Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 Lækkun bindiskyldu við Seðlabanka: Bætir lausa- fjárstöðuna um 2,5 millj- arða króna Á morgun, 1. mars taka gildi víðtækar breytingar varðandi ýmsa þætti i stjórn peningamála, samkvæmt því sem kom fram á fundi stjórnar Seðlabanka ís- lands með fréttamönnum í gær. Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri og formaður stjórn- arinnar sagði að með nýrri VEÐUR löggjöf um Seðlabanka íslands, sem tók gildi 1. nóvember sl. væri stefnt að því að draga úr notkun beinna sfjórntækja, eins og innlánsbindinga og beinna vaxtaákvarðana, en taka í stað þess upp önnur stjórntæki, svo sem millibankamarkað og ákvæði um það hvert skuli vera Morgunblaðið/ól. K. M. Frá fundi stjórnar seðlabankans með fréttamönnum í gær. Frá vinstri: Bjarni Bragi Jónsson, aðstoð- arseðlabankastjóri, Tómas Árnason, seðlabankastjóri, Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri og Eiríkur Guðnason, hagfræðingur Seðlabankans. lágmark lausafjár innlánsstofn- ana. Frá og með morgundeginum lækkar bindiskylda banka og Heimild: Veðurstola Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í g»r: Á sunnanverðu Grænlandshafi er víðáttu- mikil 957 millibara lægð sem þokast norövestur, en yfir norður- Grænlandi er minnkandi 1028 millibara hæð. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt, víðast kaldi. Skúrir á suður og suðvesturlandi, en rigning við austurströndina. Á norður- og vestur- landi verður skýjað, en þurrt að kalla. Hiti á bilinu 2 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Sunnan- og suðvestlæg átt og hiti nálægt frostmarki. Snjó- eða slydduél á suöur- og vestur- landi en bjart veöur norðaustanlands. y, Norðan, 4 vindstig: V Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius ^ Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO MistUr --1- Skafrenningur pf Þrumuveður m r % 1 w w . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hhi veóur Akureyri 4 alskýjað Reykjavík 6 rigning Bergen vantar Helslnki vantar Jan Mayen -3 snjókoma Kaupmannah. -1 þokumóða Narasarssuaq -« alskýjað Nuuk -17 láttskýjað Osló vantar Stokkhólmur -2 skýjað Þórshöfn vantar Algarve vantar Amsterdam 9 rignlng Aþena vantar Barcelona 17 skýjað BerKn 2 slydda Chicago 2 alskýjað Glasgow 8 reykur Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 5 súld Hamborg 2 súld Las Palmas vantar London 11 rignlng Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg vantar Madrfd 12 mlstur Malaga 19 lóttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Mlami 22 léttskýjað Montreal -14 heiðskfrt NewYork -2 skýjað Parfs 13 alskýjað Róm 10 rlgnlng Vfn 1 alskýjað Washington 1 alskýjað Winnipeg -16 skýjað innlánsstofnana við Seðlabank- ann úr 18% í 13% og batnar lausafjárstaða innlánsstofnana við það um 2,5 milljarða króna. Jafnframt tekur gildi það ákvæði, að hverri innlánsstofnun er gert að eiga að jafnaði sem svarar 7% af ráðstöfunarfé í lausum eignum, svo sem óbundn- um nettóinnlánum í öðrum bönkum og ríkisvíxlum. Ákvæðið um lausafjárstöðuna er sett til þess að tryggja, að sá bati lausafjárstöðunnar, sem fæst með þessu móti, verði varanleg- ur, en leiði ekki til aukinna útlána. í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að af lækkun innlánsbindingar verða 3/5 eða 1500 milljónir króna greiddar í ríkisvíxlum, en einn millj- arður kemur beint inn á viðskipta- reikninga innlánsstofnana í Seðlabankanum. Gert er ráð fyrir að með bættri lausafjárstöðu inn- lánsstofnana, sem batnar við þetta að meðaitali um fimm prósentustig, gefist þeim meira svigrúm til þess að forðast greiðsluerfiðleika. Telur Seðlabankinn að vænta megi þess, að með þessu verði stuðlað að aukn- um millibankaviðskiptum, er