Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Kveðjuorð: Björgvin Jónsson — Breiðabólsstað Fæddur 10. maí 1912 Dáinn 30. janúar 1987 „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi." Svo kennir frelsarinn í fjallræðunni. Við nemum þessi orð í æsku og fínnum að þau eru sönn. Heimurinn væri sannarlega betri og mannlífíð fegurra ef allir færu eftir þeim í breytni sinni og sam- skiptum við aðra menn. En það vantar víst oft nokkuð upp á fram- kvæmdina þegar til kastanna kemur. Til þess bendir óneitanlega svo margt sem í heiminum við- gengst og gerir hann svo oft og viða að táradal og vettvangi haturs og þjáninga. Við heyrum og nemum hið góða orð, en með breytni okkar segjum við einatt sem svo: Við hlustum nú ekki á þetta, við kunnum sjálf ann- ars konar hyggindi sem í hag koma — og svo hugsar hver um sig og togstreitan hefst og tillitsleysið um annarra hag. Og sá þykir jafnvel mestur sem þar gengur harðast fram á kostnað náungans — og allt skal það vera í nafni frelsisins, sem er fallegt orð en margoft misnotað. Einn af fyrstu lærisveinum Krists, höfundur Jakobsbréfs segir um þetta: „Þér beijist og stríðið. Þér eigið ekki af því að þér biðjið ekki. Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekk- laus, þér tvílyndu. Nálægið yður Guði, og þá mun hann náigast yð- ur. Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður." Og enn er ritað: „Hyggindi hyggindamann- anna mun ég að engu gjöra, segir Drottinn.“ Og „hver fær að stíga upp á ijall Drottins? Sá sem hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta". Sá hefur ófiekkaðar hend- ur, sem aldrei vann öðrum til meins, heldur hlúði að lífí og gróðri alia ævi og enga fyrirhöfn sparaði í umönnun þess sem honum var til trúað og lét sér ávallt annt um annarra hag — jafnvel framar en sinn eigin. Og sá hefur hreint hjarta, sem ekki temur sér tvílyndi, en kemur fram við alla jafnt, varð- veitir bamslega viðkvæmni gegnum árin og gleðst í einlægni yfír vel- gengni og hamingju annarra. Þrátt fyrir allt eru þeir til á meðal okk- ar, sem hafa í lífí og breytni farið nærri þessari forsögu frelsarans, að „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra". Og oftast er það þá eins og þeir viti ekki um það sjálfír, eins og þetta sé ómeðvitað eðli og eig- ind. Og eins og algjör andstæða þeirrar auglýsingamennsku, sem nú er tíðkuð svo hóflaust af þeim sem reyna að upphefja sjálfa sig og öðlast lýðhylli gegnum fjölmiðla og básúnublástur. Hinu var okkur þá heitið að sælir munu hógværir og að þeir muni landið erfa. Oft fer hljótt það sem hollast grær. Og þeir sem í sannleika þjóna með- bræðrunum og gefa af sjálfum sér — þeir hreykja sér ekki og heimta ekki athygli og aðdáun íjöldans. Svo mikil hópvera er maðurinn og hópseíjun bundinn, að sá sem í einhveiju sker sig úr eða bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn verður einatt fyrir misskilningi og jafnvel nokkrum fordómum þeirra sem álengdar standa, en þeim mun meira metinn og virtur af þeim sem bezt til þekkja og skilja hvað sérstöðunni veldur, hvort sem hún er sjálfráð eða ósjálfráð. Þessar hugsanir bæra sér og bijótast fram þegar litið er yfir lífsferil Björgvins Jónssonar á Breiðabólsstað. Slík var gerð hans öll og framganga á þeim hólmi, sem honum var markaður. Hann var einn af þeim sérstæðu mönnum sem okkur fínnst að fari fækkandi, nú þegar þjóðfélagshættir og mennta- kerfí virðast móta flesta í sama farið að mörgu leyti. Björgvin var að sumu leyti einstæðingur í lífínu, en um leið vinmargur og vinsæll og öilum hugþekkur er honum kynntust, sökum trygglyndis og góðvildar sem frá honum geislaði. Hann fór á mis við sumt það sem mönnum þykir mikilsverðast og mest til hamingju horfa í lífínu, en var þó ávallt veitandi öðrum af rikdómi síns örláta hjarta. Orð frænda hans, Þorsteins skálds Erl- ingssonar, gætu einnig átt við um hann: „I hlíðinni, þar sem hann verkin sín vann, sem vin sinn hann taldi hvem djarfhuga mann, og vann það í kyrrð, sem hann kunni". Og„þóáekki víst sá, sem vegsemdar naut af völdum og auðsældum hærri, að fara með sárari söknuði braut né sigur í lífinu stærri“. Björgvin fæddist í Syðstu-Mörk undir Eyjatjöllum hinn 10. maí árið 1912. