Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 fHttgtmfrltifcife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Augiýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Erfiðleikar Arnarflugs Amarflug stendur enn einu sinni á vegamótum. í at- hyglisverðu viðtali við við- skiptablað Morgunblaðsins í fyrradag upplýsti Hörður Ein- arsson, sem tók við stjómarfor- mennsku í félaginu á sl. sumri, að tap á rekstri þessa fyrirtæk- is væri á 11 árum orðið tæpar 530 milljónir króna en upp í það tap hefði reksturinn skilað hagnaði, sem næmi um 64 milljónum króna. Jafnframt skýrði stjómarformaður Amar- flugs frá því, að eigið fé fyrir- tækisins væri nú neikvætt um 235 milljónir króna og nýtt hlutafé, sem lagt var fram á sl. sumri að upphæð um 95 milljónir króna, væri uppurið vegna þess, að tap á rekstri sl. árs hefði verið margfalt meira en nokkrum kom til hugar. Margt vekur eftirtekt af því, sem fram kemur í orðum Harð- ar Einarssonar. í fyrsta lagi er það náttúrlega umhugsunar- efni, hvað þetta litla fyrirtæki hefur tapað miklum fjármunum á tiltölulega skömmum tíma. í annan stað vekur þessi mikli taprekstur auðvitað spumingar um það, hvort nokkur grund- völlur sé fyrir starfrækslu tveggja flugfélaga hér. í þriðja lagi hlýtur það að vekja undmn fólks, að mikið tap hefur verið á leiguflugi Amarflugs erlend- is, en það em verkefni, sem mikið hefur verið hampað bæði af forráðamönnum félagsins frá fyrri tíð og öðmm. Hvaða tilgangi þjónar það að tapa stórfé á leiguflugi í fjarlægum löndum? í fjórða lagi hljóta menn að hnjóta mjög um þau orð Harðar Einarssonar, að upplýsingar um raunvemlega stöðu félagsins hafí alls ekki legið fyrir, þegar nýir hluthafar komu til sögunnar sl. sumar. Þetta er í annað sinn á tveimur ámm, sem það kemur í ljós, að upplýsingar um stöðu fyrir- tækja liggja ekki fyrir fyrr en mörgum mánuðum seinna. Það kom í ljós í rekstri Hafskips og það liggur nú fyrir um rekst- ur Amarflugs á sl. ári. Hafa tölvuvæðing og nútíma-stjóm- unarhættir algerlega farið fram hjá þessum fyrirtækjum og kannski öðmm? Þrátt fyrir þennan mikia tap- rekstur á undanfömum ámm og þrátt fyrir að það nýja hlut- afé, sem lagt var fram sl. sumar, er uppurið er ljóst, að enn eru þeir menn til í atvinn- ulífí á íslandi, sem vilja leggja fram fé til þess að rekstri Am- arflugs verði haldið áfram. Sú staðreynd sýnir náttúrlega að fjölmargir kaupsýslumenn mega ekki til þess hugsa, að hér verði eitt flugfélag, sem annist farþegaflutninga og vömflutninga á milli landa og em tilbúnir til þess að leggja á sig erfíði, leggja fram íjár- muni og taka verulega áhættu til þess að koma í veg fyrir að Flugleiðir búi við einokunarað- stöðu í þessum efnum. Er hægt að bjarga Amar- flugi? Hörður Einarsson segir í viðtali því, sem hér hefur ver- ið vitnað til, að ef „við hefðum haft réttar upplýsingar um raunvemlega stöðu félagsins hefðum við líklega ekki verið tilbúnir til að leggja fram fjár- magn til þess að endurreisa Amarflug". En úr því, sem komið er, sýnist ljóst, að stjóm- arformaður Amarflugs og samstarfsmenn hans ætli ekki að gefast upp við þetta verk- efni. En hefur eitthvað breytzt, sem vekur vonir um það, að rekstri félagsins verði komið á réttan kjöl? Sennilega er það fátítt, ef ekki einsdæmi, að forsvars- maður fyrirtækis leggi spilin á borðið með þeim hætti, sem stjómarformaður Amarflugs gerði í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í fyrradag. Það vekur traust. í annan stað er augljós- lega búið að gjörbreyta rekstri fyrirtækisins á hálfu ári. Starfsmönnum hefur fækkað um helming, viðamikið leigu- flug í fjarlægum löndum hefur verið