Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 33 Michael Checkland Reuter Nýr yfirmað- urBBC London, Reuter. NÝR yfirmaður, Michael Check- land, tók við störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær. Al- asdair Milne, er verið hafði útvarpsstjóri undanfarin fjögur og hálft ár, sagði af sér í janúar eftir að hafa lent í deilum við stjómarnefnd BBC. Oft hafði verið deilt á útvarpið í stjóm- artíð hans m.a. sögðu íhalds- menn að fréttimar væm heldur „rauðlitaðar". Checkland sagði við blaðamenn í gær að ekki væri ástæða til að hafa áhyggj- ur af fjárhagsstöðu útvarpsins, þótt ríkisstjómin hefði í fyrra bannað að afnotagjöld yrðu hækkuð og sagði að áfram yrði lögð áhersla á vandaða dag- skrárgerð. Hann kvað athugun standa yfir á möguleikum þess, að hefja útsendingar á sjón- varpsfréttum um allan heim, svipuðum útvarpsfréttunum sem sendar hafa verið út um árabil. Bandaríkin: Viðskipta- halli vex Washington, Reuter. VIÐSKIPTAHALLI Banda- ríkjanna var í janúarmánuði 14,8 milljarðar dollara (tæpl. 592 milljarðar ísl. kr.), en í des- ember var hann 12,7 milljarðar dollara, að því er bandaríska viðskiptamálaráðuneytið til- kynnti í gær. Verðlag á neyslu- vörum hækkaði um 0,7% sem er meira en búist hafði verið við, en í þetta sinn var mælt eftir nýrri aðferð sem á að sýna betur neyslumunstrið. Reagan forseti: Minni ætt- fræðiáhugi London, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur misst áhugann á því að upplýst verði hvort hann og Donald Regan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sem nú á í vök að veijast vegna írans- málsins, séu skyldir, að sögn breska ættfræðingsins Hugh Peskett. Reagan hafði beðið Peskett, sem fyrir sex árum rakti ættir forsetans til írska þorpsins Ballyporeen, að rann- saka hvort þessi skyldleiki væri fyrir hendi. En nú hefur ætt- fræðingurinn fengið orðsend- ingu um að hætta rannsókn málsins. Argentískir herfor- ingjar fyrir rétti Buenos Aires, Reuter, AP. HANDTAKA 13 foringja úr argentínska sjóhemum sem sakaðir eru um brot á mann- réttindum hefur valdið óánœgju innan hersins. í þessum mánuði hafa tæplega 200 foringjar verið ákærðir fyrir slík brot og hafa marg- ir þeirra lýst því yfir að þeir muni ekki mæta fyrir rétti af fúsum og fijálsum vilja. Sex foringjar voru handteknir á miðvikudag er þeir mættu ekki fyrir rétti þar sem þeir áttu að svara til saka vegna pyntinga o.fl. er átt höfðu sér stað á her- skóla (ESMA) sem notaður var sem fangelsi á tímum herfor- ingjastjómarinnar 1976-1983. Hinir sjö, tveir af þeim fyrrver- andi hershöfðingjar, voru settir í fangelsi eftir að hafa verið ákærðir fyrir svipaðar sakir. Meðal hinna handteknu er Al- fredo Astiz, sem í desember í fyrra var fundinn sekur um að vera valdur að hvarfí 17 ára sænskrar stúlku, Dagmar Hagel- in, árið 1977. Málið var látið niður falla þar sem sökin var talin fymd. Karpovvann aðraskákina Lineares, AP. ANATOLY Karpov sigraði í ann- arri skákinni í einvígi hans og landa hans, Andreis Sokolov, sem fram fer í Lineares á Spáni. Skákin fór í bið á fimmtudag, en var tefld áfram í gær. Svo fór, að Sokolov, sem tefldi á svart, gaf skákina í 61.' ieik. Staðan í ein- víginu eftir tvær skákir er þá þannig, að Karpov er