Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Síungir sjarmörar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: GÓÐIR GÆJAR - TOUGH GUYS ★ ★ ★ Lcikstjóri: Jeff Kanew. Fram- leiðandi: Joe Wizan. Handrit: James Orr og Jim Cruickshank. Tónlist: Burt Bacharach. Kvik- myndataka: King Baggot. Aðal- leikendur: Burt Lancaster, Kirk Douglas, Charle Durning, Alexis Smith, Darlanne Fluegel, Eli Wallach. Bandarísk. Touchstone Films 1986. Það er fátt um þessa mynd að segja annað en hún er bráð- skemmtiieg og lífleg afþreying, þar sem gömlu kempurnar, Lanc- aster og Douglas, fara á kostum. Þeir leika vini sem verið er að sleppa út eftir 30 ára fangelsis- vist. Þeir halda að tíminn hafi staðið í stað á meðan og gera sér ekki strax ljóst að annar er að verða sjötugur og hinn á áttræð- isaldri! Enda báðir fjallhressir. Ekki er hægt að segja að þjóð- félagið breiði út faðminn á móti þessum týndu sonum þegar útí frelsið er komið. Lancaster er varpað inní aðra prísund — sem nefnist elliheimili, en Douglas, sem er yngri, bjóðast aumustu störf samfélagsins. Er það því nokkur furða þó þeir geri upp- reisn gegn þessu helvíti og snúi sér að því sem þeir kunna best — að ræna og rupla? Frá upphafi til enda er Góðir gæjar sneisafull af léttri gaman- semi, hnyttnum andsvörum og uppákomum sem þeir afgreiða með slíkum stíl, þessir gömlu vinir okk- ar, að manni hlýnar um hjartaræt- uraar. Lancaster á ekki í neinum vandræðum með að sýna á sér létt- ari hliðina — sem vann honum Óskarsverðlaunin fyrir aldarfjórð- ungi í titilhlutverkinu í þeirri ógleymanlegu Elmer Gantry. Og Kirk Douglas er alltaf jafn eitur- hress og glaðbeittur, með snerpu unglingsins, þrátt fyrir að hann var hartnær sjötugur þegar myndin var tekin. Og fulltrúi sögufrægra, rosk- inna Hollywoodkvenstjarna er engu síðri; Alexis Smith, sem reyndar er „aðeins" 65 ára! Þessi glæsilega, síunga leikkona, sem gerði garðinn frægan hjá Wamer á fjórða og fimmta áratugnum, er þeim kump- ánum verðugur félagsskapur. En Eli Wallach hefði gjama mátt missa sig. En undir allri rembufyndni karl- hrossanna glittir á þakkarverða gagnrýni á framkomu þjóðfélagsins í garð þeirra sem em að ljúka dags- verkinu. þeim er pakkað inná stofanir þar sem reynt er að reyta af þeim persónueinkennin og komið fram við þá eins og hálfgerð vand- ræðaböm. Góðir gæjar er óvenju hressileg og mannleg mynd, besta skemmtun fyrir alla frá átta ára og uppúr! Þeir Lancaster og Douglas; engir venjulegir ellilífeyrisþegar! 26020-26065 Einbýlishús í Hafnarfirði Nýkomið til sölu fallegt einnar hæðar 170 fm einbhús við Brekkuhvamm. 2 saml. stofur, skáli, 4 svefnherb., eldh., þvottah., bað og geymsluherb., allt á sömu hæð. Bílsk. Skipti á 4ra-5 herb. íb. í Hafnarfirði eða Garðabæ koma til greina. Opið í dag frá kl. 13-16. Árni Gunnlaugsson, hrl. Austurgötu 10, sími 50764. Opið í dag 1-3 FRAKKASTÍGUR. 2ja herb. 50 SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL fm. Mikið endum. Verð 1650 þús. SNORRABRAUT. 2ja herb. góð íb. 65 fm. Mikið endurn. Verð 2,2 millj. HRINGBRAUT. 2ja herb. íb. 50 fm. Verð 1900 þús. MOSGERÐI. 3ja herb. íb. í kj. 80 fm. Verð 1600-1650 þús. FLÚÐASEL. 2ja herb. íb. á jarð- hæð, 90 fm. Verð 2,3 millj. FRAMNESVEGUR. 3ja herb. góð íb., 85 fm á 1. hæð. Góður garður. Verð 2,5 millj. SEUABRAUT. 3ja-4ra herb. íb. 100 fm. Frábært útsýni. Suöur- svalir. Verð 3,2 millj. VESTURBERG. 