Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 49. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsina Sýrlendingar: Allt gert til að frelsa eíslana Beirut. Reuter. Háttsettur yfirmaður í sýrlensku leyniþjónustunni sagði í gær, að Sýrlendingar ætluðu að gera það, sem í þeirra valdi stæði til að frelsa erlendu gíslana í Líbanon. Ekki kvaðst hann þó vita hvar þeir væru niðurkomnir nú. Ghazi Kanaan, yfirmaður ieyni- þjónustu sýrlenska hersins í iíbanon, sagði í gær á frétta- mannafundi í Beirut, að einskis yrði látið ófreistað til að frelsa gíslana en fara yrði þó að með gát í því efni. Lauk hann miklu lofs- orði á Terry Waite, sendimann ensku biskupakirkjunnar, sem er í haldi hjá mannræningjum, og sagði, að hann væri mannvinur og Noregur: Stoltenberg eftirmaður Frydenlunds? einstaklega hugaður. Almennt er talið, að gíslamir séu flestir fangar Hizbollah-sam- takanna í suðurhluta Beirut-borg- ar en í hann hafa sýrlensku hermennimir ekki haldið enn. Fréttir eru um, að þeir hyggist sækja þangað í áfongum á mánað- artíma en aðrir telja ólíklegt, að þeir hætti á það því skæruliðar Hizbollah bíða þar gráir fyrir jám- um og hafa hótað að hefna 23 félaga sinna, sem féllu í átökum við Sýrlendinga. Það eru ekki aðeins útlendingar, sem eru í gíslingu í Líbanon. Þeg- ar Sýrlendingar réðust inn í Vestur-Beirat hurfu þar 150 manns, liðsmenn hinna ýmsu bar- dagaflokka, sem þeir rændu hver frá öðrum. Donald Regan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, var heldur hnípinn þeg- ar hann kom þangað í gær og nokkra síðar var til- kynnt, að hann hefði sagt af sér. Er hann fyrstafóm- arlamb skýrslu Tow- er-nefndar- innar en þau verða líklega fleiri áður en lýkur. Viðbrögðin við skýrslu Tower-nefndarinnar: Regan hættir og frek- ari breytíngar boðaðar Howard Baker tekur við sem starf smannastj ór i Hvíta hússins Washington, London. AP, Reuter. Ósló. AP. KNUT Frydenlund, utanríkisáð- herra Noregs, verður borinn til grafar næstkomandi föstudag, 6. mars. Skrifstofa norska for- sætisráðherrans skýrði frá þessu í gær og einnig þvi, að eftirmaður Frydenlunds yrði til- nefndur mánudaginn 9. mars. í tilkynningu frá skrifstofu for- sætisráðherra sagði, Andreas Árflot, biskup í Ósló, myndi jarð- syngja Frydenlund frá Óslóardóm- kirkju nk. föstudag og að nýr utanríkisráðherra yrði tilnefndur 9. mars. Norsku fjölmiðlamir geta sér flestir til, að Thorvald Stolten- berg verði fyrir valinu. Hann var aðstoðarutanríkisráðherra 1971-72, vamarmálaráðherra 1979-81 og er einn af rejmdari stjómmálamönnum Verkamanna- flokksins. DONALD Regan sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins og hefur Howard Baker, fyrrum leiðtogi repúblikana í öld- ungadeild, verið skipaður eftir- maður hans. Er hér um að ræða fyrstu viðbrögð Hvíta hússins við skýrslu Tower-nefndarinnar um vopnasölumálið en f henni er farið hörðum orðum nm marga sam- starfsmenn forsetans og hann sjálfur gagnrýndur fyrir slælega stjóm. Sumir bandariskir þing- menn hafa þau orð um skýrsluna, að hún dragi upp mynd af „stjórn- lausu stjórakerfi“ og „stórkost- legu klúðri" f Hvfta húsinu og meðal bandamanna Banda- ríkjanna hafa komið fram áhyggj- ur um, að Reagan verði ekki fær um að veita þá forystu, sem for- seta ber, þann tfma, sem hann á eftir f embætti. