Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Borgarráð: Laun Sóknarkvenna hækki um 6 til 9% BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að samræma starfsald- urshækkanir BSRB og Sóknar og að hækka Sóknarstarfsmenn á dagvistarstofnunum um einn launaflokk frá 1. september síðastliðn- um. Þá var samþykkt að flýta námskeiðum fyrir Sóknarstarfsmenn hjá Dagvist Reykjavíkurborgar og að borgin greiði starfsmönnum laun fyrir hluta af námskeiðistímanum. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra getur hér verið um 6 til 9% launahækkun að ræða allt eftir launaflokkum og starfsaldri. Davíð sagði að starfsaldursþrep- um yrði breytt og komið til móts við þá þróun sem orðið hefur hjá BSRB. Fyrsta hækkun var áður eftir fjögur ár en ákveðið hefur verið að hún taki gildi eftir eitt ár. „Þá var samþykkt að auðvelda starfsfólki á dagvistarheimilum að komast á námskeið sem leiða til launahækkunar auk þess sem borg- Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra: Launahækkan- ir verði ekki meiri en 1,5% RÍKIÐ sem vinnuveitandi mun í komandi samningaviðræðum beita sér fyrir því að launahækk- anir verði ekki meiri en 1,5%, sagði Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra á fundi hjá iðnrekend- um í gær. Friðrik sagði að kaupmáttur væri nú meiri en gert hefði verið ráð fyrir þegar síðustu samningar voru gerðir og launahækkun um- fram 1,5% myndi eingöngu valda verðbólgu. Engar áætlanir eru uppi um að beita lögum til að koma í veg fyrir launahækkanir, að sögn iðnaðar- ráðherra, heldur er treyst á skilning aðila vinnumarkaðarins sem best þekktu afleiðingar verðbólgunnar. in greiði starfsmönnum að hluta til yfírvinnukaup á meðan á námskeið- inu stendur um helgar," sagði Davíð. „Þetta er allt til þess fallið að bæta kjörin nokkuð en deilist misjafnlega niður á starfsmenn. Það er ljóst að þeir aðilar sem njóta alls þessa geta fengið um 6 til 9% launahækkun." Davíð sagðist gera sér vonir um að starfsfólk á dagvistarstofnunum yrði ánægðara með sinn hlut eftir þessar breytingar. „Við vitum að vandræðin á dagvistarstofnunum borgarinnar eru ekki bundin við launin ein því það er svo mikil þensla á vinnumarkaðinum og alls staðar vantar starfsfólk. Ég geri því ekki ráð fyrir að fólk flykkist frekar í þessa starfsgrein," sagði hann. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÁÐ í SKAGAFIRÐI Grímsey: Tveir snarpir jarðskjáJftar Grimsey. TVEIR snarpir jarðskjálftakippir fundust í Grímsey um klukkan þijú í gær. Titringur var í eynni fram eftir degi. Stærri jarðskjálftakippurinn kom rétt fyrir klukkan þrjú og er talið að hann hafi verið 3,9 á Richters- kvarða. Varð vart við þann seinni skömmu síðar en hann var heldur minni. Fram eftir degi voru síðan minni jarðskjálftar en titringurinn fjaraði smám saman út. Þar sem fréttaritari býr haggaðist ekkert í jarðskjálftunum. Meira varð vart við kippina um miðbik Grímseyj- ar en þar virðast jarðskjálftar alltaf verða harðari en við endana, hvað sem veldur. Þar mun eitthvað hafa fallið úr hillum. Fólk sem var hér úti að taka upp kartöflur sá jörðina koma í bylgjum úr suðaustri. Samkvæmt því virðast upptökin vera í sprungunni hér fyrir suðaustan eyjuna. Menn hér reyna að taka lífinu með ró þó svona jarðskjálftar