Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 AO 21 Leiklistarkemisla er mikils virði Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir „Hólpin“ eftir Edward Bond Morgunblaðið/Ámi Sœberg Frá æfingu á „Hólpin," hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Gunnar Hansson (situr við borð), formaður Listafélagsins, fer með aðal- hlutverkið í sýningunni. Morgunblaðið/Júifus Asgerður Búadóttir við verk sin í Listasafni Alþýðusambands íslands. > ■ Asgerður Búadóttir sýnir í Listasafni ASÍ Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld leikritið „Hólpin,“ eftir enska leikritaskáldið Edward Bond. Þýðinguna gerði Úlfur Hjöhvar og leikstjóri er Ingunn Ásdisar- dóttir. Leikritið hefur verið talsvert umdeilt og var á sínum tíma bann- að í Englandi. Það var aðeins sýnt í lokuðum klúbbum eftir upphaflega frumsýningu þess í London 1965. Verkið dregur upp dökka mynd af nútíma þjóðfélagi og þeirri firringu og örvæntingu sem iðnaðarsám- félag hefur skapað meðal fólks. Leikritið var flutt af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1971 undir nafn- inu „Hjálp." Gunnar Hansson, sem fer með eitt aðalhlutverkið í Hólpin, er jafn- framt formaður Listafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Að- spurður hvers vegna þetta verk hafi verið valið til sýninga, sagði hann: „Okkur fínnst það höfða til þess ákveðna hóps sem við höfum, fólks á okkar aldri. Fyrir utan það á þetta verk erindi til nútímasam- félags. í því er meðal annars komið inn á oftteldi, sem er mjög stór þáttur í lífí okkar í dag. Það má líka segja að komið sé inn á hversu stóran þátt sjónvarpið á í samskipt- um fólks, til dæmis innan fjölskyl- dunnar. í leikritinu er það sjónvarpið sem sameinar flölskyld- una.“ Nú ert þú formaður Listafélags- ins. Er það rétta nafnið á leikfélag- inu. „Nei, Listafélagið er stjóm sem . nær yfír myndlistar—, tónlistar- og leikfélag skólans. Við reynum að hafa tónleika sem oftast og í vetur hefur verið sett upp ein myndlistar- sýning. Við stóðum að Smithereens- tónleikunum um daginn, ásamt Gramminu. Það er með þvi stærsta sem við höfum gert hingað til.“ Er leiklist að einhveiju leiti á námsskrá hjá ykkur? „Já, það er boðið upp á þrjá áfanga í vali. í þeirri kennslu er mest farið í spuna og leikræna tján- ingu. Það er ekki fyrr en á þriðja námskeiðinu sem byijað er að fara aðeins í texta.. Það sem vantar í leiklistarkennsluna hér er fram- haldsáfanga sem felur í sér upp- setningu upp leikriti. Við höfum reynt að fá það í gegn, en það hef- ur ekki tekist." En hvers virði er leiklist í menntaskóla? „Hún er ákaflega mikils virði. Fyrst og fremst er þetta mjög gef- andi fyrir þá sem taka þátt í uppfærslunni. Maður lærir og þroskast mikið af þessari vinnu. Auðvitað er þetta sérstaklega gam- an þegar maður hefur leikrit sem manni fínnst hafa einhvem tilgang. Þá þroskar þessi vinna mann tilfínn- ingalega og fær mann til að hugsa um stöðu sína og sjálfan sig,“ sagði Gunnar að lokum. Eins og áður segir er það Ingunn Ásdísardóttir sem leikstýrir „Hólp- in,“ lýsingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikmynd og búninga hannaði Hlín Gunnarsdóttir, en leik- hljóð eru í höndum Hilmars Arnar Hilmarssonar og Orra Jónssonar. í dag opnar Ásgerður Búadóttir einkasýningu i Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru 10 verk sem hún hefur ofið á síðustu tveimur árum og hefur aðeins eitt þeirra verið sýnt hér á landi áður. Siðasta einkasýning Ásgerðar var á Kjarvalsstöðum haustið 1984, en 1981 hélt Listasafn ASÍ yfirlitssýningu á verkum hennar frá upphafi og gaf nokkru síðar út litskyggnubók með 36 mynd- um úr því yfirliti. Af ferli Ágerðar