Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Leiksviðið Leikrit: „Brögð í tafli", tveir ein- þáttungar eftir Roderick Wilkin- son. Þýðandi: Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Jón Viðar Jónsson. Pyrri einþáttungurinn nefnist „Maðurinn sem gekk of langt" ... Síðari einþátt- ungurinn heitir „Shang-skálin". Hér er að sjálfsögðu vitnað í dagskrár- kynningu Skúlagötuleikhússins. Ég hafði bara gaman af þessum saklausu sakamálaþáttum er hvíldu hugann frá hinum endalausu byssuleikjum sjón- varpsins. Ég sé enga ástaeðu til að rekja efni einþáttunganna en þeir verða endurfluttir næstkomandi þriðjudagskvöld klukkan 22.20. Hvað textann varðar var hann kunnáttu- samlega samansettur samkvæmt klassískri formúlu sakamálaleikhúss- ins um hinn óvænta endi og mikill munur er nú að hlýða á slíkan texta miðað við suma verðlaunatexta hins íslenska leikhúss þótt formúlan hafl máski sligað nokkuð skáldfák Rod- erick Wilkinson. Þýðing Margrétar Jónsdóttur var og áheyrileg. Jón Viðar leikhússtjóri virðist þjást af einskonar leikstjórafælni þvi hann forðast að leita til hinna sérmenntuðu leikstjóra lands vors en stýrir þess í stað hveiju leikritinu af öðru í eigin leikhúsi. Hef ég grun um að fasta- gestir Skúlagötuleikhússins, þeir Erlingur Gíslason og Karl Ágúst tJlfs- son, er léku að sjálfsögðu í fyrr- greindum einþáttungum, hjáipi svolítið til við leikstjómina. Hvað um það þá stóðu leikaramir sig bærilega að þessu sinni þannig að einþátt- ungamir liðu notalega um hlustir. Slíkir spennuþættir eiga fullt erindi til hlustenda að mínu mati sem mót- vægi við spennuþætti sjónvarpsstöðv- anna. Ekki veitir af að stæla hugarflugið. Óþekkt kona hringdi i símatíma Páls Þorsteinssonar á Bylgjunni í gær og kvartaði yfir málfari fréttamanna Bylgjunnar allra nema Elinar Hirst og þá hældi konan Sigurði Tómas- syni sérstaklega fyrir fagurt mál. Ég hef nú forðast að víkja hér í dálki að málfari útvarps- og sjónvarps- manna þrátt fyrir áskoranir ólíkleg- ustu aðila enda tæki slikt nöldur aldrei enda en er ekki við hæfl að skylda útvarps- og sjónvarpsmenn til að sækja sérstök íslenskunámskeið þar sem flölmiðlagoðin hafa nú einu sinni ekki minni áhrif á málfar upp- vaxandi kynslóðar en til dæmis kennarar eða leikarar sem verða að sæta sérstakri islenskuskólun? P.S. Þegar orðin streyma nótt sem nýtan dag úr orðabelgnum (= word processor) skolast stöku sinnum til hendingar. í grein frá síðastliðnum fimmtudegi minntist ég á hól Kortsnojs um félaga Gorbachev og sagði þá: Þessi mikli maður viður- kennir mikilmennið eða andófsmann- inn (?) Gorbachev er rejmir nú að breyta hinu stirðnaða og oft ómennska sovéska valdakerfi. Hér hefði betur staðið: Þessi mikli maður viðurkennir hið verðandi mikilmenni eða andófsmann (?) Gorbachev. Ég get ómögulega kallað þann mann er stýrir blóðugri árás stórveldis á smá- þjóð „mikilmenni". En ég skal fúslega viðurkenna Gorbachev sem mikil- menni ef hann dregur morðsveitir Rauða hersins aftur til sins heima. Annars er nóg að gera hjá félaga Gorbachev heimafyrir, til dæmis við að koma á jafn sjálfsögðum mann- réttindum og „verkfallsrétti" í öreiga- paradísinni. En sjálfsagt verður leiðtoginn að fara að öllu með gát því annars er viðbúið að KGB og Rauði herinn hrifsi völdin og geri síðan samkomulag við Bandaríkjaher og CIA um að víkja hinum „gleymna" forseta Bandarfkjanna úr sessi. Her- foringjar og leyniþjónustuforkólfar hugsa hvort sem er allir á sömu nót- um og gætu þess vegna stýrt veröld- inni í bróðemi, ekki satt? Ólafur M. Jóhannesson Óm Ingi. Rás 1: Á réttri hillu ■■■■ í kvöld verður 0"| 20 þátturinn Á £ ±~~ réttri hillu send- ur út frá Akureyri. Þáttur- inn er í umsjá Amar Inga Gíslasonar og fjallar um fólk sem er á réttri hillu í lífinu — hvað atvinnu varð- ar a.m.k. Að þessu sinni verður rætt við Jón Inga Einars- son, verslunarmann á Blönduósi. Hann er for- stöðumaður varahluta- verslunar þar, en eins og gefur að skilja er nóg að gera í blómlegu héraði. Að sögn Amar Inga hef- ur ungt fólk, sem enn hefur ekki gert upp við sig hvaða starf það ætlar sér í framtí- ðinni, haft mikið gagn af þáttumþessum, því þar em gallar og kostir hvers starfs vegnir og metnir. Veitir enda ekki af að vanda valið þegar framtí- ðarstarfið er annars vegar, því ævitíminn eyðist og unnið skyldi langtum meir. UTVARP LAUGARDAGUR 28. febrúar 6.46 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur“. Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesiö úr forustu- greinum dagblaðanna, en síöan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund Þáttur fyrir börn i tali og tón- um. Flutt dagskrá úr Dalvík- urskóla i tali og tónum. Umsjón: Hafdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.26 Morguntónleikar Sónata í F-dúr op. 99 eftir Johannes Brahms. Mstislav Rostropovitsj og Rudolf Serkin leika á selló og píanó. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stikiað á stóru f dagskrá útvarps um helgina og næstuviku. Umsjón:Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.46 Veöurfregnir 12.48 Hér og nú, framhaid 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 16.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líöandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Ævintýri Múmínpabba“ eftir Tove Jansson í leikgerð eftir Cam- illu Thelestam. Þýðandi: Þórarinn Eldjám. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Loka- þáttur. Leikendur: Þorsteinn ö. Stephensen, Þór H. Tuli- nius, Þröstur Leó Gunnars- son, Róbert Arnfinnsson, Aðalsteinn Bergdal, Harald G. Haralds, Jakob Þór Ein- arsson, Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Unnur ösp Stefánsdóttir, Valdemar Helgason, Guðný Ragnars- dóttir, Rósa G. Þórsdóttir, Siguröur Skúlason, Hanna María Karlsdóttir, Kari Guð- SJÓNVARP áJi. Tf LAUGARDAGUR 28. febrúar 14.66 Enska knattspyrnan — Bein útsending Bikarkeppnin: Manchester United — Everton. 16.46 íþróttir Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 18.00 Spænskukennsla: Habl- amos Espanol — Sjötti þáttur Spænskunámskeið í þrett- án þáttum ætlað byrjend- um. íslenskar skýringar: Guðrún Hall Tuliníus. 18.26 Litli græni karlinn Sögumaöur Tinna Gunn- laugsdóttir. 18.36 Þytur í laufi — Fjórði þáttur Breskur brúðumyndaflokk- ur, framhald fyrri þátta um Móla moldvörpu, Fúsa frosk og félaga þeirra. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.66 Háskaslóðir (Danger Bay) — 3. Laxveið- ar. Kanadiskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við vemdun dýra í sjó og á landi. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Stóra stundin okkar Umsjón: Elísabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Lottó 20.36 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) — 9. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Gettu betur — Spum- ingakeppni framhaldsskóla Bein útsending. önnur við- ureign í annarri umferð. Stjórnendur: Hermann Gunnarsson og Elísabet Sveinsdóttir. Dómari: Stein- arJ. Lúðvíksson. 21.36 Löggullf — Seinni hluti Nýjasta gamanmyndin um ævintýri Þórs og Danna sem hafa gengið til liös við verði laganna. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Aðal- hlutverk: Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson. 22.20 Hirðfíflið (The Court Jester). Bandarísk biómynd í léttum dúr frá árinu 1955. Leik- stjóri Norman Panama. Aðalhlutverk: Danny Kaye, Glynis Johns, Basil Rath- bone, Angela Lansbury, Cecil Parker og Mildred Natwick. Myndin gerist á miööldum á Englandi þar sem harð- stjóri einn hefur hrifsaö völdin. Flokkur skógar- manna leynir réttbornum ríkisarfa og bíður færis á kúgaranum. Þeim tekst að koma einum manna sinna í konungsgarö í gervi hirðfífls. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 00.60 Dagskrárlok c? í) STOÐ-2 LAUGARDAGUR 28. febrúar § 9.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 9.20 Högni hrekkvísi og Snati snarráði. Teiknimynd. § 9.40 Penelópa puntu- drós. Teiknimynd. §10.06 Herra T. Teikni- mynd. §10.30 Teiknimynd. §11.00 Fréttahorn. Fréttir fyrir böm og unglinga. Um- sjónarmaöur er Sverrir Guðjónsson. §11.10 Stikilsberja-Finnur. Mynd í fjórum þáttum, gerð eftir sögu Mark Twain. 