gangi yfir, enda er ekkert hægt að gera. Mörgum þykir þetta óhugnanlegt og verður sumum ekki um sel, sérstaklega bömum og kvenfólki. — Alfreð Utanríkismálanefnd Alþingis: Viljum vinna með, en ekki meðal aðildarríkja EB Brllssel, frá Önnu Bjamndóttur, fréttarítnra Morgunblaðsina. Utanríkismálanefnd Alþingis átti viðræður við fulltrúa úr nefndum Evrópuþingsins, sem fjalla um tengsl þess við Norð- urlönd, utanríkis- og efnahags- Snjór á Suðurlandi Hálka á flestum fjallvegum í fyrrinótt ESJAN var grá niður í miðjar hiiðar í gærmorgun, en þá um nóttina féll fyrsti snjór sunnan- lands á þessu hausti. Mest var úrkoman um 5—7 sm i uppsveitum sunnanlands. Snjór féll einnig vestanlands og slydda var á Aust- urlandi, en á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum gekk á með éljum. Kalt var um allt land, en í gær hlýnaði nokkuð. Þá var hiti á bilinu 4 til 6 gráður á Suðurlandi en 1 til 3 gráður á Norðurlandi. Snjó tók upp víðast hvar þegar á daginn leið. „Mönnum hættir til að bregða við fyrstu snjókomu vetrarins," sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að snjórinn væri ekkert óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni, þetta væri svona í meðallagi. Það væri ekkert óvenjulegt að það byijaði að snjóa um miðjan septem- ber. í gærmorgun var hálka á flestum fjallvegum á landinu. Mosfellsheiði var þungfær vegna snjóa. Hellis- heiðin var hál og ill yfirferðar en hún var mokuð. Skafrenningur var í Kerlingaskarði í gærmorgun og Hellisheiði eystri var ófær. mál og pólitísk málefni, í Strassborg í Frakklandi í gær. íslensku Jungmennirnir skýrðu afstöðu Islendinga til Evrópu- bandalagsins og sögðu þjóðina vilja vinna með aðildarríkjum bandalagsins, en ekki meðal þeirra. Að sögn Kjartans Jó- hannssonar alþingismanns ríkti góður andi á fundinum og er- lendu þingmennirnir skildu sérstöðu íslands vel. Sjávarútvegsmál voru ekki rædd ítarlega á fundinum, en ut- anríkismálanefnd lagði áherslu á mikilvægi þess að fríverslun milli íslands og EB mundi ná til sjávar- afurða í framtíðinni. Nefndin mun eiga fund með Cardoso E. Cunah, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjóm EB, í Brussel í dag. Fyrirhugaður innri markaður bandalagsins var ræddur sérstak- lega og Qallað um möguleika íslands til að laga að honum. Það kom fram að íslendingar vilja gera það í samvinnu við aðrar EFTA- þjóðir svo framarlega sem það er hægt. Erlendu þingmennimir töldu ólíklegt að Tyrkland myndi ganga í EB á næstu árum eða jafnvel áratugum, en meiri óvissa virtist ríkja um Noreg. Umræða um afstöðu Austurríkismanna og Svisslendinga til bandalagsins fer nú fram. Kjartan, sem á sæti í þing- mannanefnd EFTA, sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur og fróðlegt væri að kynnast því, sem er að gerast í EB. „Það verð- ur engin kúvending eftir þessa ferð okkar hingað, en það er mikil- vægt fyrir okkur íslendinga að einangrast ekki frá Evrópubanda- laginu og mikils virði að við fylgjumst vel með þeirri þróun, sem á sér stað innan þess.