Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Er íslenska lopapeysan eins „hallærisleg“ og af er látið? BALLETT KLASSISKUR BALLETT Kennsla hefst 1. október. Námskeið fyrir byrjendur (yníísl 5 ára) og framhaldsnemendur.______ Einnig býður skólinn upp á kennslu í spænskum dönsum: FLAMENCO, JOTA, SEVILLANAS ofl. Innritun í síma 72154 kl. 11 -19. Félag íslenskra listdansara. eftirÁsdísi Emils- dóttur Petersen „Hvað segirðu, ertu í Ála- foss-peysu? Framleiða þeir svona smart?“ Undanfarin ár hafa þeir íslend- ingar sem á annað borð hafa þorað að leggja leið sína inn í eins „hallærislegar verslanir og ís- lenskar ullarverslanir þurft að svara ofangreindri spumingu ját- andi. „Já, og þú ættir bara að vita hvað það leynist margt fínt innan um,“ er þá gjaman svarið. Umræðan um slaka stöðu íslensks ullariðnaðar hefur eink- um beinst að einum af mörgum áhrifavöldum hennar, þ.e. stað- naðri hönnun og íhaldssemi í litavali. En emm við eins stöðnuð og af er látið? Hönnun og litir íslendingar hafa það orð á sér að fylgjast mjög vel með tískunni. Þeir em fljótir að grípa nýjar stefnur og strauma og em manna fyrstir að klæðast nýjustu tísku. Það er því erfítt að trúa því að á hönnunardeildum ullarfyrir- tækja sitji einhveijir útvaldir afdalabændur sem sjá ekkert fyr- ir sér nema liti Islensku sauðkind- arinnar og eldgamaldags snið. Þegar blaðað er í myndabækl- ingum allt frá fyrstu ámm út- flutnings ullarvara afsannast strax sú tilgáta. Nú er oft bent á að það sé kominn tími til að lífga upp á ull- arflíkumar með litum og gera sniðin ásjálegri. Þeir sem segja slíkt ættu að skammast sín fyrir að hafa ekki svo mikið sem litið inn í ullarverslun síðastliðin 15 ár. Á hveiju ári endumýja fyrir- tækin vömúrval sitt og títt er að í vélpijónuðum fatnaði sé um 12-15 liti að velja fyrir utan sauðalitina. Nú, svo má ekki gleyma því að viðskitpavinurinn getur valið um 100-200 mismun- andi gerðir af fatnaði á ári. Vilji hann pijóna flíkumar sjálfur hef- ur hann a.m.k. um 40 bandliti að velja. Islensku ullarfyrirtækin hafa verið sæmilega opin fyrir nýjung- um gegnum árin. Flest ullarfyrir- tækin hafa reynt að koma með hátískulínur samhliða hinni hefð- Upp úr 1980 buðu mörg ullarfyrirtæki upp á léttprjónaðar tískuleg- ar inniflíkur. bundnu og þau hafa kostað miklu til að fá fram sérstakar tískulínur úr ullinni. Aðkeypt hönnun og jafnvel aðkeypt erlend ráðgjöf fyr- ir einstaka fyrirtæki hefur kostað miklar fúlgur í gengnum tíðina. En einmitt hér liggur hundurinn grafínn. Það hefur komið á daginn að íslenskar hátískuflíkur úr ull seljast ekki erlendis. Ástæðumar em margþættar og væri hægt að skrifa sérstakar greinar um þær allar: • Hönnun er I beinni sam- keppni við hið svokallaða „ítalska útlit" og hefur því ekkert umfram til að bera. • Tæknileg útfærsla takmörk- uð. • Efnið sjálft er of „groddara- legt.