Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 55 ísland og Sovétríkin; Áframhald á pólitískum viðræðum eftirD. Andrejev För Mikhails Gorbachevs til Reykjavíkur í október sl. til að sitja þar leiðtogafundinn, var einnig mik- ilvægur atburður í samskiptum Sovétríkjanna og íslands. Þann 10. október 1986 heimsótti hann for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, og átti við hana viðræður. Fundinn sátu einnig Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Matthías A. Mathiesen, utanríkis- ráðherra. Rætt var um það sem hæst ber í heiminum, hættuna sem stafar af kjamorkustyrjöld, og bent var af ánægju á aukin og ábatasöm tengsl Sovétríkjanna og íslands. Þetta var fyrsti fundur æðstu manna Sovétríkjanna og íslands, og hann hafði geysilega mikla þýð- ingu fyrir öll samskipti ríkjanna, og hann hóf pólitískar viðræður þessara tveggja ríkja á nýjan grundvöll. Fyrirhuguð heimsókn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra til Sovétríkianna í boði sovésku ríkisstjómarinnar mun einnig stuðla að áframhaldi viðræðna og eflingu samskipta ríkjanna. Samskipti Sovétríkjanna og ís- lands hafa gengið í gegn um mörg þróunarstig. Opinberlega vom þau fyrst tekin upp 1926, og fóru fyrst fram í gegn um Kaupmannahöfn, vegna þess að samkvæmt samningi íslands og Danmerkur frá 1918, fór Danmörk með utanríkismál íslands. Fyrsti samningur Sovétríkjanna við Island var viðskiptasamningur, en hann var gerður í Moskvu 25. maí 1927. Ríkin vilja auka náin viðskiptatengsl sín, og koma sér því saman um að veita hvort öðm bestu kjör í viðskiptum og flutning- um, segir f samningum. Á þessu ári era þvf liðin 60 ár síðan á kom- ust bein viðskiptatengsl milli Sovétríkjanna og Islands. Það em mikilvæg tímamót fyrir þjóðir okkar með tilliti til þess að verslunarvið- skipti hafa alltaf verið kjaminn í samskiptum Sovétríkjanna og ís- lands. Diplómatísk tengsl milli ríkjanna vom tekin upp síðar, í sambandi við síðari heimsstyrjöldina. Snemma á stríðsámnum vom tekin upp diplómatísk viðskipti milli land- anna, og fóm þau fram í gegn um sovésku og fslenku sendiráðin í London. Árið 1943, eftir að skipst hafði verið á erindisbréfum, var ákveðið að koma á beinum dipló- matfskum samskiptum á sendiráðs- gmndvelli. Árið 1955 urðu sendinefndimar, Sovétríkjanna í Reylqavík og íslands í Moskvu, sendiráð af asðstu gráðu. Þann 11. ágúst 1944 kom fyrsta sovéska diplómatasendinefndin til íslands og afhenti trúnaðarbréf sitt forseta landsins. Þessi stjómmálatengsl milli landanna sönnuðu vilja þeirra beggja á að efla hina ábatasömu samvinnu sína. Og það er eftirtekt- arvert að þetta gerðist á hinum bitm ámm síðari heimsstyrjaldar- innar. Samskipti Sovétríkjanna og ís- lands fengu nýtt umfang og aukið innihald á eftirstríðsámnum. Það verður þá að segjast að annarlegar pólitískar ástæður komu í veg fyrir að nokkur markaðsviðskipti þróuð- ust milli ríkjanna fyrr en á sjötta áratugnum. Það var ekki fyrr en árið 1953 að við undirrituðum fyrsta við- skiptasamninginn eftir stríð. Hann hljóðaði upp á viðskipti samkvæmt umsömdum lista og ákveðnum regl- um um afhendingu og greiðslu. m/ítarH rptrlur sem við fömm PCti/a iiivvMvi . -g-_ enn eftir og mótast af sérstöðu íslensks efnahagslff, sem byggist á fiski og firkafurðum. Þannig kvað fyrsti listinn, sem gerður var yfír vömr sem Sovétríkin seldu íslandi, á um að það skuli fyrst og fremst vera olíuvörur, svartolía, díselolía og bensín. Megnið af því sem við keyptum frá íslandi var fiskur og fiskafurðir. Árið 1982 undirrituðu lönd okkar efnahagssamning. Hann krefst aukinnar efnahagssamvinnu milli hliðstæðra stofnana í Sovétríkjun- um og á íslandi, og aðstæðna þar sem byggt er á gagnkvæmum hagnaði. Þau svið og það umfang sem slfk samvinna nær til byggist á því sem aðilar koma sér saman um, á getu þeirra og þörfum. Spumingar sem varða sjóinn og lífríki hans hafa alltaf verið stór þáttur í samskiptum Sovétríkjanna og íslands. Þetta er mjög eðlilegt, af því þetta em mikilvægir hlutir sem gegna æ stærra hlutverki i lífi bæði Sovétríkjanna og Islands. Sov- étríkin hafa alltaf tekið tillit til þess að sjórinn er sérstaklega mikilvæg- ur fyrir ísland og íslenskt efna- hagslíf. Sem góðir nágrannar hafa Sovétríkin alltaf virt slíkar ákvarð- anir íslendinga eins og þegar þeir færðu fiskveiðilögsögu sína út í 50 mílur og síðar í 200 mílur, enda þótt inn í hana kæmu þá svæði sem sovéski flotinn var vanur að fiska á. Á grandvelli gagnkvæmra hags- muna undirrituðu Sovétríkin og ísland árið 1977 samning