Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Matthías Bjamason: Útflytjendur verða að taka áhættuna sjálfir „ÉG ÆTLA ekki að beita mér fyrir stofnun skömmtunar- og eftirlitskerfis, sem kosta mun milljónir eða milljónatugi að fylgja eftir,“ sagði Matthias Bjarnason viðskiptaráðherra, þegar hann var spurður um hugsanlega stjórnun útflutnings ísfisks í gámum, vegna verðfalls fyrr í vikunni. Matthías sagði að viðskiptaráðu- neytið gæti ekki staðið í því að Eftirlýstur strokufangi FANGI slapp úr vörslu f Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg í gaer. Var hann eftirlýstur en leit- in hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af undir miðnættið í gær. skipuleggja gámaútflutninginn og ætlaði ekki að skipta sér af honum. Útflytjendur fengju áfram sjálf- krafa útflutningsleyfí. Viðskipta- ráðuneytið réði ekkert við verðhrun á markaðnum. Mennimir sem væm að senda þennan físk úr landi yrðu sjálfír að taka áhættuna. Sagði hann að það gengi ekki upp í sfnum huga að menn sem allt vildu hafa fijálst væru nú að heimta skömmt- un. „Það kemur ekki til greina af minni hálfu að skapa eigendum þeirra skipa, sem aðstöðu hafa til að sigla með allan afíann, einhvem forgang, en útiloka þá sem setja fískinn í gáma vegna smæðar skip- anna eða senda hluta afians út í gámum," sagði Matthías. Varðandi gámaútfiutninginn al- mennt, sagði Matthías að hann hefði verið of mikill. Sagði hann að til greina gæti komið að hlutlaus aðili hefði eftirlit með útflutningn- um og tæki þá skýrslur hjá þeim sem flyttu fískinn út. Stjórn LIU ræðir skipulag gáma- útflutningsins STJÓRN Landssambands ís- lenskra útvegsmanna mun ræða skipulag útflutnings á gámafiski á sfjómarfundi næstkomandi þriðjudag, meðal annars vegna verðhruns á mörkuðunum í þess- ari viku. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að þar yrði tekin afstaða til þessa máls og tillagna til stjómvalda um að- gerðir. „Við höfum oft varað við þessu," sagði Kristján. „Það sem gerðist nú var að gámaútflutningurinn var ekki í neinu samræmi við það sem markaðurinn gat tekið við og leiddi af sér verðfall. Útlitið er raunar enn verra fyrir næstu viku.“ Kristján sagði að auðvelt ætti að vera að skipuleggja framboðið á Þýskalandsmarkaðinn til að fá sem hæst verð fyrir aflann. Það hefði verið gert með skipulagningu á sigl- ingum skipanna en erfiðara væri Simamynd/Nordfoto Fulltrúar Færeyinga, íslendinga og Dana ræðast við um Rockall- svæðið í utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn. Á innfelldu myndinni eru sendiherra Dana, Mcllquham Schmidt, og Hans G. Andersen, sendiherra og formaður íslensku viðræðunefndar- innar, að loknum samráðsfundinum i Kaupmannahöfn. Rockall-viðræðumar í Kaupmannahöfn: Samkomulag náðist um visindarannsóknir við þetta að eiga núna þegar flutn- ingaskipin færu með 500—600 tonn í gámum í hverri ferð. Enginn vissi um magnið fyrr en skipið héldi úr höfn og ekki um samsetningu afl- ans fyrr en gámamir væru opnaðir á markaðnum. Sagði Kristján að það væri grundvallaratriði að menn vissu hveijir af öðrum, en nú væri það svo að þeir sem stæðu í út- flutningi á gámafíski vissu lítið um hvað aðrir útflytjendur væru að gera. Nú þyrftu menn að taka hönd- um saman og ræða Ieiðir til lausnar. Það myndi stjóm LÍÚ gera á fundi sínum á þriðjudag. Kristján sagði að þijú fískiskip, með 550 tonn af físki, hefðu verið bókuð til sölu í Þýskalandi í næstu viku, en einu þeirra hefði nú verið beint til Frakklands. Þá væri flutn- ingaskip á leiðinni þangað með 430 tonn í gámum og væri útlitið fyrir næstu viku því ekki gott. SAMRÁÐSFUNDI um sameigin- leg réttindi íslendinga, Dana og Færeyinga á Hatton-Rockall svæðinu lauk í Kaupmannahöfn i gær, föstudag. Á fundinum náðist meðal annars full sam- staða um sameiginlegar vísinda- rannsóknir þjóðanna á svæðinu og er gert ráð fyrir að rannsókn- irnar hefjist nú í stunar. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis, sem á sæti í íslensku viðræðunefndinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum fund- inum að viðræðumar hefðu verið ákaflega gagnlegar og hefði fund- urinn verið sá árangursríkasti af þeim fjórum samráðsfundum, sem haldnir hafa verið til að treysta samstöðu Færeyinga, íslendinga og Dana í þessu máli. „Fyrri daginn vom ræddar áætlanir um vísinda- annsóknir á svæðinu, sem fullt samkomulag er um að þjóðimar framkvæmi sameiginlega, það er Danir og Færeyingar annars vegar og íslendingar hins vegar," sagði Eyjólfur Konráð ennfremur. „Þama er um að ræða umdeilt svæði, sem Bretar og írar gera einnig tilkall til að hluta og því þýðingarmikið fyrir okkur hina að hafa náð sam- komulagi um samvinnu á þessu sviði. Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að afla frekari upp- lýsinga um jarðfræði svæðisins með tilliti til hugsanlegrar nýtingar nátt- úruauðlinda." Eyjólfur Konráð kvaðst á þessu stigi ekki geta greint nánar frá nið- urstöðum viðræðnanna, en boðað hefði verið til fundar í utanríkis- málanefnd Alþingis á mánudags- morgun þar sem þær verða kynntar. Auk Eyjólfs Konráðs Jónssonar áttu sæti í fslensku viðræðunefnd- inni Hans G. Andersen, sendiherra og formaður nefndarinnar, Ólafur Egilsson sendiherra. dr. Manik Tal- wani ráðunautur íslands í hafs- botnsmálum, dr. Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur og Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðing- ur. Ennfremur sat Hannes Haf- stein, ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, þessa fundi. Reykjavíkurborg: Árangnrslaus samningafundur Eyjólfur Konráð Jónsson um lækkun bindiskyldu: „Svona ofbeldisvald í pen- ingamálum gengur ekki upp“ LÆKKUN bindiskyldu innláns- stofnana við Seðlabanka úr 18% í 13% tekur gildi á morgun og einnig ákvæði þess efnis að lausafjárstaða innlánsstofnana skuli vera 7% af eiginfé. Eyjólf- ur Konráð Jónsson alþingis- maður segir að „svona ofbeldisvald í peningamálum gangi ekki upp í lýðræðisþjóð- félagi". Eyjólfur Konráð sagði í gær, er Morgunblaðið ræddi við hann í Kaupmannahöfn: „Ég hef nú bara eitt orð um þetta, og það er að ég skil þá ekki, seðlabanka- stjórana. Hlutverk Seðlabankans á að vera að ákveða sína eigin forvexti og búið, eins og er hlut- verk allra annarra seðlabanka í heiminum. Þeir hafa enga frysta peninga og þetta er uppgötvun ofstjómarmanna á íslandi." Eyjólfur Konráð ri§aði upp að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði árið 1978 flutt frumvarp um Seðlabankann, þess efnis að bank- inn hefði ekkert annað vald í peningamálum, en að ákveða sína eigin forvexti. Þetta frumvarp hefði verið flutt af þeim Friðriki Sophussynh Matthíasi Á. Mat- hiesen og Ólafi G. Einarssyni, en verið stutt af öllum þingflokknum. „Mín skoðun er sú og sannfæring, að svona ofbeldisvald í peninga- málum gangi ekki upp í Iýðræðis- þjóðfélagi," sagði Eyjólfur Konráð. Aðspurður hvort hann teldi ekki til bóta að bindiskyldan væri lækkuð úr 18% í 13% sagði Eyj- ólfur: „Nei, ég tel þessa breytingu ekki til bóta. Það er alveg jafn- gott að beita þessu valdi opin- berlega, eins og að vera að fara í kringum það með þessum hætti." Sjá nánar fréttir um lækkun bindiskyldu á blaðsiðum 4 og 40. SAMNINGAFUNDUR Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og launamálanefndar borgarinn- ar um kaup og kjör borgarstarfs- manna stóð frá þvi um miðjan fimmtudag og fram á aðfaranótt föstudagsins. Samkomulag náð- ist ekki og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Samningamenn telja nokkrum erfíðleikum bundið að koma samn- ingunum fyrir innan ramma jóla- föstusamninganna, vegna mismunandi stétta innan Starfs- mannafélagsins, en til umræðu er að semja á svipuðum nótum og sveitarfélögin hafa þegar gert. Nokkuð þokaðist áleiðis i gerð nýs launastiga, sem hækkar byijunar- laun verulega. Mun þar hafa verið rætt um hækkanir umfram þær, sem komu til félaga innan ASÍ. Ekki hefur komið til tals hjá samn- inganefnd SFR að leita eftir heimild til boðunar verkfalls. Sementið hækkar VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað 5% hækkun á sementi. Mun hún hafa í för með sér 2% hækkun á verði steypu. Hækkunin tekur gildi þann 1. mars. Ók af vettvangi eftir ákeyrslu EKIÐ var á unga stúlku á gatna- mótum Laugavegs og Snorra- brautar í gærkvöldi og var hún flutt á slysadeild. Ökumaður ók af vettvangi og leitaði lögreglan hans í gærkvöldi. Stúlkan var á gangi austur Lauga- veg, yfir gatnamótin hjá Snorra- braut, er bfll kom á verulegri ferð norður Snorrabraut. Stúlkan lenti á vinstra frambretti bflsins og kast- aðist á næsta bíl. ókunnugt var um meiðsli hennar í gærkvöldi. Talið er að bíllinn hafí verið grár skutbíll, af japanskri gerð. Leit að honum hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið hafði síðast spumir af í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.