Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 11 Vakna þú, sem sefur ________Bækur Jóhann Sigurðsson Fyrir nokkru barst undirrituðum bókin „Vakna þú, sem sefur“ eftir ísólu Karlsdóttur, Ólafsfirði. Við lestur bókarinnar dylst eigi, að hún hefír boðskap að flytja. Þótt mörg- um finnist sá boðskapur lítt áhugaverður, er þó víst, að höfund- urinn á stóran hóp lesenda, ef marka má af sölu bókarinnar fljótt eftir að hún kom út. Samt var hún lítt sem ekkert auglýst, en það verð- ur að teljast til undantekninga mitt í auglýsingaflóðinu, sem yfir dynur fyrir hver jól og þá helzt hvað varð- ar bækur. Þetta er þriðja bók höfundar. Aður út komnar: Forlagaflækjur, 1983 og Sigrún, 1984. Seldust þær allvel. Þessi bók er sérstæð að því leyti, að hún talar hispurslaust um trú- mál, sem virðist feimnismál í okkar samtíð, þótt undarlegt sé. Um slík mál skal talað undir rós í víðum skilningi. Höfundurinn lætur sig það engu varða, en gengur föstum skrefum fram á ritvöllinn, í einlægni, sem byggist á bjargfastri trú. Trú á Guð allsherjar og heilagt orð hans. Er þarna ekki sú hin sama rödd sem rödd hrópandans forðum, er hafði það eitt markmið að boða orð Guðs, til bjargar mönnunum, að þeir mættu koma auga á hann, sem er frelsari heimsins? Því skal svarað játandi. Vegna trúfesti og þraut- seigju boðenda orðsins hefir röddin sú ekki hljóðnað, heldur miklu frem- ur náð að breiðast út með auknum hraða víða um lönd, og orðið andleg auðsuppspretta þeim, sem fundu sig fátæka frammi fyrir augliti Guðs. Ef til vill á hún ekki mikinn hljóm- grunn í okkar háttstefnda þjóð- félagi, en á eigi að síður erindi til allra. Er það ekki einmitt hinn einfaldi boðskapur um kærleiksríkan föður og frelsara, sem er hin alhliða hjálp mannsins á öllum tímum, í öllum kringumstæðum, í lífi og í dauða? Það sýnir reynsla kynslóðanna, svo að ekki verður í móti mælt. Það var ekki fyrir þokukenndan kenningavef, að hinn illa haldni, lífsþreytti einstaklingur hlaut gleði sína á ný, varð nýr maður, eftir að hann hafði staldrað við og spurt um „gömlu götumar, hver sé ham- ingjuleiðin". Það var vegna þess, að honum barst svaríð sígilda, hinn einfaldi boðskapur skýr og klár um kærleika Guðs í Jesú Kristi, sem fyrirgefur syndir. Ljósbrot Myndlist Valtýr Pétursson Ljósbrot er nafn á ljósmyndafé- lagj framhaldsskólanema á landinu öllu, var stofnað eftir að haldnar höfðu verið tvær sýningar á ljósmyndum eftir áhugasama framhaldsskólanema. Mér er í fersku minni sýning, sem þetta fólk hélt í Gerðubergi fyrir um það bil ári, og nú eru menn enn mættir til leiks og að sinni á enn betri stað til sýningarhalds, As- mundarsal við Freyjugötu. Það má með sanni segja, að þama sé hver sentimetri nýttur, og það er ekki ofsögum sagt, að það sé fjör og glaðir dagar um alla veggi. Það em hvorki meira né minna en rúmlega hundrað ljósmyndir, sem námsfólkið hefur valið til þessarar sýningar. Það hefði ekki verið til lýta að grisja svolítið þennan fjölda — þá hefðu einstök verk notið sín betur, en við skulum ekki fást um það, magnið segir sína sögu, og það er ágæt saga. Það er alltaf skemmtilegt að sjá mikinn áhuga hjá ungum og öldnum. Ljósmyndun virðist vera hátt skrifuð hjá þessum náms- mönnum, og árangurinn er eftir því. Sumir hvetjir leitast við að festa augnablikið á pappír og feta þá gjarnan í fótspor blaðaljós- myndara, aðrir leita eftir listrænni myndbyggingu og tjá sig í þaul- hugsuðum flatarspekúlasjónum, eins og sagt er stundum um mál- verk og teikningar. Enn aðrir notfæra sér möguleika myndavél- arinnar til að ná einkennilegum áhrifum, og svona mætti lengi telja. Eitt það verk, er einna mest áhrif hafði á mig af þessum verk- um, var andlitsmynd, sem skilaði sér feiknavel. En ekki vil ég gera upp á milli verka á