lagt niður og öll áherzla lögð á áætlunarflug á milli- landaleiðum. Hér er augljós- lega öðm vísi að verki staðið en menn eiga að venjast. Það hefur nokkuð tíðkazt seinni árin, að lagt hefur verið út í söfnun hlutafjár, sem num- ið hefur tugum milljóna, til þess að endurreisa fyrirtæki, en þegar til kastanna hefur komið hafa hinir nýju hluthafar ekki lagt fram reiðufé, heldur greiðsluskuldbindingar, sem fyrirtækin hafa síðan fengið lán út á, gjaman fyrir forgöngu ríkisstjóma. Það er tæpast við því að búast að það fyrirkomu- lag á sölu hlutafjár geti gengið til lengdar eða skilað nokkmm árangri. En vinnubrögð nýrra stjómenda Amarflugs hafa afl- að þeim trausts, sem stuðlar að því að þeir fái tækifæri. fiöaisGai doéD U msjónarmaður Gísli J ónsson 377. þáttur Víkingur Guðmundsson á Akureyri hefur sent mér fram- haldsbréf. Hann er alltaf jafn brennandi í andanum að halda uppi heiðri og hreirileika móður- málsins. Um sinn er hann heldur svartsýnn á varðveislu íslenskr- ar tungu. Hann segir meðal annars: „Á tímum hnignunar, kúgun- ar og niðurlægingar tókst okkur að varðveita málið, þrátt fyrir lélega menntun, enga bama- skóla og fáa málfræðinga. Nú er svo komið að þeir sem hafa lært íslensku í æðri skólum, hika við að skera úr um hvað sé rétt mál og hvað rangt. [Innskot umsjónarmanns: Um þetta „úr- skurðarhik" og annað því tengt var rækilega fjallað í 308. þætti 12. okt. 1985, og fer líklega að verða tímabært að endurtaka það.] Þeir geta oftast bent á hliðstæðu úr eldra máli og því eldri sem vitleysan er því réttari sé hún. Eða, ef nógu margir tala vitlaust þá sé komin hefð á vitleysuna og hún orðin rétt mál. Afleiðingin er sú að nú leið- réttir enginn annars málfar. Nú hlær enginn að ambögum manna. Nú eru allir í vafa um málfar sitt. Mér virðast böm hafa beygingu orða nokkuð á hreinu, en svo fari þau í skóla og læri að tala vitlaust." Umsjónarmaður getur ekki stillt sig um, í orðastað Víkings, að skjóta hér inn vísu eftir Bjama úrsmið (bragarháttur úrkast): Að skólanum er skömm og tjón og skást að flýj’ ’ann, ef þaðan koma fleiri flón en fóru í ’ann. Víkingur heldur áfram: „Þann stutta tima sem eg var í skóla var lagt mest kapp á að læra málfræðireglur. Þær átti að læra utan að, bæði heiti og leiðir til að þekkja reglumar. En nota- gildið skipti minna máli. T.d. beygðust sagnir eftir tíðum og háttum, og svo var staglast á því að þekkja í hvaða tíð eða hætti sögnin væri, en aldrei minnst á að menn þyrftu að vita hvenær ætti að hafa sögn í fram- söguhætti og hvenær í viðteng- ingarhætti. Eg ætla að leiða hjá mér að tala um tíðir sagna núna, því að eg held að þær heiti eitt- hvað allt annað nú en áður, heldur fínna því frekar stað sem eg hef verið að segja. Dóttir mín sex ára sagði: „Eg veit ekki hvort hann sé heima." Eg hugsaði mér að leiðrétta bamið og benda því á að réttara væri að segja: „Eg veit ekki hvort hann er heima.“ En svo fór eg að hugsa um hvort eg hefði nokkuð réttara fyrir mér. Eg breytti um tíð setningarinnar og sagði. Eg vissi ekki hvort hann væri heima. Eða, eg vissi ekki hvort hann var heima. Eg hætti við að leiðrétta bamið.