Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Helgi Skúlason,leikari: Ég óskaði þess að hafa frystikistu til hlýja mér í „Ég var vakinn snenuna morguns einn dag í sumar. í símanum var maður sem kynnti sig sem Jon Jakobsen, kvikmynda- framleiðanda í Noregi og spurði hann hvort ég hefði áhuga á að leika í kvikmynd í Noregi í vetur. Ég sagðist skyldu lesa hand- ritið og svara síðan. Ég fékk handritið að vörmu spori og ieist allvel á. Síðan fékk ég leyfi hjá Gísla AJfreðssyni, Þjóðleik- hússtjóra og gaf þvinæst jáyrði. Eftir það þurfti ég að fara nokkrar ferðir til Osló, bæði í myndatökur, búningamátun og til að gera samning og þvíumlíkt," sagði Helgi Skúlason, er undirrituð innti hann eftir þvi hversvegna hann hefði verið valinn til að fara með hlutverk í norskri kvikmynd, sem verið er að taka um þessar mundir. (Morgunblaöið/Þorkell) Helgi Skúlason, leikari Leikstjóri myndarinnar er Nils Gaup. Aðspurður hvers vegna hann hefði valið Helga í þetta hlut- verk sagði hann: „Ég var búinn að leita lengi að leikara í hlutverk- ið, bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Ég hafði fundið nokkra í Finn- landi sem komu til greina, en einhverra hluta var enginn þeirra nógu góður. Ég sá að ég yrði að leita fyrir utan Skandinavíu og þegar ég sá „Hrafninn flýgur," var ég viss um að Helgi væri rétti leikarinn. Hann er í fyrsta lagi mjög góður leikari og hann er líka mjög sterkur leikari. Þetta hlut- verk er ekkert Iíkt því sem hann hafði í Hrafninum, en ég þurfti mann á þessum aldri og Helgi var tvimælalaust sá besti sem ég fann.“ En um hvað fjallar myndin? „Myndinni hafa þeir valið Samískt nafn sem er „Ofelas," segir Helgi, „ en á norsku heitir hún „Veiviseren." Hún gerist norður í Finnmörku, nyrst í Nor- egi og byggir á gamalli Samískri sögu, sem gengið hefur mann fram af manni. Hún á að gerast á 12. öld í friðsælli Samabyggð. Þeir komu sér upp bústöðum, en voru reyndar alltaf á fleygiferð með hreindýrin sín. Það er staðreynd að a þessum tímum komu flokkar einhvers staðar frá austri. Það er ekki vit- að, enn þann dag í dag, hvaðan. Það er haldið að þeir hafi komið frá Finnlandi, Rússlandi, eða jafn- vel Síberíu. Samamir kölluðu þá Tsjúda. Þeir samsvöruðu víkinga- flokkunum, sem komu frá íslandi og Skandinavíu og fóru um Evr- ópulönd, hjuggu strandhögg og hirtu allt verðmætt sem þeir fundu. Á þessu byggist sagan.“ Hvað með texta. Voru engin vandræði fyrir íslenskan leikara að fara allt í einu að leika á norsku? „Það er sáralítill texti í mínu hlutverki. Þetta er mikið „aksjón- hlutverk." Ég er í hópi tsjúdanna og það var búið til sérstakt mál handa okkur af prófessor í Osló. Síðan hefur þessi hópur með sér túlk í myndinni sem talar Samísku og getur komið skilaboðum og skipunum til þeirra innfæddu." Er mikil gróska í norskri kvik- myndagerð? „Já, það er töluverð gróska í norskri kvikmyndun. Þeir gera þetta 4—5 myndir á ári. Norðmenn hafa eitt opinbert fyrirtæki, sem heitir „Norsk Film,“ sem í þessu tilfelli var samstarfsaðili fyrirtæk- is sem tekur þessa mynd, en það fyrirtæki heitir „Filmkammerat- ama.