Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Létt hjá KA gegn Ármanni ÁRMENNINGAR áttu ekki mögu- leika gegn KA-mönnum í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik f gærkvöldi. Þeirtöpuöu 11:21 eft- ir aö staðan í leikhléi haföi verið 6:11 fyrir norðanmenn. Þrátt fyrir léttan sigur hjá Akur- eyringum léku þeir ekki vel. Sóknarlotur þeirra voru ekki sann- færandi en þó mun skárri en hjá Ármanni en þar var lítið reynt til að skora mörk. KA byrjaði ekki gæfulega því vítaskyttan þeirra, EggertTryggva- son, misnotaði tvö vítaköst í röð á fyrstu mínútunum. Guðmundur Friðriksson, markvörður Ármanns og besti maður liösins, gerði sér lítið fyrir og varði frá honum í bæði skiptin. Pétur Bjarnason fékk síðan að taka þriðja vítakastið en skaut langt framhjá. Dómarar voru þeir Haukur Hallsson og Birgir Öttarsson og voru þeir slakir eins og reyndar flestir leikmenn. Skárstir í liði KA voru Jón Krist- jánsson, Guðmundur Guðmunds- son og Brynjar Kvaran í markinu en hjá Ármanni bar Guðmundur markvörður af. Mörk Ármanns: Bragi Sigurösson 5, Egill Steinþórsson 3/1, Einar Naabie, Einar Ólafsson og Haukur Haraldsson eitt mark hver. Mörk KA: Jón Kristjánsson 4, Guð- mundur Guðmundsson 4, Friðjón Jónsson 3, Pétur Bjarnason 3, Axel Björnsson 3, SvanurValgeirs- son, Hafþór Heimisson, Jóhannes Björgvinsson og Eggert Tryggva- son eitt mark hver. -F.E. Körfubolti: Grindavík vann Þór í tvíf ram- lengdum leik GRINDAVÍK vann Þór frá Akur- eyri f 1. deildinni f körfu f gærkvöldi meö 95 stigum gegn 93 eftir að búið var að framlengja leiknum tvfvegis. Eftlr venjulegan leiktfma var staðan 76:76, sfðan 84:84 eftir fyrri fimm mfnúturnar og loks 95:93. Eyjólfur Guðlaugsson skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndunni í síðari framlengingunni og tryggði heimamönnum sigur.Annars var það Hjálmar Hallgrímsson sem var maður þessa leiks því hann fór á kostum og skoraði 39 stig fyrir Grindavík. Þar af jafnaði hann upp sex stiga forystu sem Þór náði í fyrri framlengingunni og var því hetja heimamanna. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og munaði aldrei nema Víkingur vann VÍKINGUR vann f gær fyrri leik sinn gegn UBK í úrslftakeppninni f blaki kvenna. Úrslit urðu 3:1. UBK vann fyrstu hrinuna 15:6 en síðan vann Vfkingur 2:15, 8:15 og 10:15. nokkrum stigum. Eyjólfur skoraði 21 stig fyrir UMFG og Rúnar Árna- son 18 en hjá Þór skoraði (var Webster 32 stig, Guðmundur Björnsson 20 og Eiríkur Sigurðs- son 19. Kr.Ben Badminton Island vann í gær fór fram þriggja landa keppni f bandminton unglingaliða þar sem þátt tóku landslið ís- lands, Noregs og Finnlands. ísland vann, Noregur varð f örðu sæti og Finnar f þvf þriðja. (slensku keppendurinir unnu bæði Norðmenn og Finna 3:2 og Norðmenn unnu síðan Finna 5:0. Einliðaleikirnir töpuðust allir í gær en okkar fólk vann tvíliðaleikina og tvendarleikinn. Knattspyrna: Félögin í 1. deild stof na félag FÉLÖGIN, sem leika f 1. deildinni f knattspyrnu hér á landi næsta sumar, stofna f dag með sér hagsmunafélag 1. deildarfélaga og verður stofnfundurinn haldinn í húsakynnum (Sf í Laugardal og hefst klukkan 13. Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar, formanns knattspyrnudeild- ar KR, á félag þetta að samræma stefnuna varðandi mörg mál. Hann nefndi sem dæmi verð á aögöngu- miðum, niðurröðun leikja á (s- landsmót og samræma undirbún- ing fyrir KSÍ-þing. „Síðast en ekki síst er ætlunin að vinna sameiginlega að lausn fjölmiðlamálanna. Nú þegar Ijós- vakamiðlum fjölgar er Ijóst, að það þarf eitthvaö að gera í málinu og er ætlunin að félag þetta móti ein- hverja stefnu þetta varðandi. Ég tel að stofnun slíks félags sé löngu timabær því við eigum svo margt sameiginlegt utan vallar þó svo barist sé á vellinum. Það kemur til dæmis trúlega upp, að reyna að auka aðsókn aö leikjum f 1. deildinni," sagði Gunnar í sam- tali viö Morgunblaðið í gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami • Friðjón Jónsson, fyrirliði KA, þrumar hér knettinum f átt að marki Ármanns f leiknum í gær. * < '9/ Enn vinnur Njarðvík