“ Umsjónarmaður grípur hér enn fram í fyrir bréfritara: Þetta efni er afarþungt viðureignar. Reynt var að kryfja það til mergjar í 283. þætti 20. apríl 1985. Það tókst ekki til fullrar hlítar. ★ Gefum Víkingi orðið enn: „En síðan er fyrir löngu búið að gera það í skólanum [þ.e. leiðrétta bamið] og þar er hún búin að læra að segja „mér hlakkar til“, og „langar þér í“ og allt það sem nú þykir fínt mál. Við kennara vil eg segja þetta: Hlustið eftir málfari bamanna og leiðréttið þau og leiðréttið þau aftur og aftur. Eg hef oft skrifað hjá mér setningar og setningahluta sem eg hef heyrt í útvarpi og ekki talið rétt mál. Langar mig nú til að spuija þig hvort eg sé með brenglað málskyn og hvar og hvenær eigi að nota viðtenging- arhátt. [Umsjónarmaður: Sjá áður um 283. þátt, en gott mál- skyn bréfritara dreg ég ekki í efa og hef ekki gert.] Eg tel að hér séu að verða kynslóðaskipti, eða líklega staðbundin breyting á málfari, en viðtengingarháttur er að smáhverfa úr máli sumra manna. Hefur þetta greinilega mjög mikil áhrif á málfar manna almennt. Em jafnvel m^lfræð- ingar þar meðtaldir. Heyrt í útvarpi: (eg set innan sviga það sem eg tel réttara mál).“ Nú tekur bréfritari mjög mörg dæmi, þar sem hann telur að réttara hefði verið að nota við- tengingarhátt en framsöguhátt. Umsjónarmaður birtir hér á eft- ir 10 þeirra. 1. Verið er að kanna hvort hægt er (sé) að opna Steingrímsfjarðarheiði. 2. Er það virkilega svo að við emm (séum) tilbúin til að... 3. Það er spuming hvort ekki á (eigi) að ... 4. Ég held að þeir starfa (starfí) með almannaheill í huga. 5. í dag verður tilkynnt í Reykjavík hver hlýtur (hljóti) bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. 6. Þýðir þetta það, að hægt er (sé) að draga tilboðið til baka? 7. Hann gætir þess að hann fær (fái) það sem honum ber. 8. Nú virðist ljóst að störfum Alþingis lýkur (ljúki) ekki fyrr en ... 9. Vissu aðeins fáir að hún var (væri) til. 10. Þá gat hann þess að hrogn- in em (væm) smærri í vorgotssíld. Umsjónarmanni fínnst að í sumum þessara dæma orki tvímælis hvort rétt sé (og annað rangt) að nota viðtengingar- hátt. í sumum dæmanna, t.d. nr. 2, fínnst honum það ein- boðið, og í dæmi 4 heldur hann að um mismæli hafí verið að ræða. ★ Síðari hluti bréfs Víkings Guðmundssonar bíður í bili, en orðið er hér fíjálst um efni þess hvenær sem er. Og Hlymrekur handan kvað: Ég hugsa mér Halldóru í Firði sem hæversk þess einasta spyrði (eftir angistarsótt langa andvökunótt) hvort hún er eða sé einhvers virði. — Hvort hún var eða væri einhvers virði. Arnarhóll: Gangstígar og stallar lagfærðir Á þessu ári verður byijað á fyrsta áfanga að breytingum á Arnarhóli samkvæmt tillögu Birnu Björnsdóttur innanhúss- arkitekts, sem hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um endurbætur á hólnum. Rúmlega fjórum milljónum hefur verið veitt í fyrsta áfangann sem felst aðallega í breytingu á stöllum við styttuna_ og lagningu gangstígs yfír hólinn. í tillögu Bjargar er gert ráð fyrir útileikhúsi við Kalkofnsveg og við enda Lindargötu er lagt til að komið verði upp steintöflum með áletruðu ágripi af sögu landnáms Ingólfs og sögu Reykjavíkur. Þá er einnig lagt til, með skírskotun til öndvegissúlna Ingólfs, að komið verði upp súlnaröð frá Hæstarétti, vestur Lindargötu fram á Amar- hól, þar sem súlnaröðin tekur beygju og stefnir á Alþingishúsið og Dómkirkjuna, framhjá Stjómar- ráðshúsinu. Á gönguleið austan stjómarráðsins er lagt til að svipuð- um töflum verði komið fyrir sem minni á sjálfstæðisbaráttu íslend- inga. Á svæði sunnan við Seðla- bankann er lagt til að komið verði upp myndverki sem jafnframt er ætlað bömum til að klifra í. Þar skammt frá er lagt til að komið verði upp söluskála. í tillögum Bimu er gert ráð fyrir Fyrsti áfangi að breytingum á Arnarhóli. að gróðurinn á hólnum einkennist af grasflötum og grasbrekkum eins og nú, en tijágróður myndi umgjörð um svæðið. Ahersla er lögð á að sjónrænum tengslum við Lækjar- götu sé haldið. Samstarfsmenn Bimu við mótun tillögunnar vom þeir Hilmar Þór Bjömsson arkitekt og Einar E. Sæmundsen landslags- arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.