Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 37 Ár liðið frá valdatöku Corazon Aquino, forseta Filippseyja: Umþóttunartíim „Meyjarmn- ar í Malacanang“ er liðinn Corazon Aquino forseti gerir sigurmerki eftir að hafa ávarpað hundr- uð þúsunda Filippseyinga við hátíðahöldin i gær. - eftir Jens Erik Rasmussen Manila. HÚN hefur verið borin saman við Jóhönnu af Örk og kölluð „Mærin í Malacanang" — forseta- höllinni í Manila. Goðsaguasmið- ir sáu í henni engil af himnum sendan til að færa þjóðinni frelsi. Öðrum sýndist þar komin hin látlausa, hreinlynda Öskubuska með stakan skó — öfugt við Imeldu Marcos, sem átti 3000 pör i klæðaskápnum, þegar henni var útskúfað. Ævintýrið um Corazon Aquino hófst í ágúst 1983, þegar maður hennar var skotinn til bana á flug- vellinum í Manila. Eiginkona hans varð ekkja og tákn um þjáningar þjóðar sinnar. Fyrir um einu ári lauk fyrsta kapítula þessa ævintýr- is. Þá gerðu þjóðin og síðan herinn friðsamlega uppreisn, kröfðust þess að Aquino settist á forsetastól og ráku einræðisherrann, Ferdinand Marcos, og eiginkonu hans, eyðsluklóna Imeldu, í útlegð. Næstu kapítulamir voru ekki alveg eins rósrauðir, og enn er ekki útséð, hvort endirinn verður farsæll. Þegar fyrstu vikumar eftir „hina brosandi byltingu" í febrúar í fyrra vom á enda mnnar og mesta gleði- víman mnnin af fólkinu, vaknaði Aquino til þess napurlega vemleika, sem hún hafði hlotið í arf frá for- vera sínum, bæði á sviði efnahags- mála og stjómmála: Á annað þúsund milljarðar króna í erlendum skuldum, 23.000 kommúnískir og múhameðskir skæmliðar undir vopnum og óstýrilátur her, sem gengið hafði í gegnum þykkt og þunnt með Ferdinandi Marcosi í tvo áratugi. Nú hefur hún verið eitt ár við völd: Skuldimar era jafnháar, skæmhemaðurinn er í algleymingi á ný, og mannfall síðustu vikur hefur verið jafnmikið og þegar verst gegndi í tíð Marcosar. Þar að auki sýndi byltingartilraunin í janúar, að hemum er illa treystandi. Samt sem áður elskar mikill meirihluti 55 milljóna Filippseyinga forseta sinn enn í dag, og hún hef- ur verið tilnefnd tii friðarverðlauna Nóbels. Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjómarskrána snerist upp í uppgjör um það, hvort fólk væri með eða á móti Aquino. Hún dró mikinn mann- §ölda á kosningafundina og varð hvað eftir annað að gera hlé á ræðuhöldum vegna fagnaðarláta stuðningsmanna sinna, sem hróp- uðu gælunafn hennar „Cory - Cory“. Þar sem 77% kjósenda léðu henni atkvæði sitt, taldi hún víst, að hún nyti víðtækrar hylli með þjóðinni. En vinsældir leysa ekki einar og sér þau válegu vandamál, sem við er að etja á Filippseyjum, og það em að koma fram veilur í goðsögn- inni. Forsetinn hefur nánast verið alfriðaður fram að þessu í marglit- um flölmiðlaheiminum á Filippseyj- um og gagnrýninni verið beint að ríkisstjóminni. En nú em menn famir að setja spumingarmerki við persónulegan vilja hans og getu til að koma á raunvemlegum umbót- um. Sjálf telur Aquino, að hún sé kölluð til starfans. Hún er innilega trúuð kona og biðst fyrir klukku- stundum saman dag hvem með talnabandið í höndum að kaþólskum sið. Sannfæring hennar veitir henni sjálfstraust, sem geislar af henni og hefur haft sterk áhrif á vest- ræna stjómarerindreka á Filipps- eyjum. Á aðra verka þessi sterka trú og vissa um köllun og getu til að túlka vilja þjóðarinnar beinlínis fráhrind- andi. Þeir óttast, að örlagatrú hennar einangri hana frá raun- vemleikanum í landinu og dragi úr atorkusemi hennar. Guðstrú forsetans og sjálfstraust hafa ekki birst í ákveðni á stjóm- málasviðinu. Hinir gagmýnu saka hana um klókindi, linku og atorku- leysi. Fýrsta árið hefur að lang- mestu leyti farið í að fást við atburði líðandi stundar, en frumkvæðið til að ná stjóm á atburðarásinni hefur látið á sér