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir er þar bjuggu þá með íjórum böm- um sínum ungum. Fæðingu Björg- vins bar að með átakanlegum og örlagaríkum hætti, því að þessa vordaga 1912 reið yfír harður jarð- skjálfti sem olli miklu tjóni um austan- og ofanverða Rangárvalla- sýslu og hrundi þá m.a. bærinn í Syðstu-Mörk. Við þessar ægilegu aðstæður ól móðir hans tvíbura og lézt annar þeirra strax og hún sjálf skömmu síðar, en Björgvin lifði. Um þennan atburð og raunir föður- ins orti Þorsteinn Erlingsson kvæði og segir þar: „Þau undu sér glöð við það eins og það var, þau önnuðust kyrrláta heimilið þar og hlúðu að börnunum bæði. Með höndunum iðnu þau höfðu það byggt, sem hér var með dugnaði og samlyndi tiyggt Þau vonuðu, og við, að það stæði. En landskjálftinn kom þar og bæ þeirra braut, það böl er svo geigvæn, svo sligandi þraut, þá verða’eins og vikur úr stundum. En þá fannst þó fóðumum birt upp í bráð, er bömunum hafði'hann og móðrinni náð og bar þau úr húsunum hrundum. Og vinimir raungóðu veittu þeim skjól. Þá var eins og hlýnaði aftur af sól og ógnimar yiðu’ekki að meini. Þau höfðu við landskjálftans leikbræður þreytt, þær liðssveitir dauðans, og uggðu'ekki neitt. Nú lagðist hann sjálfur í leyni. Það var, þegar móðirin bjargráða beið og baminu sjötta í hörmungar neyð, þá settist hann bleikur hjá beði. Hann hætti’ekki við, uns þau hvíldu þar föl við hlið sínum vin eftir grátlega kvöl. Með þeim var svo grafin hans gleði. Og hann sýnist einsamall, hvar sem hann er. En horfi’hann á bamið, sem kvakandi fer í fangið á fðður og móður, þá losnar um tárin, þau læðast á kinn, þá lítur hann tvístraða hópinn sinn, og þurrkar af hvörmunum hljóður". Já, hópurinn móðurlausi tvístrað- ist og systkinunum var komið í fóstur, fjórum á jafnmörg heimili í Fljótshlíð og einu að Stóru-Mörk í fyrstu. Björgvin var fluttur um vikugamail í fóstur að Austur- Sámsstöðum í Fljótshlíð til hjón- anna Sigurðar Einarssonar og Önnu Sigurðardóttur, sem þar bjuggu með tveimur sonum sínum um tvítugt og tveimur eða þremur fóst- urbömum. Þau bættu nú við sig 7 marka hvítvoðungi, sem svo var veikburða að vart var hugað líf. Hjá þessum heiðurshjónum ólst Björgvin síðan upp til fullorðinsára eins og þeirra eigin sonur væri og vandist snemma við hin hefðbundnu sveitastörf. Hann gekk í bamaskóla til Nikulásar kennara Þórðarsonar og þó sú skólaganga þætti nú ekki löng, þá reyndist hann næmur vel á það sem kennt var eins og falleg- ar einkunnir á afburðavel skrifuð- um prófmiðum kennarans bera vott um. Þegar fósturforeldrar Björgvins bmgðu búi og fluttu að Litla- Kollabæ, til Guðjóns sonar síns árið 1934, þá fór Björgvin þangað með þeim og átti þar heimili um sinn. Um það leyti fór hann, eins og sið- ur var ungra manna, á vertíð til Vestmannaeyja, en ekki urðu þær vertíðir margar, því að hann veikt- ist þar og þurfti að gangast undir læknisaðgerð á höfði og átti hann nokkuð lengi við þau veikindi að stríða. En í Litla-Kollabæ var hann til ársins 1937, er hann fyrst kom að Breiðabólsstað sem kaupamaður nokkrar vikur um sumarið og fljót- lega eftir það réðist hann ársmaður á Staðnum. Það vantaði því aðeins fáa mánuði í 50 ár frá því hann fyrst kom til starfa á Breiðabóls- stað, þá 25 ára gamall. Hann vann síðan á heimilinu á Breiðabólsstað alla tíð, fyrst hjá