbúa Kanada. Höfuðborgin, sem er áberandi snyrtileg og byggingar með evr- ópsku sniði, stendur við Ottawa fljótið á einstaklega fögru bæjar- stæði með skóga allt í kring. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra sat í síðustu viku ársfund alþjóðasamtaka fijáls- lyndra flokka sem var haldinn í Ottawa. Snerist fundurinn að þessu sinni einkum um mannrétt- indi í heiminum. „Ég var í morgun á fundi með leiðtogum ftjálslyndra flokka, þeirra á meðaí John Tumer sem var forsætisráðherra árið 1984,“ sagði utanríkisráðherra við frétta- ritara Morgunblaðsins í Ottawa á miðvikudaginn. „Tumer hóf al- menna umræðu um hugmynda- fræðina og stöðu frjálslyndra flokka í heiminum, hún er að sjálf- sögðu ákaflega misjöfn. Hér í Kanada em á morgun fylkiskosn- ingar í Ontario og Frjálslynda flokknum er spáð mjög góðri út- komu.“ Þegar þetta er skrifað er Ont- ario kosningunum lokið og reynd- ust spár réttar, af 130 sætum á fylkisþinginu hreppti Fijálslyndi flokkurinn 94 en höfðu áður 61 sæti. íhaldsflokkurinn galt afhroð, hefur núna 19 þingmenn á fylkis- þinginu en hafði áður 50. Forystu- maður íhaldsflokksins í Ontario, Larry Grossman, tapaði sínu sæti sem hann hafði haldið í 12 ár og á undan honum faðir hans í 20 ár. David Peterson leiðtogi Frjáls- lynda flokksins í Ontario og samþingmenn hans efndu til kosn- inga og bundu þarmeð endi á minnihlutastjóm sína síðustu tvö ár, en Nýi lýðræðisflokkurinn hafði varið hana falli með sínum 23 þing- mönnum. Alþjóðafundurinn samþykkti svonefnda Ottawa-yfirlýsingu um mannréttindi, þar sem framtíð fijálslyndisstefnu er talin velta fyrst og fremst á því hversu vel þessum flokkum takist að leiða baráttu fyrir mannréttindum um allan heim. Fundinn sóttu fulltrúar frá 35 ríkjum auk ýmissa fjöl- þjóðlegra stjómmálasamtaka. Sem dæmi um þekkta menn má nefna Brian Atwood forseta stjómmála- stoftiunar og Paul G. Kirk formann landsstjómar bandaríska Demó- krataflokksins, Dr. Virgilio Godby frá frjálslynda flokknum í Nik- aragúa, Giovanni Malagodi forseta öldungadeildar Ítalíuþings, David Steel leiðtoga Fijálslynda flokksins í Bretlandi, Itzhak Artzi og Avra- ham Sharir þingmenn frá ísrael, Bengt Westerberg formann Folke- partiet í Sviþjóð og John Kenneth Galbraith hagfræðing. í Ottawa hitti utanríkisráðherra ýmsa kanadíska ráðherra að máli, þeirra á meðal sjávarútvegsráð- herrann Thomas Siddon. — „Við ræddum á breiðum grundvelli um samstarf þjóðanna í sjávarútvegi, sömuleiðis um nýtingu hvalastofn- anna. Kanada hefur mjög svipaða afstöðu og við í hvalamálum, utan þess að þeir hafa ekki lagt í þessi átök við náttúruvemdarsinna," sagði Steingrímur Hermannsson. Á fimmtudaginn hitti Steingrímur aðstoðarráðherra vamarmála, Paul Dick, að máli og ræddu þeir einkum um samstarfið í Atlantshafsbandalaginu. í gær ræddi Steingrímur svo við Joe Clark utanríkisráðherra Kanada um vamarmál, nýtingu sjávar- spendýra, nýlegan fríverslunar- samning Kanada við Bandarfkin og fleira. Frá Ottawa halda þau Steingrímur Hermannsson og kona hans Edda Guðmundsdóttir til Halifax þar sem þessa dagana er haldin sjávarútvegssýning og það- an til Winnipeg á fund með V estur-í slendingum. Steingrímur Hermannsson er einn af varaformönnum alþjóða- sambands fijálslyndra flokka og á auk þess sæti í sjö manna fram- kvæmdaráði sambandsins. Ásamt Steingrími mættu á ársfundinn þeir Bolli Héðinsson, Þorsteinn Ólafsson, Finnur Ingólfsson og Atli Ásmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,* REGÍNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR (HELGASON), i'Vancuover B.C. Kanada, lést þann 11. september. Minningarathöfn síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Geirsdóttir. t Bróðir okkar, JÓSEP JÓH ANNESSON bóndi, Giljalandi Haukadal, er lést að morgni 8. september í Borgarspítalanum verður jarð- sunginn að Stóra Vatnshorni, Haukadal, föstudaginn 18. september kl. 14.00. Systkini og fjölskyldur. t MAGNÚS GUNNLAUGSSON fv. bóndi og hreppstjóri frá Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð, Blöndubakka 18, Reykjavfk, sem andaðist í Landspítalanum 10. sept. sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn 17. september kl. 13.30. Aðalhelður Þórarinsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Ríkarður Jónatansson, Marta Magnúsdóttir, Svavar Jónatansson, Nanna Magnúsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Sigrfður Austmann Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, SVEINN V. ÓLAFSSON hljóðfæraleikari, Sigtúnl 29, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17. septem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög. Hanna Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers, Sigurbjörn Sveinsson, Elfn Ásta Hallgrfmsson og barnabörnin. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug og heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR HEIÐBERG, Laufásvegi 2a. Sérstakar þakkir skulu hór færðar starfsfólki heimahjúkrunar í Reykjavík og starfsfólki á deild 3b Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Sigrfður S. Heiðberg, Einar Jónsson, Eyþór Heiðberg, Chrlsta Heiðberg, Valgerður Anna Eyþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS ÞÓRÐARSONAR, Hátúni 4, Reykjavfk. Heiða Jensdóttir, Guðrún Elrfksdóttir, Viðar Janusson, Þórður Eirfksson, Guðrún G. Björnsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR TÓMASSONAR húsasmfðamelstara, Tungubakka 32, Reykjavfk. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks á deild 11G Landspítalanum. Margrót Tómasdóttir, Tómas Guðmundsson, Margrót Guðmundsdóttir, Guðmundur Tómasson, Jóna Kristín Sigurðardóttir, Trausti Sigurður Guðmundsson, Sigurbjörg Magnúsdóttlr, Sigurður Skúlason, Axel Tómasson, Birgir Sigurðsson, Sigurðsson. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.