standa. Stuðningsmenn- imir segja, að hún hafí staðið sig með ágætum við erfíðar aðstæður og hún geti verið ákveðin, þegar á þurfí að halda. Síðustu mánuðina hefur hún reynt að breyta ímynd sinni og reynt að koma fram í hlut- verki hins sterka leiðtoga. Ræður hennar hafa verið beittari, en það hefur verið langt á milli orða og gjörða. Enginn vafí er á, að fólkið vill, að hún noti það vald sem hún hefur og láti til sín taka. Vinsældir hennar jukust stórlega fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna, þegar hún krafðist strangra refsinga yfir upp- reisnarseggjunum úr hemum og sagði: „Ég óska ekki eftir hefndar- morðum, en ég óska þess enn síður, að við verðum öll drepin." Yfírgnæfandi fylgi við stjómar- skrána kom lýðræðinu á Filippseyj- um á blað og tryggir Aquino embætti forseta til 30. júní 1992. Væntingamar til forsetans em nú eins miklar og á fyrstu vikunum eftir brottvikningu Marcosar, og kröfur um umbætur em ákafari en nokkm sinni fyrr. Atkvæðagreiðslan sýndi, að kjós- endur em þreyttir á byltingarbrölti og enn fremur, að herskáir vinstri- menn njóta ekki þess stuðnings meðal þjóðarinnar sem þeir hafa haldið fram. Fólkið vill „frið, ró og reglu", sagði Aquino glöð í bragði eftir atkvæðagreiðsluna. Biðtíminn getur orðið langur, því að fátækt og eymd hverfa ekki við kosningasigur. Aquino styrkti sig vissulega í sessi, en þó að það kunni að hljóma kaldhæðnislega, þá kann stjómarskráin að valda ríkisstjóm- inni nýjum vandkvæðum. Þing- kosningar eiga að fara fram í maímánuði og sveitarstjómakosn- ingar í ágúst. Næstu sex mánuðim- ir verða ein samfelld kosningabar- átta og það getur valdið miklum glundroða. Margir af ráðhermm hennar og aðalráðgjöfum em í framboði, og það getur haft í för með sér endumýjaða valdabaráttu í ríkisstjóminni. Þegar þingið kem- ur saman, hefst slagur stjómmála- mannanna um umbætumar í jarð- næðismálum og landbúnaði — svo og í fjárlagagerð. Aquino getur reitt sig á, að þingið verður henni hlið- hollt, en þingmenn fulltrúadeildar- innar er valdir úti í hémðum landsins — sem skipta þúsundum — og þar verða margir hefndarþyrstir stuðningsmenn fyrrverandi forseta fyrir á fleti, staðráðnir í að komast aftur á þing. í nafni lýðræðisins verður forset- inn hér eftir að deila völdum með þinginu. Þar verða fulltrúar auðug- ustu fjölskyldnanna í landinu langfjölmennastir og munu sam- kvæmt hefðinni taka þrönga sérhagsmuni sína fram yfír nauð- synlegar umbætur í þjóðfélags- og efnahagsmálum. Stuðningsmenn Aquino hafa þess vegna hvatt hana tii að nota völd sín og vinsældir til að þvinga um- bætumar fram með lagasetningu eins og henni er heimilt, þar til þing hefur verið kjörið. En hún hefur þegar sagt, að hún óski eftir að „fresta eins miklu og auðið er, þar til þing kemur saman“. Þessi afstaða Aquino hefur vald- ið því, að fátækir bændur og verkamenn, hófsamir vinstrimenn og umbótasinnar innan kirkjunnar, era orðnir vantrúaðir á vilja forset- ans til að standa fyrir bitastæðum umbótum. Þeir kveða hana hægri- sinnaða og benda á, að hún sé og verði óaðskiljanlegur hluti auðfólks- ins, sem óskar í mesta lagi sýnda- mmbóta. Fjölskylda Corazon Aquino á 6000 hektara sykurplantekm norð- ur af Manila. Hún hlaut menntun sína og bjó um árabil i Bandaríkjun- um, og það hefur mótað afstöðu hennar til efnahagamála. Hún er á móti ríkisafskiptum í atvinnulífinu, trúir á fijálst framtak einstaklings- ins, en hefur hvorki tekist að sannfæra innlend né erlend fyrir- tæki um, að hagkvæmt sé að fjárfesta á Filippseyjum. í ríkis- stjómartíð hennar hefur hagvöxtur aðeins verið óvemlegur, eða 0,13%. Erlendu skuldimar em þó enn yfír 1000 milljarðar króna, og sjö af hveijum tíu Filippseyingum hafa tekjur undir opinbemm fátæktar- mörkum, sem miðast við 4000 krónur á mánuði