4ra herb. íb. 100 fm á 4. hæð. Frábært út- sýni. Verð 2,9 millj. HRAUNBÆR. 4ra herb. falleg íb. Suðursvalir. 120 fm. Verð 3,5 millj. FÍFUSEL. 4ra herb. falleg íb. á 2. hæð, 110 fm auk herb. í kj. Suðursv. Verð 3,5 millj. NORÐURBRAUT HF. Einbýlis- hús 70 fm. Mögul. á mikilli stækkun. Verð 2,1 millj. HRAUNHVAMMUR HF. Ein- býlish. 160 fm á tveimur hæðum. Verð 3,9 millj. VEFNAÐARVÖRUVERSLUN Góð vefnaðarvöruverslun í Hafnarf. til sölu. Uppl. á skrifst. HÁRGREIÐSLUSTOFA - HF. Hárgrstofa til sölu í Hafnarf. Uppl. á skrifst. Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir eigna á skrá Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson, HEIMASÍMI: 77410. Til sýnis og sölu auk annara eigna: Nýtt glæsilegt steinhús I Seljahverfl 102 + 75 fm auk kj./jaröhæðar um 84 fm. Húsið er ekki fullgert en fbhmft. Góður bílsk. Teikn. á skrifst. Elgnaskipti möguleg. 6 herb. séríb. við Stórholt á neðrl hæð og í kj. Á hæðinni er 4ra herb. íb. Allt sér. í kj. eru 2 rúmg. herb. og stór geymsla. Herb. má tengja hæðinni. Nýtt gler, nýir póstar. Skuldlaus eign. Laus fljótl. Stór bílak. (verkstæði) fylgir. Teikn. á skrifst. 4ra herb. íbúðir við Fornhaga 3. hæð, 95,5 fm nettó. I enda, endurnýjuð. Útsýni. Sólheima 4. hæð, 110,3 fm. Stór og góð í lyftuhúsi. Ágæt sameign. Kleppsveg 6. hæð, 100 fm nettó. Suðurib. í lyftuhúsi. Útsýni. Miðtún aðalhæö í tvlb., ekki stór. Nýtt eldh. Bílsk., 21 fm nettó. Trjá- garður. Sérinng. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Seljahverfi. Eyjabakka 3. hæö af meöalstærö. Sórþvottah. Góð innr. Ágæt sam- eign. Útsýni. Stór og góður bilsk., 46,8 fm nettó. Góðar einstaklingsíb. við Rofabæ jaröh., 46,2 fm. Sólverönd. Útb. kr. 560 þús. Vffilsgötu 2ja herb., ekki stór. Öll eins og ný. Grettisgötu ekki stór í tvíb. Glæsil. „stúdíóíb." Ný glæsileg eign á útsýnlsstað f Mosfellssvelt. Steinhús, 212 fm á hæö auk bílsk. um 50 fm. Ennfremur mikil og góð vinnu- og geymsluaðstaöa I kj. Á skrifst. eru Ijósmyndlr og telkn. GJafverð. Iðnaðarhúsnæði — sumarbústaðir og byggingarlóðir. Nokkrir traustir kaupendur óska eftir þessum eign- um til kaups. Vinsamlegast hafið samband við skrifst. Látið okkur finna ráttu eignina fyrir ykkur. Margskonar elgnaskipti. Allar uppl. trúnað- armál sá þesa óskað. Fjöldi traustra viöskiptavina hafa á undanförnum árum notað sér þessa þjónustu okkar með góðum árangri. Opið á morgun, laugardag kl. lOtil kl. 12.00 og kl. 13 til kl. 16. AIMENNA ftSTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Victor Banerjee í hlutverki læknisins í myndinni Heppinn hrak- fallabálkur. Indverji í London Kvikmyndir Arnaldur Indriðason (Foreign Body). Sýnd í Há- skólabíói. Stjörnugjöf: ★>/2 Bresk. Leikstjóri: Ronald Neame. Handrit: Celine La Freniere. Framleiðandi: Colin M. Brewere. Kvikmyndataka: Ronnie Taylor. Helstu hlutverk: Victor Baneijee, Warren Mitch- ell, Trevor Howard, Geraldine McEwan og Denis Quilley. Heppinn hrakfallabálkur er ein- mitt heiti sem fellur vel að þeirri andlausu bresku fyndni, sem ein- kennir þessa nýjustu mynd Ronald Neame. Á frummálinu er titillinn virðulegri (Foreign Body) en segir í rauninni ekkert um innihaldið. Myndin bytjar ansi vel úti í Kalkútta á Indlandi þaðan sem aðalpersónan, indverski atvinnu- leysinginn Ram Dam (Victor Baneijee), fær uppí hendumar ferð til fyrirheitna landsins, þ.e. Bretlands. Það