Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 -í" D- Ást er ... ... að finna að fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott TM Reg. U.S. Pal Ofl -aH ríghts reserved 01966 Los Angeles Times Syndicate Ég hef ekki áhyg-gjur af því að verða pabbi, heldur að þurfa að segja konunni minni það. Svona lætur þú aldrei! HÖGNI HREKKVÍSI t,ÚCb VIL EKKI M JÓLKIMA /MINA OG KÖICURNAR eiNMlTT NÚNA.'" ■: ....................................■■:■' UM NOTKUN BÍLBELTA 0680-4225 skrifar: Það hefur mikið verið skrifað um notkun bflbelta undanfama mán- uði. Nú er svo komið að fyrir Alþingi liggur frumvarp um þessi mál, svo ekki er seinna vænna að taka til hendi og benda á eitthvað betra enn sektarákvæði og harðneskju gagn- vart þeim farþegum sem setjast inn í bfl og hafa um annað að hugsa en að reyra sig fasta í bflsætið. Annað gildir um bflstjórana. Þetta á að vera þeim ósjálfráð hreyfing að setja á sig beltið, en er því mið- ur stóráfátt í þeim efnum. Það hefur farið fram könnun á bflbeltanotkun og þar kom vel fram, að alltaf Qölgar þeim sem nota þetta ágæta öiyggistæki. Og þó hægt fari þá megum við gleðjast yfir hveijum þeim, sem skynjar það öryggi sem þetta belti veitir þeim er tamið hefiir sér notkum þess. Nú tel ég að hægt sé að hraða þessari aukningu með því að skylda alla bílstjóra sem einkabflum og leigubflum aka að þeir sjái til þess, að þeir sem í framsætinu eru láti skilyrðislaust á sig bflbeltið og umfram allt, að vera vissir í því, að farþeginn kunni að taka beltið af sér aftur ef á þarf að halda. Það þvælist oft fyrir mönnum, því beltin eru ekki öll eins. Ennfremur á að veita bflstjórum harða áminningu, ef á þá sannast að þeir aki um með farþega í framsæti án bflbeltis, og vitanlega eiga þeir sjálfir að vera í belti. En fari nú svo illa að sektum verði beitt, að þá renni það fé óskipt til slysavama. Víkverji skrifar Einhveijir starfsmenn Rasar tvö safna nú undirskriftum til að fá Ingu Jónu Þórðardóttur til að láta af formennsku í útvarpsráði. Formaðurinn hefur sér það til sakar unnið að hafa velt upp þeirri spum- ingu hvort ekki sé ástæða fyrir Ríkisútvarpið að selja Rás tvö og una starfsmenn rásarinnar þessu hugmyndaflugi útvarpsráðsform- annsins svo illa að þeir telja nauðsynlegt að koma Ingu Jónu frá. Víkveiji þessa stundina er reynd- ar þeirrar skoðunar að það sé ástæðulaust að Ríkisútvarpinu sé gert að selja Rás tvö, telji þeir sem stjóma stofnuninni frá degi til dags að hún þjóni rekstrarlegum tilgangi Ríkisútvarpsins. Hann er reyndar einnig þeirrar skoðunar að leggja eigi útvarpsráð í núverandi mynd niður í kjölfar þess að Ríkisútvarp- inu sé breytt í sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjóm sem aftur ræður útvarpsstjóra. En það breytir ekki því að Víkveija finnst að form- aður útvarpsráðs hafi fullan rétt til að viðra hveija þá hugmynd um framtíð ríkisútvarpsins, sem honum þóknast, og það sé reyndar skylda Ingu Jónu á þessum miklu breyting- artímum í ljósvakafjölmiðlum að varpa fram sem flestum slíkum hugmyndum, sem menn geta þá hafnað eða samþykkt eftir atvikum. Hlutverk formanns útvarpsráðs má ekki verða það eitt að verða ein- hvers konar varðhundur við ein- hvem fílabeinstum sem starfsmenn ríkisútvarpsins em að reyna að búa sér til. Iþessu samhengi má einnig vekja athygli á að fsland er síður en svo eina landið þar sem skrafað er og skeggrætt um ljósvakafjölmiðl- ana, útvarp og sjónvarp, þessa stundina. í Bretlandi var td. nýve- rið haldin á vegum breska blaðsins Financial Times ráðstefna um kapal— og gervihnattasjónvarp og eðlilega var framtíð breska ríkisút- varpsins, BBC þar mjög á dagskrá. í erindi sínu á fundinum sagði t.d. David Mellor, innanríkisráðherra sem fer með málefni útvarps þar í landi, að breska ríkisstjómin hneigðist mjög að tillögum svokall- aðrar Peacock—nefndar, sem fyrir nokkmm missemm skilaði yfir- gripsmikilli úttekt á framtíðarskip- an útvarpsmála í Bretlandi, en þar er gert ráð fyrir þeim möguleika að BBC geti aflað sér tekna með áskriftargjöldum í stað þessa nef- skatts sem afnotagjöldin er. Mellor segir að stjómvöld geri sér ljósa grein fyrir því að margvíslegir erfið- leikar séu á framkvæmd þessa en „það er ljóst að það liggur í loftinu að áskriftir eiga eftir gegna vax- andi hlutverki í fjármögnun sjón- varps...“, segir Mellor. Eins og nærri má geta em tals- vert skiptar skoðanir um þessa hugmynd í Bretlandi ogjafnvel inn- an ríkisstjómarinnar. Á framan- greindri ráðstefnu sagði t.d. fulltrúi BBC að breski stjómvarpsiðnaður- inn væri ein af velgengnissögum þessarar aldar, enda þótt Bretar yrðu yfirleitt að fara til útlanda til að fá af því fregnir, og hann var- aði eðlilega við því að hróflað yrði um of við ríkjandi skipulagi. í sama streng tók reyndar fulltrúi óháðu sjónvarpsstöðvanna bresku og var- aði við því að núverandi fyrirkomu- lagi yrði teflt í tvísýnu áður en gervihnattasjónvarpið sem nú væri í birtingu, hefði sýnt hvaða breidd í dagskrárframboði það hefði upp á að bjóða og í hvers konar gæða- flokki þetta efni væri. Það getur þannig tæpast skaðað málefni útvarps hér á landi að viðra hugmyndir um framtíðarskipan út- varpsmála með svipuðum hætti og láta fjalla um þær á sæmilega mál- efnalega. Til að mynda: Er það sjálfsagt mál með fjölgun sjón- varpsstöðva hér á landi að ein þeirra njóti þeirra forréttinda að fá stærsta hluta tekna sinna í formi þessa nefskatts sem afnotagjaldið er? Á ekki fólk að geta valið hvort það vill borga fyrir dagskrá Ríkis- sjónvarpsins eða ekki? Má ekki ímynda sér að Ríkisútvarpið geti farið áþekka leið og Mellor viðrar hér að framan, amk. eftir að völ er orðin á tveimur sjónvarpsstöðv- um um landið allt, og einfaldlega lykli dagskrá sína og selji í áskrift- arformi, svipað og keppinauturinn? XXX Og enn á sömu nótum. Mikið er Víkveiji sammála efasemd- um menntamálaráðherra um gildi þess fyrir okkur íslendinga að halda áfram þátttöku í hinu norræna Te- lesat-gervihnattaverkefni, sérstak- lega þegar þess er gætt að sendingar Telesat munu alls’ ekki nást á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.