með 1 1/2 vinning en Sokolov með 1/2, þar sem fyrstu skákinni lauk með jafn- tefli. Reuter Verkamenn koma með fyrstu eintökin af Tower-skýrslunni í Hvita húsið, rétt áður en niðurstöður hennar voru kynntar. Hæfni Reasrans dregin í efa í Tower-skýrslunni TOWER-nefndin gagnrýnir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, í skýrslu sinni um vopnasölumálið, fyrir kæruleysislega stjórnarhætti og afskiptaleysi. Leggur nefndin m.a. til að starfsemi Þjóðarörygg- isráðsins verði breytt og að forsetinn hafi betra samband við undirmenn sina og krefjist þess að þeir sýni meiri ábyrgð í starfi en verið hefði í vopnasölumálinu, „Það má segja að forsetinn hafí haldið sig nokkuð afsíðis og og skipt sér of lítið af því hvemig stjómarstefnunni væri fylgt fram,“ sagði John Tower, öldungadeildar- maður frá Texas og formaður nefndarinnar, sem Reagan skipaði til að rannsaka vopnasölumálið. Orð hans endurspegla harða gagnrýni nefndarinnar á forsetann fyrir af- skiptaleysi af starfsemi Þjóðarör- yggisráðsins. „Starfsemi ráðsins hefur ekki tilætluð áhrif nema for- setinn segi því fyrir verkum. Það er því undir honum komið og for- ystuhæfíleikum hans hvemig til Iþróttamenn fái að gerast atvinnumenn - segir Garri Karparov Moskvu, AP. HEIMSMEISTARINN í skák, Garri Kasparov, hélt þvi fram í gær, að sá tlmi væri löngu kom- inn, að sovézkir íþróttamenn fengju að gerast atvinnumenn. Sagði Kasparov þetta í ávarpi, sem hann flutti á þingi sovézka alþýðusambandsins. Kasparov, sem kjörinn var íþróttamaður ársins í Sovétríkjun- um, sagði, að hugtökin „áhuga- mannaíþróttir" og „heimsafrek" gætu ekki farið saman. Flestir helztu íþróttamenn Sov- étríkjanna era innritaðir í Rauða herinn og era þannig að nafninu til ekki atvinnumenn í íþróttagrein þeirri, sem þeir iðka. Þetta kerfi hefur þó sætt gagnrýni fyrir að Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI bandaríkjadollars hækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum, nema breska pundinu, á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Verð á gulli hækkaði einnig. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,5455 dollara (1,5410), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,8280 vest- ur-þýsk mörk (1,8160); 1,5375 svissneskir frankar (1,52975) 6,0875 franskir frankar (6,0475) 2,0635 hollensk gyllini (2,0535) 1.325,00 ítalskar lírar (1.291,75) 1,3325 kanadískir dollarar (1,3316) og 153,25 japönsk jen. Verð á gulli var 405,75 dollarar únsan (405,00). taka of lítið tillit til þeirra íþrótta- manna, sem vegna hækkandi aldurs eða annarra ástæðna geta ekki lengur tekið þátt í keppni. tekst," segir í skýrslunni. Nefndin segir í kafla þar sem fjallað er um umbætur í stjómkerf- inu að forsetinn sé í lykilstöðu og allt standi og falli með hvemig hann standi í stykkinu. Hlutverki hans ljúki ekki með stefnumörkun heldur verði hann einnig að fylgjast með og krefjast skýrslu af nánustu samstarfsmönnum um hvemig stefnunni sé fylgt fram. „Það er hans að leggja aðstoðarmönnum sínum línuna og segja þeim fyrir verkum," segir í Tower-skýrslunni, en það er niðurstaða nefndarinnar að í vopnasölumálinu hafí talsvert skort á það. Fregnir hermdu í gær að Reagan hyggði á ýmsar breytingar í