þessari sýn- ingu, enda ekki sanngjarnt. Hér eru menn að stunda sitt áhuga- mál, og þeir hafa fullan rétt til að gera það að vild í sátt og sam- lyndi og í friði fyrir skoðunum annarra. Þessi sýning er ijörug og skemmtileg, hefur sína kosti og galla eins og allir hlutir, en er þó fyrst og fremst ánægjuleg, og ég tek hattinn ofan fyrir þeim, er hlut eiga að máli. Ekki veit ég, hvað margir eiga hér verk á sýn- ingu, en þeir eru margir og koma víðs vegar að. Væri ekki góð hug- mynd að senda þessa sýningu í framhaldsskólana úti á landi, svo að menn megi sjá, hvað er að gerast hjá ungu fólki. Það ætti ekki að setja nokkurn mann á hausinn. Það er skemmtilegt að líta inn á þessa sýningu, og ég er viss um, að margur maðurinn finnur þarna á veggnum sitthvað við sitt hæfi — svo fær maður kaffi og kökur, ef svo ber undir, og verða kátir og glaðir. Augna- blikin líða hjá og hverfa, en önnur verða fönguð á filmur og færa manni minninguna um liðna tíð. Tek ofan, takk fyrir mig, hald- ið í horfinu, til hamingju. Isól Karlsdóttir Það var og fyrir trú á þennan einfalda boðskap, að hinn sárþjáði deyjandi maður, þegar hann opnaði hug sinn, meðtók boðskapinn, skynjaði nálægð frelsarans, að þjáningamar hurfu, og hann hlaut frið Guðs og hvíld, sem öllum varð augljóst þá daga, sem hann átti ólifaða. Slíkt er að gerast einnig í nútímanum fyrir hið lifandi orð Guðs, sem boðendur þess skiluðu óbrengluðu til afkomendanna, lausnarorðið í vanda dagsins og græðilyf þeim, er þjást. Þetta er það, sem höfundur vill, að sé öllum ljóst. Bókin „Vakna þú, sem sefur“ er Lúðrasveit Reykjavíkur með tónleika í Hveragerði LÚÐRASVEIT Reykjavíkur held- ur tónleika í Hveragerðiskirkju kl. 16.30 sunnudaginn 1. mars nk. I október sl. tók nýr stjómandi við Lúðrasveit Reykjavíkur, Englending- ur að nafni Robert Darling. Hann hefur starfað við tónlistarkennslu á Suðuriandi undanfarin ár og er bú- settur í Hveragerði. Fyrstu opinberu tónleikar lúðrasveitarinnar eru því haldnir í heimabyggð hins nýja stjómanda. Efnisskrá tónleikanna í Hvera- gerði verður af léttara tagi og með blönduðu efnisvali. af gamla tímanum, en flytur þó síungan boðskap, sem alla varðar, og sem er aflvaki heyrandans á líðandi stund. Höfundurinn ber ekki bumbur til að vekja á sér athygli. Nafn hans er ekki að finna í auglýs- ingabæklingum, en mun þó geymt meðal þeirra, sem leitað hafa hugg- unar í helgri bók fyrir orð hans. ísól Karlsdóttir hefir alið aldur sinn í afskekktri sveit, mætt mannraun- um í striti og stríði, en stendur þó bein nú á háum aldri. Er virðulegur fulltrúi sinnar stéttar, húsfreyjunn- ar, sem ætíð var gefandi, þótt þröngt væri í búi. „Þegar mannleg sárin svíða sorgin sker við hjartarót, höfug tárin hiynja, hníga, heljarkvölin snýr oss mót, þá kemur þú, ó, Kristur minn og kærleiks býður faðminn þinn.“ Slíkur er meginboðskapur bókar- innar. Isól Karlsdóttir á þökk skilið fyrir djarfa framsögn í boðun sinni. Síðasti kafli bókarinnar er bundið mál, 47 bls. Öll er bókin 160 bls. í snotru bandi og til fyrirmyndar að öllum frágangi. Bókin er sett og prentuð hjá Offsetstofunni á Akureyri og bók- handið unnið í Prentverki Odds Björnssonar hf. Höfundur er húsasmiður á Akur- eyri. Robert Darling, stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur. Lúðrasveitin verður 65 ára 7. júlí í sumar og hefur sveitinni verið boð- in þátttaka í hátíðarhöldum í Gimli og víðar um íslendingabyggðir í Kanada og Bandaríkjunum í lok júlí. CITROEN BX BEINT Á GÖTUNA FYRIR KR. 529.500,-* I I I —Ml— «111 I ■ —1. .. Wf III—— —I—I .1 III I —■■■ II I II .11 I I I Globusn Lágmúla 5, sími 681555 Umboðiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn, skráningu og fullum bensíntanki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.