Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 AF HVERJU TEXTAÐAR ÓPERUR - EÐA - AF HVERJU EKKITEXTAÐAR ÓPERUR? Aida með ís- lenzkum texta eftirSigrúnu Davíðsdóttur Á Aidu íslenzku óperunnar ann- að kvöld verður í fyrsta skipti hér brugðið upp á tjald efniságripi söngtextans, líkt og gert er við erlent sjónvarpsefni. Textaðar óperusýningar sjást orðið víða um óperuheiminn og því tímabært að íslenzkir óperugestir kynnist fyrir- bærinu. Við hlið íslenzku óperunnar stendur félag stuðningsmanna. í haust hófu nokkrir félagar þess afskipti af óperunnL Það var drif- kraftur læknanna Áma Tómasar Ragnarssonar, Þorsteins Blöndals og próf. Þorvalds Gylfasonar, sem kom II trovatore svo eftirminnilega í beina útsendingu sjónvarpsins í haust. Textamir em næsta verk- efni þeirra, til að efla enn og treysta óperuflutning hér. Að þessu sinni sá Þorsteinn mest um framkvæmdahliðina. Hugmynd að textunum kom upp þegar þeir félagar hugleiddu, hvað styrktarfélag ópemnnar gæti gert til að treysta fyrirtækið í sessi. Ein hugmyndin var beina útsend- ingin, önnur textun og sú þriðja hátíðartónleikar, sem vonandi verða í vor. í samtali við Þorstein og Áma Tómas hnykktu þeir á að textamir ættu að færa ópemna nær áhorfendum, gera þeim hana aðgengilegri og laða þannig fleiri í íslenzku óperuna, en vissulega mætti líka líta á textaðar sýningar sem betri og bætta þjónustu við ópemgesti. Vonandi laði slíkar sýningar nýja áhorfendur inn í ópemna því þá styrkist reksturinn. Opemáhugafólk hér verður auðvit- að ekki áhyggjulaust um ópem- framtíðina fyrr en hægt verður að fastráða söngvara, rétt eins og leikara og dansara, og koma upp njörvuðum ópemrekstri. Þegar farið var að hugleiða text- un Aidu í haust, var stjóm óper- unnar strax hlynnt hugmyndinni og tók henni vel. En það er ekki alveg einfalt að koma textum inn í verk, sem er þegar komið lan- gleiðina á fjalimar. Una Collins, sem sá um leikmynd og búninga, var auðvitað nokkuð áhyggjufull yfír því hvemig textunum yrði komið fyrir í verki hennar. Dec- kert hljómsveitarstjóri var ekki fullsannfærður um nauðsyn text- ans. Vita ekki allir allt um Aidu? var sjónarmið Vínarbúans. En Bríet Héðinsdóttir leikstjóri tók strax svo vel í hugmynd áhuga- mannanna, að það var engin spuming um framkvæmdina. Hennar sjónarmið var fyrst og fremst það, að áhorfendur skildu betur það sem færi fram á sviðinu og nytu sýningarinnar betur með textum. Þar með var hægt að byija und- irbúninginn. En þó orð séu til alls fyrst verður lítt um áþreifanlegar framkvæmdir ef ekki fæst fé. Sól hf. lagði fram svo myndarlegan styrk, að það var hægt að ráðast í framkvæmdir. Textunin hefur '____á spjaldið í salnum. Textaðar óperur í útiöndum Óperan er uppmnnin á 16. öld, m.a. sem tilraun til að líkja eftir grískum leikritaflutningi til foma, en þá er haldið að textinn hafí verið fluttur með einhvers konar tónlistamndirleik. Síðan hefurtón- listin orðið ofan á, óperan tilheyrir tónmennt fremur en bókarmennt. Gildi textans er þó enn til um- ræðu. Platón var ekki í vafa um að textinn væri aðalatriðið, tónlist- in í honum undirorpin. Þessi skoðun hans segir vísast meira um leikrit hans daga, en ópemr núorð- ið. Því er gjaman slegið fram í hálfkæringi að óperatextar séu hvort sem er svoddan léttmeti, að það taki því ekki að flíka þeim um of. En svona einfaldanir og al- hæfíngar em of yfírborðskennt svar við spumingum um hlutverk og gildi ópemtexta. Það ku hafa tíðkast lengi að ópemgestir gætu fengið textann, líbrettóið, í óperahúsunum og lásu óspart á meðan á sýningu stóð. En sagan segir að Wagner hafí verið fyrstur til að skrúfa niður ljósin á sýningum. Nú þekkist ekki annað. Þar með lagðist líka að mestu af, að fólk læsi sér gagns á sýningum, þó slíkt sjáist alltaf eitthvað. En það virkar óneitan- lega öfugsnúið hjá meistara Wagner að koma í veg fyrir lestur á sýningu, því sjálfur lagði hann mikla áherzlu á óperutexta sinn, leit ekki síður á sig sem skáld en tónskáld. Fyrri tíma áhorfendur streittust lengi við lesturinn á sýn- ingum, eins og vaxblettótt líbrettó- blöð sýna. Það er hætt við að bmnaeftirlitið kynni lítt að meta slíka sjálfsbjargarviðleitni. Þegar ópemr fóm að birtast á erlendum