stefnir allt í gam- ansama og skemmtilega þjóðfé- lagssýn og netta ádeilu, sem sýnir hvernig lituðum þegn breska sam- veidisins vegnar á gamla, góða Englandi. En slíkar væntingar hverfa þegar líða tekur á myndina og við taka dæmigerð, lítt spennandi og óskemmtileg ástaræfintýri. Á einu andartaki verður sagan um fátæka Indvetjann í London að innihaldslítilli ástarsögu sem Bar- bara Cartland gæti skrifað í svefni. Ram Dam verður skyndilega læknir þegar hann aðstoðar unga lafði eftir umferðarslys og kemur sér upp læknastofu í framhaldi af því og fær allt ríka og fræga fólkið til sín og meira að segja forsætisráðherrann en myndin gerist, eins og sagt er í henni, í BFT (Bretlandi fyrir Thatcher). Ram Dam verður skotinn í lafð- inni og þarf ekki að spytja að leikslokum. En með því hverfur líka áhuginn á myndinni eins og dögg fyrir sólu. Og þótt Banetjee sé spaugileg- ur á sinn áhyggjufulla og lítilmót- lega indverska hátt er hann svolítið eins og úti á þekju þegar líða tekur á myndina enda lítið farið út í þá breytingu sem verður á honum úr fávísum almúgamanni í virtan og virðulegan lækni. Og eins og myndin sjálf er hann mun meira sannfærandi í fyrri hálfleik en þeim seinni. Heppinn hrak- fallabálkur er lítil framfor fyrir hann á vestrænum bíómynda- markaði frá hlutverkinu sem hann hafði í Ferðinni til Indlands eftir David Lean. Og hún er lítilfjörleg- ur áfangi á athyglisverðum ferli Ronald Neames. Kvöl og pína Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson TÓNABÍÓ: VÍTISBÚÐIR - HELL’S CAMP ‘/2 Leiksfjóri Eric Carlson. Aðal- hlutverk Tom Skerritt, Lisa Eichorn, Anthony Zerbe, Fred Williamson. Bandarísk. Orion 1986. 90 mín. Hafnarfjöröur Álfaskeið. 2ja herb. 65 fm íb. á jarðhæð. V. kr. 1,5 millj. Hellisgata. 2ja herb. um 80 fm einbhús. Mikið endurbætt. Vesturbraut. 4ra-5 herb. íb. í timburh. V. 1,7-1,8 millj. Hjaliabraut. 4ra herb. endaíb. á 3. hæð í fjölbhúsi. Vesturbraut. 3ja herb. lítil íb. í tvíb. V. 1050 þús. Hringbraut. 3ja-4ra herb. rish. í þríbhúsi. Svalir. Brekkuhvammur. 6 herb. einnar hæðar 170 fm fallegt einbhús. Bílsk. Opiðídag kl. 13-16 Ámi Gunnlaugsson hn Austurgötu 10, aími 50764. Hópur bandarískra hermanna býður sig fram til að sækja eitt erfiðasta námskeið sem um getur í hersögunni og engum utanað- komandi í rauninni er ljóst hvað snýst um. Það kemur fljótt á dag- inn að ekki er um neinar venjuleg- ar æfingabúðir að ræða. „Námið“ fer fram á afskekktri eyju undir stjóm hermanns sem virðist gjör- samlega orðinn kolbtjálaður, sama er um hjálparkokka hans að segja. Hér á að stæla upp ofur- menni sem ekkert eiga að óttast. Á nemana eru notuð venjuleg skotvopn ef eitthvað ber útaf og hinar margvíslegustu pyntingar daglegt brauð. En þegar nauðgan- ir eru komnar inná tyftingar- skrána þykir sumum lærisvein- anna mælirinn fullur ... Þessi mynd virðist eingöngu gerð í þeim tilgangi að fullnægja kvalalosta höfunda, svo barmafull sem hún er af sadisma og öðrum yfirgengilegum andlegum sóða- skap. Og þegar tilraunir eru gerðar til að nálgast persónurnar fer allt í handaskolum, eftir sitja hlægilegar klisjur, grynnri en teiknimyndahetjur. Þessir kvik- myndargerðamenn finna sig betur við píningarbekkinn. Ósmekkleg mynd sem veitir litla afþreyingu öðrum en þeim sem eitthvað fá útúr því að sjá fólk niðurlægt og kvalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.