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, sagði í gær eftir fund með Reagan forseta, að Donald Reg- an, starfsmannastjóri, yrði látinn vílq'a. Skömmu síðar skýrði Reagan forseti frá því, að hann hefði fallist á afsögn Regans og að Howard Bak- er, fyrram leiðtogi repúblikana í öldungadeild, hefði fallist á að taka við embættinu. Baker, sem er 61 árs að aldri, hætti þingmennsku árið 1985 og hafði verið talinn lfklegur til að sækjast eftir að verða forseta- efni repúblikana í næstu kosningum. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvfta hússins, sagði einnig í gær, að forset- inn hygðist fljótlega stokka upp f starfsliðinu og hefði með það fyrir augum rætt við Paul Laxalt, fyrram öldungadeildarþingmann frá Nevada, og Drew Lewis, fyrrum samgönguráðherra. Báðir höfðu þeir verið nefndir sem líklegir eftirmenn Regans en f gær lýsti Laxalt yfir, að hann hygðist ekki koma til starfa fyrir Hvíta húsið. Bandariskir þingmenn taka marg- ir djúpt f árinni um Tower-skýrsluna og sagði Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild, að hún bæri vitni um „stórkostlegt klúður". Lagði hann áherslu á, að nú yrði að láta hendur standa fram úr ermum við að lagfæra það, sem aflaga hefði farið. Demókratinn David Boren, formaður lejmiþjónustunefndar öld- ungadeildarinnar, sagði, að í skýrsl- unni mætti lesa um „stjómlaust stjómkerfí", eftirlitslaust af hálfu forsetans. Aðrir hafa tekið í líkan streng. Meðal bandamanna Banda- rílqanna einkennast viðbrögðin af áhyggjum af því, að Reagan hafi orðið fyrir svo miklum álitshnekki, að hann verði í raun áhrifalaus eða -lítill það sem eftir er af forsetatíð hans. Era flestir sammála um, að gera þurfi miklar breytingar á starfs- liði Hvfta hússins og segja sumir, að þær kunni að verða víðtækari en f kjölfar Watergate-hneykslisins. Tass-fréttastofan sovéska sakaði í gær skýrsluhöfunda um að hafa skotið skildi fyrir Reagan en í fjöl- miðlum á Vesturlöndum er almennt talið, að skýrslan sé mikill áfellis- dómur jrfír forsetanum. ísraelskir embættismenn sögðu í gær, að Tower-skýrslan sýndi, að vopnasölumálið hefði verið á ábyrgð Bandaríkjastjómar og að hlutur Isra- ela hefði verið lítill. Það hefur hins vegar komið fram í Bandaríkjunum, að ísraelsstjóm meinaði Tower- nefndinni að yfirheyra ísraelska embættismenn um málið. Sjá „Hæfni Reagans ...“ á bls. 33. Svíar minnast Olofs Palme Stokkhólmi, AP. ÁR er nú liðið frá þvi Olof Palme, forsætisráðherra Svfþjóðar, var myrtur á götu úti i Stokkhólmi. Verð- ur þess minnst með ýmsum hætti f dag f Svfþjóð og einnig viða erlendis. Að sögn lögreglunnar er hún enn engu nær um hver ódæðið framdi. Jafnaðarmenn, sem Palme var f forsvari fyrir í 17 ár, ætla að halda hljóða minning- arstund um hann um miðjan dag en um kvöldið verður far- in blysför framhjá morðstaðn- um. Þá verður Palme einnig minnst við miðnæturmessu og með tónleikum. Bo Toresson, framkvæmdastjóri Jafnaðar- mannaflokksins, sagði, að rejmt jrrði að hafa minningar- athafnimar sem látlausastar og að engum erlendum full- trúum hefði verið boðið til þeirra. Inge Reneborg, sem nú fer með rannsókn morðmálsins, sagði fyrr f vikunni, að lög- reglan hefði „ekkert í höndun- um um hver morðinginn væri“ og vonir manna um að morð- inginn finnist nokkum tíma hafa dofnað mjög. Gröf Olofs Palme í Stokkhólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.