sr. Sveinbirni Högnasyni og frú Þórhildi Þor- steinsdóttur til ársins 1963 eða í 26 ár, og síðan hjá mér undirrituð- um og fjölskyldu minni í rúm 20 ár eða þar til hann missti heilsuna vegna heilablæðingar í október 1983. Eftir það var hann ýmist á sjúkrahúsum eða heima á Breiða- bólsstað, nema síðustu tvö árin er hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Þá nærri hálfu öld, sem Björgvin var á Breiðabólsstað, vann hann heimilinu af frábærri trúmennsku og samviskusemi. Hann var á vissan hátt kjölfestan í búskaparönnum og umsvifum, alltaf á sínum stað og öllum hnútum kunnugur. Aðrir komu og fóru, en hann tók órofa- tryggð við staðinn og fjölskylduna hér, vildi veg heimilisins sem mest- an og gengi þess í hvívetna og lét sér svo annt um sem allt væri hans eigið. Hann var verkfús og hugmik- ill til allra starfa svo að hugurinn bar hann jafnvel ofurliði þegar að mörgu þurfti að hyggja í senn. Framan af árum var honum gjamt að hlaupa við fót og fram á síðustu ár mátti sjá hann bregða fyrir sig betri fætinum þegar hugurinn knúði hann áfram. Aðalverkefni hans voru jafnan bundin við búfénaðinn, hirðingu hans og umönnun bæði vetur og sumar og allan ársins hring. Þar var hann á réttri hillu, því að hann var mikill dýravinur og sparaði enga fyrirhöfn til þess að tryggja vellíðan málleysingjanna sem honum var trúað fyrir. Vann hann sér það stundum erfítt, að annarra dómi, en hann hafði líka mikið yndi af að umgangast dýrin og var næmur á líðan þeirra og þarfir, hverrar tegundar sem vom, og með afbrigðum ijárglöggur. Hann átti framan af árum góða hesta og fékk margur unglingurinn góðs af því að njóta, bæði heima- fólk og sumardvalarböm. En ekki þurfti þó það til til þess að böm hændust að honum og tækju við hann tryggð. Hann átti alla tíð vini í bömunum. Svo var um systkinin á Breiðabólsstað bæði fyrr og síðar, svo var um bömin og unglingana á bæjunum í kring og svo var um sumardvalarbömin á Breiðabóls- stað, sem mörg bundu við hann ævilanga vináttu. Kannski var það svo af því að sjálfur átti hann bams- lega viðkvæman huga. Hann kunni að gleðjast eins og bam, en hann bjó líka yfír ríku geði, sem ekki duldist ef réttlætistilfínningu hans var misboðið. Gerði hann þá engan mannamun ef því var að skipta. Björgvin var alla tíð mjög félags- lyndur og tók virkan þátt í félagslífi í sveitinni, einkum í UMF Þórs- mörk. Hygg ég að hann hafi verið vel að því kominn er hann var gerð- ur að heiðursfélaga í ungmennafé- laginu á sjötugsafmælinu sínu árið 1982. Þar var heiðraður hinn óbreytti liðsmaður, sem aldrei lét sitt eftir liggja í nokkm því er við þurfti og félaginu gat orðið til efl- ingar og heilla. Hann var einnig ótrauður stuðningsmaður hesta- mannafélagsins Geysis og sótti jafnan mót þess og samkomur. Aðra viðurkenningu hlaut hann líka, sem var honum mikils virði og sannarlega verðskulduð, er hann árið 1977 var sæmdur vönduðu gullúri frá Búnaðarfélagi íslands fyrir vel unnin störf á sama heimili í 40 ár. En Björgvin lét sér ekki aðeins annt um hagi bús og heimilis. Mörg- um stundum og mikilli orku varði Soffía Guðmunds- dóttirfrá Efri-Hlíð Fædd 13. nóvember 1899 Dáin 6. janúar 1987 Hefur göngu æskan ör árla lífs á degi, sýnist ævin unaðsför eftir sléttum vegi, skilur ei, að kuldakjör koma á daginn megi. Haustsins þungu kröm og kör kennir vorið eigi. Þreyta merkir hár og hár hvítt, er líður vorið. Sljóvgar auga tár og tár. Tæmist æskuþorið. Allir hljóta sár og sár, svo að þyngir sporið. Leggst við baggann ár og ár, uns menn fá ei borið. Mörguir, þykir vel sé veitt, vinnist gullið bjarta, láta í búksorg ævi eytt, ágimdinni skaita. En þeir flytja ekki neitt yfir djúpið svarta. Þangað fylgir aðt' ,s eitt: ást frá vinarhjarta. (Öm Amarson) Amma mín, Soffía