á hveija sex manna fjölskyldu. Næringarskortur er útbreiddur, og á eyjunni Negros deyja mörg böm úr hungri, af því að sykuriðnaðurinn á staðnum er gjaldþrota. Auðstéttin í landinu, sem er um 10% íbúanna, tekur um 40% þjóðar- teknanna til sín og á yfír 90% af öllu jarðnæði. Það verkefni, sem var mest knýjandi, að forsetinn tækist á við', var einmitt réttlát skipting jarð- næðisins. En það mál virðist nú í vonlausri stöðu. Þrátt fyrir viljayfír- lýsingar og áætlanir ríkisstjómar- innar, virðist það eiga að koma í hlut þingsins, sem að mestu er skip- að stóijarðeigendum, að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Ekki hefur Aquino heldur gengið vel að ráða við ógnina, sem stafar af skæmliðum. 60 daga vopnahléið, sem um samdist milli hennar og fulltrúa NPA-skæmliðahreyfíngar- innar í byijun desember, var talinn mikill sigur fyrir hana. Nota átti tímann til samningaviðræðna um varanlegan frið, en viðræðumar steyttu fljótt á skeijum og snemst upp í orðaskak og yfírlýsingastríð. Til bardaga kom milli skæmliða og stjórnarhersins, áður en vopnahléið rann út 8. febrúar, og stuttu seinna lýsti Aquino yfír stríði á hendur skæmliðahreyfíngunni. Á síðustu vikum hafa blöð, útvarp og sjón- varp í Manila sagt frá blóðugum átökum stríðsaðilanna, og yfir 100 hermenn, uppreisnarmenn og borg- ar hafa fallið. Mannfallið er orðið eins mikið og á síðustu ámm Marc- osar í embætti. Stíðsyfírlýsing Aquino var í aug- um margra hópa innan hersins viðurkenning þess, að vopnahléið hefði aðeins verið tímasóun. Þeir gagnrýndu hana frá byrjum fyrir að vera svo einföld að trúa því, að skæmliðar mundu leggja niður vopn bara vegna þess, að hún bæði þá um að gera það. Aquino heldur þó opnum dyranum fyrir nýjum samningaviðræðum, en flestir em vantrúaðir á, að af þeim geti orðið í bráð. Það var mikið áfall fyrir hófsöm öfl, bæði innan skæmliðahreyfíng- arinnar og ríkisstjómarinnar, að friðarviðræðumar skyldu fara út um þúfur. Herinn þóttist hafa reynst sannspár og gerir nú kröfur um auknar fjárveitingar til barátt- unnar við skæmliða. NPA hefur nefnilega notað uppstyttuna til að styrkja stöðu sína og samræma baráttuna. Á meðan gafst kommún- istum einnig færi á að fara með áróðursvél sína inn í borgimar og verða sér úti um óskipta athygli fjölmiðlanna. Þetta olli miklum úlfaþyt í hemum, og þar vom uppi raddir um, að Aquino væri tor- tryggnari út í herinn en skæmliða. Óánægja þessi kom upp á yfírborð- ið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Aðeins tæplega 60% hermanna sögðu já. Þá krafðist forsetinn þess, að hver og einn þeirra skyldi sverja stjómarskránni hollustueið eða hverfa úr hemum ella. Þrátt fyrir klaufalegar aðfarir uppreisnarmanna í nýlegum bylt- ingartilraunum, skyldi enginn vanmeta herinn. Mörgum þeirra 250.000 manna, sem em undir vopnum, er óljúft að sleppa úr hendi ýmsum þeim forréttindum og pólitísku áhrifum, sem þeim féllu í skaut I stjómartíð Marcosar. Vera má, að áætlanir um frekari upp- reisnartiiraunir hafí nú verið lagðar til hliðar í bili, en takist Aquino ekki að ná árangri, sem fjöldinn gerir sig ánægðan með, kann hlut- verk hersins að fá aukið vægi á ný. Tími kraftaverkanna er liðinn. Aquino er sem fyrr eina sameining- artáknið í þessu eyríki í Suðuraust- ur-Asíu, en fyrsta stjómarár hennar hefur verið heldur dáðlítið. Pólitísk- um umþóttunartíma forsetans er lokið, og á næsta ári kemur í ljós, hvort Mærin í Maiacanang fær haldið lífi í hinu unga lýðræði í landinu eða hvort sundurlyndis- ^andinn nær undirtökunum. Höfundur er druiskur blaðamaður, sem starfar sjálfstætt. Þessi mynd var tekin á kosningafundi í Manila fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um hina nýju stjómar- skrá Filippseyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.