“ Norðmenn gera líka meir og meir af því að vera í samvinnu við aðrar þjóðir í kvikmyndaiðnað- inum. Þeir er í mjög nánu sam- starfíð við Bandaríkjamenn, Breta, Þjóðverja, ítali og jafnvel Rússa. En þessi mynd sem ég er að leika í er algerlega norsk. Þeir hafa að vísu breska áhættuleikara, danskan klippara og einn útlendan leikara, sem er ég. Allir aðrir eru norskir." Nu hefur þú leikið töluvert í kvikmyndum. Var vinnan í Noregi eitthvað frábrugðin vinnu við þær íslensku myndir sem þú hefur leik- ið í? „Já, þetta var alveg ný reynsla. Það sem kom mér mest á óvart, var þessi fímbulkuldi sem var þama. Mjmdin er tekin við þorp sem heitir Kautokeino. Það er svo norðarlega í Noregi að það er jafn- langt þangað frá Osló og frá Osló til Rómar. Það em svo ótrúlegar vegalengdir þama. í byijun jan- úar, þegar kluldakast gekk yfír alla Skandinavíu, hafði frostið leg- ið í 46 stigum á þessum slóðum vikum saman. Ég viðurkenni að ég fylgdist vel með veðurfréttum frá þessum slóðum eftir þvi sem fór að nálg- ast brottför héðan, og ekki með mikilli tilhlökkun, því allar senur hjá mér og mínum hópi em utan- dyra. Þegar við byijuðum að vinna þama, hafði forsjónin séð til þess að hitinn hafði stigið upp 135 stiga frost, svo það var allt annað mál. Það er voðalega sérkennileg reynsla fyrir Reykvíking, sem hef- ur ekki kynnst því að fara út undir bert loft, nema í 10—12 stiga frost, að vakna upp þama, í ókunnu landi til að fara út að vinna og fá að vita að það er 35 stiga frost á vinnustaðnum. Ég verð að segja eins og er, að ég fór út með það fyrsta daginn að maður yrði allur, myndi hreint ekki lifa þetta af. Þama er náttúmlega ekki um neitt annað að ræða en að pakka sér inn undir búningnum. Þegar búningadömumar vom að pakka manni inn, sauma mann saman, klukkan hálf sjö á morgnana, datt mér oft í hug krakkar sem verið er að klæða út á róló, pakka þeim inn þangað til þau standa bara og geta ekki hreyft sig. Það kom mér á óvart að maður skyldi raunvemlega geta unnið úti í þessum kulda. En maður varð líka að vera gríðarlega passasam- ur með að hvergi væri giufa, þar sem kuldinn gæti smogið inn fyrir fötin, eða komist á milli. Eins og fyrsta daginn. Þá kom í Ijós að vettlingamir sem ég var með, vom ekki réttur og eftir tvo tíma hélt ég að fingumir myndu detta af mér. Síðan var því snarlega kippti í liðinn. Maður hefði auðvitað ekki náð þessu, nema afþví Norðmenn fara vel með sína leikara. Þetta var svo vel skipulagt að á hveiju kvöldi útbýttu þeir til hvers manns, ná- kvæmlega uppteiknuðum atriðin- um sem átti að taka daginn eftir. Þeir höfðu líka alltaf upphitað hjólhýsi sem leikaramir vom í meðan á tökum stóð. Þangað var maður keyrður fyrst á morgnana, ineðan verið var að stilla upp vél- unum, síðan vom þeir með farsíma og maður var látinn vita þegar kom að manni. Nú, annaðhvort gat maður gengið þangað, eða var fluttur á snjósleða. Þá var allt saman til- búið, myndavélar, hljóð og ljós og búið að raða upp statistum og segja þeim hvað þeir ættu að gera. Þá var farið í gegnum það sem maður átti að gera og síðan var atriðið tekið og maður sendur strax aftur inn í hlýtt húsið. Þar beið maður þangað til næsta kall kom. Allur annar aðbúnaður var mjög góður. Við vomm á geysilega góðu hóteli, þar sem maður hafði bæði sjónvarp og síma á herberginu. Gott viðurværi er auðvitað alveg nauðsynlegt þegar maður er að vinna við svona aðstæður. Við fengum afbragðs góðan mat og gott atlæti frá því við vomm búin að vinna milli kiukkan 3 og 4 á daginn. Það var gaman að kynnast þessari afstöðu til leikarans, sem ýmsir mættu Iæra af hér á landi. Einhvem fyrstu dagana kom það upp að ég, vanur íslenskum að- stæðum, sagði við leikmunavörð- inn, að loknu dagsverki, „Á ég ekki að halda bara á vopnunum mínum upp i bíl?