Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Jafnrétti og valfrelsi til náms — Traustur fj árhagsgrundvöllur eftirJón Sigurðsson Námslán hafa verið mikið til umræðu í vetur eins og reyndar marga undanfama vetur. Um ára- mótin kom, eins og kunnugt er, upp deila milli stjómarflokkanna .um það, hvaða tillögur ætti að gera um endurskoðun laga um lánasjóðinn. Þessi deila virtist að vísu snúast mest um mannleg samskipti þeirra er stóðu að tillögugerðinni og bar kannski vitni um kosningafiðring. Hún átti sér þó vafalaust einnig þá skýringu, að málefni sjóðsins eru býsna flókin og mismunandi leiðir eru til að taka á þeim, þótt fátt kæmi fram um það í deilunni. í þessari grein verður ekki fjallað um einstök atriði þessarar deilu heldur verða málefni lánasjóðsins reifuð í stórum dráttum og varpað fram nokkrum hugmyndum sem skoða þarf, þegar tekið verður á málefn- um sjóðsins í alvöru. Markmið lánasjóðsins Lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna hafa þrjú meginmark- mið, sem nokkuð almenn samstaða virðist um. Þau eru: 1) Að tryggja jafnrétti til náms án tillits til efnahags eða félags- legra aðstæðna. 2) Að hvetja fólk til að leita sér menntunar. 3) Að tryggja fjárhag lánasjóðsins til lengri tíma litið. Núgildandi útlána- og endur- greiðslureglur virðast uppfylla fyrstu tvö markmið laganna allvel á þann hátt, að allir háskóla- og mjög margir sérskólanemar eiga — að uppfylltum ákveðnum skilyrðum — kost á námslánum, sem fara langleiðina að duga fyrir fram- færslukostnaði. Þá eru lánin vaxtalaus og endurgreiðsla þeirra takmörkuð við tiltekinn hundraðs- hluta af tekjum að námi loknu. í þessu kerfí felst umtalsverð hvatn- ing til náms. Þriðja markmiðið — fjárhagsmarkmiðið — er hins vegar ekki uppfyllt. Fjárhagnr sjóðsins Talið er, að endurgreiðsluhlut- fallið, sem svo er nefnt, verði 80—90%, þ.e. að námsmenn muni greiða lánasjóðnum til baka á næstu áratugum 80—90% af þeim lánum, sem þeir fá úr honum. Af almanna- fé komi því á endanum ekki nema um 10—20%. Þetta kann einhveij- um að virðast í sæmilegu samræmi við þriðja markmið laganna, en svo er þó alls ekki vegna þess, að í þessum endurgreiðslureikningi er ekki tekið tillit til vaxta. Einfaldast er að útskýra þetta með því að hugsa sér, að útlán lánasjóðsins væru að öllu leyti fjármögnuð með lánsfé, sem t.d. gæti verið erlent að uppruna. Þá verður sjóðurinn að greiða meira fé í afborganir og vexti en hann sjálfur innheimtir f afborgunum af námslánum, ein- hvers staðar verður að taka þetta fé. Svipaða sögu er að segja væru námslánin algjörlega íjármögnuð af skattfé. Væri það fé ekki notað í vaxtalaus námslán hefði mátt setja það í fyrirtæki, sem skilaði arði, lána það með vöxtum, t.d. í gegnum húsnæðiskerfíð eða, sem ef til vill er nærtækast, draga úr iántökum ríkisins. Þannig kosta námslánin þjóðfélagið meira fé en beinlínis er lagt út til þeirra, hvað sem líður fjármögnunarleiðinni og 100% end- urgreiðsluhlutfall hrekkur ekki til að greiða allan þann kostnað. Á máli hagfræðinga heitir þetta, að núvirði endurgreiðslna sé lægra hlutfall af útlánum en endur- greiðsluhlutfallið, sem oft er vitnað til. Reyndar er ólíklegt, að núvirði endurgreiðslna nái helmingi af láns- flárhæð miðað við núgildandi reglur. í heild eru lánin því að meira en helmingi styrkur, þótt óljóst sé, hver blandan verður milli styrks og láns hjá hveijum einstök- um námsmanni, þar til 40 ára endurgreiðslutíminn er liðinn. Við bætast svo auðvitað beinir styrkir og rekstrarkostnaður