“ Hafninmr hækka aflagjald í 1,5% Kartöflubændur kanna möguleika á útflutningi ÝMIS fyrirtæki í kartöfluheildsölu eru að kanna möguleika á út- flutningi kartaflna til Skandinavíu. Fyrirspumir hafa gengið á milli þeirra og hugsanlegra kaupenda í Noregi og Svíþjóð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er heimsmarkaðsverðið það lágt að ólik- legft er að íslenskir kartöflubændur geti losað sig við offramleiðsluna með því að selja hana úr landi. Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu segir að ráðuneytið hafi nýlega fengið upplýsingar um það frá ut- anríkisþjónustunni að vegna uppskerubrests á hinum Norður- löndunum gæti verið áhugi þar fyrir kaupum á kartöflum frá íslandi. Hann sagði að þessar upplýsingar hefðu verið látnar ganga til þeirra fyrirtækja sem önnuðust kartöflu- heildsölu. Morgunblaðinu er kunnugt um að ýmis fyrirtæki hafa verið að kanna möguleika á útflutningi. For- svarsmaður einnar heildsölunnar sagðist ekki vera búinn að fá svör við fyrirspumum sínum, en gerði sér vonir um að hægt yrði að flytja alla umframframleiðsluna, eða 6.000 tonn, úr landi. Gestur Einarsson framkvæmda- stjóri Ágætis sagðist vera búinn að senda nokkrar fyrirspumir en ekki fengið svör. Hann sagði að útflutn- ingur á kartöflum væri óplægður akur, en sagði að í fljótu bragði virtist hér ekki vera um raunhæfan möguleika að ræða. Verðið væri það lágt á þessum mörkuðum og flutn- ingskostnaður mikill. Hafnarsamband sveitarfélaga samþykkti á fundi sinum, sem lauk i gær, að hækka aflagjald úr 0,85% í 1,5%. Þetta hefur i för með sér aukin útgjöld útgerðar- innar, en Gunnar B. Guðmunds- son, formaður Hafnarsambands- ins, sagði að auknar tekjur kæmu sér vel fyrir hafnimar, þar sem bæta þyrfti þjónustu þeirra. Það væri fyrst og fremst útgerðinni í hag. „Aflagjaldið hefur undanfarið verið 0,85% af brúttóafla, en þá hafði það verið lækkað úr 1,0% vegna lélegrar afkomu útgerðarinn- ar,“ sagði Gunnar. „Þá var talið að hafnimar gætu fremur tekið á sig þessa lækkun. Nú teljum við útgerðina mjög vel færa um að bera 1,5% aflagjald og er þó ekki ofætlað. Þjónusta hafnanna, til dæmis í öryggismálum, þarf að aukast og þar sem það er fyrst og fremst útgerðinni í hag teljum við eðlilegt að hún beri þann kostnað. Það er einnig eðlilegra að þessi gjöld séu greidd beint af útgerðinni til hafnanna, í stað þess að þær renni til hafnanna sem hluti af skattgreiðslum." Sveinn H. Hjartarson, fulltrúi hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, sagði að þar á bæ væm menn að sjálfsögðu ekki hrifnir af þessari hækkun. „Útgerðinni veitir ekki af öllu sínu og það má benda á að hafnimar hafa fengið hlut í auknum tekjum útgerðarinnar þeg- ar aflaverðmæti hefur aukist. Þess vegna teljum við þessa hækkun óþarfa." Ljósin í lag fyrir veturinn „ÞAÐ er mjög brýnt að ökumenn hugi nú að ljósabúnaði bifreiða sinna, enda er skammdegið að færast yfir,“ sagði Ómar Smári Armannsson, aðalvarðstjóri. Ómar sagði allt of algengt að bif- reiðar væm eineygðar, ekki logaði á bremsuljósum eða stefnuljós væm óvirk. „Oft á tíðum er þetta vegna þess að ökumenn vita ekki af því að ljósabúnaði er ábótavant," sagði hann. „Nú er mjög mikilvægt að ökumenn gefi sér tíma til að huga að þessu, enda em ljósin mjög mikil- vægur öryggisbúnaður." Þeir sem verða varir við bifreiðar með biluð ljós ættu að benda öku- mönnum þeirra á það, svo þeir aki ekki um í þeirri trú að ekkert sé að.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.