“ Hann varð alveg forviða og sagði, „Ertu frá þér, þú ert leikari." Þetta kemur fram í öllu við- móti. Manni er aftur og aftur sýnt fram á sérstöðu þess manns sem er leikari í kvikmynd, að ég tali nú ekki um launin sem manni bjóð- ast, hvemig maður er metinn til launa. Þar, eins og hér, er greidd ákveðin upphæð á dag, en það sem slær mann sem „absúrd," er að upphæðin er nánast sú sama og maður sér á samningum sínum hér við kvikmyndastarf. En þá á maður eftir að margfalda þessa upphæð með 5.6, sem er munurinn á norsku og íslensku krónunni. Þegar þeir vom að spyija mig hvað Hrafninn flýgur" hefði kost- að og ég nefndi töluna 12—14 milljónir, þá lenti ég í miklum erf- iðleikum með að útskýra fyrir þeim, hvemig þetta væri hægt, vegna þess að kostnaðaráætlun við þessa mynd úti var upp á 85 milljónir, íslenskar. Auðvitað er ein skýringin sú, að íslenskir leik- arar gefa nánast sína vinnu við íslenskar kvikmjmdir. Og þeir em nánast eina fólkið sem gerir það. Vinnudagurinn var líka öðmvísi en maður á að venjast hér. Hann réðst alveg af því hvemig birtan var þama norður frá. Það kom fyrir, ef maður var í fyrsta atrið- inu sem taka átti, að maður vaknaði klukkan 6 og var mættur á staðinn klukkan 7 í förðun og búninga. Síðan byijuðu tökur klukkan hálf níu. Fjrrst til að byija með var birta til klukkan tvö á daginn. Seinna, eftir að daginn tók að lengja, var hægt að vinna fram undir þijú. Undir þessu þriggja vikna skeiði steig hitinn, þannig að síðustu dagana var þetta ekki nema svona um 20 stiga frost og þá varð að fara að grípa til hjálpar- meðala, vegna þess að í 35 stiga gaddi kom klakahröngl í skeggið á manni, bara á örfáum mínútum, en við 20 stiga frost varð að búa það til. Ég var stundum að hugsa um það í 35 stiga frostinu, hvað væri kalt í frystikistum. Það er víst þetta 19—20 stiga frost. Ég get svarið að ég hugsaði um hvað væri gott að hafa eina slíka til að skríða ofaní, loka á eftir sér og bara hlýja sér. Það hefur verið mjög gaman að bera saman, bæði allar aðstæð- ur og aðferðir við kvikmjmdagerð í Noregi og á íslandi. Það er ekki bara það að Norðmenn hafi úr mklu meira fé að spila, heldur eiga þeir miklu iengri hefði í gerð kvik- mynda og 'rinna mjög skipulega og „prófessíonalt." Mér finnst ég hafa lært töluvert og haft bæði gagn og gaman af að hafa tekið þátt í þessu, fyrir utan það, að ég kann vel við þetta starf. Það á vel við mig að leika í kvikmjmd- um. Tökum er að vísu ekki alveg lok- ið. Um þessar mundir er verið að vinna við millikafia, sem er um Samana. Síðan fer ég aftur út í byijun apríl og þá verður allt liðið flutt norður að Ishafi, til Berlevog, sem er rétt hjá Kolanskaganum, að taka lokasenuna. Súsanna Svavarsdóttír Hamborg Til Hamborgar: Bug Brottför Komutimi Borg Rug Brottför Komutimi Mán Fl 256 09:30 14:45 CPH SK 649 17:15 18:20 Þri Fl 232 08:10 13:40 CPH SK 647 14:45 15:50 Mið Rm Fl 232 08:10 13:40 CPH SK 647 14:45 15:50 Fös FISK 258 08:00 12:00 CPH SK 647 14:45 15:50 Lau FI232 08:10 13:40 CPH SK 647 14:45 15:50 Sun Fl 254 07:15 12:20 CPH SK 647 14:45 15:50 Töflurnar sýna áætlun SAS til og frá Hamborg. Flogið er með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og þaðan með SAS til Hamborgar. Frá Hamborg: Flug Brottför Komutimi Borg Rug Brottför Komutimi Mán SK 646 13:10 14:15 CPH Fl 256 16:00 18:15 Ef þú ferðast mikið starfs þíns vegna. Þri SK 644 11:10 12:15 CPH Fl 233 14:50 18:25 Mið Rm SK 642 SK 644 09:20 11:10 10:25 12:15 CPH CPH Fl 231 FISK 205 12:00 14.50 15:35 17:05 Fös SK 644 11:10 12:15 CPH Fl 258 13:00 16:15 Lau SK 644 11:10 12:15 CPH Fl 233 14:50 18:25 Sun SK 642 09:20 12:15 CPH Fl 254 13:30 15:45 starfs þíns vegna. S4S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.