sjóðsins. Með þessu er því þó alls ekki haldið fram, að námslán eigi að vera á sömu eða svipuðum kjörum og önnur lán. Mikilsverð rök hníga reyndar að því, að námslán eigi að vera á vild- arkjörum, eins og vikið er að hér á eftir. En það er nauðsynlegt, að menn átti sig á fjárhagslegum stað- reyndum málsins. Vandinn, sem stjómvöld eru sí- fellt að glíma við í sambandi við lánasjóðinn, stafar af því, að Qár- þörf hans hefur vaxið mjög ört á undanfömum árum. Þótt einstakan svartan sauð megi ef til vill fínna í hópi þeirra námsmanna, sem fá lán úr sjóðnum, má rekja stærsta hlutann í aukinni fjárþörf hans til tveggja atriða: Annars vegar hefur fólki í lánshæfu námi fjölgað mjög og hins vegar hafa námslánin hækkað, þegar litið er yfir nokkur ár, þótt þau hafí lækkað að raun- gildi á allra síðustu ámm. En þessi þróun segir þó ekki alla söguna um ijárþörfina. Við þarf að bæta byrði vaxta og endurgreiðsla lána, sem sjóðurinn hefur tekið til að standa undir útlánum, þegar framlög úr ríkissjóði hafa ekki dugað, en þau lán eru á markaðskjörum. Fjárþörf sjóðsins hefur því vaxið hröðum skrefum. Á Qárlögum ársins 1987 er gert ráð fyrir 928 milljóna króna framlagi úr ríkissjóði og 800 millj- óna króna lántöku og hefur lántak- an nær fjórfaldast að raungildi frá árinu 1981. Af ráðstöfunarfénu, sem eru rúmlega 1.800 milljónir króna brúttó, er áætlað, að tæplega 3.000 milljónir króna fari til að greiða afborganir og vexti af lán- um. Inn í sjóðinn koma hins vegar rúmlega 100 milljónir króna í af- borgunum og verðbótum af náms- iánum og vaxtatekjum. Lántaka á markaðskjörum til lánasjóðs, sem starfar eftir núgildandi reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, er sjónhverfíng, því sjóðurinn getur alls ekki endurgreitt slíkt lán. Hér eru menn að velta vandanum á undan sér til þess að láta A-hluta Qárlaga líta betur út. Fjárþörf lána- sjóðsins vex hins vegar í sífellu. Það þarf því að skoða nánar hlut- verk fjárveitinga til sjóðsihs og horfast í augu við fjárhagsvanda hans á raunsæjan hátt með auknum flárframlögum úr ríkissjóði. Fjárhagur námsmanna Námsmönnum kann að þykja námslánin naumt skömmtuð. Fjár- hæðin, sem þeim er ætluð til framfærslu, er vissulega ekki há. Hún er nú í ársbyijun 1987 22.350 krónur á mánuði fyrir einstakling við nám í Reykjavík, sem býr í leigu- húsnæði. Hækkun lánsfjárhæðar- innar er þó hvorki eina né endilega besta leiðin til að bæta kjörin, með- an á námi stendur. Mörgum námsmanni kemur líklega betur, að atvinnutelqur skerði ekki lán- tökuréttinn í jafnríkum mæli og nú er. Skerðingarhlutfallið af tekjum umfram framfærslukostnað í náms- leyfum, sem nú er 65%, er of hátt og slævir án efa sjálfsbjargarvið- Ieitni námsmanna. Þessi skerðing tengist auðvitað lánskjörum. Því vægari sem lánskjörin eru þeim mun meiri þörf er fyrir skömmtun Jón Sigurðsson „Þessi skerðing tengist auðvitað lánskjörum. Því vægari sem láns- kjörin eru þeim mun meiri þörf er fyrir skömmtun af þessu tagi. Bæru námslánin lága raunvexti, t.d. 1—2%, ætti þetta skerð- ingarhlutfall ekki að vera hærra en jaðar- skatthlutfallið í nýja skattakerf inu, sem nú er lagt til að verði innan við 35%.