Guðmunds- dóttir, var kona sem fátt var eins Qarri og að leggja mikið upp úr heimsins gæðum. En svo mikið er víst að hún hafði á lífsgöngu sinni safnað miklu af þeim auði sem flutt- ur verður „yfír djúpið svarta" eins og segir hér að ofan. Hún var af þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa á vit feðranna, kynslóðinni sem barðist með oddi og egg fyrir daglegri tilveru sinni og lagði með því grunninn að þeim vellystingum sem okkur þykja svo sjálfsagðar í dag. Amma fæddist á Hofsstöðum í Helgafellssveit og var næstyngst sautján bama foreldra sinna, Ólínu Ámadóttur og Guðmundar Bjama- sonar. Aðeins sjö bamanna komust á legg en það vom auk ömmu, Guðrún, Bjami, Kristín, Kristján, María og Matthildur, en hún dó tíu ára gömul. Matthildur var ung tek- in í fóstur af bamlausum hjónum sem bjuggu í Reykjavík en auk hinna bamanna ólu þau Guðmundur og Ólína upp þijá drengi, að nokkru leyti. Það voru Loftur Gestsson, Guðmundur Jóhannsson og Lúther Salómonsson. Uppvaxtarsagan var saga harðr- ar lífsbaráttu við búskap á nokkmm bæjum í nágrenni Stykkishólms, þar af lengst í Jónsnesi. Þegar amma hleypti heimdrag- anum lá leiðin í vist og kaupavinnu, m.a. að Hólum í Hjaltadal og til Reykjavíkur. í höfuðborginni notaði amma tækifærið og fór í kvöld- skóla, til að verða sér úti um einhveija kunnáttu í tungumálum og fleim. En aftur var haldið heim í Helga- fellssveitina og 15. apríl árið 1925 giftist amma jafnaldra sínum, Gunnari Hannessyni frá Stykkis- hólmi. Þau áttu þá þegar eina dóttur, Jóhönnu Þórunni, og á að- fangadag 1925 fæddist þeim sonur, Njáll. I fyrstu bjuggu þau í Jóns- nesi hjá foreldrum ömmu, en árið 1928 settust þau að á litlu býli í Helgafellssveit, Efri-Hlíð. Fjölskyldan stækkaði smám sam- an og árið 1933 voru bömin orðin sex, Vigdís, Ragnhildur Kristjana og tvíburamir Hannes Kristján og Askell, auk þeirra Hönnu og Njáls. En á skammri stund skipast veð- ur í lofti og árið 1934 lést Gunnar. Þá vom tvíburamir orðnir árs- gamlir. Þrátt fyrir töluverða ómegð hélt. amma búskapnum áfram með aðstoð foreldra sinna sem fluttu í Efri-Hlíð og Lofts Gestssonar, sem áður er getið. Þetta, að eiga góða að gerði sitt til þess að hægt var að halda búinu saman. En jafn- framt, og ekki síður var það dugnaður, kjarkur og óbilandi styrkur ömmu sem fleytti henni yfir alla erfíða hjalla. Það vom ein- mitt þessir þættir sem vom svo ríkjandi í skapgerð hennar, allt til síðasta dags. Svo kom þó að fjölskyldan brá búi og flutti í Stykkishólm, haustið 1948. Fyrstu árin vann amma ekki úti, en þegar fækkaði og róðurinn léttist fór hún að vinna í frystihús- inu. Árið 1958 vom bömin öll flogin úr hreiðrinu og þá fór hún til Rögnu dóttur sinnar í Grundarfírði. Þar var hún í 5 ár en kom svo aftur í Stykkishólm og flutti í kjallarann hjá foreldrum mínum. Frá þeim ámm á ég svo ótalmargar endur- minningar og eftir því sem árin líða verður það stöðugt dýrmætara að hafa átt greiðan aðgang að frásögn- um um lífsmáta sem nú heyrir sögunni til. Aftur reyndi á þolrifín árið 1972 en þá dó Hanna, elsta dóttir ömmu. Þær mæðgur vom mjög samrýndar og því var þetta mikið áfall, en ekki lét amma bugast, frekar en við var að búast þar sem hún átti í hlut. Þeir vom ótalmargir af alda- mótakynslóðinni sem háðu harða lífsbaráttu og saga ömmu gæti ver- ið saga margra. En sú lífsreynsla verður manni einstök sem maður eignast einhveija hiutdeild í, þó ekki sé nema af afspum. Þannig leið mér gagnvart ömmu. Ég fann til stolts yfír því hversu mikið hún hafði tekist á við og aldrei gefíst upp. Megi minningin um Soffíu Guð- mundsdóttur verða öllum sem þekktu hana hvatning til að bera höfuðið hátt þó gefa kunni á bátinn í lífsins ólgusjó. Sigurborg Kr. Hannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.