12.00 Hlé. 16.00 Hitchcock. Æði grípur um sig þegar miltisbrandur stingur sér niður í Los Ange- les. §16.45 Heimsmeistarinn að tafli. Annar þáttur af sex. Hinn ungi snillingur, Nigel Short og heimsmeistarinn Garry Kasparov heyja sex skáka einvígi fyrir sjónvarp á skemmtistaðnum Hippo- drome í London. Friðrik Ólafsson skýrir skákirnar. §17.10 Vinnubrögð Cutt- ers (Cutters Way). Alexander Cutter (John Heard) er illa farinn á sál og líkama vegna Vietnamst- ríðsins. Hann fær vin sinn Richard Bone (Jeff Bridges) í liö með sér til að koma upp um siöleysi ráðamanna. Endursýning. §18.60 Myndrokk. 19.60 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) Glæpamaður hefur fallist á að bera vitni í sakamáli og fá Crockett og Tubbs það verkefni að gæta hans. §20.50 „Calamity” Jane. „Calamity" Jane var ein af hetjum villta vestursins og stóð vinum sínum, þeim Buffalo Bill og Wild Bill Hicock ekkert á sporöi. §22.15 Foringi og fyrirmaö- ur (An Officer and a Gentle- man). Bandarísk bíómynd með Richard Gere, Debra Winger og Louis Gossett jr. í aðalhlutverkum. Ungur maður I liðsforingjaskóla bandaríska flotans fellur flatur fyrir stúlku sem býr í grendinni. Það fellur ekki í kramið hjá yfirmanni hans sem reynir aö gera honum lífið leitt. Louis Gossett jr. hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. §00.16 Fóstbræðumir (Brotherhood of Justice). Glæpamenn ráða ríkjum i smábæ nokkrum þangað til nokkur ungmenni þola ekki við lengur og veita þeim viðnám. §01.46 Myndrokk. 3.00 Dagskrárlok. mundsson, Guðbjörg Þóris- dóttir, Iris Lind Sæmunds- dóttir og Einar Egilsson. 17.00 Að hlusta á tónlist 21. þáttur: Hvað er fúga? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 Islenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flyt- ur þáttinn. 18.16 Frá alþjóöaskákmóti f Reykjavik. Jón Þ. Þór flytur skákskýringar. 18.26 Tónleikar. Tilkynningar 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 Á tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar við hlust- endur. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Ókunn afrek — Unga skáldið. Ævar R. Kvaran segir frá. 21.00 fslensk einsöngslög Árni Jónsson syngur. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 12. sálm. 24.00 Fréttir 00.06 Miönæturtónleikar Umsjón: Jón Öm Marinós- son. 1.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. I& LAUGARDAGUR 28. febrúar 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal og Bjarna Dags Jónssonar. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 16.00 Við rásmarkiö. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitt- hvaö fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafrétta'mönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Sig- urði Gröndal. 3.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYL GJAN LAUGARDAGUR 29. febrúar 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—12.30 I fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjáns- son o.fl. bregða á leik. 12.30-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel i góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldrei dauður punktur. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Ásgeir Tómas- son á laugardegi. Léttur laugardagur með Ásgeiri. öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði slöustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir ( laugardagsskapi Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi stanslausu fjörí. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. AIFA Krlatlleg ÉlrwyoitU. FM 102,9 LAUGARDAGUR 28. febrúar 10.30 Barnagaman. Þátturfyr- ir böm með ýmsu efni Stjómendur: Eygló Haralds- dóttirog Helena Leifsdóttir. 11.30 Hlé. 13.00 Skref i rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Þátturinn þinn. Stjórn- andi: Alfons Hannesson. 16.00 Lífiö og tilveran. Stjóm- andi: Marinó Flóvenz. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til Iffsins. Stjórnandi: Ragnar Wi- encke. 24.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.