Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 5

Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 5 Kaupmannahöfn: Þingrallamynd eft- ir Kjarval seld á 715 þúsund krónur Kaupmannahöfn. Frá fréttarítara Morgunblaðsins Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur. MÁLVERK frá Þingvöllum eftir Jóhannes Kjarval, málað árið 1935, seldist á 130.000 dkr. eða 715.000 íslenskar krónur á upp- boði hjá Arne Bruun Rasmussen í Breiðgötu i gær. Málverkið var metið á 75.000 til 100.000 dkr. í sýningarskrá, en það er 115x180 cm að stærð, í ramma með út- skornu höfðaletri eftir Ríkharð Jónsson. Fjögur önnur málverk eftir íslenska listamenn voru á uppboðinu og flest slegin kaup- anda yfir matsverði og öll á ísienskar hendur. Margir voru viðstaddir uppboðið þar á meðal nokkrir íslendingar sem buðu hressilega í íslensku málverk- in; Fagurt Asgrímsmálverk nefnt „Úr Ámessýslu" var metið á 30.000 til 40.000 dkr. en selt á 50.000 dkr. eða 275.000 íslenskar krónur. Konumynd eftir Gunnlaug Blöndal var seld í gegnum símatilboð á 40.000 dkr. eða 220.000 íslenskar krónur og hafði þá hækkað um 10.000 dkr. frá matsverði. Næst í röð íslensku málverkanna var glæsilegt Kjarvalsmálverk frá Þingvöllum í listrænum ramma, skomum af sjálfum Ríkharði Jóns- syni. Er úrskurðurinn höfðaletur og lágmynd í hveiju homi. Myndin er stór, 115x180 cm og ekki að undra að hún var loksins slegin á 130 dkr. eða 715.000 íslenskar krónur. Pétur Friðrik fylgdi á eftir, nýtt nafn á uppboðum hér, en málverk hans af gjá og fjalllendi í baksýn var málað 1983. Fór það fyrir 5.000 dkr. eða 27.500 íslenskar krónur. Svavar Guðnason rak lestina en Komposition hans frá árinu 1947 var slegin á 61.000 dkr. eða 335.550 íslenskar krónur og hafði hækkað um 11.000 dkr. frá verði í sýningarskrá. Áformað er uppboð að kvöldi dags hjá Kunsthallen í Köbmag- ergade þann 30. september næst- komandi. Þar er einungis eitt íslenskt málverk á skrá, að minnsta kosti enn sem komið er, en það er abstraktmálverk eftir Þorvald Skúlason. Það er metið á 50.000 dkr. eða 275.000 íslenskar krónur. Málverk Kjarvals í útskornum ramma Rikharðs Jónssonar, sem seldist á 715 þúsund islenskar krónur. Ef skattar eru reiknaðir með er kaupverðið nær milljón krónur. liiftiieigfe , • ■■ ■ - * ■ <ó?***m 4i, v. •**?£>* • •••*•• .... .. y-r&. >' ■ NÚNA er veríð að selja milljónustu SÓLDÓSINA! di öæitadrvkku'teó! SYKUBl/U'í y TummAun/ Magnús Guð- mundur Gunn- laugsson fv. hreppstjóri látinn MAGNÚS Guðmundur Gunn- laugsson fyrrum bóndi og hreppstjóri á Ytra Ósi í Hróf- bergshreppi, Strandasýslu, lést i Landsspitalanum að morgni 10. september, 79 ára að aldri. Magnús var fæddur 28.2 1908. Hann var síðast til heimilis að Blöndubakka 18 í Reykjavík. Eftir- lifandi kona hans er Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Á örfáum vikum hefur Sól sent frá sér 1.000.000 (eina milljón!) Sóldósir. Af því tilefni færum við öllum stuðnings- mönnum okkar þessi skilaboð: Bestu þakkir! Það er meira á leiðinni!!! Og ekki nóg með það. Við heitum fundarlaunum handa þeim sem finnur milljónustu Sóldósina!!! 100.000 kr. Peningarnir eru þínir ef þú finnur dósina og skilar henni á Sól- safnið. Svona ferð þú að því: Allar Sól- dósir eru merktar á botninum með tveim talnalínum. Ef í seinni línunni ert þú 100.000 kr. ríkari. Aðeins ef þú skilar okkur dósinni! Og mundu: Við vitum ekki hvort milljónasta dósin er með Sól - Cola, Grape eða Límó—með eða án NutraSweet. En við erum vissir um að þú kemst að því! tí HÖLDUM LANDINU HREINU SÓL Þverholti 17-21, Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.