á síðustu árum er helst að nefna, að hún var valin á sýninguna Nutida Nordisk Konst í H“asselby, Stokkhólmi, 1982 og á sama ári valdi dómnefnd Dag- blaðsins og Vísis hana „myndlistar- mann ársins." Á árunum 1982—84 voru verk hennar á tveimur sýning- um Scandinavia Today, Scandina- vian Modem Design og The Scandinavian Touch, sem var far- andsýning um fínn stórborgir Bandaríkjanna. Árið 1983—84 var hún valin ein þriggja listamanna héðan á farand- sýninguna borealis á veguml Blokkflautukvartettinn UT RE MI heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 15 í dag. Kvartettinn leikur bæði barok og renaissance tónlist. UT RE MI kvartettinn er skipað- ur ijórum þýskum konum, Ulrike Volkhardt, Siri Rovatkay-Sohns, Eva Praetorius og Birgitte Braun. Þær stofnuðu kvartettinn fyrir 2 Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg, og sama ár naut hún starfslauna Reykjavíkurborgar til listamanns. Árið 1984 var haldin sýning á verkum hennar í Nikolaj í boði Kaupmannahafnarborgar, og nú hefur hún verið valin einn þeirra íslensku listamanna sem taka munu þátt í norrænni list— og menningar- kynningu í Japan í lok þessa árs. „Þetta er rétti tíminn fyrir mig til að sýna verk frá þessu tveggja ára tímabili," sagði Ásgerður í sam- tali við Morgunblaðið, „vegna þess að ég hef verið valin í hóp sex lista- manna til að fara með verk á sýningu í Japan í haust. Sú sýning er af svipuðum toga og Scandina- via Today. Þegar þessari sýningu lýkur þarf ég að senda nokkur af þessum verkum af stað.og svo sé ég þau kannski ekki meir. Sú vefn- aðartegund sem ég hef verið með í ákveðinn tíma er kölluð „tenn- ing.“ Þessi tegund var notuð hér áður fyrr, í brekán til dæmis. En ég breyti henni þó, hugsa þetta allt upp á nýtt.“ árum og hafa spilað víða, m.a. far- ið í tónleikaferð til Ástralíu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom kvartettinn hingað til lands til að sækja 10 renaissance blokkflautur sem smíðaðar voru hér á landi af hljóðfærasmiðnum Adrian Brown. Þetta eru einu tónleikamir sem UT RE MI heldur hér á landi að þessu sinni. Norræna húsið: Blokkflautu- tónleikar í dag Myndlistarmenn framtiðarinnar IBM á Islandi stendur fyrir mynd- listarsýningu á Kjarvalsstöðum „Myndlistarmenn framtíðar- innar“ er heiti á myndlistarsýn- ingu sem IBM á íslandi stendur fyrir. Sýningin opnar í dag og eru allir myndlistarmennirnir, sem þar sýna, 35 ára og yngri. Hugmyndin að sýningunni vaknaði í tengslum við 20 ára afmæli IBM á íslandi sem er á þessu ári. Forráðamenn fyrirtæk- isins vildu með einhveijum hætti leggja áherslu á unga fólkið, framtíðina, og ýta undir áhuga á hugverki og menningu. IBM mót- ið í skák, sem nú stendur yfír í Reykjavík er haldið í þessum anda og myndlistarsýningin er seinni atburðurinn sem fyrirtækið gengst fyrir á þessum tímamót- um. Sérstök sýningamefnd hefur valið þau verk sem sýnd eru. hana skipa Gunnar M Hansson, for- stjóri, sem er formaður nefndar- innar, Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri, Daði Guð- björnsson, myndlistarmaður, Einar Hákonarson, listráðunautur og Halldór B. Runólfsson, list- fræðingur. Auglýst var eftir þátttöku í sýningunni og bárust alls um 300 verk frá 70—80 listamönnum. Nefndin hefur valið eitt verð- launaverk og fær höfundur þess 100.000 krónur í verðlaun. Sýningamefnd IBM á íslandi, Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri, Einar Hákonarson, listráðu- nautur, Gunnar M Hansson, forstjóri, Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður, Úlfar Þormóðsson, sem er ráðgjafi nefndarinnar í sölu verkanna, og Halldór B Runólfsson, listfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.