Morgunblaðið - 28.02.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 28.02.1987, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 félk í fréttum Fyrir skömmu var frá því skýrt hér í blaðinu að deilur hefðu orðið í Svíþjóð uym lag það sem vann í söngvakeppni sænska sjónvarpsins, en það verður framlag Svíþjóðar til Evrósjón- keppninnar. Deilumar stóðu um nafn lagsins, en það heitir „Fýra Bugg och en Coca Cola“. Sérfræðing- ur blaðsins í sænskri orðsifjafræði upplýsti að nafn lagsins þýddi mjög lauslega: „Fjögur tyggjó [af tegundinni Bugg] og ein kók“. Fjas Svía mun vera vegna Coca Cola-hluta textans, en hins vegar virð- ist þeim sama um Bugg- hlutann, enda er Bugg framleitt af Svensk Tugg- gummifabrik AB í Sund- svall. Söngkonunni, Lottu Engberg, stendur hins veg- ar gersamlega á sama um hvað lagið heitir og bað sjónvarpsmenn lengstra orða að skipta um titil ef vera kynni að þeir svæfu betur fyrir vikið. Hins vegar kann svo að fara að Lotta muni ekki geta tekið þátt í keppninni í Briissel hinn 9. maí, þar sem að hún er ólétt og á von á sér í apríl. í hennar stað kæmi þá söngkonan Aija Saijonmaa, sem varð í öðru sæti, en aðeins eitt stig skildi þær stöllur að. Hvað sem segja má um Svía þá er ljóst að þeir eru aldrei í vandræðum með að fínna sér vandamál til að fást við. Evrósjón deila Söngkonurnar Lotta Engberg og Arja Saijon- maa. Stjáni blái og Ziggy Stardust. Bestu vinir E skimóahundurinn Ziggy Stardust er voða ljúfur og góður þegar vinur hans, kettlingurinn Stjáni blái, er annars vegar. Þeg- ar hinn breski eigandi þeirra Ziggy og Stjána óttaðist í fyrstu að þeir myndu rifast eins og hundur og köttur, en það fór töluvert betur en á horfðist því að Ziggy gekk Stjána allt að því í foður stað og eru þeir nær óað- skiljanlegir nú. Forseti íslauds, fini Vigdís Finnbogadóttir, samgleðst höfundum og leikstjóranum, Helgu Bachmann eftir sýningu. Á milli þeirra stendur Guðrún Jóhanna Olafsdóttir, sem er meðal leikara í sýningunni. Verðlauna- einþátt- ungunum vel fagnað af áhorfendum Þjóðleikhúsið frumsýndi, síðast- liðinn þriðjudag, verðlaunaein- þáttungana „Draumar á hvolfi," eftir Kristínu Ómarsdóttur og „Gættu þín,“ eftir Kristínu Bjarna- dóttur. Eru einþáttungarnir sýndir á Litla sviðinu, Lindargötu 7. Hvor þáttur er rúmlega klukku- stundar langur og var sýningunni vel tekið í alla staði og var höfund- unum óspart klappað lof í lófa í lokin, svo sem sjá má á meðfylgj- andi myndum. Morgunblaðið/Þorkell Leikhúsgestir fagna höfundum, Kristínu Ómarsdóttur og Kristínu Bjarnadóttur, i lok sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.