“ af þessu tagi. Bæru námslánin lága raunvexti, t.d. 1—2%, ætti þetta skerðingarhlutfall ekki að vera hærra en jaðarskatthlutfallið í nýja skattakerfinu, sem nú er lagt til að verði innan við 35%. Úr því skattamálin eru nefnd er rétt að taka fram, að það er mikill galli á stjómarfrumvörpum um stað- greiðslu skatta, sem nú er til umræðu á Álþingi, að samkvæmt þeim þurfa námsmenn að byija að borga fulla skatta um leið og þeir koma út f atvinnulífið að loknu námi. Hingað til hefur fyrsta árið verið skattlaust og hafa námsmenn — eða réttara sagt fyrrverandi námsmenn — getað notað það til að koma undir sig fótunum. Einnig er hætta á, að námsmenn beri hærri skatta af sumartekjum sínum í staðgreiðslukerfínu en í núverandi skattakerfí. Alþýðuflokksmenn vilja beita sér fyrir því, að tekið verði sérstakt tillit til aðstæðna náms- manna í hinu nýja skattakerfí. Það getur ekki verið æltunin að leggja stein í götu þeirra eins og gert er í skattafrumvörpum ríkisstjómar- innar. Þeim þarf að breyta að þessu leyti. Tillögumar um þakið Tillögumar tvær um endurskoð- un laga um lánasjóðinn, sem full- trúar í nefnd á vegum menntamála- ráðherra hafa viðrað að undanfömu, virðast annaðhvort breyta sáralitlu um Qárþörf sjóðsins á næstu árum eða fóma tveimur fyrstu meginmarkmiðum núgild- andi laga til þess að draga úr fjárþörfínni. Tillögumar ganga út á það, að hver námsmaður skuli eiga kost á ákveðinni fjárhæð að láni, þ.e. upp að svonefndu þaki, en helsti munurinn á tillögunum er hversu hátt það skuli vera, 1 V2 eða 2 milljónir króna. Lán undir þessu þaki verði verðtryggð, en vaxta- laus, eins og nú er um öll námslán. Það, sem námsmaðurinn fái að láni umfram þessa fjárhæð, beri hins vegar svipaða vexti og nú eru á húsnæðislánum, eða 3,5% umfram verðtryggingu, og þessi lán endur- greiðist á skemmri tíma en önnur. Jafnframt var gert ráð fyrir því, að komið yrði á fót styrkjakerfi, þótt því hafí ekki verið lýst. Nái tillaga af þessu tagi fram að ganga, er hætt við því að dragi úr því jafn- rétti, sem nú er til náms. Hún mun íþyngja námsmönnum með mikla framfærslubyrði. Ekki fer heldur á milli mála, að hún letur fremur en hvetur til náms, sérstaklega fram- haldsnáms við háskóla erlendis og þá einkum þar, sem skólagjöld tíðkast eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það virðist einmitt vera þannig, sem henni er ætlað draga úr fjárþörf lánasjóðsins, það er með því að fá menn einfaldlega til að hætta við að leggja út í fram- haldsnám og beina mönnum frá námi í hinum enskumælandi heimi, sem þó býður í mörgum greinum bestu menntun. Þetta lýsir skamm- sýni hjá tillögusmiðunum. Hugmynd um endurskoðun Tilgangur endurskoðunar á lög- um um lánasjóðinn að þessu sinni ætti ekki fyrst og fremst að vera að draga úr fjárþörf hans í allra næstu framtíð, heldur frekur að auka Mut beinna fjárframlaga til sjóðsins næstu árin og tryggja fjárhag hans betur, þegar til lengri tima er litið, án þess að stofna í hættu markmiðum hans um jafnrétti og hvatningu til náms. Við þessa endurskoðun er vert að skoða þá hugmynd, að öll námslán beri lága vexti, t.d. 1% umfram verðtryggingu, en það eru nú lægstu vextir í húsnæðislána- kerfinu til verkamannabústaða. Endurgreiðslutími yrði svipaður og nú, eða á bilinu 30—40 ár. Jafn- framt þyrfti að skoða ýmis ákvæði um rétt til lántöku og endurgreiðslu námslána, ekki síst tekjutengingu, hváð þetta tvennt varðar. En í þessu efni má ekki rasa um ráð fram, heldur þarf að athuga hvort tveggja vandlega, áhrifín á hag námsmanna og á fjárhag lánasjóðsins. Eitt mik- ilvægt atriði, sem hafa þarf í huga í þessu sambandi, eru þær horfur um fólksíjöldaþróun, að fólki á námsaldri fækkar á næstu áratug- um. Nauðsynlegt er að gera áætlanir um greiðslur úr og í lána- sjóðinn langt fram í tímann á breytilegum forsendum um vexti, endurgreiðslur, lánsrétt