Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 68
ÍÞRÓTTI UNGLINGA Umsjón/Vilmar Péturssor Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson • Hvort þaA hjálpar að horfa til himins þegar lyfta skal þungum lóðum skal ósagt látið en þeir Aðal- steinn Kjartansson og Bárður Ólsen eru að minnsta kosti ekki niðurlútir þegar þeir taka á öllu sem þeir eiga. Kraftlyftingar: Fjöldi meta var settur - á Islandsmeistaramóti unglinga íslandsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum fór fram laugar- dáginn 7. febrúar síðastliðinn. Keppendur voru óvenju fáir að þessu sinni og er skýringa að leita til þess að á annan tug kepp- enda á mótinu í fyrra gekk upp úr unglingaflokki. Ljóst er að áhugi á kröftum og kraftlyftingum meðai unglinga í landinu er mik- III. Sem dæmi um það má nefna að Jón Páll fékk um 150 unga drengi á námskeið á Akureyri og hundruð æfa kraftlyftingar í líkamsræktarstöðvum víða um land. Töluverður fjöldi meta var settur á móti þessu. Strax í 60 kg flokki setti Aðalsteinn Kjartansson, Ak- ureyri, met í hnébeygju 147,5 kg og sigraði í flokknum. í 67,5 kg flokki sigraði Rúnar Friðriksson, Akureyri, með 305 kg. Engin met voru sett í 75 kg flokki en sigurveg- ari þar varð Már Óskarsson, Fáskrúðsfirði, með 507,5 kg í sam- anlögöu. í öðru sæti varð yngsti keppandi þessa móts, Kópavogs- búinn Auöunn Jónsson, með 405 kg en hann er aðeins 14 ára gam- all. Elín Ragnarsdóttir keppti ein í kvennaflokki og setti fjölda meta í 75 kg flokknum. Hún setti strax met í hnébeygjunni er hún lyfti 135 kg léttilega. En hún lét ekki þar við sitja því í réttstöðulyftunni lyfti hún 157,5 kg örugglega. Bárður Ólsen var í miklum ham í 82,5 kg flokknum og reyndi við met bæði í bekkpressu og hnébeygju sem mistókust naumlega. í réttstöðu- lyftunni mistókst hinsvegar ekkert hjá honum og þar leit nýtt met dagsins Ijós, 250 kg lyfti hann upp af harðfylgi. í 90 kg flokki sigraði Gunnar Kjartanson Reykjavík og bætti sig stórlega í öllum greinum og stefnir á fremstu röð meðal kraftlyftinga- manna hérlendis. í 100 kg flokki sigraði Magnús Steinþórsson, Reykjavík. Hann var við að setja met í hnébeygju en tilraun hans við 302,5 kg mistókst naumlega. Júlíus B. Þórólfsson Reykjavík sigr- aði í 110 kg flokki og er þar á ferðinni stórefnilegur unglingur sem þarna tók þátt í sínu fyrsta móti. Júlíus var nálægt því að taka 500 kg í samanlögðu á sínu fyrsta móti en tæknileg mistök með 207,5 kg í réttstöðulyftu eyðilögðu þann draum. í 125 kg flokki sigraði Agnar M. Jónsson, sem betur er þekktur sem ólympískur lyftingamaður. Hann sýndi á þessu móti að í hon- um býr mikill styrkur og gæti hann náð langt sem kraftlyftingamaður. Torfi Ólafsson sigraði örugglega í yfirþungavigt en var töluvert frá sínu besta. Þeir Torfi Ólafsson og Magnús Steinþórsson háðu harða baráttu um sæmdarheitið „Besti unglingur í kraftlyftingum á íslandsmeistara- móti 1987,“ og sigraði Torfi naumlega. Magnús fór þó ekki sæmdarheitarlaus frá þessu móti, því hann vann bæði hnébeygju- og bekkpressubikarinn en Torfi fékk réttstöðulyftubikarinn. AuðunnJónsson: Elín Ragnarsdóttir: Strákarnir mönuðu mig YNGSTI keppandi kraftlyftinga- mótsins var Auðunn Jónsson 14 ára. „Ég er langyngstur á mótinu því sá næsti er 18 ára,“ sagði hann. Yfirleitt byrja menn ekki að æfa kraftlyftingar fyrr en um 17 ára aldur og var Auðunn inntur eftir ástæðum þess að hann byrjaði svona snemma. „Já, það er satt, flestir byrja ekki fyrr en um 17. Ég er aftur á móti búinn að æfa í tvö og hálft ár. Ég hélt að ég mætti ekki æfa svo ég og vinur minn fórum í líkamsrækt í Engi- hjalla. Við spurðum konuna í afgreiðslunni hvort við mættum æfa kraftlyftingar og hún sagði að það væri allt í þessu fína. Vinur minn hætti fljótlega en strákarnir mönuðu mig að halda áfram. Það er talið að meiðslahættan sé dálít- ið mikil þegar maður er ungur en ég hef passað mig á að byrja með léttum þyngdum á meðan líkaminn er að styrkjast. Ég er nýbyrjaður að keppa en þeir sem óg æfi með töldu að ég væri búinn að byggja mig það vel upp að ég væri tilbú- inn í slaginn. Það má því segja að ég hafi verið tvö ár að byggja mig upp fyrir mótin. Síðustu vikuna fyr- ir mót hvíli ég mig og lyfti einungis léttum þyngdum nokkrum dögum fyrir mót," sagði Auðunn. Morgunblaðiö/Bjarni Eiriksson • Auðunn Jónsson brosir fallega til Ijósmyndarans. Slæmt að fá enga keppni EINA STELPAN á unglinga- meistaramótinu í kraftlyfting- um var Elín Ragnarsdóttir Hún stóð sig mjög vel og setti fjölda meta. „Mér kom það ekki á óvart því ég hef verið að lyfta þessum þyngdum á æfingu,“ sagði hún eftir þess- ar velheppnuðu metlyftur. Elín hefur æft kraftlyftingar í tvö ár með hléum á sumrin. „Ég var í líkamsrækt og leidd- ist síðan út í þetta. Núna æfi ég 3—4 sinnum í viku og eftir jólin hef ég æft sérstaklega vel með þetta mót í huga," sagði hún. En skildi ekki vera leiðinlegt að vera eina stelpan á mótinu. „Jú það er nú hálf leiðinlegt. Við áttum reyndar að vera tvær en hin hætti við. Það er slæmt að fá enga keppni. Á móti fyrir jól vorum við fjórar en ég veit ekki hvers vegna þær stelpur mæta ekki. íslandsmótið er í apríl og vonandi verðum við fleiri þá,“ sagði Elín að lokum. MorgunblaöiÖ/Bjarni Eiríksson • Stfllinn f lyftunum hjá Elínu Ragnarsdóttur er mjög góður eins og þessi mynd ber með sór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.