Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Menn frá Flugmálastj órn í Þórshöfn í Færeyjum: Athugun á hagkvæmni flugvallar í Þórshöfn TVEIR sérfrseðingar á vegum Flugmálastjórnar eru nú staddir í Þórshöfn í Færeyjum, þar sem þeir eru við mælingar og hag- kvæmnirannsóknir vegna hugsanlegrar gerðar flugvallar í eða við Þórshöfn. Þessi för tvímenninganna, kemur í kjölfar heimsóknar borgarstjóra Þórshafnar, Paul Michaelsen, hingað til lands fyrir tveimur vikum, en þá átti hann fundi með Pétri Einarssyni flugmála- stjóra og fleiri starfsmönnum flugmálastjómar um þessi mál, og hugsanlega samvinnu við íslendinga um undirbúninginn að flugvaU- argerðinni. Ef af verður, er ætlunin að þessi fhigvöllur leysi flugvöUinn í Vogum af hólmi, að mestu leyti, samkvæmt upplýsing- um Michaelsen. „Við hér í Þórshöfn, höfum mik- inn áhuga á að gerður verði flug- völlur hér eða í grennd við bæinn. Því hefur borgarstjómin ákveðið að forathugun fari fram á vegum Þórshafnar, þar sem komi fram hver er líklegur kostnaður, hver væri heppilegasta staðsetningin og hvaða kosti slíkur flugvöllur hefði, umfram þann sem við Færeyingar eigum í Vogum. Þetta þarf að ger- ast nokkuð fljótlega, því niðurstöð- ur þurfa að liggja fyrir, áður en hugsanlega verður ákveðið að eyða miklum §ármunum í endurbætur og lagfæringar á flugvellinum í Vogum, sem er alveg ljóst að verð- ur aldrei góður flugvöllur," sagði Paul Michaelsen borgarstjóri í Þórs- höfn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Aðalfundur B.í. er í dag AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands verður haldinn í dag, laugardag, i húsakynnum félagsins að Síðumúla 23 í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 14. Á dagskrá fundarins verða venju- leg aðalfundarstörf. Michaelsen sagði að íslenskir sér- fræðingar kæmu við sögu, í þessari forathugun. „Við vitum jú, að þið á íslandi eigið marga góða sérfræð- inga í flugmálum og flugvallargerð, þar sem þið hafíð gert flugvelli um allt land, við ekki ósvipaðar aðstæð- ur og eru hér hjá okkur Færeying- um. Hér, eins og hjá ykkur, þarf að huga að fjöllum, ijörðum, vind- átt og fleiru. Reyndar hefur samvinna okkar við íslendinga þeg- ar hafíst. Ég var á íslandi fyrir tæpum tveimur vikum, og raeddi þá við fulltrúa Flugmálastjómar. Nú eru hingað komnir tveir sér- fræðingar á vegum Flugmálastjóm- ar, til þess að gera ýmsar mælingar og athuganir, en endanlega höfum við ekki gengið frá neinum samn- ingum á milli okkar og Flugmála- stjómar," sagði Michaelsen. Michaelsen sagði að hann gerði sér vonir um að niðurstöður þessar- ar forathugunar gætu legið fyrir í upphafí næsta árs, þannig að hægt væri að taka stefnumarkandi ákvörðun um framtíðarskipan flug- vallarmála í Færeyjum hið fyrsta. Það væri að sjálfsögðu ekki hægt, fyrr en kostnaðaráætlanir og annað lægju fyrir. Til dæmis væri ekki hægt að ákveða hvort Þórshöfn ein réðist í flugvallargerðina eða fengi Landstjómina í lið með sér, en vissulega væri vilji fyrir því í borg- Paul Michaelsen, borgarstjór- inn í Þórshöfn í Færeyjum. arstjóm Þórshafnar, þó að vilji Landsstjómarinnar væri enn sem komið er, ekki borðleggjandi. „Okkar röksemdafærsla fyrir því að Landstjómin verði með í þessari athugun og hugsanlegri gerð flug- vallarins, er að sjálfsögðu sú, að slíkur flugvöllur við Þórshöfn myndi nýtast öllum Færeyingum, en ekki einungis Þórshafnarbúum," sagði Michaelsen, „en Landstjómin hefur ekki viljað taka af skarið, enn sem komið er, hvort hún vill vera með, og þar myndi ég nú segja að lands- málapólitíkin hér í Færeyjum hefði sitt að segja. Jafnframt kæmi til greina að danska ríkið legði slíkri flugvallargerð eitthvert fjármagn til, en um það er ekki hægt að segja á þessu stigi, þar sem það er Land- stjómin sem ákveður á hvaða hátt fjárffamlögum frá Danmörku er deilt niður á sveitarfélögin hér.“ Davíð Gunnarsson forstjóri Ríkisspitalanna tekur við afsali ibúð- arinnar úr hendi Gunnlaugs Snædal, formanns Krabbameinsfélags íslands. Á milli þeirra má sjá Viking Amórsson, prófessor i baraa- lækningum og Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóra Rauða Krossins. Gáfu íbúð fyrir foreldra krabba- meinsveikra bama RÍKISSPÍTÖLUNUM fyrir hönd Barnaspítala Hringsins var í gær færð að gjöf tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Gefendur eru Krabbameinsfélag íslands, Kvenfélagið Hringurinn og Rauðikross íslands. íbúðin var gefin fyrir tilstuðlan Samhjálpar foreldra sem er félagsskapur for- eldra krabbameinsveikra barna. Markmið gjafarinnar er að þeirra hafa því oft þurft að