sjónvarpsskjám, vom þær auðvitað sýndar textaðar, rétt eins og annað efni á útlenzku. Þá kom líka í ljós að margir, sem áður höfðu sízt laðast að ópera- menntum, urðu frá sér numdir. Jafnvel sögðu menn að Wagner- ópemr, sem hafa orð á sér fyrir að vera hið mesta torf, yrðu jafn auðskiljanlegar og Gagn og gam- an, þegar textinn fylgdi með. Og ópemr í sjónvarpi era löngu orðn- ar fastur og feyki vinsæll dag- skrárliður víðast hvar. Bara að það fréttist nú hingað ... Þegar óperaforstjórar heyrðu af ánægju sjónvarpsáhorfenda, fóra þeir að þreifa sig áfram með textaðar sýningar, t.d. skólasýn- ingar. Þessi háttur var t.d. hafður á í Covent Garden, alveg frá því 1984. En nýjungin kom líklega fyrst fram í Kanada og svo Banda- ríkjunum um og uppúr 1980 enda þarlendir ekki eins þrúgaðir af langri óperahefð og -sögu og Evr- ópubúar. Víða vora gerðar skoð- anakannanir meðal áhorfenda og hrifningin var algjör, ekki óal- gengt að um 80% aðspurðra lýst ánægju sinni. Þeir einu sem kvört- uðu hástöfum vora nokkrir nafnkunnir óperaunnendur og gagnrýnendur. Fyrir mörgum þeirra virðist opinberaður textinn vera eins konar helgispjöll, þar sem leyndardómurinn er ópnaður hinum óupplýstu og fáfróðu. En af viðtökum textaðra óperasýn- inga virðist enginn efí á, að þær hafí þegar áunnið sér fastan sess. í erlendum óperatímaritum hef- ur umræða um köst og löst textanna gengið um hríð og auð- vitað sýnist sitt hveijum. Mótrökin era helzt þau, að textinn skipti engu máli, en þeir sem vilji kynna sér hann, geti bara lesið hann fyr- ir sýningu. Texti á flökti við sviðið hljóti alltaf að vera svo áberandi, að hann dragi athygli frá öðram þáttum sýningarinnar. Auk þess séu þeir afneitun á leikrænni hlið óperannar. Þessi svara meðmælendur texta fullum hálsi, að texti geri áhorf- endum kleift að fylgjast mun betur með framvindunni en ella, sýning- in verði meira lifandi. Auk þess dragi textamir að áhorfendur, sem fínnist tónlistin framandi og sem hafí ómögulega getað áttað sig á söguþræðinum, en þegar hann renni upp fyrir þeim, geri allt ann- að á sviðinu það líka. Vel gerðir og sýndir textar trafli ekki, heldur renni inn í heila áhorfenda í samkrulli við allt annað, sem fyrir augu beri. Og þeir styðji einmitt við bakið á söngvuranum í leik- tjáningu þeirra, með því að áhorfendur skilji textann og þá um leið látæði þeirra. Merkingar- Iaust patið öðlist skyndilega merkingu. Textinn sé nútímaleg aðferð við að miðla textanum í stað þess að fólk hafí gjaman haft líbrettóið á hnjánum héma áður fyrr. Það sé tiltölulega nýtil- komið að meirihluti óperagesta hafí ekki hugmynd um hvað söngvaramir syngi, svo það sé sízt ástæða til að líta á það ástand, sem sjálfsagt. Svo er textamót- mælendum núið um nasir að vilja í raun hafa óperar eingöngu fyrir fáa útvalda og upplýsta. Og minn- ug vaxblettótta líbrettóblaða úr óperahúsum áður fyrr, þá era text- ar á tjaldi ekki eins hættulegir og óperagestir með kerti og blöð í höndunum... Eins og áður er nefnt, hafa óperahúsin gjaman gert skoðana- könnun meðal gesta sinna um hvemig þeir kunni textunum. í Covent Garden var þátttakan dræm, aðeins um 20% svöraðu, en af þeim vora um 80% hlynntir textum. í því húsi era sýningar textaðar í vetur, en líka hafðar nokkrar ótextaðar, svo áköfustu mótmælendumir þurfi ekki að sitja heima, eins og þeir hafa annars hótað, tregablandnir, í bréfadálk- um blaða. í Chicago svöraðu tæplega 11.500 óperagestir og af þeim vora 82% ánægðir með fram- takið, 36% fannst þó lítilsháttar traflun af textum, en 46% sögðust líka vilja texta, þó óperamar væra sungnar á ensku. Víðast hvar er textunum varpað á tjald fyrir ofan sviðið og í stóram húsum þurfa textamir auðvitað að vera geysi stórir. En það þekk- ist einnig að textaborðinn sé hafður neðan við sviðsmyndina, en ofan við hljómsveitina. Það flölgar æ þeim óperahús- um, sem kjósa að setja texta á óperar sínar, svo vísast era slíkar sýningar á góðri leið með að verða jafn sjálfsagðar og erlent sjón- varpsefni með texta. Óperaunn- endur gleðjast ekki sízt ef nýjungin dregur fleiri að, því þá hækkar í peningakössum óperu- húsanna og listgreinin dafnar enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.