Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Þeir sem kynna sér bandaríska nútíma rokktón- list fá það fljótt á tilfinning- una að Don Dixon sé þar ubique. Ekki er nóg með að hann gefi út plötur með eigin nafni heldur er stundum sem hann sé skrifaður fyrir útsetning- um hjá annarri hverri banda- rískri nýbylgjusveit. Nægir þar að nefna hljómsveitir eins og REM, Guadacanal Diary, The Smithereens og nú síðast Wednesday Week. Wednesday Week er upp- runnin í Los Angeles og varð til í núverandi mynd árið 1985. Uppistaðan í hljóm- sveitinni eru systurnar Kristi og Kelly Callan, sem leika á rythmagítar og trommur. Sér til aðstoðar hafa þær bassa- og hljómborðsleikarann Heidi Rodenwald og gítarleikarann David Nolte. Það eru þær Kristi og Heidi sem bera mesta ábyrgð á tónlistinni en David leggur einnig sitt af mörkum. Tónlistarlega á Wednes- day Week lítið skylt við aðrar „kvenna" hljómsveitir (enda ekki hreinræktuð sem slík, 3 konur 1 karl). Leiðtogi sveit- arinnar, Kristi Kallan, kvartar og yfir því að menn hafi viljað flokka hljómsveitina eins og Go Go’s og Bangles. Wed- nesday Week spilar me- lodískt rokk á þéttum grunni með áberandi endurómi frá breskum síðpönkhljómsveit- um eins og The Jam. Bestu lög: Missionary, Forever og Circle. Kristi Callan Pink Floyd Pink Flcyd hefur nýverið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hljómsveitin hafi síður en svo lagt upp laupana. Að vísu njóti hún ekki lengur starfs- krafta Rogers Waters og hans verði saknað, en samt sem áður sé hann ekki ómissandi. Dave Gilmour, Nick Mason og Rick Wright vinna nú víð upp- tökur á nýrri plötu undir stjór Bob Ezrin, þess sama og stjórnaði upptökum á „The Wall". Þríeykið segist ekkert skilja í yfirlýsingum Waters um að „bandið sé búið að vera“ og málaferlum hans vegna nafnsins og leggur það í hend- ur almennings að meta það þegar platan kemur út seinna á árinu. Smithsárið hafið Aðdáendur The Smiths eiga fyrir höndum dýrt ár en ánægjulegt. Með því er átt við að hljóm- sveitin The Smiths er nú að Ijúka við samning sinn hjá Rough Trade og ætlar því að gefa út tvær breiðskífur og fjórar eða fimm EP plötur á árinu. Fyrsti skammtur er þegar kominn, EP platan Shoplifters of the World Unite. Kannski hafa menn tekið eftir því að lagið fór ð inn á topp tíu á Englandi, fyrsta lagið frá The Smiths sem það gerir, þó það hafi gert þar stuttan stans. Ekki þarf það að koma á óvart þegar hlustað er á lagið, það er með því betra sem frá sveitinni hefur komið. Textinn er einnig með því besta. Lögin tvö sem eru á b-hlið plöt- unnar eru litlu síðri, en sérlega er gaman að laginu Half a Per- son. Þó að Morrissey sé allt að því óþolandi persóna, tilgerðar- legur og væminn á köflum, þá er ekki hægt að láta sér vera illa við mann sem semur svo góða texta sem raun ber vitni, og gerir þar að auki góðlátlegt grín að sjálfum sér í þokkabót. Morrisey, söngvari The Smiths. Sammy Hagar Sammy Hagar er nýbúinn ' . að gefa út safnplötu með nýjum iögum og gömlum ymklllfe'-r^ og er platan ágætis þver- ‘JZqŒLrfL'' 'stiW skurður af ferli Sammys. 'fWSjLW J. / Þá er hann farinn inn í lgS^j| f:j stúdíó til þess að taka upp %gií sólóplötu og er það enginn annar en gítarleikarinn /• góðkunni, Eddie Van Ha- / len, sem mun stjórna 1 * upptökum á henni. Þessi /J*1* skyndilega iðni Sammys Sammy Hagar, er tilkomin vegna þess að glaðbeittur að vanda. hann þarf að uppfylla samning sinn við Geffen-hljómplötufyrirtækið, en Van Halen er samningsbundin Warner-bræðrum. Af Van Halen er þaö annais að frétta að þeir karlar munu hafa samið nokkuö efrti á hljómleikaför sinni og ætfa þeir að hlaupa inn í stúdíó öðru hverju. Annars hefur heyrst orðrómur um að þeir hyggist gefa út hljómleika- plötu og jafnvel að á henni yrði lika nýtt stúdíóefqi. Sammy Hagar, glaðbeittur að vanda. Plötudómur Árni Matthiasson Europe. Hæfilega evrópskir Europe - The Final Countdown PLÖTUDÓMUR Andrés Magnússon SÆNSKA hljómsveitin Europe skaust mjög skyndilega upp á stjörnuhimininn með laginu „The Final Countdown". Er ekki að furða því þarna er um prýðilega grípandi lag að ræða, Duran Duran áferð TRÍÓIÐ Duran Duran fer I fyrstu tónleikaferð sína í þrjú ár seinni hlutann f mars. Hún hefst í Japan hinn 21. mare og þaðan heldur þríeykið til Evr- ópu, þar sem það verður f aprfl og maí. í byrjun júní hefst síðan för piltanna um Bandaríkin. Þegar er uppselt á alla tón- leika í Japan þannig að greinilegt er að hljómsveitin á trygga aðsá- endur þar hvað sem á dynur. Ekki er en fyllilega Ijóst hverjir munu aðstoða strákana á sviði, en npfn ýmissa toppmanna eins og Stevie Stevens heyrast öðru hverju. Jafnvel var rætt um að Andy Taylor myndi koma til liðs við þá um stundarsakir. sem er hæfilega rokkað, en reynslan sýnir að öðru hverju fær pupulinn óstöðvandi þrá eftir síðhærðum mönnum með gítarsóló á hverjum fingri. Þessi plata telst vera í rokk- aðri kantinum, þó svo að fyrrum meðlimir í þungarokksklúbbnum SKARR myndu nú ekki gefa mik- ið fyrir hana. Hljóðfæraleikur er ágætur, en söngvarinn verður þreytandi til lengdar. Greinilegt er að gítarleikarinn, John Nor- um, hefur hlustað mikið á samlanda sinn og snilling, Yng- wie Malmsteen, en Norum þessi er reyndar hættur í hljómsvei^ inni. . , Þessi plata er sæmileg í hlust- un og skilar því sem lofað var, þó að ekki sé um straumhvörf í tónlistarsögunni að ræða. rokksíðan UMSJON ANDRÉS MAGNÚSSON KVENNAROKK? Tíie Siniifts Eflaust ein besta mynd sem tekin hefur verið af Elvis, en af hverju bleik? The Smiths — Shoplifters of the World Unite
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.