o.s.frv., þannig að meta megi áhrif breyt- inga á þessum lykilstærðum. Því miður skortir á, að slíkum vinnu- brögðum hafí verið beitt við tillögu- gerð um lánasjóðinn. Þótt slíkar athuganir vanti, virðist ljóst, að sú tilhögun, sem hér er fítjað upp á, ætti ekki að skaða fyrstu tvö megin- markmiðin með starfsemi lána- sjóðsins, þ.e. jafnrétti og hvatningu til náms. Gæfu athuganir hins veg- ar til kynna, að þau væru í hættu, kæmi til greina að setja þak á þá fjárhæð námslána, sem ber vexti, en það, sem færi yfir þetta þak, yrði vaxtalaust eða beinn styrkur eftir mati á námsárangri. Styrkir yrðu þá fyrst og fremst veittir til framhaldsnáms, sem væri eftir- sóknarvert bæði fyrir einstakling og þjóðfélag, og til námsmanna, sem náð hafa góðum árangri. Auð- vitað er öruggt eftirlit með náms- framvindu ekki síður nauðsynlegt í slíku kerfí en því, sem nú er við lýði. Þegar kemur fram á næstu öld er hugsanlegt, að endurgreiðslur til sjóðsins verði í svona kerfí meiri en útlán hans vegna fækkunar fólks á skólaaldri. Ástæðulaust er fyrir námsmenn að sýta nú hugsanlegan greiðsluafgang sjóðsins, þótt ein- hver yrði. Reyndar á fjárþörf vegna símenntunar líklega eftir að koma inn í myndina í vaxandi mæli. Verði hins vegar greiðsluafgangur eftir aldamót mun hann auðvitað renna til ríkissjóðs og koma til lækkunar á sköttum, meðal annars þeirra, sem stunda nám um þessar mundir. Góð menntun er sam- eiginlegt hagsmunamál Þessi hugmynd, sem hér hefur verið varpað fram, er í raun algjör andstæða þeirra tillagna, sem nefndarmenn á vegum núverandi stjómarfiokka hafa verið að kynna. Sannast sagna virðast þær tillögur hvorki sérlega markvissar né vel rökstuddar. Hugmyndin um þak á námslán með strangari lánskjörum, þegar yfír það er komið, er stórlega varhugaverð. Hún virðist hugsuð til að góma svarta sauði, en gæti ekki síður bitnað á hvítum gæðing- um. Málefni lánasjóðsins þarf að taka til athugunar á næstunni í nánu samráði við samtök námsmanna. Það er mikilvægt að ná breiðari samstöðu um þetta málefni, þannig að hægt verði að setja reglur um starfsemi hans, sem fá staðist. Óvissa um námslánareglur hefur valdið námsmönnum miklum óþæg- indum. Starfsemi sjóðsins er snar þáttur í menntastefnu framtíð- arinnar, sem ætti að miða að sem mestu valfrelsi til náms og sem mestri fjölbreytni í menntun þjóðar- innar, að gefnum þeim §ármunum, sem til ráðstöfunar eru. Nám er- lendis er þar ekki síður mikilvægt en nám hér á landi. Rökin fyrir vildarkjörum á námslánum eru auðvitað þau, að góð menntun er öðrum þræði sam- eiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar en ekki eingöngu sérhagsmunamál námsmanna. Það er þjóðarbúið í heild, sem nýtur hluta arðsins af góðri menntun. Þetta eru gild rök fyrir því að niðurgreiða vexti af námslánum að vissu marki, en tæp- lega niður í núll nema í undantekn- ingartilfellum. En þá ættu beinir námsstyrkir frekar að koma til skjalanna. Greiðsluáætlun Lánasjóðs íslenskra náms- mannaárið 1987 QralAslur f sJóAinn m.kr. Framlag ríkissjóðs 928 Tekinlán 800 Afborganiraf námslánum 37 Vaxtatekjur og verðbætur 71 Samtals til ráöstöfunar 1.836 GrelAslur úr sjóAnum Veitt námslán 1.460 Veittirstyrkir 46 Afborganirtekinnalána 155 Vaxtagjöld 137 Rekstrarkostnaður 38 Samtals ráðstafað 1.836 Hdmlld: Fjárlög fyrir árið 1987, tölur jafnaðar í heilar milljónir króna. Höfundur er hagfrœðingur. Hann erífyrata sœti á fram- boðslista Alþýðuflokksins i komandi þingkosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.