komi að verulegu leyti í stað fyrirgreiðslu af hálfu Seðlabankans. Jafnframt verði með útgáfu ríkisvíxla stefnt að því að hér geti þróast frjáls ríkisvíxlamarkaður, sem geti orðið mikilvæg uppspretta skammtíma- fjármagns til að mæta rekstrarfjár- þörf ríkissjóðs. Stefnir Seðlabank- inn að því að kaup og sala ríkisvíxla verði með tímanum eitt helsta tæki Seðlabankans til þess að hafa áhrif á þróun peningamagns, en yfir- drættir innlánsstofnana hjá Seðla- bankanum heyri sögunni til. Þróunin hvetur til meiri samvinnu innlánsstofnana Seðlabankastjórar voru spurðir hvort þeir teldu að ákvæðið um 7% lausafjárstöðu innlánsstofnana, gæti orðið til þess að einhverjar stofnanir þyrftu að endurskipu- leggja rekstur sinn: „Ég held að sú þróun sem á sér stað á markaðnum nú, hvetji til mun meiri samvinnu og að minni stofnanimar þurfi á meiri samvinnu að halda. Ég nefni sem dæmi samvinnu sparisjóðanna, sem þegar að nokkru leyti koma fram sem einn aðili gagnvart Seðla- bankanum," sagði Jóhannes. Geir Hallgrímsson seðlabanka- stjóri sagði að skilyrðið um lausa- fjárstöðu innlánsstofnana væri ekki einungis sett til þess að hafa stjórn á eftirspum eftir lánsfé, heldur væri hér um ákveðna tryggingu að ræða fyrir fyrirtæki og viðskipta- vini innlánsstofnana. Lánastofnanir hefðu fengið meira frelsi, og því væri eðlilegt að auknar kröfur væm gerðar til þeirra. Jóhannes sagði að í samræmi við íjárlög þessa árs væri stefnt að því að innlánsstofnanir keyptu verðbréf og ríkisvíxla af ríkissjóði fyrir sam- tals 1650 milljónir króna, til þess að fjármagna sem mest með inn- lendu lánsfé greiðsluhalla ríkis- sjóðs. Hefði Seðlabankinn að undanfömu verið í samningavið- ræðum við innlánsstofnanir vegna þessa. „Undirtektir innlánsstofnan- anna vom eins og við var að búast, eða þær að ríkið yrði að draga úr lánsfjárþörf sinni," sagði Jóhannes, „en það lítur vel út með þá samn- inga.“ Yfirdráttur í Seðla- banka liðin tið Geir Hallgrímsson var spurður hvort þessar breytingar myndu hafa þau áhrif að dregið yrði úr miðstýr- ingu Seðlabankans á peningamark- aðnum hér: „Ég held að það sé ,óhætt að segja það. Með þessum ráðstöfunum er gert ráð fyrir að hver banki fyrir sig hafi tök á því að jafna sveiflur sem þeir verða fyrir, þannig að þeir geti ávaxtað fé sitt með mismunandi hætti. Þannig geta þeir sjálfír séð um sveiflurnar, ef út af því ber, með því að leita til annarra innlánsstofn- ana. Að því leyti til ætti að vera minni hætta á því að lausafjár- skorts verði vart og við ætlumst til þess að yfirdráttur hjá Seðlabank- anum heyri til liðinni tíð. Markmið okkar er að koma á jafnvægi í pen- ingamálum á milli framboðs og eftirspumar." Bjami Bragi Jónsson aðstoðars- eðlabankastjóri bætti við: „í stað þess að vera með beina íhlutun, þá er ætlast til þess að innlánsstofnan- ir sjái hag sínum betur borgið með breytilegri samsetningu lausra eigna sinna.“ Geir og Bjami Bragi sögðu að þessar ráðstafanir myndu hafa þau áhrif að samkeppni innlánsstofnana um innlent lánsfé myndi aukast. Þeir sögðu að vaxtamunurinn væri nokkuð góður mælikvarði á sam- keppnina og á jafnvægi milli framboðs og eftirspumar. Bjami Bragi benti á að vaxtamunurinn á verðtryggðum lánum hefði aukist upp undir eitt prósent og væri nú um 3% en vaxtamunurinn á óverð- tryggðu lánunum hefði lækkað, einkum vegna þess að dregið var úr ávöxtunarkröfunni. Aðspurður hvort hann teldi að bindiskyldan yrði enn lækkuð á næstunni, sagði Geir: „Við höfum ekki hugsað málið lengra í bili og ekki gert því skóna, fyrr en reynsla fæst af þessu kerfi. Við viljum reyna þetta og sjá hvaða hnökrar koma fram á því og leita leiða til þess að afmá þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.