Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 19 Húsnæðislána- kerfi á villigötum eftir Kristínu Einarsdóttur í kjarasamningum í febrúar 1986 varð m.a. að samkomaiagi að aðilar vinnumarkaðarins beittu sér fyrir breytingu á húsnæðisl- ánakerfínu, með það að markmiði að gera það einfaldara og réttlát- ara. Auk þess og ekki síst gerði hluti samkomulagsins ráð fyrir að verulega aukið fjármagn kæmi frá lífeyrissjóðum landsmanna. Um vorið voru samþykkt lög á Alþingi um breytt húsnæðislánakerfí sem að mestu byggðu á hugmyndum aðila vinnumarkaðarins. Augljósir gallar á kerf inu Strax í upphafí voru Kvenna- listakonur óánægðar með ýmislegt varðandi breytingar á lögunum, m.a. að ekki var tekið á öðrum þáttum húsnæðislánakerfísins en eignaíbúðaforminu s.s. leiguíbúð- um, búseturéttaríbúðum og verkamannabústöðum. Einnig var þá strax bent á að fjármögnun kerfísins væri í mikilli óvissu. Það þarf sjálfsagt ekki að rekja þá sögu. Nú er svo komið að biðtími eftir lánum er 18 mánuðir fyrir þá sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Breytingar í aðsigi í lok ágúst ákvað Húsnæðis- málastjom að ekki væri seinna vænna að reyna að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem gera þyrfti á húsnæðislöggjöfínni til að spoma við þeirri miklu eftirspum sem er eftir lánsfé. Ennfremur að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái lán á meðan þeir sem nánast em á götunni þurfa að bíða eftir lánum í það langan tíma að hann mælist í ámm. Þriggja manna hópur stjórnar- manna var settur í að vinna að tillögum. Um sama leyti kom ósk frá félagsmálaráðherra um til- nefningu í nefnd á vegum ráðu- neytisins sem skyldi vinna að sama verkefni. Það var því tilefni til mikillar bjartsýni. Nú skyldi málið tekið föstum tökum og unnið vel. Fyrstu tillögur Nefnd Húsnæðismálastjómar lagði fljótlega tillögur fyrir Hús- næðismálastjóm sem aðallega miðuðu að því að draga úr sjálf- virkni kerfisins, óeðlilegri eftir- spum og stytta biðtímann fyrir þá sem em að eignast sína fyrstu íbúð. Mér leist í fljótu bragði vel á tillögumar sem sumar kröfðust lagabreytinga. Sjálfsagt þótti að athuga tillögumar nánar og meta hvað þær hefðu í för með sér, flana ekki að neinu eins og alltof oft hefur verið gert í þessum málum. Flausturslegar ákvarðanir Þann 8. september var boðaður fundur í Húsnæðismálastjóm. Strax í upphafí fundarins fékk ég í hendur tillögur þær sem fundin- um var ætlað að afgreiða um breytinar á húsnæðislánakerfínu. Þetta vom að hluta til alveg nýjar tillögur sem aldrei höfðu verið ræddar í Húsnæðismálastjóm og komu ekki frá undimefnd Hús- næðismálastjómar þótt hluti til- lagnanna væri byggður á hugmyndum hennar. Við nánari athugun á tillögun- um kom í ljós að fyrirhugaðar breytingar höfðu hverfandi áhrif á biðtíma þeirra sem lagt hafa inn umsóknir og eftir er að svara. Einnig var ljóst að tillögumar fólu ekki í sér neina lausn á fjárhags- vanda kerfísins. Lausleg athugun benti einnig til þess að breytingar innan ramma núgildandi laga myndu stytta biðtíma þeirra sem em að eignast sína fyrstu íbúð meira en nýju tillögurnar gerðu ráð fyrir. í þessum málum er alls ekki Kristín Einarsdóttir veijandi að vera með flaustursleg- ar ákvarðanir, ákvarðanir sem gætu haft þveröfug áhrif miðað við það sem þeim var ætlað. Það ætti því að vera ljóst að mikil áhætta fylgir því að breyta reglun- um nú. Breytinga er þörf Ég held að fáir sem til þekkja mótmæli því að breytinga er þörf á húsnæðislánakerfínu þrátt fyrir tiltölulega ný lög. Félagsmálaráð- herra hefur boðað að fljótlega sé von á fmmvarpi um breytingar á húsnæðislánakerfínu og þá von- andi til batnaðar að sem flestra dómi. Lánakerfíð á að vera þannig að fólk geti vitað um rétt sinn, en það sé ekki í höndum fárra manna að ákveða hvort fólk fær lán og hvenær. Það vill enginn hverfa aftur til þeirra tíma þegar aðalhlutverk Húsnæðismálastjóm- ar var að úthluta lánum til ein- staklinga. Hvers vegna bráðabirgðalög? Það sem vekur athygli í þessu máli fyrir utan flumbmganginn er að ráðherra skuli láta sér detta í hug að setja svo illa undirbúin bráðabirgðalög aðeins einum mán- uði áður en þing á að koma saman. Er svo brýnt að breyta lögunum að það réttlæti setningu bráða- birgðalaga? Er ekki rétt að undirbúa málið vel og ætlast til þess að þingið afgreiði málið til- tölulega fljótt strax í upphafí? Það hefur hingað til ekki þótt neitt til- tökumál- að þingmenn afgreiði fmmvörp og þau fleiri en eitt á fáum dögum í lok þings, þó ég sé alls ekki að mæla með slíkum vinnubrögðum. Langtímalausnir krefj- ast nýrra vinnubragða Hingað til hafa vinnubrögð varðandi húsnæðismálin verið með þeim eindæmum að varla hefur verið hægt að gera sér grein fyrir því hvað framundan er. Geðþótta- ákvarðanir og ónákvæm vinnu- brögð hafa verið alltof áberandi í allri ákvarðanatöku hingað til. ís- lenskir húsbyggjendur og íbúða- kaupendur eiga annað og betra skilið en að lögum verði breytt enn einu sinni án þess að ljóst sé hvem- ig fyrirkomulag og framkvæmd eigi að vera. Nú er kominn tími til að breyta vinnubrögðum — við verðum að horfa til framtíðarinnar þegar ákvarðanir em teknar. Höfundur er þingkona og fráfar- andi fulltrúi Kvennalista í Húsnæðismálastjóm. aðeins í dag NýtiÓ ykkur einstakt tækifæri til aó eignast glæsilega vömágóóuveröi. Pelsar Loðskinnshattarog -húfur Leðurkvenföt; kápur, buxur, pils og dragtir LeÓurherraföt; jakkar og buxur PELSINN Kirkjuhvoli simi 20160 Við lýmum fyrir nýjum haustvörum og bjóðum því 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.