Morgunblaðið - 16.09.1987, Side 1

Morgunblaðið - 16.09.1987, Side 1
208. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftirmál norsku kosninganna: Presthus hyggst láta af for- mennsku Hægriflokksins Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbiaðsins. ROLF Presthus, formaður Hægriflokksins, ákvað í gær að leita ekki endurkjörs til formennsku flokksins eftir fylgistapið í sveitar- stjórnarkosningunum á mánudag. Hægrimenn töldu úrslitin þó ekki afleit þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði einnig fylgi. Ástæður kosningaúrslitanna eru taldar tvær: Margir kjósendur vildu hegna „gömlu flokkunum" og kusu Framfaraflokkinn, en hins vegar rak óttinn við aukinn innflytjendavanda marga til fylgis við sama flokk. í báðum tilvikum hagnaðist Fram- faraflokkurinn mest. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra, varaði fólk þó við því að treysta á Framfaraflokkinn: „Kjós- endur þekkja indælan mann að nafni Carl I. Hagen, en þeir þekkja ekkert til stefnu flokksins," sagði hún. Vegna fylgistapsins ákvað Rolf _ Presthus, formaður hægrimanna, að hætta formennsku á næsta lands- þingi flokksins. Hann sagði að ákvörðunina hefði hann tekið án samráðs við aðra og taldi að flokkn- um væri það fyrir bestu að fá nýjan leiðtoga. Athygli vakti að á 50 kjörstöðum af 91 í Ósló urðu kjörstjómir uppi- skroppa með kjörseðla Framfara- flokksins, en talið er að einhvetjir hafi tekið með sér ónotaða lqorseðla af kjörstað. Kosningatilhögun var þannig að kjósendur völdu sér kjör- seðla flokkanna, merktu við þá fulltrúa sem vildu og settu atkvæðin í kassana. Sjá einnig bls. 28. Reuter Páfa fagnað Skiltinu fræga í Hollywood-hæðum vestur i Bandaríkjunum var breytt til þess að fagna komu Jóhannesar Páls páfa II þangað í gær. Gárungar einhverjir gerðu sér það nefnilega að leik að breiða svart klæði yfir annað „ell-ið“ í „Holly- wood“, þannig að útkoman varð „Holywood", sem þýða má sem „Helgiskógur“. Borgaryfirvöld í Hollywood ákváðu hins vegar að fjarlægja duluna áður en páfi æki fram hjá skiltinu. V estur-Þýskaland: Tölvukerar komast í tölvukerfi NASA Haniborg, Reuter. HÓPUR vestur-þýskra tölvukera tilkyimti í gær að þeim hefði tekist að bijóta sér leið inn í tölvukerfi það, sem teng- ir saman geimrannsóknarstofur í Bandaríkj unum og Evrasíu. Þeir segja að alvarlegir misbrestir séu í öryggismál- um tölvukerfisins, en taka fram að tilgangurinn með athæfinu hafi verið að benda á gallana — ekki að gera usla. Flestar þeirra rannsóknastofa, sem tengdar vora við móðurtölvu NASA, nota samskiptaforritið VAX, en tölvukeramir komust að því að í því var smuga, sem vanda- laust var að nýta sér. Fulltrúi tölvukeranna, „Wau“ Sovéski flugherinn: Svíum sýnd ágengniyfir Eystrasalti Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttarit- ara Morgunblaðains. SOVÉSKAR orrustuþotur hafa að undanförnu gerst mjög nærgöngular við sænskar flugvélar yfir Eystrasalti og í síðustu viku fylgdu þær t.d. sænskri eft- irlitsflugvél aðeins I 20 metra fjarlægð. Ekki var þó talin hætta á, að flugvélam- ar rækjust á. Yfirmenn sænska hersins telja, að þessi taugaveiklunar- kennda árvekni Sovétmanna sé ein af afleiðingum þess, að Vestur-Þjóðveijanum unga, Matthíasi Rust, tókst að fljúga óhindrað til Moskvu og lenda þar á Rauða torginu. í kjölfar- ið urðu ýmsir æðstu menn hersins að taka pokann sinn og Rust hefur nú verið dæmd- ur í ijögurra ára fangabúða- vist. Holland, sagði að með því að smíða forrit, sem þeir nefndu „Trójuhest- inn“ hefði hópurinn átt greiðan aðgang að lykilorðum, sem þó vora til þess gerð að halda óviðkomandi í skefjum. Með því að nota þessi lykilorð fengu tölvukeramir að- gang að ýmiskonar skýrslum, sem til þessa hafa ekki verið opnar al- menningi. Talsmenn NASA staðfestu að hópurinn hefði fengið aðgang að kerfinu, en tóku fram að tölvuker- amir hefðu ekki komist í nein trúnaðarmál. Reuter Reagan Bandaríkjaforseti ræðir við Shevardnadze á flöt Hvita hússins, en á milli þeirra er George Bush, varaforseti. Afvopnunarviðræður stórveldanna: Shevardnadze segir nýjan leiðtogafund nauðsynlegan Staður og stund óákveðin Washington, Reuter. EDVARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði i gær að nýr leiðtogafund- ur stórveldanna væri nauðsyn- legur. Hann tók þó fram að í bréfi, sem hann bar frá Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga til Re- agans Bandaríkjaforseta, hefði ekkert verið tekið fram um það hvenær af slikum fundi gæti orð- ið. George Shultz, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi við Shevardnadze í þijár stundir í gærmorgun og sagði að bréfið hefði verið „ágætt og greinar- gott“ og Bandaríkjastjórn ánægjuefni. Shevardnadze tók i sama streng, en vildi ekkert frek- ar segja um innihaldið. Ofangreint kom fram við mynda- töku utan við Hvíta húsið skömmu áður en Shevardnadze og Shultz undirrituðu samning um stjóm- stöðvar til að draga úr hættu á kjamorkustríði. Shultz sagði að viðræðumar við kollega sinn hefðu verið „blátt áfram, markvissar og uppbyggileg- ar“. „Ég held að fundarbyijun lofí góðu," sagði Shultz og bætti við að Shevardnadze væri greinilega vel undirbúinn fyrir viðræðumar. Reagan minntist á hugsanlegan leiðtogafund í stuttri ræðu fyrir samningsundirritunina: „Ég lít fram á veginn til þess dags sem við Gorbachev aðalritari getum undirritað enn sögulegri sáttmála." Viðræður utanríkisráðherranna, sem standa munu í þijá daga, em til þess ætlaðar að binda endahnút- inn á samkomulag um upprætingu meðaldrægra kjamorkuflauga. Gorbachev hefur lýst því yfir að hann muni ekki fallast á þriðja leið- togafund hans og Reagans, nema búið sé að ganga frá því samkomu- lagi og Reagan mun sama sinnis. Eftir fundi Shevardnadze og Shultz var létt yfir mönnum og gantaðist Shevardnadze meðal ann- ars við fréttamenn og sagði að þeir Shultz hefðu kvatt viðræðunefnd- imar á sinn fund og sagt þeim að pakka saman — ráðherramir væm búnir að gánga frá þessu. Samkomulag um upprætingu meðaldrægra flauga yrði fyrsti af- vopnunarsáttmáli risaveldanna í áratug og sá fyrsti, sem miðaði að því að grynnka í kjamorkuvopna- búmm þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.