foreldrar bama með krabbamein og aðra sjúkdóma sem krefjast langvinnrar meðferðar eigi at- hvarf fyrir sig og bömin meðan á lyfjameðferð og sjúkrahúsvist stendur. í fréttatilkynningu seg- ir að foreldrar bama utan af landi með þennan sjúkdóm hafí hingað til ekki átt neitt afdrep utan sjúkrahússins. Ættingjar hlaupa undir bagga. Landsspítalinn hefur látið endumýja íbúðina. Kvenfélagið Hringurinn gaf húsgögn í hana. Samhjálp foreldra gaf eldavél, ísskáp, eldúsáhöld og síma. Gefendur vilja færa seljanda íbúðarinnar, Ögmundi Friðfínns- syni og ættingjum hans þakkir fyrir skilning á þessu málefni. Hæstiréttur: Dæmdur 1 sex man- aða fangelsi vegna falsaðra kvittana FYRRUM fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis var í Hæstaréttí dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa notuð fölsuð skjöl í blekkingarskyni og er það þyngri dómur en í héraði, þar sem hann var dæmdur til 5 mánaða fangelsisvistar. Málið snýst um notkun á 299 fölsuðum skjölum, sem eru kvitt- anir frá pósthúsum árin 1976-1982, ökugjaldskvittanir frá 1981-1982 og reikningar frá rit- fangaverslunum á árinu 1982. í dómi Hæstaréttar segir að mörg þessara skjala beri það ljóslega með sér að breytt hafí verið tölum í þeim, svo sem með því að bæta tölustöfum ffatnan við eða inn í tölur, breyta tölustöfum og fleira. Þessar viðbætur séu oft gerðar með annars konar bleki eða öðru- vísi penna og stafagerð sé önnur. Ákærði var settur í stöðu Fræðslustjóra árið 1976 og skip- aður ári síðar. Honum var veitt lausn um stundarsakir vegna máls þessa sumarið 1983. í dómi Hæstaréttar segir að ákærði hafí notað umrædd skjöl í reiknings- skilum sínum við ríkissjóð. Þótt ekki væri sannað svo óyggjandi væri að ákærði hafí falsað skjölin sjálfur með eigin hendi þætti ekki efamál að skjölin hafí hann notað vísvitandi til þess að blekkja með þeim í lögskiptum. Því bæri að refsa honum fyrir það og til refsi- hækkunar bæri að líta á að hann var opinber starfsmaður og mis- notaði aðstöðu sína. Taldi Hæsti- réttur hæfílega refsingu vera 6 mánaða fangelsi. Auk þess var ákærða gert að endurgreiða það fé sem hann hafði af ríkissjóði, eða 39.558,25 krónur, auk vaxta. Hæstiréttur gerði athugasemdir við meðferð héraðsdómara á mál- inu. Var það í fyrsta lagi varðandi skýrslur sem teknar voru af vitn- um og segir Hæstiréttur að þau hafí lítt eða ekki verið spurð sjálf- stætt, heldur látið nægja að bóka að þau staðfesti framburð sinn fyrir lögreglu. Engar lögreglu- skýrslur hafí þó verið teknar af vitnunum, heldur liggi aðeins fyrir skýrsla rannsóknarlögreglu- manns, þar sem hann segir ffá viðtölum við vitnin. Þá gerði Hæstiréttur athugasemd við það að héraðsdómari hafði við samn- ingu dóms fellt inn í hann margar af skýrslum ákærða og vitna fyrir dómi og fyrir rannsóknarlögreglu, í heilu lagi, nær orðréttar og án nokkurrar úrvinnslu. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjömsson og Magnús Þ. Torfason. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendir Sören Jessen Petersen, yfirmanni Norðurlandaskrif- stofu Flóttamannastofnunarinnar framlag Rauða kross íslands. Lengst tÚ vinstri eru Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ og Guðjón Magnússon formaður RKÍ. Flóttamenn ’86: Rauði krossinn leggur fram 6 milljónir króna FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sem var vemdari söfnunar Rauða kross íslands fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna afhenti í gærmorgun Sören Jessen Petersen, yfirmanni Norðurlanda- skrifstofu stofnunarinnar 6 milljónir króna sem framlag íslendinga tíl söfnunarinnar „Flóttamenn ’86“. Söfnunin hófst 20. desember og stóð yfír í tvo daga á flestum stöð- um á landinu, en var nokkru síðar á sumum stöðum. Alls söfnuðust tæplega 2,7 milljónir króna í söfn- uninni. Ríkissjóður lagði síðan fram 2,5 milljónir króna og beint framlag RKÍ var rúmar 800 þúsund krónur, eða samanlagt 6 milljónir króna. Kostnaður við söfnunina hér á landi varð samtals tæpar 1,9 milljónir króna. í reikningsyfirliti sem Rauði krossinn hefur sent frá sér vegna söfnunarinnar kemur fram, að allt söfnunarféð rennur óskert til verk- efna á vegum Flóttamannastofnun- arinnar og raunar heldur meira, eða sem nemur beinu framlagi RKÍ. í fréttatilkynningu RKÍ segir að það sé Rauða krossinum mikils virði að geta með þessum hætti stutt flótta- fólk, sem líður skort og á við margvísleg vandamál að stríða og er þeim fjölmörgu íslendingum, sem lögðu fram fé málefni þessu til stuðnings færðar þakkir fyrir fram- lagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.