Hvíta húsinu og að ekki yrði látið duga að starfsmannastjórinn, Donald Regan, hætti. Stjómmálaskýrendur og þingleiðtogar voru á einu máli um að það yrði undir viðbrögðum forsetans komið hvort honum tækist að endurheimta þann pólitíska þrótt, sem verið hefði ein- kennandi fyrir hann á fyrstu ámm hans í Hvíta húsinu. „Það er honum lífsnauðsyn að setja hnefann í borð- ið og taka af allan vafa um það hver eigi að ráða ferðinni," sagði Bob Dole, leiðtogi repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Reagan ætlar að svara gagnrýni nefndarinnar í næstu viku. Ymsir hafa orðið til að draga í efa að Reagan verði vært í Hvíta húsinu í þau tvö ár, sem eftir era af kjörtímabili hans. Þingmenn úr báðum deildum hvöttu forsetann í gær til að taka stjómina í Hvíta húsinu í sínar hendur og reka undir- menn sína, ef þörf krefði. Hvöttu margir demókratar Regan starfs- mannastjóra, sem sagður er þótta- fullur og þröngsýnn, til að segja af sér. „Því fyrr sem forsetinn tek- ur til hendi, því betra," sagði Dante Fascell, þingmaður demókrata og formaður utanríkisnefndar Full- trúadeildarinnar. Hemy Kissinger, fyrram utanríkisráðherra, sagðist þess fullviss að Reagan gæti endur- heimt forystuhlutverkið og sína fyrri reisn ef hann betrambætti starfshætti Þjóðaröryggisráðsins og stöðvaði togstreytu milli ráð- herra sinna. Áfengisútsölum fjölgar og drykkjumenn reika um götur o g torg Moskvu Moskvu, Reuter. BORGARSTJÓRN Moskvu hefur fjölgað áfengisútsölum i borg- inni og drykkjumenn eru enn á ný orðnir áberandi á götum og torgum, segir i grein sem birtist í vikuritinu Literatumaya Rossi- ya í gær. í maímánuði árið 1985 skára ráðamenn í Kreml upp herör gegn óhóflegri áfengisneyslu __ Sovét- borgara. Fjölmörgum áfengis- verslunum var lokað og opnunartími styttur til muna. Aðgerðir þessar mæltust illa fyrir einkum meðal íbúa Moskvu sem þurftu að standa í biðröðum til að náigast veigamar. í greininni í Literatumaya Rossiya, sem Satanislav Gagarin þekktur bindindisfrömuður eystra ritar, segir að yfirvöld í Moskvu- borg hafi látið undan þrýstingi borgarbúa. „Mér virðist þessi svo- nefnda „tilraun" yfirvalda, sem felst í því að flölga á ný þeim stöðum þar sem bölvaldurinn er boðinn falur, vægt til orða tekið einkennileg. Er það ekki af þess- um sökum sem drykkjurútar eru enn á ný teknir að reika um götur borgarinnar og halda til í strætis- vögnum og neðanjarðarlestum án þess að lögreglan hafi af þeim nokkur afskipti?" segir greinar- höfundur. Gagarin gat þess ekki hversu margar verslanir selja áfengi í Moskvu. Nú er unnt að kaupa allt áfengi, annað en vodka, í verslunum milli klukkan tvö og átta á virkum dögum. Á laugar- dögum er sala á áfengi heimil frá morgni og fram til klukkan átta, Qóram klukkustundum lengur en áður var. Sovéskir embættismenn segja að herferð Mikhails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, gegn áfengisneyslu hafi þegar skilað miklum árangri. Dánartíðni af völdum áfengisdrykkju hefur lækkað og vinnuslysum fækkað. í sovéskum dagblöðum hafa hins vegar birst bréf frá lesendum sem kveðast vera hófdiykkjumenn og kvarta yfir því að vera settir und- ir sama hatt og áfengissjúklingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.