“ # Óvandaður frágangur vegna takmarkaðs tækjakosts. # Dýrt vinnuafl. # Ómarkvissar dreifileiðir. # Verðið samræmist ekki hlið- stæðum vömm á markaðn- um. Það getur sem sé verið í lagi með hönnunina og litavalið en hver kaupir ósköp venjulega tísku-peysu frá íslandi þegar önn- ur fæst við hliðna á helmingi lægra verði og sjálfsagt er mun meira í þá peysu lagt? Á meðan takmörkuð bandþróun og takmarkaður vélakostur háir fyrirtækjunum geta þau alls ekki látið sig dreyma um að „venjuleg- ar tískuflíkur" frá íslandi rétti íslenskan ullariðnað við. í núverandi kreppuástandi eiga Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIAN METHOD íslensku ullarfyrirtækin fyrst og fremst að beina augunum að „íslenskri hönnun og vömþróun". Halda ber áfram að þróa hið „íslenska útlit" sem alltaf er hægt að selja dýrt. Slík vara mun ávallt hafa sérstöðu. Það á að þróa flíkina þannig að um leið og snið, mynstur og litir er valið sam- kvæmt tískunni sjáist jafnframt að þetta er „sérstæð íslensk flík“. Flíkur seljast ekki eingöngu á því að vera íslenskar heldur vegna sérstöðu sinnar meðal annarra samkeppnisvara. Við verðum að vera öðmvísi til þess að ná til heimsins. Litaðar ullarflíkur hafa verið á boðstólum allt frá upphafsámm útflutnings að undanskildum ámm 1974-79 þegar mesta eftir- spumin var í sauðaliti. Síðan 1980 hafa flest fyrirtækin haft mikið úrval af lituðum flíkum samhliða sauðalitunum. Því má ekki gleyma að það er alltaf viss hópur sem vill ekta íslenska sauðaliti og það er af þeim ástæðum sem haldið er áfram að bjóða hluta af flíkun- um í sauðalitum. Sauðalitaflíkur hifa eingöngu verið lítill hluti af heildarfjölda þeirra flíka sem boð- ið er upp á árlega. Á undanfömum ámm hefur ullariðnaðurinn verið að beijast við þijár hönnunargerðir: 1. Hefðbundna hönnun og snið. 2. Hefðbundna hönnun í tískuleg- um sniðum með litaívafi sem er í tísku hveiju sinni, þ.e. „sérstæð íslensk tískuflík". 3. Hátískuflíkur í sterkum litum, ýmist einlitar eða í nýtískulegum mynsturgerðum. Með tilliti til eftirspumar em allar þijár gerðimar nauðsynlegar en mismikið þó. Það er rangt sem svo oft er ítrekað í fjölmiðlum að við séum löngu orðin of gamaldags þannig að eingöngu beri að leggja áherslu Ásdís Emilsdóttir Petersen „Flíkur seljast ekki ein- göngu á því að vera íslenskar heldur vegna sérstöðu sinnar meðal annarra samkeppnis- vara. Við verðum að vera öðruvísi til þess að ná til heimsins.“ á litaglaðar hátískuflíkur. Lang- mesta etirspumin er í hönnunar- gerð nr. 2, þ.e. „sérstæðar íslenskar flíkur" sem jafnframt em tískulegar. Það er ekki auðvelt fyrir hönn- uði að hanna flíkur sem hvorki em gamaldags eða hátískulegar en þeim hefur tekist það og þeir vita að síkar flíkur seljast eins og heitar lummur. Höldum áfram að þróa hátískuflíkur, höldum áfram að framleiða hefðbundnar flíkur, en umfram allt leggjum áherslu á að þróa flíkur sem líta út fyrir að vera hvort tveggja í senn, Islensk- ar og tískulegar. Dreifing Fyrir 10-15 ámm þurftu íslend- ingar ekki að hafa áhyggjur af markaðssetningu ullarvará er- lendis. Varan seldi sig að mestu leyti sjálf, og stundum var ekki hægt að anna eftirspum. Undir lok seinasta áratugs var útflutningurinn orðinn svo um- fangsmikill að stærstu fyrirtækin komu sér upp einkaumboðs- mannakerfí í hinum ýmsu löndum. BflLLETSKÓLI SIGRÍÐflR flRmflflfl SKÚLAGÓTU 32-34 Þær íslensku ullarflikur sem i\jóta mestra vinsælda eru þær sem sameina allt f senn, hefðbundin mynstur og tfskulegt snið með mildu litaívafi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.