um vísinda- og tæknisamvinnu og sam- eiginlegar viðræður um fískveiðar og rannsóknir á lífríki sjávarins. í samræmi við það samkomulag var sett á laggimar blönduð sovésk-ís- lensk nefnd og vinnur hún giftu- samlega. Sovétríkin og ísland hafa oft haft sömu eða svipaða afstöðu til mála á hafréttarráðstefnum og til hins nýja hafréttarsáttmála, sem þau mæla með að ná skuli til alls heimsins og taka gildi sem fyrst. Vísindasamvinna ríkjanna bygg- ist einnig á gagnkvæmum hags- munum. Tii dæmis starfaði rannsóknaleiðangur frá jarðfræði- og jarðeðlisfræðideild sovésku vísindaakademíunnar á íslandi í mörg ár. Sá leiðangur vann í ná- inni samvinnu við íslenska vísinda- menn. Allar upplýsingr sem þessi sovéski leiðangur aflaði vom af- hentar rannsóknarstofnunum íslenska ríkisins. —„oAUnj, Sovétríkianna og ís- IVlUlllOUaim . —____ ... lands era sannarlega dæmi um samvinnu f þágu vísinda jarðarinn- ar. Hin margvíslegu menningar- tengsl þessara tveggja þjóða era byggð á samningum og fímm ára áætlunum. Bækur gegna þar miklu hlutverki. Bókmenntir Islendinga em sovéskum lesendum vel kunnar. í Sovétríkjunum em verk íslenskra höfunda gefin út í stómm upplög- um, og ekki aðeins á rússnesku heldur einnig á mörgum öðmm tungumálum sem töluð era í Sov- étríkjunum. Bækur Halldórs Laxness era vinsælastar, en einnig njóta ýmsir aðrir íslenskir rithöf- undar vemlegra vinsælda, svo sem eins og Þ. Þórðarson, S. Stefáns- son, E. Benediktsson og ó. Sigurðs- son. íslenska og íslenskar bókmenntir em kenndar við skandinavísku málvísindadeildina í háskólanum í Leníngrad. Á vegum skólasamvinnu Sovétríkjanna og íslands hefur ver- ið gefin út íslensk-rússnesk orða- bók. Þá hafa farið fram skipti á sýn- ingum hverskonar, og tónskáld og aðrir listamenn hafa gagnkvæmt heimsótt Sovétríkin frá íslandi og ísland frá Sovétríkjunum. Þá hafa verið haldnar íslenskar kvikmynda- vikur í Sovétríkjunum og sovéskar á íslandi. Öflug tengsl íþrótta- manna era enn einn flöturinn á menningartengslum landanna. Siðastliðið sumar undirritaði heil- brigðisráðuneyti Sovétríkjanna og íþróttasamband íslands samning um samvinnugmndvöll á sviði íþiótta. Sovétríkin og ísland búa við ólík efnahagskerfi og tilheyra ólíkum stjórnmála- og hemaðarbandalög- um. í því felst áskorun til þeirra að ástunda stöðugar pólitískar -wð- ræður, að efla gagnkvæman skiln- ing og leita sameiginlegrar afstöðu og möguleika á að leysa vandmeð- farin alþjóðamál. Sérhver þeirra í samræmi við möguleika á að efla alþjóðlega slökun og í samræmi við lokaályktun Helsinki-sáttmálans. í stjómmálaviðræðum er að finna ýmsa ólíka farvegi og staðla sam- skipta milli ríkisstjóma og ráðu- neyta. í því sambandi vil ég benda á opinbera heimsókn Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsæt- isráðherra 1977, til Sovétríkjanna, og Einars Ágústssonar utanríkis- ráðherra 1975. Þessar heimsóknir áttu sér báðar stað á tímum þíðu oo- slökunar í Evrópu. ~o--- — * í^l. _ I október 1985 kóm E. A: sne- vardnadze utanríkisráðherra Sov- étríkjanna við á íslandi á leið sinni frá Havana til Moskvu. Hann ræddi þá við settan forsætisráðherra og utanríkisráðherra íslands. Það hefur þannig komist á sjálf- virkni í viðræðum milli utanríkis- ráðherra landanna. Jafnvei sú sameiginlega yfirlýsing Sovétríkj- anna og íslands um niðurstöðumar af heimsókn Einars Ágústssonar til Sovétríkjanna 1975, benti til þess, að báðir aðilar álitu jákvætt að haldið yrði áfram ráðgefandi við- ræðum milli Sovétríkjanna og íslands, og mæltu með því að áframhald yrði á þeim í framtíðinni. í það heila tekið verð ég að segja að samskipti Sovétríkjanna og ls- lands era stöðug og þjóna hagsmun- um beggja landanna. Hin opinbera heimsókn Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra íslands til Sovétríkjanna og viðræður hans við sovéska ráðamenn mun hjálpa til að þróa þessi tengsl. Höfundur er fulltrúi í utanríkis- ráðuneyti Sovétríkjanna. Grein þessi erbirtað óskAPNá íslandi í tilefni af för Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra til Sovétríkjanna. ÚRVALS FILNUR # # Dreifing; TOLVUSPIL HF. sími: 68-72-70 UkDA Árg.Ekinn Vorð -------- nx 9b. 230 þ. bamaia.uy. uv - ,r. Lux 84 21 0. 155þ. Station 85 3Zþ. 160þ. LuxCanada 85 15þ. 195þ. Sport 86 11 þ. 280 þ. stg. Vegna mikillar sölu bráðvantar okkur nýlega bíla I sal — ð skrð. Opið 9.00—19.00 virka daga iaugardaga 10.00—18.00 Bíla& Vélsleóasalan Suðurlandsbraut 12 84060 <. 38600 Þú svalar lestraxþörf dagsáns ájSÍöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.