Njarðvfk NJARÐVÍKINGAR máttu taka á honum stóra sfnum gegn Vals- mönnum f úrvalsdeildinni f körfubolta í Njarðvfk f gærkvöldi. Valsmenn höfðu tfu stiga forskot f hálfleik, 45:35, en Njarðvfking- um tókst að snú leiknum sér f hag f sfðari hálfleik og sigruðu 92:80. Njarðvíkingar hófu leikinn með miklum látum og komust í 14:6, en þá fóru Valsmenn í gang og áttu þeir allskosta við heimamenn sem bæði hittu illa og virtust ekki taka leikinn allt of alvarlega. í síðari hálfleik komu Tslands- meistararnir ákveðnir til leiks og að tveimur mínútum liðnum hafði þeim tekist að komast yfir 52:51. Á þessum mínútum skoruðu Valur vann VALUR vann KR, 33:23, f 1. deild- inni í gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 16:13. Valsmenn voru betri aðilinn og varJakob Sigurðsson þeirra bestur en Konráð Olavsson hjá KR. KR- ingar högnuðust á dómgæslunni en þeir voru 4 mínútur útaf en Valsmenn í 16 mínútur. Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 8, Júlíus Jónasson 7, Stefán Halldórsson og Vald- imar Grímsson 6 mörk hvor, Geir Sveins- son 4, Þorbjörn Guðmundsson 2. Mörk KR: Konráð Olavsson 6, Jóhannes Stefánsson 5, Sverrir Sverrisson og Guð- mundur Pálmason 4 mörk hvor, Ólafur Lárusson og Þorsteinn Guðjónsson 2 mörk hvor. Valssigur VALUR vann í gær Ármann 30:15 í 1. deild kvenna f handbolta. Margrét Hafsteinsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Ármann og Ellen Ein- arsdóttir 3 en hjá Val voru þær Erna Lúðvíksdóttir og Ásta B. Sveinsdóttir markahæstar með 6 mörk hvor. Guðrún Kristjánsdóttir gerði 5 og þær Katrín Friðriksen og Magnea Friðriksdóttir 3 mörk hvor. Njarðvíkingar þrjár þriggja stiga körfur sem höfðu sín áhrif. Valsmenn börðust samt vel og veittu harða mótsprynu allt þar til fimm mínútur voru eftir þá sigu heimamenn framúr og stóðu uppi Jóhannes var okkur erfiður „Vendipúnktur leiksins var þeg- ar Njarðvíkingar skoruðu þrjár þriggja sitga körfur hjá okkur,“ sagði Jon West þjáfari Vals eftir leikinn. „Við höfðum leikið vel en eftir þetta fór að halla undan fæti hjá okkur. Mér fanst Jóhannes Krist- björnsson góður í þessum leik og við réðum illa við hann. Innan- hússmót FYRSTA innanhússmótið í knatt- spyrnu í 2. aldursflokki fer fram nú um helgina á Akranesi og er þátttaka mjög góð. Það eru alls 24 lið sem taka þátt í mótinu sem er skipt niður í sex fjögurra liða riðla og verða úrslitin á sunnudagskvöld. Á morgun fer einnig fram 1. mars mótið í 2. og 3. aldursflokki kvenna og er það ieikið á sama stað. sem öruggir sigurvegarar. Bestir hjá Njarðvíkingum voru Jóhannes Kristjbjörnsson sem átti stórleik í síðari hálfleik, Teitur Örlygsson og Valur Ingimundar- son. Hjá Val var Sturla Órlygsson bestur ásamt Torfa Magnússyni og Tómasi Holton. Stig UMFNdóhannes Kristbjörnsson 28, Teitur Örlygsson 27, Valur Ingimundarson 21, Helgi Rafnsson, fsak Tómasson og Ámi Lárusson 4 stig hvar, Kristinn Einars- son og Hreiðar Hreiðarsson 2 stig hvor. Stlg Vals: Sturla Örlygsson 24, Torfi Magnússon 16, Tómas Holton 14, Einar Ólafsson 8, Svali Björgvinsson 6, Björn Zoega 6, Leifur Gústavsson 4 og Páll Arnar 2. Körfubolti: Ungling- arnir utan ÍSLENSKA unglingalandsliölð í körfuknattleik heldur til Skot- lands í dag þar sem þeir leika tvo landsleiki. Sá fýrri er f dag en sá siðari á mánudaginn. f liðinu eru: Falur Harðarson, ÍBK Rúnar Ámason, UMFG Steinþór Helgason, UMFG Júlfus Friðríksson, ÍBK Fríðrík Rúnarsson, UMFN Skarphóðinn Eiríksson, Haukum Rangar Þór Jónsson, Val Bárður Eyþórsson, Val Skúli Thorarensen, KR Eyjólfur Sverrisson, UMFT Þjálfari drengjanna er Torfi Magnússon fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins. FIRMAKEPPNI Opin firmakeppni í knattspyrnu verður haldin í íþróttahúsinu í Borgarnesi dagana 7. og 8. mars. Dansleikur á Hótel Borgarnesi á laugardagskvöld- ið og gisting á hagstæðu verði. Skráning stendur sem hæst og lýkur miðvikudagskvöldið 4. mars. Tilvalin helgarferð. Skráning: Jón í si'ma 93—7757, Ragnar 93—7535 og Þórður í síma 93—7678, vinnusíma 93—7200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.